Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
SÖLUAÐILAR
Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 · Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 · Meba Kringlunni s: 553-1199 · Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900
Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 · Meba Smáralind s: 555-7711 · Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 · Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður,
Hafnargötu 49 s: 421-5757 · Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 · Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 · Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 · Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Það mun hafa verið árið 1983 að
þrír ungir eldhugar, skipstjóra-
synir á Akureyri, keyptu gamlan
skuttogara sem lá í Hafnarfjarðar-
höfn og bar nafnið Guðsteinn.
Ungu mennirnir voru tveir bræð-
ur; Kristján, núv. útgerðarstjóri
hjá Samherja, og Þorsteinn Vil-
helmssynir, synir Vilhelms skip-
stjóra á Harðbak, og frændi
þeirra Þorsteinn Már Baldvinsson,
núv. forstjóri Samherja, sonur
Baldvins skipstjóra á Snæfelli og
Súlunni. Guðsteini var síðan siglt
norður til Akureyrar og skipið
tekið í gegn hjá Slippstöðinni og
gert að frystitogara og hlaut nafn-
ið Akureyrin og útgerðarfélagið
Samherji stofnað. Á eftir Akureyr-
inni komu svo Margrét EA 710,
Oddeyrin EA 210 og Hjalteyrin
EA 310. Síðan er mikið vatn runn-
ið til sjávar, útgerðin hefur vaxið
og dafnað og verið burðarás í at-
vinnustarfsemi og uppbyggingu í
sinni heimabyggð.
Skipaflotinn og
umsvifin aukast
Í dag eru ferskfisktogararnir
Björg EA 7, Björgvin EA 311,
Björgúlfur EA 312, Harðbakur
EA 3 og Kaldbakur
EA 1, auk uppsjávar-
veiðiskipsins Mar-
grétar EA 710. En
mikill vill meira eins
og þar stendur og
t.d. fréttist að hægt
væri að fá veiðiheim-
ildir á hrossamakríl í
Namibíu. Brá Þor-
steinn Már skjótt við
og hóf samninga við
þarlend stjórnvöld og
ráðherra, sem þá var
ekki vitað að voru
gjörspilltir í engu minna spilltu
stjórnkerfi og stungu greiðslum
fyrir veiðiheimildirnar í eigin vasa
í stað þess að byggja upp fyrir
fólkið í landinu. Að þessu gat Þor-
seinn Már lítið gert eins og gefur
að skilja en hér heima hrópuðu
misvitrir stjórnarandstæðingar á
Alþingi (án Miðflokksins) „mútur,
mútur“.
Allt vitlaust hér heima
Eins og allir vita er greitt fyrir
fiskveiðiheimildir hér heima og
víða annars staðar og eru hvorki
ný né gömul sannindi. Það er ekki
að furða þótt Alþingi Íslendinga
fái lélegustu einkunn í skoð-
anakönnunum því þar er svo sann-
arlega misjafn sauður í mörgu fé.
Stjórnarandstaðan sérstaklega
hefur uppi stór orð og fellir dóma
í máli sem hún er ekki dómbær á
sökum haturs og illvilja. Það virð-
ist vera lítið á milli eyrnanna á
slíku fólki en þar er Miðflokkurinn
undanskilinn, eins og fyrr er get-
ið, með sinn djúpvitra formann í
forsvari. Það er hvorki hlutverk
óprúttinna frétta-
manna né lánlausra
stjórnarandstæðinga
að skera úr um hvort
greiðsla fyrir veiði-
heimildir sé mútur.
Þá geta Íslendingar
líka litið sér nær.
Steininn tekur úr
Svo rammt kvað að
árásum á Þorstein Má
út af þessu svokallaða
Samherjamáli að hann
hafði vart frið á göt-
um úti og sendur var „rannsókn-
arblaðamaðurinn“ Helgi Seljan
frá RÚV til Namibíu til að kafa í
skítinn hjá þarlendum ráðherrum.
RÚV tjaldaði einnig Einari nokkr-
um Þorsteinssyni til ófrægðar í
Samherjamálinu í þætti sínum og
hefur hann nú ekki fengið orð fyr-
ir að liggja á illkvittni sinni.
Steininn tók þó úr þegar Akur-
eyringurinn Logi Már, formaður
Samfylkingarinnar, tók þá ákvörð-
un að peningum þeim, sem Sam-
herji hafði styrkt flokk hans með í
kosningabaráttu, yrði skilað og
sendir fátækum í Namibíu. Fór
sjóræningjaflokkurinn Píratar
eins að, að sagt er, en engin vitn-
eskja er um það ennþá hvar þess-
ir peningar eru eða var þeim
hreinlega skilað? Ég bíð spenntur
eftir að sjá næsta framlag Sam-
herja í kosningasjóði þessara
flokka. Það er með hreinum ólík-
indum hvernig fólk úr stjórn-
arandstöðunni (Miðflokkur undan-
skilinn) hefur tekið á þessu máli
og ráðist á Þorstein Má fyrir að
greiða fyrir veiðiheimildir eins og
algengt er, án þess að hafa hina
minnstu dómgreind eða visku til.
Ef eitthvað saknæmt er til staðar
er það til þess bærra dómstóla að
dæma í og útkljá málið en ekki
dómgreindarlausra, hatursfullra
stjórnarandstæðinga.
Seðlabankamálið
Það á ekki af margnefndum
Þorsteini Má að ganga því ekki er
langt síðan fyrrv. seðlabanka-
stjóri, Már Guðmundsson, réðst að
Samherja með offorsi og lét aka
þaðan bókhaldi fyrirtækisins í bíl-
förmum og sakaði um veruleg
skattsvik, sem enga stoð áttu í
veruleikanum. Lok málsins urðu
þau að best er vitað að Már rann
á rassgatið með allt saman og á
nú yfir höfði sér umtalsverðar
peningakröfur fyrir vikið. Hvernig
á þessum árásum á Þorstein Má
og Samherja stendur er orðið
verðugt rannsóknarefni og þá fæst
úr því skorið hvort maðurinn er
óvinur ríkisins nr. 1. Af fyrr-
greindu máli að dæma er því lík-
lega lítil hætta á því þegar er búið
að uppgötva mörg skítamál, sem
Már er talinn bera ábyrgð á í
seðlabankatíð sinni, en fregnir
herma að hann sé flúinn land.
Nokkur orð um svokallað Samherjamál
Eftir Hjörleif Hallgríms »Ég bíð spenntur eftir
að sjá næsta framlag
Samherja í kosninga-
sjóði þessara flokka.
Hjörleifur Hallgríms
Höfundur er eldri borgari
á Akureyri.
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda
inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Allt um sjávarútveg