Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 42

Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Lariat Sport Litur: Magnetic/ Svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up- phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic, Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél. VERÐ 11.390.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi- tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn- davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Platinumhvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.770.000 m.vsk Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann • Gestamóttökuna • Þernuna minningar um sögu sína og landsmanna? Er hann varðveittur? Þegar kristni skyldi í lög taka á Alþingi komu kristnir menn saman á eystri bakka Almannagjár, sungu þar messu og gengu síðan til Lögbergs. Gengu? Voru þeir ekki þar? Svarið er nei, enda var þá engin Þingvallanefnd til og þá var ekki búið að malbika og búa til bílastæði á Lög- réttu. Þegar kristni var lögtekin varð kirkjan hluti af Lögbergi og þegar kirkjan þar var reist vísaði hún að sjálfsögðu í austur og vestur. Þannig myndaði hún kross; með Lögberg norðan við og sólina til suðurs. Þegar menn ganga til kirkju ganga þeir því til austurs, enda er altarið vísan til hinnar björtu, rísandi sólar, og þegar þeir ganga út úr kirkjunni ganga þeir til vesturs; til hinnar hnígandi sól- ar, sem er víst vegurinn okkar allra. Það vakti furðu fyrir allskömmu, að lítið ferhyrnt afhýsi var upp- götvað við eina búðina. Líklegast fannst mönnum að hér væri um matargeymslu að ræða, sem má víst til sanns vegar færa, því þarna var um meltan mat að ræða, sem sé kamar. Fáir virðast gera sér grein fyrir því hvers vegna Öxará var beint gegnum þingstaðinn, hafa jafnvel haldið því fram að um trúarleg tengsl væri að ræða, eins og svo oft þegar menn þykjast vita það sem þeir ekki skilja. Ánni var hins vegar breytt af hreinlætis- ástæðum, því þegar kamarfötur voru losaðar, og ekki var rennandi vatn til að taka við innihaldinu né til þvotta, átti það til að vekja illan daun, ef vindátt var ekki hagstæð. Þess vegna var þingið ekki haldið sunnan undir Ármannsfelli það sumar sem áin var að grafa sér farveg á Þingvelli, og þar sem ekk- ert rennandi vatn er í Bolabás og næsta ólíft á langri veru mann- fjölda þar, heldur vestan undir fjallinu, þar sem Öxará rennur. Í Öxará var einn hólmi til skamms tíma. Þar háði Eysteinn Nú ætla landsmenn að gera landið hálft að þjóðgarði, sem á að verða sá stærsti í Evrópu. Stærðin virðist vera hér aðalatriðið, svo og allir túristarnir sem eiga að pissa þar peningum. Þarna á Alþingi að kjósa til þjóðgarðsnefnd, sem verð- ur sjálfsagt líkt og sú sem til er fyrir, það er Þingvallanefnd, nafnið og fínheitin. Hvernig hefur Þingvöllur þróast sem þjóðgarður? Geymir hann Brandsson einvígi frægt. Núna er þar fjöldi hólma og reynd- ar er allur völlurinn að hverfa vegna kæru- leysis ráðamanna, sem hafa látið það viðgang- ast að vatnið er notað sem uppistöðulón fyrir virkjanir, en þegar bannað var að hækka vatnsborðið og lækka í sífellu var málið leyst með því að hafa vatns- borðið tveimur metrum of hátt. Þess vegna á Öxará sér ekki far- veg neðan Drekkingarhyls heldur rennur í flæðum sem eru á góðri leið með að stækka vatnið um það sem völlunum nemur. Almannagjá mætti ætla að eigi sér skamman tíma í núverandi mynd, ef til vill allt að þrjátíu ár. Bergveggurinn nýtur stuðnings af jarðvegi sem sest hefur milli stein- anna, en vegna hæðar grunnvatns- ins og hreyfingar skolast jarðveg- urinn undan og eftir stendur stórgrýtið. Þessu til hröðunar aka margra tonna dísilbílar um gjá- barminn og hrista bergið þangað til veggurinn hrynur. Þetta má glöggt sjá þar sem ágangurinn var mestur á gamla þjóðveginum, niður í gjána, þar myndaðist stórt hol- rúm, sem öllum hefði átt að vera víti til varnaðar. Ég held að við eigum nóg af þjóðgörðum og þeirra nefndum, og þó að þessi núverandi umhverfis- ráðherra sé líklega hinn ágætasti maður ættum við að minnast orða Einars frá Þverá, sem Snorri lagði honum í munn, að kannski væri nú- verandi ráðamaður hinn ágætasti, en síðan kæmu aðrir á eftir honum, misjafnir eins og gengur, og þá myndi mörgum kotkarli þykja þröngt fyrir dyrum. Þjóðgarðar Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Almannagjá mætti ætla að eigi sér skamman tíma í núver- andi mynd, ef til vill ekki nema þrjátíu ár. Höfundur er á eftirlaunum. Bretar endurheimta nú sjálf- stæðið, 1. febrúar, eftir nærri hálfa öld undir yfirvaldi á megin- landinu. Það var líklega ekki ætl- unin hjá þeim sem flæktu Bret- landi 1973 í það sem þá var kallað „Evrópubandalagið“ eða „Sam- eiginlegi markaðurinn“ að afsala sjálfstæði landsins. Alræðisvaldabákn opinberar sig Það kom ekki vel í ljós fyrr en nokkru síðar að Evrópu-„banda- lagið“ þróaðist í miðstýrt yfirþjóð- legt alræðisvaldabákn með stefn- una á innlimun allra Evrópulanda. Þegar ljóst varð hvert stefndi fóru að heyrast ábyrgar raddir í Bret- landi gegn ESB. Breski sjálfstæð- isflokkurinn, UKIP, var stofnaður 1993, það var honum mikið að þakka að ríkisstjórn Íhaldsflokks- ins hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildina 2016. Útgangan var harður bardagi Breskir embættismenn og margir helstu stjórnmálaleiðtogar voru orðnir samdauna ESB og börðust gegn útgöngu. En al- menningur sá í gegnum áróðurinn og vildi endurheimta sjálfstæðið og ákvað útgöngu. Ráðamenn ESB og breskir áhangendur ESB reyndu að spilla því en breska lýðræðið stóðst þá raun. Stjórnvöld Bretlands virtu ákvörðun bresku þjóðarinnar þó að mikinn og langan bardaga hafi þurft og tvennar þing- kosningar. Bretland stendur áfram sem ein helsta kjöl- festa lýðræðis í Vestur-Evrópu. Sögulegt hlutverk Bretlands Bretar hafa, ásamt með Rúss- um, sögulega verið í hlutverki bjargvættar og forðað Evrópu frá landvinningum meginlandsþjóð- anna. Þeirra framlag við að kveða niður stríðshlaup Frakka í byrjun 19 aldar og Þjóðverja á fyrri hluta 20. aldar bjargaði Evrópulöndum frá kúgun. Og nú taka Bretar enn og aftur að sér hlut- verkið að standa á móti valdabrölti meginlandsþjóðanna. Ísland fylgir í kjölfar Bretlands Með útgöngu Breta, sögulega helstu við- skiptaþjóðar Íslands, úr ESB og EES ger- breytist aðstaða Ís- lands. Meðan Ísland er enn í EES hefur ESB völd yfir íslensk- um málum, lög og reglur ESB/ EES gilda hér áfram og útiloka frjáls samskipti við Bretland á ýmsum sviðum. En íslensk stjórn- völd eru að reyna að semja um samskiptin án þess þó að geta breytt ESB/EES-kvöðunum og valdi ESB yfir Íslandi. Það endar óhjákvæmilega með því að Ísland verður að ganga úr EES til þess að frjáls samskipti geti komist á aftur. Útganga Breta úr ESB ryður brautina og er stórt skref í átt að endurheimt sjálfstæðis Ís- lands. Við hljótum að óska okkar öfl- ugu nágrönnum til hamingju með stórsigur! Eftir Friðrik Daníelsson » Við hljótum að óska okkar öflugu ná- grönnum til hamingju með stórsigur! Friðrik Daníelsson Höfundur er í stjórn Frjáls lands. Frjálsir Bretar ryðja braut Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.