Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Hornsófi Chicago 2 horn 3, hægt að panta sem tungusófa, U sófa eða bara eins og hentar. Jóhann Ólafsson Helgi Bjarnason Ekki er vitað um uppruna fall- byssukúlu sem fannst í kassa í kjall- ara byggðasafnsins Sagnheima í Vestmannaeyjum. Sprengisérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar telja víst að hún sé frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þeir hafa sent ljósmyndir af henni til kollega sinna erlendis til að athuga hvort hægt er að fá nánari upplýsingar um upp- runa hennar. „Við rákumst hérna á fallbyssu- kúlu á mánudaginn í geymslum byggðasafnsins í Vestmannaeyjum. Við tókum ljósmynd af þessu og þeir hjá Landhelgisgæslunni mátu það svo að tveir sprengjusérfræðingar þaðan voru sendir hingað til Eyja í morgun,“ segir Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima. Mennirnir fjarlægðu kúluna og fóru með hana til Reykjavíkur til frekari rann- sókna. „Við vitum ekkert hvort kúlan var virk eða ekki,“ segir Hörður, en hann og starfsmenn á safninu telja að um sé að ræða breska kúlu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Í ljós kom við nánari skoðun kúl- unnar að hún var hol að innan og óvirk. Beint undir bæjarstjóranum „Það var ekkert skrifað í geymsl- unni um hvenær hún barst hingað eða hvernig. Við vitum í sjálfu sér ekkert um hana en ég óska eftir upp- lýsingum sem gætu hjálpað okkur,“ segir Hörður. „Ég vona að einhver kannist við hvernig hún komst til okkar. Hún gæti hafa legið hér í aldarfjórðung eða meira, ég hef ekki hugmynd um það.“ Hörður bendir á að bæjar- stjórnarfundir í Vestmannaeyjum séu haldnir í safninu. „Kúlan var beint undir þeim stað sem bæjar- stjórnin situr,“ segir Hörður og bæt- ir við að kúlan hafi því nánast verið undir rassinum á bæjarstjóra. „Við erum afskaplega fegnir að kúlan er farin en ég var alveg skíthræddur við þetta.“ Rót í flutningum í gosinu Ragnar Óskarsson, fyrrverandi safnstjóri, sem setti byggðasafnið upp í Safnahúsinu með stofnand- anum, Þorsteini Þ. Víglundssyni, eftir að munirnir komu aftur til Eyja eftir gos segist ekki mun eftir kúl- unni. „Það fór fullt af dóti upp á land í gosinu og kom aftur. Það tók okkur mörg ár að taka upp úr kössum og sumt hefur verið alla tíð í geymslu,“ segir Ragnar. Sama segir Helga Hallbergs- dóttir, sem lét af starfi safnstjóra fyrr á þessu ári. Hún man ekki eftir að hafa rekist á kúluna. Hún segir að mikið hafi verið unnið að skráningu muna. Það geti verið erfitt að gera eftir á. Hún bendir á að öllum mun- unum hafi verið hrúgað í gáma og þeir fluttir í land í gosinu og aftur til Eyja eftir gos. Segist hún hafa orðið vör við að merkingar hafi losnað af mörgum munum. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Rannsókn Sprengjusérfræðingar mældu og skoðuðu fallbyssukúluna vel áður en þeir fluttu hana til Reykjavíkur. Leitað að uppruna fallbyssukúlu úr safni  Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar fjarlægði kúluna Skotfæri Kúlan er engin smásmíði, 165 millimetrar í þvermál Helgi Bjarnason Gunnlaugur Snær Ólafsson Reynt verður að flýta loðnuleit sem fyrirhuguð er í febrúar. „Við von- umst til að senda að minnsta kosti eitt skip af stað um helgina. Hin fari svo fljótlega,“ segir Birkir Bárðar- son, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, en áður var áformað að mælingar og rannsóknir á loðnu hæfust 5. febrúar. Ástæðan fyrir því að loðnuleitinni er flýtt er sú að áhugi er á að athuga hvort loðna sé að ganga fyrir Suð- austurlandi. Birkir segir að erfitt geti orðið að mæla hana eftir að hún er gengin suður fyrir land. „Við vilj- um hafa fingurinn á púlsinum,“ segir Birkir og tekur fram að í kjölfarið verði leitað fyrir öllu Austur- og Norðurlandi. Spurður hvort fréttir séu af loðnu segir hann að stöku fréttir séu frá togurum, meðal annars á Breiðdalsgrunni. Hins veg- ar sé erfitt að ráða í magnið. Góð veðurspá er fyrir næstu daga og það rekur frekar á eftir mönnum en hitt. Reiknað er með að þrjú skip verði við mælingar; rannsóknarskipið Árni Friðriksson frá Hafró og Polar Amaroq og Aðalsteinn Jónsson frá útgerðunum. Ekki lá fyrir í gær hvaða skip færi fyrst af stað. Aukið afrán hvala Í munnlegri skýrslu Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráð- herra á Alþingi í gær um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins 2000-2019 kom fram að afrán hvala- stofna hefði aukist í takt við stækkun stofnanna á síðustu árum. Þá hefði hnúfubökum fjölgað mikið og vís- bendingar væru um að hver hnúfu- bakur æti meira af fullorðinni loðnu en aðrir skíðishvalir. „Samkvæmt mati frá 1997 var heildarafrán 12 tegunda hvala við landið metið um sex milljónir tonna á ári. Leiddar hafa verið líkur að því að skiptingin væri um það bil þrjár milljónir tonna af krabbadýrum, eða átu, tvær milljónir af fiski og ein milljón tonna af smokkfiski. Út- reikningar miðað við nýjustu upplýs- ingar um stofnstærðir og fæðuval [sýna að] afránið hefur í heild aukist og reiknast 6,7 milljónir tonna, þar af 3,3 milljónir tonna í fiski. Stórtæk- ustu afræningjarnir eru langreyður, hrefna og hnúfubakur,“ sagði Krist- ján Þór. Rannsóknir mikilvægar Þingmenn allra flokka tóku til máls og vöktu athygli á þeim afleið- ingum sem loðnubrestur annað árið í röð kynni að hafa í för með sér fyrir þær byggðir þar sem loðnuveiðar og -vinnsla er mikilvægust. Þá voru þingmenn einnig sammála um mikil- vægi rannsókna. „Við stöndum þjóða fremst í rannsóknum á þessum fiski. Og ég vil minna á að það hafa aldrei verið settir meiri fjármunir í rann- sóknir á loðnu en um þessar mund- ir,“ sagði Kristján Þór og minnti á að veiðum væri stýrt á grundvelli vís- indalegrar ráðgjafar. Athuga göngur fyrir Suðausturlandi  Loðnuleit verður flýtt  Fyrsta skipið fer af stað um helgina  „Við viljum hafa fingurinn á púls- inum“ segir fiskifræðingur um leitina við Suðausturland  Þingmenn hafa áhyggjur af loðnubresti Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Beitir NK 123 og Venus NS 150 á loðnumiðunum veturinn 2016. „Mér finnst líklegt að við náum sam- an um breytingar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness. Fulltrúar félagsins hafa undanfarið fundað með fulltrúum Norðuráls um gerð nýs kjara- samnings, þar sem breytingar á vöktum í ker- og steypuskálum Norðuráls eru þungamiðja mála. Í deiglunni er að stytta vaktir í Norðuráli úr tólf tímum í átta, eins og gert er í öðrum stóriðjufyrirtækjum á landinu. Þetta þýðir að unnar stundir hvers starfs- manns verða 145,6 klst. í stað 182 klst. skv. tólf stunda vaktakerfi. Þetta þýðir, að því er fram kemur á vef verkalýðsfélagsins, að í nýju átta tíma vaktakerfi skila starfsmenn að jafnaði – að frádregnu orlofi – 1.552 vinnustundum á ári í stað 1.876 eða 324 stundum minna en þeir gera í 12 tíma vaktakerfinu. „Krafan í samfélaginu er hvar- vetna sú að vinnutími verði skemmri og hjá Norðuráli yrði henni mætt með breytingum á vaktafyrirkomu- lagi. Ég vil raunar ganga svo langt að kalla þetta lýðheilsumál. Hjá Fjarðaáli á Reyðarfirði voru vaktir styttar fyrir nokkrum árum og þar er fólk mjög ánægt með útkomuna. Langar vaktir þar sem menn standa við kerin eru vinna sem tekur á menn. Aðstæðurnar eru oft erfiðar og vinnan er hættuleg. Skemmri vaktir gera störf í álveri líka meira aðlaðandi fyrir konur,“ segir Vil- hjálmur Næsti samningafundur fulltrúa Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls er þriðjudaginn 4. febrúar. sbs@mbl.is Styttri vaktir eru lýðheilsumál Morgunblaðið/Hari Stóriðja Álverið á Grundartanga. Vilhjálmur Birgisson  VLFA og Norðurál eru í viðræðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.