Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
✝ Anna Sigfús-dóttir fæddist á
Stóru-Hvalsá í
Bæjarhreppi í
Strandasýslu 12.6.
1918. Hún lést á
Hrafnistu Laug-
arási 18.1. 2020.
Hún var dóttir
hjónanna Kristínar
Gróu Guðmunds-
dóttur, f. 8.10.
1888, d. 15.2. 1963,
og Sigfúsar Sigfússonar, f. 7.8.
1887, d. 29.1. 1959, og var
fjórða í röð fjórtán systkina
sem öll eru látin nema Lárus.
Systkini hennar voru Guð-
mundur, f. 1912, d. 2004, Hans
Hallgrímur, f. 1913, d. 2008,
Lárus, f. 1915, Steingrímur
Matthías, f. 1919, d. 1976, Sal-
óme Sigfúsa, f. 1920, d. 1920,
Guðrún Sigríður, f. 1921, d.
1998, Eiríkur, f. 1923, d. 2008,
Garðar, f. 1924, d. 1988, Har-
aldur Gísli, f. 1925, d. 2018,
Sólbjörg, f. 1927, d. 1947, Guð-
björg María, f. 1929, d. 2004,
Salóme Sigfríður, f. 1932, d.
2010, og Þorbjörn Sigmundur,
f. 1934, d. 2002.
Anna giftist 16.5. 1948 Jóni
Rögnvaldssyni, f. 26.7. 1905, d.
18.12. 1959. Foreldrar hans
voru Rögnvaldur Jónsson, f.
11.9. 1864, d. 6.6. 1917, og Guð-
ar eru a) Anna Helga Bjarna-
dóttir, f. 1968. Börn hennar
eru Júlíana Ósk Andersen, f.
1994, og Helga Guðrún And-
ersen, f. 1999. b) Inga Sif
Kristjánsdóttir, f. 1972, maki
Brent Peter Thompson, f. 1967.
Börn þeirra eru Cecelia Sif, f.
2001, Adam Ingi, f. 2004, og
Maximilian Ingi, f. 2014. c)
Sindri Aron Viktorsson, f.
1988, maki Hanna Kristín
Skaftadóttir, f. 1981. Barn
þeirra er Emilía Sara Bjarndís,
f. 2019. Barn hans með fyrri
maka er Benedikt Árni, f.
2012. 3) Sólbjörg Alda, f. 19.3.
1949, börn hennar eru a) Ingi-
rafn Steinarsson, f. 1973, maki
Benedikta Guðrún Svavarsdótt-
ir, f. 1979. Börn þeirra eru
Hörður Áki, f. 2016, og Sig-
urbergur Reynir, f. 2019. b)
Anna Dúna Steinarsdóttir, f.
1977. 4) Sigfús Kristinn, f. 8.5.
1952, maki Ragnhildur Guðna-
dóttir, f. 1952. Börn hans eru
a) Anna Helga, f. 1979, maki
Jón Bjarni Björnsson, f. 1973.
Börn þeirra eru Andri Ólafur,
f. 2009, og Sigfús Björn, f.
2011. b) Sigríður Hulda, f.
1982, maki Eiríkur Jónsson, f.
1979. Börn þeirra eru Alrún
Elín, f. 2005, og Eyrún Dísa, f.
2010. Stjúpdóttir Sigfúsar er
Ásdís Gunnarsdóttir, f. 1974,
maki Halldór Þórisson, f. 1974.
Útför Önnu fer fram frá
Seljakirkju í dag, 30. janúar
2020, klukkan 15.
rún Pálsdóttir, f.
4.6. 1873, d. 14.5.
1937. Anna og Jón
voru frumkvöðlar í
garðyrkju og ráku
garðyrkjustöðina
Skrúð í Reykholts-
dal þar til Anna
brá búi 1978 og
flutti til Reykjavík-
ur. Börn þeirra
eru: 1) Greta Við-
ars, f. 30.1. 1943,
maki Guðjón Jónsson, f. 1941.
Börn þeirra eru a) Íris Hrönn,
f. 1973. Börn hennar eru Gróa
Sigurlaug Sigurðardóttir, f.
2007, og Ylfa Þórhildur Sig-
urðardóttir, f. 2011. b) Óttar
Orri, f. 1977, maki Sigríður
Ragna Björgvinsdóttir, f. 1977.
Börn hans með fyrri maka eru
Emilía Anna, f. 2004, og Ari
Jökull, f. 2009. c) Björn Ingi, f.
1979, maki Alda Úlfars Haf-
steinsdóttir, f. 1971. Börn hans
með fyrri maka eru Leiknir
Logi, f. 2004, Víkingur Viðar,
f. 2007, og Ásbjörn Úlfur, f.
2013. Sonur Gretu með fyrri
maka er Jón Arnar Magnússon,
f. 1964, maki Jónína Pálsdóttir,
f. 1966. Barn þeirra er Magnús
Páll, f. 1999. Börn hans með
fyrri maka eru Þorkell, f. 1992,
og Bryndís, f. 1994. 2) Guðrún
Rögn, f. 5.12. 1947. Börn henn-
30. janúar er okkar dagur.
Mér fannst gott að halda í
hönd þína mamma því það veitti
mér öryggi.
Elsku mamma, þú varst ein-
stök kona. Nú þegar þú ert farin
yfir móðuna miklu og komin í
Sumarlandið eftir langt lífshlaup
sé ég þig fyrir mér sívinnandi.
Þú sast aldrei auðum höndum og
það var þér erfitt að tapa sjón-
inni og þú hættir að geta sinnt
handavinnu. Allt lék í höndunum
þínum, hvort sem það var fata-
saumur, útsaumur eða prjóna-
skapur, en þú tókst sjónleysinu
með æðruleysi eins og öðru í líf-
inu. Þú varst búin að skila þínu
hlutverki vel og samviskusam-
lega og við þökkum þér það.
„Einstakur“ er orð sem notað er
þegar lýsa á því sem engu öðru er
líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni
sem veitir ástúð með brosi eða
vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast
af rödd síns hjarta og hefur í huga
hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir
og dýrmætir og hverra skarð verður
aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez)
Einstök er orð sem lýsir þér
best. Hvíl í friði, elsku mamma.
Gréta, Guðjón, börn
og barnabörn.
Elsku mamma mín, þú fékkst
ósk þína uppfyllta að fá að fara
og fyrir það er ég þakklát en ég
mun alltaf sakna þín. Hvíl í friði
mamma mín.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og bros á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín dóttir,
Guðrún Rögn (Dunna).
Hún amma mín lifði býsna
langa ævi og hún var hin full-
komna amma. Fyrstu minningar
mínar um hana eru frá Skrúði
þegar hún sinnti þar garð-
yrkjubúskap. Í minningunni var
Skrúður ævintýralega stór, her-
bergin óteljandi og sum jafnvel
með leynigeymslum. Þar fundust
allskyns fjársjóðir – gamalt
framandi dót og endalaust af
gömlum kjólum sem kölluðu á
mátun. Í öllu falli var endalaust
hægt að finna sér spennandi við-
fangsefni í Skrúð. Þegar jarð-
arför Ok-jökuls fór fram á dög-
unum minnist ég þess að Nonni
bróðir minn hafi horft með mér
út um austurglugga á efri hæð
Skrúðs og kennt mér smávegis
landafræði. Hann benti mér á
Ok – minnsta jökul á Íslandi sem
nú er horfinn. Svo flutti amma
suður og bjó ekki langt frá okk-
ur. Hún var þá ekki hætt að
vinna og starfaði á barnaheimili
nálægt heimili sínu. Eitt sinn var
ég með ömmu í strætó þegar
hún hitti krakka af barnaheim-
ilinu sem kölluðu hana „ömmu“.
Ég var nú frekar súr, enda var
hún amma mín. Amma hélt mörg
fjölskylduboð í Dúfnahólum þar
sem hún bjó á sjöundu hæð og
þá var upplagt að taka nokkrar
auka lyftuferðir þótt það væri
stranglega bannað að leika sér í
stigaganginum. Amma var lengi
mjög virk í félagslífi eldri borg-
ara, söng í kór og tók strætó út
um allt. Árin liðu og amma flutti
í glænýja blokk eldri borgara í
Árskógum og þegar hún fór á
Hrafnistu voru líkast til fáir
frumbyggjar enn í Árskógum.
Til ömmu var alltaf gott að koma
enda var hún dásamleg kona,
skarpgreind og blíð. Þrátt fyrir
háan aldur var hún við bærilega
heilsu, fylgdist vel með og var
virkur þátttakandi í samfélaginu.
Ég minnist ömmu fyrir margt en
æðruleysi er einkennandi fyrir
viðhorf hennar til lífsins – við-
horf sem ég vil taka mér til fyr-
irmyndar.
Bestu þakkir fyrir yndislega
samveru.
Íris Hrönn.
Elsku amma mín er látin og
því langar mig að minnast henn-
ar með nokkrum orðum. Amma
fæddist og ólst upp á Stóru-
Hvalsá í Hrútafirði í stórum
systkinahópi og var hún alla tíð
mjög dugleg til allra verka og
ósérhlífin. Þetta sannaðist þegar
hún, einungis 41 árs gömul,
missti manninn sinn úr hjarta-
áfalli og stóð uppi einstæð móðir
og eigandi að nýstofnaðri garð-
yrkjustöð. Það hefur verið mikið
áfall en hún dó þó ekki ráðalaus
og tókst á við þetta verkefni af
æðruleysi, staðfestu og dugnaði
og minntist síðar með þakklæti
samstöðunnar í sveitinni við
þessa atburði en árið eftir gaf
hver einasti bóndi í sveitinni
henni einn dag í vinnu til að
reisa gróðurhúsin sem þá átti
eftir að byggja. Hún tók einnig
til þess ráðs að leigja út herbergi
í nýbyggðu húsinu í Skrúð.
Amma var alla tíð mjög nýtin og
nægjusöm og kunni vel með pen-
inga að fara og það hefur án efa
ekki síst hjálpað henni í harðri
lífsbaráttunni. Hún var þó aldrei
neitt að vorkenna sér heldur
gerði það sem gera þurfti og
lagði hart að sér til að koma
börnum sínum á legg og í skóla.
Árið 1978 flutti amma til Reykja-
víkur og vann m.a. í eldhúsinu í
leikskólanum Suðurborg. Ég
man eftir að hafa fengið að heim-
sækja hana í vinnuna á Suður-
borg og vera hjá henni dagpart
sem krakki. Þegar kom að há-
degismat ætlaði ég að setjast hjá
henni, en hún mataðist með
börnunum inni á deild. Kom þá í
ljós að drengurinn sem vanur
var að sitja hjá henni tók það
ekki í mál að gefa eftir sitt pláss
hjá ömmu og ég, sveitastelpan,
lagði nú ekki í að malda í móinn
við Reykjavíkurstrák svo ég
varð bara að sitja annars staðar
við borðið. Svona hafði hlýjan
sem alltaf af henni stafaði mikið
aðdráttarafl sem var gott að
njóta. Seinna þegar ég var sjálf
flutt til Reykjavíkur voru heim-
sóknir til hennar fastur liður hjá
mér því það var svo endurnær-
andi að koma til hennar, kyrrðin
og róin sem ríkti heima hjá
henni var einstök og hvergi var
eins gott að fá sér lúr og í sóf-
anum hjá ömmu. Amma var líka
alltaf dugleg að hreyfa sig hvort
sem var með daglegum göngum,
boccia, dansi eða pútti. Hún
gekk allra sinna ferða eða notaði
strætó og var þannig sjálfstæð
og sjálfri sér næg. Amma bjó yf-
ir ótrúlegum styrk í lífinu og fyr-
ir mér var hún algjör klettur
sem ég gat alltaf treyst á. Eitt
sinn sagði hún mér af því þegar
mamma hennar þurfti að liggja á
sjúkrahúsi á Hvammstanga þeg-
ar amma var á unglingsaldri og
til að heimsækja hana réru hún
og Lárus, eldri bróðir hennar, á
opnum árabáti yfir fjörðinn,
gengu yfir Hrútafjarðarhálsinn
og á Hvammstanga til að hitta
mömmu sína og svo sömu leið til
baka þann sama dag. Þessi saga
og fleiri sem hún sagði mér sýna
mér hversu miklum kjarki,
dugnaði og krafti amma mín bjó
yfir og hefur hún ætíð verið og
mun áfram vera mér mikil fyr-
irmynd í lífinu. Ég er strax farin
að sakna hennar og tilhugsunin
um að í næstu Reykjavíkurferð
muni ég ekki koma við hjá henni
finnst mér skrýtin en ég ylja
mér við ótalmargar, hlýjar og
dýrmætar minningar sem ég á
um hana elsku ömmu mína og
kveð hana með sorg og trega í
hjarta.
Anna Helga Sigfúsdóttir.
Anna Sigfúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Anna var mjög góð og
merkileg kona. Okkur leið
líka vel með henni. Hún átti
lengi heima í Árskógum 6
þar sem við heimsóttum
hana frekar oft og töluðum
við hana með mömmu og
pabba. Nafnaveislan henn-
ar Gróu var líka haldin í sal
í Árskógum. Við munum
eftir henni sem duglegri og
einstakri langömmu. Við
munum sakna hennar svo
mikið.
Gróa Sigurlaug og
Ylfa Þórhildur.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
AÐALBJÖRG BJARNADÓTTIR,
áður Völvufelli 48,
lést á Hrafnistu, Laugarási, 22. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 7. febrúar klukkan 15.
Guðrún Sigurðardóttir Gunnar Kristófersson
Ólöf Sigurðardóttir Kristinn Pálsson
Guðmundur Sigurðsson Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir
Sigmundur Sigurðsson Jóhanna G. Erlingsdóttir
Díana Bára Sigurðardóttir Stefán Sveinsson
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓSKAR JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Melabraut 19, Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 23. janúar.
Guðni Már Óskarsson Prajin Sornyoo
Guðjón H. Óskarsson
Brynjólfur Óskarsson Harpa R. Jakobsdóttir
Hlíf B. Óskarsdóttir Leifur Þorleifsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
23. janúar. Útför fer fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Bryndís Guðnadóttir Þorsteinn Marinósson
Guðni Guðnason Sigurbjörg H. Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS HEIÐAR SIGURJÓNSSON,
Gilstúni 26, Sauðárkróki,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Sauðárkróki þriðjudaginn 21. janúar,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju á morgun, föstudaginn
31. janúar, klukkan 14.
Guðbrandur Magnússon Arndís Steinþórsdóttir
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir Rúnar Már Smárason
Sigurjón Magnússon Guðrún Bjarney Leifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN REYNIR MAGNÚSSON
verkfræðingur,
Þorragötu 5,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
laugardaginn 25. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar
og hefst klukkan 13.
Magnús Reynir Jónsson Bjarnveig Sigríður Guðjónsd.
Birna Gerður Jónsdóttir Guðlaugur Gíslason
Sigrún Dóra Jónsdóttir Jóhann Gunnar Stefánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona og móðir,
CINZIA FJÓLA FIORINI
kennari,
Arnarsmára 24,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 16. janúar.
Útför hennar fer fram föstudaginn 7. febrúar frá Vídalínskirkju í
Garðabæ klukkan 13.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Björgvin Jónas Hauksson
Eva Sóley Björgvinsdóttir