Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 60
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
Ítalía
AC Milan – Bari........................................ 6:3
Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék allan
leikinn með AC Milan og skoraði eitt mark.
Kýpur
Bikarinn, 8 liða úrslit, seinni leikur:
APOEL – Apollon Limassol ................... 1:2
Björn Bergmann Sigurðarson lék seinni
hálfleikinn með APOEL sem tapaði 1:3
samanlagt.
England
Leikjum West Ham og Liverpool í úrvals-
deildinni og Manchester City gegn Man-
chester United í undanúrslitum deilda-
bikarsins var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/enski.
Danmörk
Esbjerg – Aalborg ............................... 28:18
Rut Jónsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Es-
bjerg og gaf eina stoðsendingu.
Noregur
Storhamar – Oppsal ............................ 40:28
Thea Imani Sturludóttir skoraði 1 mark
fyrir Oppsal.
Svíþjóð
Varberg – Sävehof ...............................21:26
Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot í
Sävehof og gaf eina stoðsendingu.
Alingsås – Guif..................................... 36:25
Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr-
ir Alingsås.
Dominos-deild karla
Valur – Keflavík.................................... 68:96
Staðan:
Stjarnan 15 13 2 1371:1218 26
Keflavík 16 12 4 1425:1293 24
Tindastóll 15 9 6 1307:1250 18
Njarðvík 15 9 6 1280:1150 18
KR 15 9 6 1267:1249 18
Haukar 15 9 6 1338:1280 18
ÍR 15 8 7 1259:1316 16
Þór Þ. 15 6 9 1194:1222 12
Grindavik 15 5 10 1255:1340 10
Þór Ak. 15 5 10 1285:1427 10
Valur 16 5 11 1278:1389 10
Fjölnir 15 1 14 1279:1404 2
Dominos-deild kvenna
Skallagrímur – KR............................... 72:77
Grindavík – Snæfell.............................. 57:59
Haukar – Breiðablik............................. 79:42
Leik Vals og Keflavíkur var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun.
1. deild karla
Álftanes – Selfoss ................................. 81:79
Staðan:
Höttur 15 14 1 1306:1124 28
Breiðablik 14 12 2 1425:1159 24
Hamar 14 12 2 1397:1237 24
Álftanes 16 8 8 1366:1395 16
Vestri 13 7 6 1133:1036 14
Selfoss 14 5 9 1076:1126 10
Snæfell 15 2 13 1200:1481 4
Skallagrimur 13 2 11 1063:1264 4
Sindri 12 1 11 964:1108 2
Evrópubikarinn
Galatasaray – UNICS Kazan ............. 90:76
Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig fyr-
ir UNICS, tók 1 frákast og stal boltanum
einu sinni.
Meistaradeild Evrópu
Zaragoza – PAOK ............................... 86:76
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 1 stig og
tók 1 frákast fyrir Zaragoza.
NBA-deildin
Charlotte – New York.......................... 97:92
Philadelphia – Golden State ............ 115:104
Cleveland – New Orleans ................ 111:125
Toronto – Atlanta ............................. 130:114
Milwaukee – Washington ................ 151:131
Memphis – Denver ............................. 104:96
Miami – Boston................................. 101:109
Dallas – Phoenix ............................... 104:133
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Ásvellir: Haukar – Þór Þ ..................... 19.15
DHL-höllin: KR – ÍR ........................... 19.15
Höllin Ak.: Þór Ak. – Tindastóll .......... 19.15
1. deild karla:
VHE-höllin: Höttur – Hamar.............. 19.15
Smárinn: Breiðablik – Vestri .............. 19.15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót karla, undanúrslit:
Egilshöll: KR – Víkingur R ...................... 19
Egilshöll: Valur – Fjölnir.......................... 21
Fótbolti.net mót karla, úrslitaleikur:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍA ............. 18
Faxaflóamót kvenna:
Skessan: Breiðablik – FH.................... 18.20
Í KVÖLD!
Randi Brown fór á kostum fyrir
Hauka þegar liðið vann stórsigur
gegn Breiðabliki í átjándu umferð
úrvalsdeildar kvenna í körfuknatt-
leik, Dominos-deildinni, í Ólafssal í
Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk
með 79:42-sigri Hauka en Brown
var ansi nálægt því að skila þre-
faldri tvennu með 30 stig, níu frá-
köst og gaf tíu stoðsendingar.
Þetta var þriðji sigurleikur
Hauka, sem eru áfram í fjórða sæti
deildarinnar með 24 stig en Breiða-
blik er í sjöunda sætinu og því
næstneðsta með 4 stig.
Það var talsvert meiri spenna í
leik Grindavíkur og Snæfells í
Mustad-höllinni í Grindavík þar sem
Veera Porttinen tryggði Snæfelli
sigur með tveggja stiga körfu, þrjá-
tíu sekúndum fyrir leikslok. Grinda-
vík fékk tvö tækifæri til þess að
jafna en skotin vildu ekki ofan í og
Snæfell fagnaði 59:87-sigri.
Þetta var annar sigurleikur Snæ-
fells í röð í deildinni.Liðið er með 12
stig í sjötta sætinu en Grindavík er
á botninum með 2 stig.
Þá vann KR fimm stiga sigur
gegn Skallagrími í spennuleik,
77:72. Staðan í hálfleik var jöfn,
38:38. Vesturbæingar leiddu með
tveimur stigum fyrir fjórða leik-
hluta. Maja Michalska setti niður
þriggja stiga körfu fyrir Skallagrím
þegar fimmtán sekúndur voru til
leiksloka og minnkaði muninn í
75:72 en KR-liðið reyndist sterkara
á lokasprettinum með Danielle
Rodriguez í broddi fylkingar.
Rodriguez skoraði 30 stig í leiknum
en Vesturbæingar eru með 26 stig í
öðru sæti deildarinnar. Skallagrím-
ur er í fimmta sætinu með 20 stig,
fjórum stigum frá sæti í úrslita-
keppninni.
Valskonur tóku einnig á móti
Keflavík í gær en nánar er hægt að
lesa um þann leik og úrslit hans inn
á mbl.is/korfubolti. bjarnih@mbl.is
Brown sökkti
Breiðabliki
Tveir í röð og Hólmarar á skriði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Illviðráðanleg Blikar réðu ekkert við Randi Brown í Hafnarfirði í gær.
Keflavík vann öruggan sigur á Val
96:68 í 16. umferð Dominos-deildar
karla í körfuknattleik, en liðin átt-
ust við á Hlíðarenda í gær. Austin
Magnus Bracey var stigahæstur hjá
Val með 14 stig en Hörður Axel Vil-
hjálmsson hjá Keflavík með 19.
Er Keflavík nú tveimur stigum á
eftir toppliði Stjörnunnar með 45
en Garðbæingar eiga leik til góða
enda var þetta fyrsti leikurinn í um-
ferðinni sem heldur áfram í kvöld.
Valur er með 10 stig eins og
Grindavík og Þór Akureyri í 9.-11.
sæti deildarinnar.
Öruggur sigur
hjá Keflvíkingum
Morgunblaðið/Hari
Stigahæstur Hörður Axel
Vilhjálmsson skoraði 19 stig.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
landsliðskona í knattspyrnu, skoraði
í gær sitt þriðja mark í jafnmörgum
leikjum með ítalska liðinu AC Milan
þegar það sigraði Bari örugglega,
6:3, í A-deildinni. Staðan var þó 1:1 í
hálfleik. Mílanóliðið hefur unnið alla
þrjá leikina eftir að Berglind kom
fyrr í þessum mánuði og er nú jafnt
Fiorentina í öðru til þriðja sæti, átta
stigum á eftir toppliði Juventus.
Næsta verkefni er grannaslagur
gegn Inter á sunnudaginn en Inter
er í sjötta sæti, ellefu stigum á eftir
AC Milan. vs@mbl.is
Mark og næst er
það Mílanóslagur
Ljósmynd/@acmilan
Skoraði Berglind Björg Þorvalds-
dóttir fagnar markinu gegn Bari.
æfingasvæði Manchester City á
Englandi og eftir að hafa ráðfært
mig við Svíann Anton Tinnerholm,
leikmann New York City, var ég
nokkuð sannfærður um að þetta
væri rétta skrefið fyrir mig.“
Fjöldi liða hafði áhuga á Íslend-
ingnum, sem er uppalinn á Selfossi
en hefur leikið með Sarpsborg og
Rosenborg í Noregi, Nordsjælland í
Danmörku og loks Norrköping í Sví-
þjóð á sjö ára atvinnumannaferli sín-
um.
Mistrúverðugir umboðsmenn
„Ég hef spilað í þrjú ár í Svíþjóð
þar sem mér hefur gengið mjög vel.
Ég var með lausan samning og þá
heyrir maður kannski meira af
áhuga hér og þar en gengur og ger-
ist þegar maður er með fastan samn-
ing. Þetta var stór ákvörðun og það
verður líka að segjast að umboðs-
menn eru mistrúverðugur með sín
gylliboð. Ég heyrði til að mynda af
áhuga frá stóru liði á Ítalíu sem var
mjög spennandi en ég veit satt best
að segja ekki hversu langt sá áhugi
náði. Eins voru lið í Tyrklandi sem
sýndu mér mikinn áhuga ásamt ein-
hverjum liðum á Norðurlöndunum.
Hjá New York City eru landsliðs-
menn í nánast hverri stöðu og klúbb-
urinn er á mikilli uppleið. Það hjálp-
aði mér vissulega að taka ákvörðun
að Ronny Deila, fyrrverandi þjálfari
Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni,
tók við New York City á dögunum.
Ég tala reiprennandi norsku og
hann hefur margoft séð mig spila en
það gerði ekki útslagið. Ég er fyrst
og fremst gríðarlega sáttur við
þessa ákvörðun mína og mjög
ánægður að þetta sé búið og gert.“
Guðmundur hefur verið viðloðandi
íslenska landsliðið undanfarin ár en
aldrei tekist að vinna sér inn fast
sæti í hópnum. Hann á að baki fimm
A-landsleiki en vonast til þess að
þeim fjölgi á komandi árum.
„Ég veit að ég hef helling fram að
færa í landsliðið, bæði sem knatt-
spyrnumaður og sem einstaklingur.
Það hefur því verið erfitt að sitja á
hliðarlínunni og fylgjast með liðinu
úr fjarlægð en ég hef alltaf lagt mik-
ið kapp á að styðja vel við bakið á lið-
inu. Árangur liðsins á undanförnum
árum hefur verið algjörlega ein-
stakur en það er alltaf lítill strákur
frá Selfossi sem býr inn í manni sem
dreymir um að spila og gera vel fyrir
landið sitt. Ég tel mig búa yfir eigin-
leikum sem gætu nýst liðinu og lengi
má gott bæta. Núna er það undir
mér sjálfum komið að standa mig
með félagsliði mínu og ég tel mig
geta bætt mig mikið sem knatt-
spyrnumaður í því umhverfi sem ég
er kominn í. Það mun vonandi auka
möguleika mína á því að vera valinn í
landsliðið því það hefur alla tíð verið
draumur hjá mér að vera hluti af ís-
lenska landsliðinu,“ sagði Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
Vill bæta sig fyrir landsliðið
Ljósmynd/@ProSoccerUSAcom
Samdi Guðmundur Þórarinsson er kominn í raðir New York City.
Guðmundur þriðji Íslendingurinn til þess að semja við lið í MLS-deildinni
BANDARÍKIN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Guðmundur Þórarinsson vonast til
þess að það að ganga til liðs við New
York City í bandarísku MLS-
deildinni í knattspyrnu hjálpi honum
að bæta sig sem fótboltamaður og
auki þar með líkur hans á því að vera
valinn í íslenska landsliðið. Selfyss-
ingurinn, sem er 27 ára gamall,
skrifaði undir tveggja ára samning
við New York City í byrjun vik-
unnar, en hann hefur verið eftir-
sóttur eftir að samningur hans við
sænska úrvalsdeildarfélagið Norr-
köping rann út í nóvember.
„Það hefur verið langur aðdrag-
andi að þessu og þetta er í raun búið
að vera í gangi síðan í nóvember
þegar samningur minn við Norrköp-
ing rann út. Það er í raun hálf hlægi-
legt að hugsa til þess hversu mörg
símtöl hafa átt sér stað undanfarna
mánuði en ég hef tekið góðan tíma í
að ákveða næstu skref mín á ferl-
inum. Ein af ástæðum þess að ég
ákvað að skrifa undir hjá New York
City er meðal annars borgin sem ég
er virkilega spenntur fyrir að búa í
og ég held að þetta verði mikið ævin-
týri. Það er sama eignarhaldið í
kringum New York City, Manchest-
er City og Melbourne City og það er
unnið eftir ákveðnum gildum hjá
þessum félögum sem heillaði mig.
Ég fór til að mynda í læknisskoðun á