Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
✝ Áslaug SæunnSæmundsdótt-
ir fæddist í Braut-
artungu, Stokks-
eyrarhreppi, 22.
ágúst 1936. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
17. janúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Pál-
mey Hjartardóttir,
f. 29. janúar 1910,
húsmóðir, d. 10. júní 2013 og
Sæmundur Friðriksson, f. 27.
júní 1884, d. 10. maí 1953. Ás-
laug átti eitt alsystkini, Hjört
Sæmundsson, f. 6. desember
1937, hálfsystkini hennar voru
6. Barnsfaðir Áslaugar var
Hannes Þór Ólafsson og áttu
þau saman Margréti Sæunni, f.
29. maí 1954, maki Jón Gunn-
ar Ottósson, börn þeirra eru
Hannes Ingi, f. 21. maí 1985,
Hákon, f. 15. janúar 1988, Óð-
inn Þór, f. 28. október 2000 og
Karen Arna, f. 8. janúar 2003.
Áslaug giftist 29. nóvember
1980 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Guðmundi Svavari Val-
garðssyni, f. 11. nóvember
1932 og er dóttir þeirra Íris
Huld Guðmundsdóttir, f. 23.
desember 1975, maki Gestur
Sigurðsson og börn þeirra eru
Sigurður Arthúr, f. 5. apríl
1999 og Thelma Björk, f. 6.
desember 2006. Börn Guð-
mundar eru Oktavía Jóna, Val-
garður Ómar, Guðmundur
Rúnar og Bragi Kristján. Ás-
laug vann á nokkrum stöðum
sem smurbrauðsdama og
stofnaði síðan ásamt eigin-
manni sínum Brauðstofu Ás-
laugar sem var starfrækt í 20
ár. Síðustu 10 árin dvöldu Ás-
laug og Guðmundur í íbúð á
vegum dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Áss í Hveragerði.
Útför Áslaugar Sæunnar fer
fram frá Selfosskirkju í dag,
30. janúar 2020, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Áslaug Hanna, f.
30. nóvember
1972, Frímann
Birgir, f. 24. júní
1974, Auður f. 30.
mars 1973, Rann-
veig, f. 11. sept-
ember 1978 og Ari
Klængur, f. 11.
desember 1980.
Áslaug giftist 22.
ágúst 1954 Hann-
esi Ingólfi Guð-
mundssyni, f. 21. febrúar 1926,
d. 27. desember 1998. Þau
skildu. Dætur þeirra eru: 1)
Helga Anna, f. 7. desember
1955, maki Sævar Erlendsson.
2) Inga Hanna, f. 16. júní 1958,
maki Ómar Jóhannesson. Börn
þeirra eru Gréta Björk, f. 20.
október 1976 og Ómar Andri,
f. 16. júní 1987. 3) Hafdís, f. 4.
apríl 1963 og eru börn hennar
Ég man þegar ég sá þig fyrst í
Domus á Laugaveginum. Augun
svo skærblá og góðleg, svo sæt.
Ég keypti ófáa kaffibollana áður
en þú samþykktir að fara út með
mér, við fórum á brauðstofuna
Brauðborg á okkar fyrsta
stefnumót. Það var allt sem
heillaði mig, þú varst hress og
kát en um leið svo feimin. Svo
byrjuðum við saman og stofn-
uðum okkar fyrsta heimili á
Framnesveginum og eignuðumst
Írisi Huld. Þú elskaðir að ferðast
og var okkar fyrsta ferð saman
til Costa Brava en eftir það vor-
um við dugleg að ferðast um
heiminn. Við stofnuðum Brauð-
stofu Áslaugar og unnum hlið við
hlið í 20 ár þar til við ákváðum
að nú væri kominn tími til að
njóta og slappa af. Síðustu ár
bjuggum við í litlu húsi við Ás í
Hveragerði þar sem við vorum
ánægð með lífið. Við áttum gott
líf saman og er ég hálf-ómögu-
legur án þín, söknuðurinn er
mikill og er ég enn að reyna að
átta mig á að þú sért farin. En
ég veit að þú ert enn hjá mér í
hjartanu og vakir yfir mér.
Söknuðurinn er sár en ég veit að
við munum hittast aftur og ég fæ
að horfa í fallegu augun þín og
kyssa þig létt á munninn. Svo ég
segi við þig gamla mín: þangað
til næst, knús og kossar.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Guðmundur Svavar
Valgarðsson.
Aðfaranótt föstudagsins 17.
janúar fékk ég símtal sem ég
mun aldrei gleyma. Mamma þín
er dáin glymur í hausnum á mér
og ég finn að hjartað í mér
brestur og hrikaleg sorg brýst
fram. Þér leið svo vel þegar þú
hringdir í mig á fimmtudags-
kvöldinu og við ætluðum að hitt-
ast næsta morgun og fara saman
í gegnum aðgerðina. Ég sagði
góða nótt við þig og bað þig um
að hugsa um eitthvað fallegt áð-
ur en þú færir að sofa. Já elsku
besta og fallega mamma mín er
látin og hluti af mér líka.
Mamma mín með fallegustu aug-
un og liðað ljósa hárið sitt og
hjarta úr gulli. Mamma sem
hugsaði ávallt fyrst og fremst
um alla aðra í kringum sig. Hún
var með frábæran húmor, feimin
og elskaði að ferðast og halda
veislur. Allt sem hún gerði, það
gerði hún vel og var ávallt tilbú-
in að rétta fram hjálparhönd.
Mamma var mikill dýravinur og
hún og hundurinn okkar hún
Bósa voru miklar vinkonur. Við
mamma og pabbi vorum skytt-
urnar þrjár sem gerðum allt
saman þegar ég var yngri. Við
ferðuðumst mikið og var alltaf
mikil spenna þegar við náðum
okkur í bæklinga frá ferðaskrif-
stofum, fórum á kaffihús og
völdum okkur ferð. Við mamma
áttum líka okkar hefð að fara um
jólin á kaffihús sem var við
Laugaveginn og fá okkur heitt
kakó. Hún bakaði fyrir mig
lummur með rúsínum á afmæl-
isdeginum mínum og við borð-
uðum ávallt saman skötu.
Mamma var sú sem vaknaði með
mér kl. 6 fyrir próf í mennta-
skólanum og hlýddi mér yfir og
spurði svo þegar ég var búin:
hvernig gekk okkur? Já það var
alveg sama hvað ég bað hana
um, alltaf var hún til staðar og
studdi mig. Þegar ég fór að
heiman þá flutti ég ekki langt frá
mömmu og pabba og því gat Sig-
urður Arthúr farið daglega til
ömmu og afa eftir skóla þar sem
mamma beið eftir honum með
rúnstykki og kakó. Já mamma
var dásamleg amma og er þetta
mikill missir fyrir Thelmu Björk
og Sigurð Arthúr sem voru svo
heppin að fá að umgangast
ömmu sína mikið. Þau hafa farið
í margar utanlandsferðir með
henni og pabba sem skilja eftir
góðar minningar og öll jólin sem
við héldum upp á saman. Elsku
mamma mín, þú varst og ert fyr-
irmynd mín í öllu, ég trúi ekki að
ég eigi aldrei aftur eftir að knúsa
þig og rugla í hárinu þínu, fara
með þér í búðir, bjóða þér í mat
eða spjalla við þig þrisvar á dag
eins og við vorum vanar að gera.
Elsku pabbi minn hefur misst
mikið en þið voruð mjög sam-
rýnd og gerðuð allt saman. Ég
veit, elsku mamma, að þú ætlaðir
aldrei að fara á undan honum en
ég skal passa hann vel fyrir þig
og við hljótum að komast í gegn-
um þetta saman. Þú færð að lok-
um stórt knús frá okkur Gesti,
Sigurði Arthúri og Thelmu
Björk, við munum halda minn-
ingu þinni á lofti.
Elsku móðir mín kær,
ætíð varst þú mér nær,
ég sakna þín, góða mamma mín.
Já, mild var þín hönd
er um vanga þú straukst,
ef eitthvað mér bjátaði á.
Við minningu um þig geymum
og aldrei við gleymum,
hve trygg varst þú okkur og góð.
Við kveðjum þig, mamma,
og geymum í ramma
í hjarta okkar minningu um þig.
(Gylfi V. Óskarsson.)
Íris Huld Guðmundsdóttir.
Elsku amma Áslaug lést þann
17. janúar. Þegar ég hugsa um
ömmu mína kemur fyrst upp í
hugann Brauðstofa Áslaugar,
enda var hún oft kölluð „amma
brauð“ af barnabörnunum. Hún
vann alla tíð við að smyrja dýr-
indis snittur og búa til fallegar
brauðtertur. Allt frá því að hún
byrjaði í Brauðbæ og þangað til
að hún, ásamt eiginmanni sínum
Guðmundi Valgarðssyni, opnaði
sína eigin Brauðstofu. Ég á svo
ótal margar og dýrmætar minn-
ingar frá Brauðstofunni í Búða-
gerði en þar var ég mjög oft sem
barn að hjálpa til, mér fannst svo
gaman að fylgjast með ömmu og
frænkum mínum útbúa snittur,
þær voru svo klárar. Við áttum
líka svo margar skemmtilegar
samræður í kjallaranum í kaffi-
pásum, enda var tíður gesta-
gangur hjá þeim á Brauðstof-
unni. Amma var dugnaðarforkur
mikill, samviskusöm og kvartaði
aldrei nokkurn tímann. Hún var
skemmtileg, fyndin – með bein-
skeyttan og skemmtilegan húm-
or, góð, hjartahlý, hreinskilin og
ósérhlífin. Elsku amma mín, þér
líður vel núna. Hvíl í friði.
Þar sem Gullblómið grær
ekkert íllt þar að finna
þó að flestum finnist fjær
þá vil ég á það minna.
Kærleikans móðurmál
er guð í þinni sál.
Guðdómsins viskuskál
er hjartans innsta bál.
(Garðar Jónsson)
Greta Björk Ómarsdóttir.
Elsku besta amma okkar er
farin og söknuður okkar er mik-
ill. Amma var svo góð, skemmti-
leg og gerði bestu kökurnar. Við
vorum svo heppin að fá að um-
gangast ömmu mikið, ferðast
með henni, halda upp á jól og
páska með henni og fá hana í
mat til okkar. Amma elskaði að
fara í bæjarferð og kíkja í
Kringluna og fá sér kínarúllur
og svo kaffibolla á kaffihúsinu.
Ekki fannst henni verra að fara í
bókabúð og kaupa sér eina bók
enda var amma algjör bókaorm-
ur. Amma var ekki mikið fyrir
myndatökur en nú síðustu ár
skemmti hún sér vel með
Thelmu Björk við að taka mynd-
ir af þeim saman á símanum og
breyta í eitthvað fyndið. Amma
sýndi öllu sem við gerðum áhuga
og var alltaf stolt af okkur. Við
eigum eftir að sakna þín mikið,
elsku amma, sakna þess að fá að
knúsa þig, sýna teikningarnar
hennar Thelmu Bjarkar eða
segja þér frá því sem er að ger-
ast í lífi okkar. En við vitum,
amma mín, að nú líður þér vel,
allir verkir farnir og þú munt
taka vel á móti afa þegar hann
kemur til þín. En nú pössum við
vel upp á afa og munum passa að
hann eigi nóg af mjólk og snarli,
förum með hann í ísbíltúr og
bjóðum honum í mat. Stórt knús
frá okkur til þín og við vitum að
þú vakir yfir okkur.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Sigurður Arthúr Gestsson og
Thelma Björk Gestsdóttir.
Áslaug Sæunn
Sæmundsdóttir
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elsku mamma, tengdamamma, amma og
langamma okkar,
RAGNHILDUR RÓSA EÐVALDSDÓTTIR,
kvaddi okkur á sólríkum sunnudagsmorgni
26. janúar.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki
Setbergs á Sólvangi fyrir að hugsa vel um hana.
Útför verður auglýst síðar.
Andrea Gísladóttir Ólafur Þorkell Jóhannesson
Andrea Eðvaldsdóttir, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir,
Fannar Eðvaldsson, Eirún Eðvaldsdóttir,
Gísli Freyr Ólafsson, Finnur Ólafsson, Beitir Ólafsson
og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
ÁSMUNDUR STEINAR
GUÐMUNDSSON,
Árskógum 8,
áður Kársnesbraut 117,
lést sunnudaginn 26. janúar.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 3. febrúar
klukkan 13.
Kristín Hjaltadóttir
Brynja Dýrborgardóttir
Hallfríður Ásmundsdóttir
Steinar Ás Ásmundsson
Aron Óli og Sólveig María
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR LÍNEIK DANÍELSDÓTTIR,
Ránarbraut 11, Skagaströnd,
lést föstudaginn 24. janúar á Heilbrigðis-
stofnun Blönduóss.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja sjúkrasjóð
kvenfélagsins Einingar á Skagaströnd, 0160-05-60090,
kt. 650504-3130.
Gunnar Reynisson
Óli Daníel Helgason
Sigurður S. Gunnarsson Theodóra Hauksdóttir
Björn R. Gunnarsson María H. Valberg
Elvar S. Gunnarsson Arna B. Hagalínsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI JÓNSSON
bókbindari,
Hæðargarði 29, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 15. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Starfsfólki B4 Landspítala Fossvogi eru færðar hjartans þakkir
fyrir alúð og umhyggju.
Kristbjörg Gunnarsdóttir
Erna Kristín Bragadóttir Gísli Benediktsson
Jón Örn Bragason Snjólaug Guðjohnsen
Birgitta Bragadóttir Gunnar Eiríkur Hauksson
Aðalheiður Bragadóttir Þorfinnur Björnsson
Brynjólfur Bragason Auður Björgvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR
kjólasaumameistari,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 3. febrúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins.
Ásmundur Kristinsson Sigrún Guðjónsdóttir
Kristinn Kristinsson Ásdís Þórarinsdóttir
Hólmfríður G. Kristinsdóttir Gunnar Karl Gunnlaugsson
Knútur Kristinsson Þuríður Pálsdóttir
Magnús Kristinsson Dagný Egilsdóttir
Sigurður Kristinsson Siriwan Kristinsson
Áslaug Kristinsdóttir Oddur Daníelsson
Vigdís Greipsdóttir
ömmubörn og langömmubörn