Morgunblaðið - 30.01.2020, Qupperneq 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
✝ Guðjón Þor-láksson fædd-
ist 12. júlí 1945 í
Grindavík. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Víðihlið
í Grindavík 21.
janúar 2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Val-
gerður Jónsdóttir
frá Broddadalsá í
Strandasýslu f.
12.6. 1917, d. 7.9. 1981, og
Þorlákur Gíslason frá Vík,
Grindavík, f. 11.5. 1913, d. 3.1.
2001.
Systkini Guðjóns eru Mar-
grét, Sæþór, Magnús og Sig-
urður sem eru látin. Þá Hall-
dór, Kristólína, Gísli og Gunn-
ar.
Guðjón ólst upp í Vík og
gekk í Grunnskóla Grindavík-
ur. Eftir fullnaðarpróf á fimm-
tánda ári tók vinnan við, fyrst
við beitningu og síðan á sjó á
ýmsum bátum í Grindavík.
Haustið 1969 fór Guðjón í
Stýrimannaskólann og lauk
skipstjórnarprófi vorið 1971.
Hann prófaði millilandasigl-
ingar, var fyrst á M/S Dís-
arfelli og seinna stýrimaður á
M/S Eldvík.
Endir á sjó-
mennsku hans
var svo á Þor-
steini Gíslasyni
GK 2 sem þeir
stofnuðu útgerð
um bræðurnir
þrír, Halldór,
Magnús heitinn
og Guðjón. Þeirri
útgerð lauk árið
2008.
Guðjón kvænt-
ist Viktoríu Ketilsdóttur 1.
des. 1976.
Alltaf var búskapur í Vík.
Síðustu árin bjuggu Guðjón
og Viktoría þar og voru með
hesta og kindur. Guðjón var
fjallkóngur á afrétti Grind-
víkinga í mörg ár, sumir köll-
uðu hann útvegsbónda.
Guðjón var sjálfstæðis-
maður alla tíð og formaður í
Sjálfstæðisfélagi Grindavíkur
um skeið.
Í nóvember 2016 veiktist
Guðjón alvarlega af blóðtöpp-
um í heila og lamaðist við
það. Var hann á ýmsum
sjúkrastofnunum en lengst af
í Víðihlið í Grindavík.
Útför Guðjóns fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 30.
janúar 2020, klukkan 14.
Í dag kveðjum við elsku
Gauja frænda sem hefur verið
tengdur lífi okkar systra alla
ævi.
Ótal minningar þjóta gegnum
hugann sem eru okkur afar kær-
ar.
Þau hjón Gaui og Viddý voru
okkur sem aðrir foreldrar alla
tíð, enda tengslin mikil innan
fjölskyldunnar. Þeirra dyr hafa
alltaf staðið opnar og ósjaldan
sem okkur matvöndu ungling-
unum var boðið í mat á meðan
foreldrarnir voru í burtu. Gaui
var enda mikill og góður kokkur
og hafði gaman af því að bjóða í
mat. Hann var til að mynda
lengi vel kokkur á Þorsteini
Gíslasyni GK 2 og hafði lúmskt
gaman af því að elda hrossakjöt
sem hann dulbjó sem eitthvað
annað, þar sem bróðir hans
(pabbi) borðar alls ekki hesta.
Gaui smitaðist af hestadell-
unni um svipað leyti og við og
hann hafði mikinn metnað á því
sviði. Í mörg sumur ferðuðumst
við með frábærum hópi fólks og
fjölda hrossa um hálendi
landsins. Þær ferðir voru ein-
stakar að öllu leyti þar sem bæði
börn, unglingar og fullorðnir
nutu samvista saman í einstakri
náttúru sem maður upplifir allra
best á hestbaki, með öllum þeim
uppákomum sem svona ferðum
fylgir.
Við munum halda heiðri hans
á lofti um ókomin ár þar sem af-
rakstur ræktunar þeirra hjóna
er ennþá í blóma og lofa mer-
arnar góðu. Gaui gladdist mjög
mikið að heyra að Halldóra og
Hekla hefðu myndað einstakt
samband. Hann hafði gefið
henni merina fyrir nokkru og
þær eiga vonandi eftir að vaxa
og þroskast saman. Svo er það
Lukku-Láka dóttirin sem Gaui
hefði haft svo gaman af að fylgj-
ast með. Hún er mjög áhuga-
verður karakter, vægast sagt.
Ekki má gleyma honum Davíð
sem er kominn á efri ár, þeir fé-
lagar hafa átt margar góðar
stundir í gegnum tíðina.
Gaui var alla tíð mikill sjálf-
stæðismaður og okkur er minn-
isstætt að vera að sendast með
blöð í hús í kosningabaráttu fé-
lagsins frá unga aldri. Hann
hafði a.m.k. áhrif á þátttöku
annarrar okkar á þessu sviði.
Hann var virkur í Sjálfstæðis-
félagi Grindavíkur og gegndi
m.a. formennsku um hríð ásamt
því að sinna öðrum störfum fyrir
félagið á meðan heilsan leyfði.
Fór á fjölmarga landsfundi sem
og kjördæmisfundi.
Gaui var ansi stríðinn þegar
sá gállinn var á honum og hann
átti það til að nefna krakkana í
kringum sig gælunöfnum. Jó-
hannes kallaði hann Jóa Spóa,
Ásdísi Áshildi, Halldóru Hnakk-
dóru og Þurí Leirkörfu.
Þegar hann veiktist í lok nóv-
ember þá var það reiðarslag fyr-
ir fjölskylduna því hann var
þungt haldinn fyrstu dagana og
vikurnar og um tíma ekki hugað
líf. Í sömu viku veiktist elsku Jó-
hannes okkar einnig og lágu
þeir frændur sinn á hvorum
spítalanum að berjast fyrir lífi
sínu. Báðir höfðu þeir þó betur
um tíma þrátt fyrir að lifa mjög
skertu lífi það sem eftir var. Við
viljum trúa því að þeir félagar
gæti hvor annars sem og ann-
arra ættingja. Þar á meðal elsku
Sigga, bróður Gauja, sem féll frá
sl. mánudag.
Með trega og söknuði en
einnig þakklæti fyrir allar minn-
ingarnar kveðjum við höfðingj-
ann í Vík með orðunum hans Jó-
hannesar: Góða nótt, takk fyrir
daginn, ég elska þig svo mikið.
Klara og Þuríður.
Í dag kveðjum við elsku
Gauja frænda. Við munum
minnast allra stunda okkar með
honum – öll áramótin í Vík og
öll jólin heima hjá ömmu að lesa
á pakka saman. Hann var frek-
ar stríðinn og var ávallt eitthvað
að grínast í manni. Hann elskaði
börn og öll dýr enda mikill
hestamaður og glæsikokkur.
Eitt sinn þegar Halldóra var
nýfarin að labba og komin út á
mitt hestatún umkringd hestum
þá var Gaui fyrstur á stað að
bjarga litlu frænku sinni. Hann
var okkur alltaf eins og afi því
við vorum alltaf velkomin til
hans og þótti okkur afar vænt
um hann.
Eftir að hann veiktist þekkti
hann okkur alltaf, kallaði okkur
gælunöfnum og var ávallt til í að
spjalla. Hann var hlýlegur mað-
ur, góður við alla og gaf stór og
hlý knús. En nú líður honum
betur í sumarlandinu með öllum
sínum hestum, ríðandi um skýin
og passar upp á okkur hin hér
niðri á jörðu. Ástarkveðja – litlu
frænkur þínar,
Ásdís og Halldóra.
Kær vinur og lærimeistari
hefur kvatt þetta líf. Við Guðjón
kynntumst þegar ég flutti til
Grindavíkur og fór að vinna
með sjálfstæðisfélögunum í
Grindavík. Fátt gladdi Guðjón
meira en að fá nýja félaga til
liðs við flokkinn sem voru reiðu-
búnir að vera virkir í fé-
lagsstarfinu. Ekki skemmdi fyr-
ir að við mig gat hann líka rætt
um fjárbúskap og hesta-
mennsku.
Guðjón mætti alltaf með
fyrstu mönnum þegar eitthvað
var um að vera, lét skoðun sína í
ljós og miðlaði af örlæti þekk-
ingu sinni og reynslu. Guðjón
var hreinn og beinn í samskipt-
um og ætíð sanngjarn. Samhliða
því að vera óspar á leiðbein-
ingar og ráðgjöf gætti hann
þess alltaf að væntingar um ár-
angur yrðu ekki óraunhæfar.
Hann vildi að fólk hefði báða
fætur á jörðinni.
Guðjóni var kippt skjótt af
vettvangi eftir að hann veiktist
en veikindin hindruðu Gauja þó
ekki í að fylgjast vel með þjóð-
málunum og láta af sér vita.
Nú er skarð fyrir skildi og
mikilsvirtur félagi genginn af
velli.
Ég kveð góðan vin með þakk-
læti og virðingu. Viktoríu, fjöl-
skyldu Guðjóns og vinum votta
ég mína innilegustu samúð.
Vilhjálmur Árnason.
Guðjón
Þorláksson
Skömmu eftir
áramót var höggvið
stórt skarð í hóp
okkar starfsfélag-
anna hér á heilsugæslunni í
Ólafsvík þegar hún Munda okkar
lést eftir skammvinn veikindi.
Það er víst staðreynd að hún
Munda okkar er farin. Allt gerð-
ist svo hratt. Þetta er óraunveru-
leg tilfinning. Aldrei aftur eigum
við eftir að upplifa að hún komi
okkur að óvörum og nuddi herðar
okkar með heitu höndunum sín-
um þegar henni þykir við vera
eitthvað stirðleg eða óupplögð.
Eða sjá Mundu hreinlega gráta
úr hlátri þegar ærslin á kaffistof-
unni ná hámarki. Ekki heldur
komum við að nýju bakkelsi og
alls konar góðmeti og með því
sem Munda hefur komið með fyr-
ir okkur, sem hún gerði oft. Það
má eiginlega segja að hún Munda
okkar hugsaði fyrst um aðra og
svo um sjálfa sig. Munda var
aldrei lasin, mætti alltaf snemma
í vinnuna, hellti upp á fyrir okkur
og tók á móti okkur hress og
spræk meðan mörg okkar hinna
nudduðum stírurnar úr augun-
um.
Munda varð sjötug á síðast-
liðnu ári og hefði því átt að hætta
um áramótin. Öllum þvert um
geð. Hún var dýrmætur starfs-
Guðmunda Þuríður
Wíum Hansdóttir
✝ GuðmundaÞuríður Wíum
Hansdóttir fæddist
28. júlí 1949. Hún
lést 2. janúar 2020.
Útför Guðmundu
fór fram 10. janúar
2020.
kraftur með mikla
reynslu og sérstak-
lega gott minni.
Aldrei kom maður
að tómum kofunum
hjá henni og það
nýttist henni og
okkur vel í starfi og
leik. Hún hafði
mikla ábyrgðartil-
finningu og sem
dæmi um það má
nefna að þegar hún
veiktist hafði hún einna mestar
áhyggjur af því að hún gæti ekki
sett nýja manneskju inní starfið.
Það má með sanni segja að
söknuður okkar er mikill og ein-
lægur. Sum okkar hafa unnið
með Mundu í aldarfjórðung, sum
skemur og sum jafnvel lengur.
Að vinna með Mundu var
skemmtilegt. Á kaffistofunni okk-
ar var mikið hlegið og haft gam-
an, og var hún þar fremst meðal
jafningja. Hún hafði sterkar
skoðanir á flestum ef ekki öllum
hlutum og gaman var að rökræða
við hana og oft hitnaði í kolunum
og þá var mest gaman. Öllum
rökræðum lauk þó í mestu vin-
semd og styrktu þær vináttu-
böndin sem voru orðin vel hert
eftir langa samvinnu.
Elsku Siggi og fjölskylda, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Elsku Munda, við kveðjum þig
kæra vinkona og vinnufélagi með
sorg í hjarta, þakklæti og yljum
okkur við góðar minningar um
þig. Minning þín mun lifa.
Vinnufélagar á Heilsugæslu-
stöðinni í Ólafsvík,
Fanný B. Sveinbjörnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN VALMUNDSSON
húsasmíðameistari og brúarsmiður,
Austurvegi 4, Vík í Mýrdal,
lést sunnudaginn 19. janúar á
hjúkrunarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal.
Útför Jóns fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 1. febrúar
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
hjúkrunarheimilið Hjallatún.
Steinunn Pálsdóttir
Steinunn Jónsdóttir Ingólfur Hjörleifsson
Guðrún B. Jónsdóttir Sigurbjörn Hjaltason
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
ÁSMUNDAR JÓNSSONAR,
Kópavogstúni 3.
Birgit Andersdóttir
Jón Anders Ásmundsson Mette Korsmo
Guðmundur Ó. Ásmundsson Ingveldur Jónsdóttir
Sólveig M. Ásmundsdóttir
Lovísa B. Ásmundsdóttir
Bergur M. Ásmundsson Bettina Seifert
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, bróðir, afi, tengdafaðir
og vinur,
KRISTJÁN JÓHANNESSON
sjúkranuddari,
Dalseli, Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 26. janúar.
Útför fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 3. febrúar klukkan
13. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans er bent á að láta gott af sér leiða.
Inga Sif Kristjánsdóttir
Kristján Freyr Kristjánsson
Eva Guðrún Kristjánsdóttir
barnabörn, systkini, tengdabörn,
stjúpdætur og Nhan
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur,
HJÁLMAR KRISTINN AÐALSTEINSSON
íþróttakennari,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
laugardaginn 25. janúar. Jarðarförin fer
fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar klukkan 13.
Margrét Björnsdóttir
Aðalsteinn Hjálmarsson Rósa Halldóra Hansdóttir
Kristín Ásta Hjálmarsdóttir Erik Ensjö
Margrét Sigríður Árnadóttir
Ásta Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Guðmundsson
Ólafur Aðalsteinsson Arna Guðlaug Einarsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma okkar, systir og mágkona,
KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR,
Dolla,
frá Reykholti,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 22. janúar. Hún verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 13.
Haraldur Gunnarsson
Steinþóra Jónsdóttir Valgeir Einarsson Mäntylä
Vigdís og Kolbeinn
Þórir Jónsson Hulda Olgeirsdóttir
Þorvaldur Jónsson Ólöf Guðmundsdóttir
Eiríkur Jónsson Björg Bjarnadóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HANNA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR,
Hafnartúni 22, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
laugardaginn 18. janúar.
Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
1. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á slysavarnadeildina Vörn, Siglufirði.
Bjarni Þorgeirsson
Pétur Stefán Bjarnason Lilja Ástvaldsdóttir
Kristín Álfhildur Bjarnadóttir Björn Jóhannsson
Mundína Valdís Bjarnadóttir Anton Mark Duffield
Þorgeir Bjarnason Guðný Huld Árnadóttir
Hanna María Bjarnadóttir Daði Hafþórsson
ömmu- og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐFINNA HREFNA ARNÓRSDÓTTIR,
Guffý,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn
28. janúar.
Útför verður auglýst síðar.
Karvel Hólm Jóhannesson
Guðlaugur Ari Karvelsson Þórunn Inga Gísladóttir
Hermann K. Karvelsson Kristín Þorbjörg Sverrisdóttir
Kjartan J. Karvelsson Ólöf Inga Stefánsdóttir
Ívar Sindri Karvelsson Jóhanna Kristín Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabarn