Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 68

Morgunblaðið - 30.01.2020, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 2020 Úrval af þorramat, frábærar nauta- og lambasteikur Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Gæða kjötvörur Mál Alfreds Dreyfusar,sem dæmdur var sak-laus fyrir njósnir 1895og dæmdur í ævilangt fangelsi á Djöflaeyjunni, hristi ræki- lega upp í frönsku samfélagi, klauf það í fylkingar og afhjúpaði djúp- stæða andúð á gyðingum. Yfirmenn franska hersins urðu þess áskynja að í þeirra röðum væri njósnari. Augu þeirra beindust strax að Dreyfusi þar sem hann hefði get- að haft aðgang að þeim upplýsing- um, sem komið var áleiðis úr ólíkum áttum innan hersins til Þjóðverja. Þeim var ekki síst í mun að skella skuldinni á hann vegna þess að hann var gyðingur. Nokkru eftir að hann var dæmdur vöknuðu grunsemdir um að hrapað hafi verið að niður- stöðu, en æðstu ráðamenn í Frakk- landi voru ekki á því að horfast í augu við mistökin og veita gyðingn- um uppreisn æru. Orðspor þeirra var sannleikanum mikilvægara. Roman Polanski leikstýrir þessari ágætu mynd, Ég ákæri, sem gerð er eftir skáldsögu Roberts Harris, Yfirforingi og njósnari (An Officer and a Spy). Þótt afbragðsgóð bók Harris flokkist undir skáldskap og samtöl og samskipti manna séu til- búningur leggur hann sig fram um að halda sig við staðreyndir málsins og vera trúr heimildum. Myndin hverfist um George Picq- uart, ofursta í franska hernum, sem á þátt í því að rannsóknin beinist að Dreyfusi, en áttar sig á því þegar hann verður yfirmaður gagnnjósna í Frakklandi að enn er verið að af- henda Þjóðverjum upplýsingar þótt Dreyfus sé í haldi á Djöflaeyjunni. Jean Dujardin, sem sennilega er þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Listamaðurinn (The Artist), ef ekki túlkun sína á Lukku-Láka og njósn- aranum OSS 117, er óaðfinnanlegur í hlutverki hins staðfasta Picquarts og Louis Garrel gerir vel að koma til skila hugarvíli Dreyfusar þegar lífi hans er rústað þrátt fyrir flekklaus- an feril. Gegn valdinu Í upphafi myndar gengur Dreyfus að Picquart og sakar hann um að hafa gefið sér lægri einkunn en hann hafi nokkurn tímann fengið áður í hernum vegna þess að hann sé gyð- ingur. Picquart svarar að vissulega hafi hann andúð á gyðingum, en hann myndi aldrei láta Dreyfus gjalda þess. Þegar Picquart kemst að því að Dreyfus hefur verið hafður fyrir rangri sök ákveður hann að rétta hlut hans þótt hann þurfi að takast á við þá sem valdið hafa í franska hernum og ríkisstjórn landsins. Hann á við ofurefli að etja og er út- skúfaður, en fær þó mektarmenn til liðs við sig, þar á meðal George Cle- menceau, sem síðar varð forsætis- ráðherra, og rihöfundinn Emile Zola, sem sprengdi málið upp með opnu bréfi í blaðinu L’Aurore undir fyrirsögninni „J’Accuse“ og er titill myndarinnar þar kominn. Myndin er gerð af mikilli fag- mennsku og er mögnuð að mörgu leyti, mikið búningadrama (kannski væri nær að segja einkennisbún- ingadrama) og París undir lok 19. aldar lifnar við með líflegum nætur- klúbbum, kaffihúsum, stjórnar- byggingum, torgum og steini lögð- um, iðandi götum með hrúgum af hestaskít. Hún dregst þó örlítið á langinn þegar á líður og Polanski keppist við að koma útskúfun og uppreisn Picquarts og vendingum málsins til skila. Polanski er ötull leikstjóri og var gjarn á tilraunir í kvikmyndagerð sinni. Hér er hins vegar hvergi brugðið á leik í frásögninni og hefði tæplega hentað efninu. Líkir sér við Dreyfus Í myndinni eru karlar í nánast öllum hlutverkum að frátalinni hjákonu Picquarts, sem Emmanuelle Seign- er, eiginkona Polanskis, leikur. Polanski gerir myndina um mál Dreyfus ekki í tómarúmi og ummæli hans um að hann sjái sjálfan sig í hinum franska foringja hafa verið gagnrýnd harkalega. Polanski játaði að hafa nauðgað 13 ára stúlku í Bandaríkjunum árið 1977 og gegn því að fá vægari dóm en ella. Hann flúði hins vegar til Frakklands eftir að hafa setið inni í 42 daga þegar dómarinn virtist ætla að endurskoða samkomulagið og dæma hann til þyngri refsingar. Hann hefur ekki getað snúið aftur til Bandaríkjanna síðan og Bandaríkja- menn vilja enn fá hann framseldan. „Í sögunni sé ég stundum augna- blik, sem ég hef reynt sjálfur, ég sé sama ásetninginn um að afneita staðreyndum og fordæma mig fyrir hluti sem ég hef ekki gert,“ sagði Polanski í viðtali sem birt var áður en myndin var sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum, þar sem hún var valin næstbesta myndin. Þóttu ummælin yfirgengileg og smekklaus. Voru mótmæli við kvik- myndahús bæði í París og Brussel þegar myndin var tekin til sýninga þar og franska kvikmyndaaka- demían íhugaði að vísa honum á dyr (án þess þó að gera það). Um það leyti sem Ég ákæri var frumsýnd í fyrra komu fram nýjar ásakanir á hendur honum. Franskur ljósmyndari, Valentine Monnier, sagði að Polanski hefði nauðgað sér á herragarði sínum í Sviss árið 1975 þegar hún var 18 ára og barið sig til undirgefni. Sagði hún að saman- burður Polanskis við Dreyfus hefði orðið þess valdandi að hún ákvað að stíga fram. Polanski vísar þeim ásökunum Monnier alfarið á bug, en þær urðu hins vegar til þess að hætt var við viðtöl við hann í tilefni af myndinni, eða viðtöl, sem höfðu verið tekin, voru ekki birt. Á að dæma verk af gerðum höfundarins? Spurningin um hvort dæma eigi listaverk af gerðum listamannanna, hvort bækur Peters Handkes verði einskis virði vegna þess að hann gerði lítið úr stríðsglæpum Serba eða taka eigi niður myndir Pauls Gauguins vegna þess að hann nídd- ist á unglingsstúlkum í Frönsku Pólýnesíu, verður seint til lykta leidd. Það er ógerningur að leiða þessi mál Polanskis hjá sér þegar horft er á myndina og Polanski á mikla sök á því sjálfur með ummælum sínum. Með þeim er hann ekki bara að líkja sér við manninn, sem þrátt fyrir flekklausan feril var saklaus dæmd- ur til dúsa einn á Djöflaeynni vegna þess að hann var gyðingur. Undir- liggjandi er að hann hafi af sömu ástæðum verið ofsóttur flóttamaður. Ég ákæri er góð mynd þótt hún missi aðeins ferð þegar á líður og Polanski fer að keppast við að hnýta lausa enda, en það er erfitt að horfa á hana án þess að finna til ónota vegna samhengisins sem leikstjór- inn setur verk sitt í. Það segir hins vegar sína sögu að hvað sem öllu líð- ur var Ég ákæri mest sótta myndin í Frakklandi á liðnu ári og í gær var tilkynnt að hún hefði fengið flestar tilnefningar til Cesar-verðlaunanna eins og franski Óskarinn kallast, tólf alls. Málið sem klauf Frakkland Frönsk kvikmyndahátíð - Bíó Paradís Ég ákæri (J’accuse) bbbbn Leikstjóri: Roman Polanski. Handrit: Ro- bert Harris og Roman Polanski eftir sögu Harris. Leikarar: Jean Dujardin, Louis Garrel, Emmanuelle Seigner, Gré- gory Gadebois, Hervé Pierre og Wladim- ir Yordanoff. Framleiðsluland: Frakk- land, Ítalía. Tungumál: Franska. 2019. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Dæmdur saklaus Louis Garrel í hlutverki Alfreds Dreyfusar, sem var dæmdur saklaus fyrir njósnir og látinn dúsa einn á Djöflaeyjunni. Verkefnið Key- change, sem hef- ur það að mark- miði að efla hlut kvenna í tónlist og gera þær sýni- legri, hefur til- kynnt 74 nýja þátttakendur í því í ár og eru tónlistarkon- urnar Cell7 (Ragna Kjartansdóttir), GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannes- dóttir) og Hafdís Huld Þrastardóttir þeirra á meðal. Cell 7 mun koma fram á BIME-tónlistarhátíðinni á Spáni, GDRN á hátíðinni Way out West í Svíþjóð og Hafdís Huld á Ireland Music Week á Írlandi. Einnig munu Soffía Jónsdóttir, Val- dís Þorkelsdóttir og Björt Sigfinns- dóttir taka þátt í verkefninu sem „bransakonur“. Soffía er annar stofnenda Iceland Sync-umboðs- skrifstofunnar, Valdís fram- kvæmdastjóri 101derland og Björt framkvæmdastjóri listahátíðarinnar LungA. Sextán samtök leiða verkefnið Keychange er evrópskt verkefni sem hóf göngu sína árið 2017 með það fyrir augum að fjölga konum í tónlist og á það ekki aðeins við um konur á sviði heldur einnig innan fyrirtækja sem skipuleggja tón- leikahald, markaðsstarf og útgáfu á tónlist. Sextán leiðandi samtök í tónlist frá tólf löndum leiða verkefnið sem ætlað er að gefa konum og öðrum kyngervum í minnihluta tækifæri til að komast á næsta stig í sínum tón- listarferli, eins og segir í tilkynn- ingu frá STEF, félagasamtökum tón- og textahöfunda. Sem fyrr segir voru 74 tónlistar- konur, sem og konur sem starfa með öðrum hætti í tónlistargeir- anum, valdar til að taka þátt í verk- efninu. Yfir 650 umsóknir um þátt- töku bárust Keychange og segir í tilkynningunni að þetta sé fyrsti áfangi verkefnisins af þremur, sem mun ná til ársins 2023. Verkefnið hlaut 1,4 milljónir evra í styrk frá Creative Europe. Jafna kynjahlutföll „Þátttakendur munu taka þátt í tengslamyndunarfundum og fá að- stoð við að þróa feril sinn auk þess sem tónlistarflytjendurnir munu koma fram á einni af þeim 13 tón- listarhátíðum sem taka þátt í verk- efninu,“ segir í tilkynningu og að vert sé að geta þess að nú hafi fleiri en 300 tónlistarhátíðir skrifað undir skuldbindingu Keychange um að jafna kynjahlutföll meðal flytjenda hátíðanna. Í tilkynningu segir ennfremur að markmið Keychange sé að brjóta niður hindranir í tónlistariðnaðinum sem fólk geti staðið frammi fyrir vegna kyns síns. Þeirra á meðal eru barneignir en árið 2018 áttuðu skipuleggjendur sig á því að nauð- synlegt væri að koma betur til móts við konur með ung börn. Nú er því sérstaklega gert ráð fyrir fjármagni til að greiða barnapössun fyrir þátt- takendur þegar viðkomandi er að koma fram sem flytjandi eða tekur á annan hátt þátt í tónlistarhátíðum. Keychange er stjórnað af Reeper- bahn-tónlistarhátíðinni í Þýskalandi í samstarfi við PRS-stofnunina og Musikcentrum Öst. Iceland Air- waves er meðal þeirra tónlistar- hátíða sem taka þátt í verkefninu og STEF er bakhjarl verkefnisins hér á landi í samstarfi við FÍH, Félag íslenskra hljómlistarmanna, og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu ís- lenskrar tónlistar. helgisnaer@mbl.is Cell 7, GDRN og Hafdís í Keychange Cell 7 Hafdís Huld GDRN  Verkefnið að efla hlut kvenna í tónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.