Morgunblaðið - 30.01.2020, Page 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020
SOFFÍA SÆMUNDSDÓTTIR
Sýning í Gallerí Fold 1. febrúar – 15. febrúar
SÝNINGIN OPNAR KL. 14
LAUGARDAGINN 1. FEBRÚAR
YFIRLÝST TILVERA
„Ætli það hafi ekki alltaf verið
þannig, að þróast og breytast og þeg-
ar litið er til baka yfir þennan tæp-
lega 30 ára feril er tilfinningin dálítið
undarleg,“ segir Staples og hlær, „en
sem betur fer hafa alltaf nógu margir
haft áhuga til að maður haldi áfram.“
–Hvernig telur þú Tindersticks
hafa þróast frá því hún kom hingað
til lands árið 2008?
„Í mínum huga hefur hljómsveitin
átt sér tvö líf. Það fyrra hófst
snemma á tíunda áratugnum og ég
held að við höfum þá átt fimm frábær
ár. Að þeim loknum fór að draga úr
sameiginlegri löngun okkar, býst ég
við, og hljómsveitin hætti í nokkur
ár. Þegar við snerum aftur kom mér
einna mest á óvart á hversu hratt við
komumst á skrið,“ svarar Staples og
þakkar það einkum öflugum sam-
starfsmönnum sínum í sveitinni.
„Síðustu tíu ár hafa, sköpunarlega
séð, verið þau ánægjulegustu og
mest gefandi í lífi hljómsveitarinn-
ar,“ segir hann og að Tindersticks
hafi unnið að mörgum skemmtileg-
um og ólíkum verkefnum á þeim
tíma. „Við förum núna í tónleika-
ferðalag en það höfum við ekki gert í
fjögur ár. Það verður spennandi fyrir
okkur.“
Einstakt samband
Tindersticks hefur gefið út ellefu
breiðskífur. Sú nýjasta, No Treasure
But Hope, kom út í nóvember í fyrra
og hefur hlotið nær einróma lof
gagnrýnenda. Hljómsveitin mun
næstu mánuði fylgja henni eftir með
tónleikaferðalagi, líkt og Staples
minntist fyrr á, og er Ísland einn við-
komustaða.
No Treasure But Hope er mjög
Tindersticks-leg, ef svo mætti að orði
komast en aðdáendur sveitarinnar
þekkja vel til þeirra einkenna. Þeirra
helst er einstök barítónsöngrödd
Staples, sem segir að platan hafi ver-
ið tekin upp á stuttum tíma og með
lifandi flutningi. „Ég vildi gera plötu
sem væri mennsk og fjallaði um okk-
ur og sambandið milli okkar sem ég
tel einstakt,“ segir hann.
Vildi fjarlægjast stúdíóið
–Maður heyrir líka á plötunni að
hún var tekin upp með þeim hætti …
„Já og ég tel að mest af þeirri tón-
list sem við höfum sent frá okkur á
síðustu tíu árum hafi að miklu leyti
verið byggð á stúdíógrunni,“ svarar
Staples. „Við höfum unnið að svo
mörgum tilraunakenndum verk-
efnum að okkur fannst virkilega
frískandi að koma bara saman og
spila, vinna í lögunum órafmagnað og
sitja við píanóið og grufla í þeim. Það
er kannski borðleggjandi að vinna
með þessum hætti en síðustu tvær
plötur á undan voru að miklu leyti
byggðar upp í stúdíói. Við gerð þess-
arar plötu vildi ég verja sem minnst-
um tíma í stúdíói og hafa sem minnst
af tækjabúnaði í kringum mig,“ segir
Staples. „Þetta er það sem það er,“
bætir hann svo við og hlær.
Íþaka á umslaginu
Platan var tekin upp í stúdíói í Par-
ís og á umslaginu má sjá hluta landa-
korts, nánar tiltekið grísku eyjuna
Íþöku og nálægar eyjar í Jónahafi. Á
henni samdi dvaldi Staples um hríð
og samdi þar texta plötunnar. Hljóm-
sveitin kom saman síðar og vann í
lögunum.
Staples segir lagasmíðaferlið
þannig að í upphafi hafi allt verið op-
ið og leyfilegt. „Fyrstu tvö lögin
komu frá Dan McKinna píanóleikara
og eitt er eftir David (Boulter). Mikil-
vægast er að vera með opinn hug og
reyna að ná því besta úr mannskapn-
um. Stundum sprettur tónlistin út
frá tilfinningu, þörf fyrir að skrifa
eitthvað og stundum finnur hún sam-
hljóm með einhverju sem ég er að
velta fyrir mér hverju sinni,“ segir
Staples. Stundum komi lögin á undan
textunum og stundum öfugt, allur
gangur sé á því.
Birta og myrkur
–Í gagnrýni tónlistarvefjarins
Pitchfork um plötuna segir m.a. að
finna megi á henni sólskin í stað þess
myrkurs sem einkennt hafi hljóm-
sveitina. Ertu sammála þessu?
„Ég skil hvað átt er við,“ segir
Staples kíminn, „en ég hef alltaf
komið auga á birtuna í tónlistinni
okkar. Hún er kannski aðeins aug-
ljósari á þessari plötu en ég hef aldrei
litið á tónlist okkar sem algjörlega
myrka.“
–Nei, hún er kannski frekar sorg-
leg, falleg og stundum myrk?
„Já, en aftur á móti er hún bara
eins og lífið sjálft og það á, jú, sínar
gleðistundir. Maður þarf að finna
fyrir gleði við að semja tónlist og
finnast maður vera að upplifa ævin-
týri, burtséð frá umfjöllunarefninu.
Finna að maður sé hluti af einhvers
konar ævintýri.“
Tími og tilfinningar
–Mynda textarnir á plötunni eina
heild, eru þeir tengdir hver öðrum
eða eru þeir aðskildir?
„Ég held að þeir tengist allir með
einhverjum hætti. Þegar við sömdum
lagið „For Beauty“ vissi ég að það
yrði fyrsta lag plötunnar og þegar við
gerðum „No Treasure But Hope“
vissi ég að það yrði lokalagið. Eftir
því sem við unnum fleiri lög fóru að
myndast tengingar við eldri lög
þannig að þegar við fórum í upptökur
vissum við nokkurn veginn í hvaða
röð þau yrðu á plötunni. Hún fjallar
um ákveðinn tíma og ákveðnar til-
finningar og þá sérstaklega þær sem
kvikna á stað eins og Íþöku. Eyjan
býr yfir mikilli orku og hafði áhrif á
mig.“
Nýtt og gamalt í bland
–Hvað ætlar Tindersticks að spila
á Íslandi, verður þetta bland í poka
eða að mestu platan nýja?
„Við munum líklega spila blöndu af
lögum af nýju plötunni og eldri lög-
um sem við tengjum við á þessum
stað og þessari stundu. Þannig að
þetta verður blandað en ég tel mikil-
vægt, eftir að maður hefur skapað
eitthvað, að færa fólki það persónu-
lega,“ segir Staples að lokum.
Miðasala á tónleikana fer fram á
Tix.is og verða rútuferðir í boði á
milli Reykjavíkur og Hljómahallar.
Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 19 en
tónleikarnir hefjast kl. 20.
Kvintett Tindersticks með Stuart Staples fyrir miðju. Hljómsveitin leikur í Hljómahöllinni 7. febrúar næstkomandi.
Skin og skúrir
Tindersticks snýr aftur til Íslands Forsprakki hennar, Stuart Staples, segir síðustu tíu ár hafa
verið sveitinni afar góð „Ég hef alltaf komið auga á birtuna í tónlistinni okkar,“ segir hann
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Enska hljómsveitin Tindersticks
snýr aftur til Íslands og heldur tón-
leika í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ
föstudaginn 7. febrúar næstkomandi.
Hún hélt eftirminnilega tónleika á
Nasa árið 2008 og segist söngvari
sveitarinnar og forsprakki, Stuart
Staples, muna þá tónleika vel.
Staples er staddur í Frakklandi, hvar
hann hefur búið í árafjöld, þegar
blaðamaður nær tali af honum.
Staples furðar sig á því að nær tólf ár
séu liðin frá því hann og félagar hans
tróðu upp á Nasa, sællar minningar,
skelltu sér í Bláa lónið og brugðu sér
í hlutverk ferðamanna og skoðuðu ís-
lensk náttúruundur.
Allt sprettur út frá löngun
Staples er spurður að því hverjir
skipi hljómsveitina nú og segir hann
að líklega séu liðsmenn þeir sömu og
fyrir tólf árum. Hann hugsar málið
og segir að mögulega hafi Thomas
Belhom verið við trommusettið þá en
Earl Harvin tekið við kjuðunum
nokkru síðar. Sveitin hafi nú, eins og
við stofnun hennar árið 1992, á að
skipa fimm tónlistarmönnum en þeir
eru, auk hans sjálfs, þeir David
Boulter, Neil Fraser, Dan McKinna
og Earl Harvin.
Hljómsveitin á aðeins tvö ár eftir í
þrítugsafmælið og er Staples spurð-
ur að því hver lykillinn sé að því að
halda lífi í hljómsveit svo lengi.
„Ég held að þetta snúist allt um
löngun, að finnast sem maður eigi
eftir að kanna ákveðna staði, tónlist-
arlega séð. Allt sprettur þetta út frá
þeirri löngun, í raun er ekki um neitt
annað að ræða. Plötufyrirtæki eða
hvað það nú heitir, samtök, allt bygg-
ir þetta á því sem þú býrð til og hvað
þér finnst um það,“ svarar Staples.
Tvö líf Tindersticks
–Hljómsveitin hefur notið mikillar
hylli hjá stórum hópi dyggra aðdá-
enda í nær þrjátíu ár …