Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
✝ Sverrir Kol-beinsson fædd-
ist á Grund í Súða-
vík 23. apríl 1936.
Hann andaðist á
hjartadeild Land-
spítalans 23. janúar
2020. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmunda Hall-
dórsdóttir, f. 12.
apríl 1915, d. 11.
ágúst 2007, og Kol-
beinn Björnsson, f. 25. mars
1909, d. 13. júlí 1987. Þau eign-
uðust þrjá syni: Sverri sem var
elstur, Sævar Björn, f. 23. apríl
1945, d. 3. desember 2014, Ævar
Halldór, f. 19. september 1954.
Sverrir ólst upp á Siglufirði á
síldarárunum en fór ungur til
náms að Laugarvatni þar sem
hann kynntist eiginkonu sinni,
Arnbjörgu Ingu Jónsdóttur, f.
28. febrúar 1934, d. 6. október
1994. Foreldrar hennar voru
hjónin Kristín Sigtryggsdóttir
og Jón Jóhannsson, bóndi á
Hvalnesi við Stöðvarfjörð.
Sverrir og Adda gengu í hjóna-
band 26. desember 1959. Þau
eignuðust einn son,
Guðjón Steinar, f.
21. september
1966. Hann er
kvæntur Patriciu
Velasco, f. 30. sept-
ember 1967, og
eiga þau 4 börn,
Kristínu Ósk, f. 6.
mars 1997, Öddu
Björgu, f. 10. októ-
ber 2000, Viktor
Inga, f. 6. júlí 2004
og Magnús Bjarna, f. 11. júní
2007. Sverrir útskrifaðist með
kennarapróf frá Kennaraskóla
Íslands árið 1959. Hann starfaði
fyrstu 5 árin sem kennari við
Vogaskóla. Sverrir helgaði
mestan hluta starfsævinnar
Álftamýrarskóla, frá árinu
1964. Hann var síðan yfirkenn-
ari Álftamýrarskóla frá árinu
1966 til starfsloka árið 1998.
Eftir að Sverrir náði eftirlauna-
aldri starfaði hann í nokkur ár
sem námsráðgjafi við Hvassa-
leitisskóla.
Útför Sverris fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 30. janúar
2020, klukkan 15.
Ég hitti Sverri í fyrsta skipti í
Arizona þegar Guðjón kynnti
mig fyrir foreldrum sínum.
Sverrir kom fyrir sem góður og
umhyggjusamur maður sem
hugsaði vel um eiginkonuna sína.
Mér fannst ég strax vera vel-
komin í þessa þriggja manna
fjölskyldu og eftir nokkra daga
var ég meira að segja farin að
skilja brandarana hans Sverris.
Eftir að hafa hitt þau hjónin sá
ég hvaðan sonur þeirra átti að
sækja þá mannkosti sem höfðu
heillað mig upp úr skónum.
Sverrir var ekki aðeins
tengdafaðir minn, hann var mér
eins og faðir. Við áttum náið
samband þar sem hann sagði
mér það sem hann vildi og oft
þorði ekki að segja syni sínum.
Ég var sú fyrsta sem vissi um til-
finningar hans, vini, áætlanir og
veikindi. Ég reyndi að gjalda í
sömu mynt með því að veita hon-
um alla mína umhyggju og eyða
eins miklum tíma á Íslandi og ég
gat og kenna börnunum mínum
að „afi“ var ekki bara eitthvert
orð eða mynd í ramma, heldu
góður og umhyggjusamur maður
sem við vildum eyða tíma með í
nokkra mánuði á ári hverju.
Sverrir var syni sínum góð
fyrirmynd, heiðarlegur, vinnu-
samur, trúr og skilningsríkur.
Þeir fylgdust alltaf vel hvor með
öðrum og töluðu oftast saman
daglega í síma. Það var mjög
skýrt fyrir mér að þeim þótt
mjög vænt hvorum um annan.
Þeir voru tengdir mjög sterkum
böndum og hvorki fjarlægð né
vöntun á orðum gæti leitt til þess
að þeir myndu fjarlægjast hvor
annan.
Sverrir var mjög örlátur og
elskulegur afi. Hann gaf eftir
herbergið sitt þegar barnabörnin
voru lítil og komu í heimsókn eða
breyttu stofunni í tjaldstæði.
Hann fór í fjölda ferða til að
missa ekki af stórum viðburði í
lífi þeirra. Síðast en ekki síst, þá
leyfði hann stelpunum mínum að
búa hjá sér í marga mánuði þeg-
ar þær komu til Íslands til þess
að ná betri tök á íslenskunni og
kynnast betur landi og þjóð.
Hann var alltaf stoltur af því að
kynna barnabörnin fyrir fólki
sem hann hitti á förnum vegi og
ekki síður að sýna þeim allt fólk-
ið sem hann þekkti.
Við höfum hugsað um þennan
dag margoft, löngu áður en
Sverrir veiktist. Hvað myndi Ís-
land þýða fyrir okkur án hans?
Væri ástæða til að koma aftur?
Þetta var eitt af okkar stærstu
áhyggjuefnum og ótta. En Sverr-
ir leysti það fyrir okkur. Tregða
hans til að flytjast í lengri tíma
til okkar í Flórída varð til þess að
við eyddum mun meiri tíma á Ís-
landi. Við fengum að vera hluti af
svo mörgum fjölskyldum og ætt-
ingjum sem við hefðum e.t.v.
aldrei getað kynnst nema af því
að hann togaði í okkur. Þetta gaf
líka Guðjóni tækifæri til að vinna
aftur á Íslandi, tengjast fyrri vin-
um, senda strákana mína í sum-
arbúðir og stelpurnar mínar
fengu sitt fyrsta starf og sitt
annað heimili.
Vonandi verðum við Guðjón
eins heppin og Sverrir, að fá að
hitta öll barnabörnin okkar, og
að þau fái sama tækifæri og
börnin okkar að kalla „Klakann“
sitt annað heimili.
Lífið verður örugglega öðru-
vísi án hans, en ég lifi í þeirri von
og trú að Sverrir sé í himnaríki
með Öddu og horfi niður til okk-
ar um leið og þau passi upp á að
við séum alltaf umkringd fjöl-
skyldu og vinum.
Patricia Velasco.
Ég var alltaf ákveðin að taka
mér frí frá námi áður en ég
myndi byrja í háskóla. Um það
leyti sem ég útskrifaðist úr
menntaskóla veiktist afi alvar-
lega á Íslandi. Þá áttaði ég mig á
því að ég hafði ekki eytt miklum
tíma með afa mínum þar sem ég
sá hann einungis þegar ég ferð-
aðist til Íslands. Við komum oft í
heimsókn til Íslands en ég hafði
aldrei búið á landinu og þar af
leiðandi var þetta kjörið tækifæri
til að flytja til afa áður en ég
myndi byrja á háskólabrautinni.
Það var líka mikilvægt fyrir mig
að læra íslensku og kynnast
landinu betur sem ég kom frá.
Þetta ár gaf mér tækifæri til að
kynnast afa á annan hátt. Afi
minn var góður, ástkær og ein-
stakur. Hann var kennari, ekki
einungis í skólanum þar sem
hann vann, heldur einnig heima.
Hann var alltaf að kenna mér
eitthvað eða segja mér sögur frá
því að hann var yngri. Á þessum
tíma sem ég átti með afa hérna á
Íslandi, áttaði ég mig á því að
hann var elskaður og dáður af
mörgu fólki. Afi eyddi nánast
allri ævinni við kennslu og að
kenna öðrum og var hann fyr-
irmynd hundraða nemenda og
samstarfsfélaga. Ég sá hversu
mikil áhrif afi hafði á líf annarra
og hversu mikið fólk leit upp til
hans. Ég verð að viðurkenna að
ég öfundaði hann mikið af þessu
og var mjög stolt af því að vera
barnabarnið hans. Ástúðin og
kunnáttan sem hann deildi með
fólkinu í kringum sig mun aldrei
gleymast. Ég er svo glöð að ég
hafi fengið að eyða þessum síð-
ustu mánuðum hans með honum.
Ég vil þakka honum fyrir að vera
alltaf góður við mig, alveg frá því
að ég fæddist. En mest af öllu
þakka ég honum fyrir að gefa
mér bestu gjöfina, hann pabba,
sem fékk það besta frá þeim báð-
um, afa og ömmu. Ég veit að afa
verður sárt saknað, ekki bara í
fjölskyldunni okkar heldur af
mörgu góðu vinafólki hérna á Ís-
landi.
Adda Björg.
Ekki fyrir löngu var ég að
taka á móti vinum á flugvelli og
fylgdist með rennihurðinni opn-
ast og lokast og fólkinu ganga út.
Í eitt skiptið kom út ljóshærð lítil
stelpa og kallaði hátt: „Afi!“ Ég
sneri mér við og þarna var afi
stelpunnar með opinn faðm,
tilbúinn að láta stelpuna finnast
hún vera mikilvæg og á sama
tíma finnast hann sjálfur vera
mikilvæg persóna fyrir hana.
Fyrir ekki löngu síðan var þetta
ég.
Í hvert einasta skipti sem ég
gekk í gegnum þessar dyr sá ég
afa á móti mér, tilbúinn að taka á
móti okkur með opnum faðmi af
ást og kærleika og hlýtt teppi
fyrir bílferðina heim til Reykja-
víkur.
Afi var góður maður sem var
alltaf til staðar fyrir fjölskylduna
sína og alla aðra. Afi ferðaðist,
lærði, kenndi og vissi margt um
lífið sem hann var alltaf að deila
með þeim sem hann elskaði.
Hann var alltaf að kenna okkur
eitthvað nýtt og hvatti okkur til
að prófa eitthvað nýtt eins og t.d.
að spila golf, skíða, læra sudoku
eða gera gamla spilagaldra. Allt
sem ég lærði af afa mun fylgja
mér og næst þegar ég geng
framhjá rennihurðinni á flugvell-
inum mun ég ímynda mér afa
taka á móti okkur og bjóða okkur
velkomin heim.
Kristín Ósk .
Látum hjartans strengi óma
heyrum unaðsríka hljóma.
Sverrir var sálufélagi minn og
máttarstoð um sex ára skeið –
hjálpaði mér að yfirstíga erfiða
lífsraun. Hann var einmana, ég
illa særð, við studdum hvort ann-
að.
Það var mikil gæfa að kynnast
eins góðum og hlýjum manni og
Sverri.
Hann var búinn að vera skóla-
stjóri í 43 ár – gaman að sjá hvað
fyrrverandi nemendur fögnuðu
honum á förnum vegi – öllum
þótti vænt um hann.
Saman leituðum við uppi fal-
lega staði, áttum yndisstundir,
fundum samstæða strauma,
hlýja nánd. Í sunnudagskirkj-
unni stóðum við saman við alt-
arið.
Síðdegisferðir enduðu oft á
góðu kaffihúsi við hafið. Sálu-
félagi minn þekkti hvern bát –
heyri sögur af sextán ára háseta
sigla frá Flatey á Breiðafirði.
Sverrir borðaði iðulega kvöld-
mat hjá mér – og mörg jól og
áramót var hann með mér hjá
börnunum mínum. Barnabörnin
mín vildu kalla hann afa.
Sú venja mótaðist hjá okkur
að hringja í hvort annað þrisvar
á dag. Sverrir var alveg miður
sín ef ég svaraði ekki á tilsettum
tíma.
Skemmtilegar ferðir fórum við
í heimabæ hans Siglufjörð, til
Akureyrar, út á Snæfellsnes og
víðar. Við vorum alltaf mjög
heppin með veður, sólin fylgdi
okkur.
Hveragerði var heimsótt viku-
lega. Þar býr Ævar bróðir hans
og Svanna frænka, persónuleiki
sem gaman var að sækja heim.
Hjá Almari bakara var sest út
með kaffibolla, hlýrri golunni
leyft að leika um vanga, horft á
mannlíf og börn að leik.
Þingvellir voru sóttir heim
nær vikulega. Hlustað á bauta-
steina bergmála liðna tímann í
fuglasöng og skrjáfi laufa, horft
yfir vatnið til fjallanna.
Elsku Sverrir, ég eygi skugga
þinn á hverjum stað og fyllist
þakklæti fyrir að hafa átt þig
sem vin.
Sakna þín – um leið og ég
samgleðst þér að hafa ekki þurft
að kveljast lengi í veikum líkama.
Þín vinkona,
Oddný Sv. Björgvinsdóttir.
Leiðir okkar Sverris lágu
saman fyrir tæplega 40 árum.
Dóttir okkar hún Baddý var þá
aðeins sex mánaða gömul og
höfðu heiðurshjónin Adda og
Sverrir tekið að sér að passa litlu
stúlkuna okkar á daginn. Við
vissum það ekki þá hverrar gæfu
við vorum að verða aðnjótandi.
Fljótlega kom í ljós að innilegri
og betri umönnun fyrir barnið
okkar gátum við ekki hugsað
okkur, enda fór það svo að litla
stúlkan varð hluti af fjölskyld-
unni í Furugerði 13 og dvaldist
þar meira eða minna fyrstu fjór-
tán árin.
Sverrir var góður og vandaður
maður, kennari af gamla skólan-
um sem vissi allt um alla hluti.
Einn af góðum kostum Sverris
var að hann þekkti næstum allt
fólk sem barst í tal í samræðum
og hann talaði ekki illa um
nokkra manneskju.
Í dag horfum við með þakk-
læti til síðustu fjörutíu ára og
þeirrar góðu vináttu sem tókst
með fjölskyldunum tveimur, vin-
áttu sem hefur vaxið og dafnað
með hverju ári.
Ekki eru margar vikur frá því
að Sverrir kom í heimsókn til að
skoða nýja heimilið okkar í
Garðabænum og hitta litlu vini
sína frá Þýskalandi. Þá lék hann
á als oddi og naut þess að kanna
geðslag litlu unganna og kunn-
áttu þeirra í íslensku.
Elsku Guðjón og fjölskylda.
Megi algóður Guð styrkja ykkur
nú á raunastundum og færa ykk-
ur aftur birtuna og hlýjuna sem
Sverrir átti svo mikið af.
Blessuð sé minning Sverris
Kolbeinssonar vinar og velgjörð-
armanns.
Kristín Guðmundsdóttir
og Ólafur Jónsson.
Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann þegar ég
minnist elsku Sverris. Ég ætla
að byrja á uppáhaldsminning-
unni. Á fimmtugsafmælinu hans
bauð hann mér á skíði. Þá var ég
bara sex ára gömul. Við fórum
upp í Bláfjöll. Hann setti gula
hjálminn á mig og fór með mig í
stólalyftuna í fyrsta skipti. Við
brunuðum niður brekkurnar.
Þegar niður var komið fengum
við okkur gott nesti, sem hún
Adda hafði útbúið fyrir okkur. Í
seinni tíð minntist Sverrir þess-
arar ferðar okkar í næstum því
hvert skipti sem við hittumst.
Við töluðum lengi um þessa ferð
þegar við héldum upp á áttræð-
isafmælið hans á Grillinu á Hótel
Sögu.
Það var ótrúlega dýrmæt
stund. Skemmtilegar myndir af
okkur Sverri saman í afmælis-
kvöldverðinum eru mér afskap-
lega dýrmætar.
Ég gæti talið upp margar
skemmtilegar stundir með
Sverri og Öddu í Furugerðinu.
Ég var þar í pössun og þau
reyndust mér eins og bestu for-
eldrar. Þá var Sverrir að kenna í
Álftamýrarskóla og kom alltaf
heim í hádegismat. Ég man hvað
ég beið spennt eftir því að hann
myndi koma inn um dyrnar og
alltaf æfðum við lestur í hádeg-
inu. Ég beið með bókina og hann
gaf sér alltaf tíma til að kenna
mér að lesa, þrátt fyrir að vera
búinn að eyða öllum morgninum
í kennslu og hann væri örugg-
lega orðinn glorhungraður. Há-
punkturinn okkar var svo þegar
Adda gerði eggjaþeyting með
súrmjólk í eftirrétt. Þá fannst
mér lífið fullkomið.
Ferðin okkar í kringum landið
er einnig dýrmæt minning. Þar
ferðuðumst við með vinafólki
þeirra, þeim Margréti og Magn-
úsi sem tóku einnig Margréti S.
barnabarnið sitt með. Sverrir var
þá sem alltaf hafsjór af fróðleik,
sagði okkur sögur og taldi upp
allt fólkið sem hann þekkti og
hafði búið á þeim stöðum sem við
heimsóttum. Ferðinni í Steina-
safnið hennar Petru á Stöðvar-
firði gleymi ég aldrei en það var
líka vegna tengingar Öddu við
Stöðvarfjörð.
Ég er svo glöð að börnin mín
og eiginmaður fengu að kynnast
Sverri á síðustu árum. Einu sinni
fórum við Jakob Smári, sonur
minn, til hans á Landakot. Færni
unga mannsins í sudoku hreif
Sverri. Hann sýndi honum mik-
inn áhuga og hvatti hann til dáða.
Kennarinn var aldrei fjarri og
lifði með honum til síðustu stund-
ar. Alltaf tilbúinn að gefa og leið-
beina. Öðlingur á allan hátt.
Megi góður Guð blessa minn-
ingu míns góða velgjörðarmanns,
hans Sverris. Elsku Guðjón og
fjölskylda, Guð styrki ykkur á
þessum erfiðu tímum. Fallegar
minningar munu hlýja okkur öll-
um um ókomna tíð.
Ætíð ykkar,
Bjarney Sonja.
Haustið 1964 hóf nýr skóli,
Álftamýrarskóli, starfsemi sína í
Reykjavík. Meðal kennara voru
þrjú nýútskrifuð bekkjarsystkin
úr Kennaraskóla Íslands sem
tóku að sér elstu bekki skólans
ásamt Sverri Kolbeinssyni. Þetta
voru þrír ellefu ára bekkir og
einn tólf ára. Samstarfið tókst
með ágætum og var það ekki síst
Sverri að þakka. Hann hafði þeg-
ar öðlast reynslu í kennslu barna
í þessum aldursflokkum í Voga-
skóla. Hann studdi okkur með
ráðum og dáð og hvetjandi leið-
beiningum. Við erum honum æv-
inlega þakklát fyrir þetta sam-
starf og hvatninguna sem við
fengum með ljúfmennsku á hans
glaðlega og jákvæða hátt.
Þau ár sem þetta samstarf
varði bar aldrei skugga á. Að
þeim árum liðnum þótti okkur
bekkjarsystkinum við ekki neinir
viðvaningar lengur og aðrir
bekkir tóku við eins og gengur,
en alltaf gátum við leitað til
Sverris ef á hvatningu og stuðn-
ingi þurfti að halda. Eftir að
Sverrir lauk hefðbundinni
kennslu var hann mörg ár að-
stoðarskólastjóri í Álftamýrar-
skóla og þegar því starfi lauk var
hann ráðinn sem námsráðgjafi
við Hvassaleitisskóla.
Þess má að lokum geta að með
ólíkindum var hve ríkan áhuga
hann sýndi aðstæðum nemenda
og kom þar oft að notum hinn
einlægi áhugi hans á ættfræði
auk stálminnis. Það er ekki öllum
gefið að miðla öðrum gleði og
góðmennsku, en það gerði Sverr-
ir svo sannarlega.
Með þessum fáu orðum viljum
við minnast vinar okkar, Sverris
Kolbeinssonar, og votta aðstand-
endum hans innilega samúð.
Rafnhildur Jóhannesdóttir,
Pétur Orri Þórðarson,
Haukur Ísfeld.
Sverrir
Kolbeinsson
✝ Þóranna Har-aldsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 30.
janúar 1958. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 15.
desember 2019.
Foreldrar hennar
eru Edda Teg-
eder, f. 7. apríl
1939, og Haraldur
Traustason, f. 22.
nóvember 1939, d. 13. júní
1993. Systkini: Hermann Har-
aldsson, f. 17. desember 1959,
Jón Trausti Haraldsson, f. 16.
febrúar 1961, d. 31. mars
2010, og Haraldur Haraldsson,
f. 17. apríl 1962.
Börn Þórönnu
eru Edda Tegeder
Óskarsdóttir, f.
29. júní 1978, sam-
býlismaður Ragn-
ar Berg Elvars-
son, og Haraldur
Ingi Shoshan, f. 8.
febrúar 1983,
kona hans er Ing-
unn Unnsteins-
dóttir, sonur
þeirra er Mikael Artúr Ing-
unnarson Shoshan, f. 23. mars
2018.
Útför Þórönnu fór fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík 3.
janúar 2020.
Þóranna var elst af 18 barna-
börnum foreldra okkar. Fyrsta
minning okkar um Þórönnu er
þar sem hún situr á stofugólf-
inu með púða allt í kringum sig.
Mikið óskaplega fannst okkur
hún falleg með sínar bolluk-
innar og elskuðum við að knúsa
þessar kinnar. Pabbi hennar
gaf henni nafnið Cuty lady og
hélst það þangað til henni var
gefið nafn.
Fyrstu árin bjó fjölskyldan í
húsi föðurfjölskyldunnar á Há-
steinsvegi 9 en flutti síðan í eig-
ið hús í Hrauntúni 35, þar sem
Þóranna ólst upp hjá foreldrum
og þremur bræðrum. Þóranna
bjó í Eyjum til þrítugs, fyrir ut-
an tímann sem fjölskyldan
þurfti að flytja upp á land í gos-
inu og bjó á Selfossi, en hún
flutti aftur til Eyja um leið og
það var leyft.
Hún eignaðist Eddu dóttur
sína í júní 1978 og varð fljót-
lega einstæð móðir. Hún eign-
aðist son sinn Harald í febrúar
1983 og hafði hún mikinn stuðn-
ing af foreldrum sínum á meðan
hún bjó í Eyjum. Henni var það
mikið áfall er faðir hennar lést
aðeins 53 ára og var hann öllum
í fjölskyldunni harmdauði.
Þóranna ólst upp í stórum
hópi frændsystkina á svipuðum
aldri og var oft mikið fjör og
mikið gaman í þeim hópi. Það
var fastur liður í tilverunni á
þessum árum að fjölskyldan
kom í sunnudagskaffi hjá
mömmu og pabba á Hásteins-
veginum og var þá kátt á hjalla,
mikið spjallað og hlegið. Með
árunum og eftir því sem alvera
lífsins tók við varð lífið henni
erfiðara vegna andlegra veik-
inda. Hún var hörkudugleg og
vann oftast erfiðisvinnu. Hún
hafði sterka réttlætiskennd og
tók iðulega þátt í ýmsum mót-
mælum á Austurvelli þegar
andmælt var ójöfnuði og slæm-
um aðbúnaði í heilbrigðiskerf-
inu.
Seinni árin var líf hennar
mun betra og hún komin á
beinni braut, en þá bönkuðu
veikindin upp á. Þóranna
greindist með krabbamein
haustið 2017 sem að lokum
sigraði hana eftir erfiða bar-
áttu.
Þóranna nýtti sér stuðning
hjá Ljósinu og tók þátt í ýmsu
sem þar var boðið upp á og var
hún mjög þakklát fyrir stuðn-
inginn. Við systurnar minnumst
frænku okkar með hlýhug og
söknuði. Sendum við fjölskyldu
hennar okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Brynja Traustadóttir,
Steinunn Traustadóttir.
Þóranna
Haraldsdóttir