Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 Gæðavörur í umhverfisvænum umbúðum Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hollt, bragðgott og þæginlegt Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Verkalýðshreyfingin hefur veriðá villigötum um nokkurt skeið og hefur lagt sig fram um að keyra upp launakostnað með þeim afleið- ingum að fyrirtækin eiga engan annan kost en að fækka starfs- mönnum. Mörgum hefur blöskrað þetta, meðal annars þeim sem eldri eru úr verkalýðshreyfingunni og muna þá tíma þegar verkalýðs- hreyfingin kallaði kollsteypur yfir þjóðfélagið með óraunsæjum kröfum sem mæta varð með gengisfellingum og verðbólgu.    Meðal gagnrýn-enda nú er Þröstur Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri verkalýðs- félagsins Dagsbrúnar, sem nefndur var hér á dögunum. Í fyrradag steig annar fram, Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtækni- manna, sem gagnrýnir harkalega nýjustu kröfur Eflingar.    Guðmundur segir: „Þessi svo-kallaða nýja forysta innan verkalýðsforystunnar komst til valda út á lýðskrum.“ Hann bendir á að launakröfum Eflingar muni fylgja höfrungahlaupið gamal- kunna, en enginn sem man vill elta Eflingu út í þann óskemmtilega leik.    Auðvitað er rétt hjá Guðmundiað popúlisminn ræður ríkjum í verkalýðshreyfingunni hér á landi í dag. Og undirliggjandi er áhugi draumórafólks sem telur ekki full- reynt með sósíalismann og vill beita verkalýðshreyfingunni til að hrinda honum í framkvæmd hér. En hlut- verk verkalýðsfélaga á að vera að vinna að hag launafólks og það markmið næst ekki með því að keyra fyrirtækin um koll eða berj- ast fyrir alræmdri helstefnu. Guðmundur Ragnarsson Hárrétt gagnrýni – og hárbeitt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls 91% af kolefnisspori á Norður- landi vestra kemur frá framræstu mýrlendi. Árangursríka leiðin til að draga úr útblæstri er því að endur- heimta votlendi í óræktuðum fram- ræstum jarðvegi. Þetta kemur fram í skýrslunni Kolefnisspor Norður- lands vestra sem Stefán Gíslason og Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Um- hverfisráðgjöf Íslands unnu fyrir samtök sveitarfélaga í landshlut- anum. Í kynningu segir að ef draga eigi úr losun gróðurhúsalofts á landvísu liggi beinast við að endurheimta vot- lendi – það er að moka ofan í skurði. Því beri að greina svæði sem koma til greina með tilliti til notkunar og eignarhalds. Rannsaka þurfi svæðin til að meta líklegan árangur sem ráð- ist af jarðvegi og fleiru. Votlendi er um 26,8% af flatarmáli Norðurlands vestra og hafa um 36% þess verið framræst. „Við munum fara yfir málið og setja fram tillögur um aðgerðir til að minnka kolefnisspor. Það verður gert í samvinnu við sveitarfélögin, en samráð við bændur og landeigendur verður líka nauðsynlegt,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. sbs@mbl.is Kolefnissporin koma úr skurðunum  Kortleggja stöðuna á Norðurlandi vestra  Framræstar mýrar í brennidepli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mýri Framræsla í sveit, en nú vilja margir fremur fylla í skurðina. Lilja D. Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra setti Bridshátíð í gær- kvöldi, en mótið fer fram í Hörpu og stendur fram á sunnudag. Um 430 spilarar taka þátt í mótinu, þar af um 150 erlendir keppendur, flestir frá Norður- löndum og Bretlandi. Meðal þeirra en Daninn Dennis Bilde, sem ný- lega var valinn bridsspilari ársins. Hann varð í þriðja sæti á Brids- hátíð í fyrra. Svo vill til að for- eldrar hans, Morten og Dorte, eru einnig meðal keppenda, en þau hafa bæði spilað í landsliðum fyrir heimalandið. Keppni í tvímenningi lýkur í kvöld en sveitakeppni stendur yfir um helgina. Verðlaunaveiting verð- ur á sunnudag klukkan 17. 150 erlendir spilarar með á Bridshátíð  Menntamálaráðherra setti mótið Morgunblaðið/Árni Sæberg Brids Lilja Alfreðsdóttir setur Bridshátíð með viðeigandi hætti í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.