Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 63

Morgunblaðið - 30.01.2020, Side 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Mynd af logandi stúlku erfjórða kvikmynd CélineSciamma. Hún hefurgert frábærar myndir síðustu ár, t.a.m. hina stórfínu Tomboy sem kom út árið 2011. Sciamma hefur nokkuð afgerandi stíl, samtölum er gjarnan stillt í hóf og meiri áhersla lögð myndræna frá- sögn. Allar myndir hennar fjalla um fólk sem er að einhverju leyti jaðar- sett og hefur hún sérstaklega beint sjónum að kynhneigð, kyngervi og kynþætti. Mynd af logandi stúlku hefur farið sigurför um heiminn og þykir einhver athygisverðasta kvikmynd síðasta árs. Hún vermdi efstu sæti fjölda árs- lista, hún hlaut hinsegin pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem Sciamma fékk þar að auki verð- laun fyrir besta handrit. Það var því ekki laust við að ég væri nokkuð eftir- væntingafull að sjá þessa mynd, sem ég hafði heyrt svo mikið um. Myndin opnast á auðu blaði, tabula rasa. Við sjáum hendur teikna línur á hvítan flötinn meðan upphafs- kreditlistinn rennur yfir. Þetta er einfalt, táknrænt og kraftmikið, einkar viðeigandi byrjun á þessari dásamlegu mynd. Myndin gerist und- ir lok átjándu aldar og segir frá myndlistarkonunni Marianne, sem hefur verið ráðin til að mála mynd af Héloïse, ungri dömu sem til stendur að gifta. Myndina á svo að senda von- biðlinum svo hann geti séð hvernig hún lítur út. Tilfellið er hins vegar að Héloïse vill ekki giftast og neitar að sitja fyrir. Marianne læst því vera eins konar fylgdardama Héloïse, hún fylgir henni í göngutúra og spjallar við hana. Á meðan mælir hún Héloïse út, skoðar hvern krók og kima í and- liti hennar svo hún geti málað hana eftir minni. Spennan á milli þeirra, þar sem Marianne er sífellt að stelast til að skoða Héloïse og öfugt, verður sífellt áþreifanlegri og ekki líður á löngu þar til konunar tvær fella hugi saman. Hugur og hönd Mise-en-scène, sem bókstaflega merkir „uppröðun á sviði“, er hugtak sem mikið er fleygt fram í kvik- myndafræðum en er samt sem áður erfitt að skilgreina. Hugtakið lýsir í raun öllu því sem ber fyrir augu í kvikmynd. Búningar, sviðsmynd, leikmunir, myndavélarhreyfingar, lýsing og uppröðun hluta og persóna eru allt hlutir sem tilheyra mise-en- scène. Mise-en-scène-ið í Mynd af logandi stúlku er algjörlega full- komið; hvert einasta smáatriði sem fyrir augu ber er einhvern veginn rétt. Það er mikill myndlistarbragur á myndinni sem sést einna helst á mise-en-scène-inu, flest atriði eru lýst og innrömmuð eins og málverk. En myndlistin birtist einnig með eiginlegum hætti, við sjáum fjölda at- riða þar sem Marianne er við störf að mála eða teikna, sem er heillandi og dáleiðandi. Þessi áhersla á hand- verkið dregur athygli að forminu, að myndlistinni, en líka að kvikmynda- miðlinum. Þar með verður myndin einn allsherjar óður til hins mynd- ræna, til málaralistarinnar og til kvikmyndalistarinnar, ljóss, hreyf- ingar, sjónarhorns og áferðar. Handrit myndarinnar er frámuna- lega gott, söguþráðurinn er einfaldur en hann er samt sem áður reglulega spennuþrunginn og gengur al- gjörlega upp. Samtölin eru strípuð og mínimalísk enda má nú vera ljóst að myndræn frásögn ræður ríkjum hér. Samt eru samtölin afar hlaðin og flest það sem persónurnar segja þrungið margræðri merkingu. „Sjáðu mig,“ segja Marianne og Héloïse endur- tekið hvor við aðra og minna áhrof- endur þar með á að það nægir ekki bara að hlusta, þú verður að sjá. Noémie Merlant leikur Marianne og Adèle Haenel leikur Héloïse en hún hefur leikið í flestum myndum Sciamma og mætti jafnvel líta svo á að hún væri músa leikstjórans. Leik- konurnar tvær ná ótrúlegri tengingu, samskipti þeirra eru sannfærandi, munúðarfull og glettin. Orfeus og Evridís Mynd af brennandi stúlku snertir á ýmsu. Fyrst og fremst er þetta auð- vitað saga af forboðinni ást, sambandi sem getur ekki orðið að veruleika. Myndin er líka feminískt verk, það fjallar um þann kvenlega veruleika að vera fangi aðstæðnanna, en sagan gerist yfir nokkurra daga tímabil þar sem konurnar búa í útópískum veru- leika þar sem þær fá að vera við stjórnvölinn í eigin lífi, vera fyndnar, rómantískar, kjánalegar og frjálsar. Söguna af Orfeusi og Evridísi, elskendum sem slitnir voru í sundur, ber oft á góma í myndinni og virkar sem áminning um óumflýjanleg örlög Marianne og Héloïse. En Marianne býður líka upp á merkilega túlkun á goðsögninni. Hún telur að ástæðan fyrir því að Orfeus leit aftur fyrir sig þegar þau Evridís stigu upp úr helju, sem honum hafði verið bannað að gera, hafi ekki verið hve óþreyju- fullur hann var að sjá hana eins og oftast er haldið fram. Þvert á móti telur hún að hann hafi viljað líta aftur fyrir sig því hann hafi frekar viljað eiga minninguna um Evridísi en hana sjálfa. Þar sem myndin er römmuð inn sem endurlit, öll sagan er endur- minning Marianne, býður þetta upp á ýmsar vangaveltur. Goðsagnaminnið kristallast svo með afgerandi hætti í lokaatriði myndarinnnar, sem er gríðarlega magnþrungið. Það er ógjörningur að finna þess- ari mynd eitthvað til foráttu; hvert smáatriði smellur fullkomlega inn í heildarmyndina, allt styður við allt annað. Myndin lýtur eigin lögmálum, það er einstakur taktur og regluverk í henni sem áhorfendur læra og geta þar með lesið í minnstu augngotur og fingrahreyfingar. Mynd af logandi stúlku er stórbrotin kvikmynd, að áhorfi loknu vill maður helst sjá hana strax aftur. Óður til hins myndræna Gallalaus Það er ógjörningur að finna þessari mynd eitthvað til foráttu, hvert smáatriði smellur fullkomlega inn í heildarmyndina, segir í gagnrýni. Bíó Paradís Portrait de le jeune fille en fue / Mynd af brennandi stúlku  Leikstjórn og handrit: Céline Sciamma. Kvikmyndataka: Claire Mathon. Klipp- ing: Julien Lacheray. Aðalhlutverk: Noémie Merlant, Adèle Haenel, Luàna Bajrami, Valeria Golino. 120 mín. Frakkland, 2019. Sýnd á Franskri kvikmyndahátíð. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARS TILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD Tímakistan, skáldsaga Andra Snæs Magnasonar, hefur verið valin ein af bestu alþjóðlegu bókunum á þessu ári, 2020, af bandarísku samtök- unum USBBY sem eru bandaríska útgáfan af alþjóðasamtökunum IBBY, The International Board on Books for Young People, sem helguð eru bókum fyrir ungmenni. IBBY- deildir má finna í 60 ríkjum. USBBY settu saman lista yfir 42 bækur í fjórum aldursflokkum, að því er fram kemur í tilkynningu og var Tímakistan ein af sjö bókum sem urðu fyrir valinu fyrir aldurshópinn 13 ára og eldri. Þýðendur bókar- innar á ensku eru þau Björg Árna- dóttir og Andrew Cauthery. Ár hvert velja USBBY-samtökin bestu alþjóðlegu bækurnar af þeim sem eru þýddar og gefnar út í Bandaríkj- unum. Dómnefnd velur bækur eftir ákveðnum forsendum en þær þurfa að vera með þeim bestu í heiminum, kynna bandaríska lesendur fyrir frábærum höfundum frá öðrum löndum, hjálpa börnum í Bandaríkj- unum að sjá heiminn í nýju ljósi, hafa sjónarhorn sem er sjaldgæft í bandarískum barnabókmenntum, hafa sérstæðar menningarlegar vís- anir og vera auðlesnar fyrir banda- rísk börn, að því er fram kemur í til- kynningu frá Forlaginu, útgefanda Tímakistunnar. Heiður Tímakistan eftir Andra Snæ er á lista yfir bestu bækur fyrir 13 ára og eldri . Tímakistan hlýtur viðurkenningu Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.