Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 11

Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Úlpa Jakki kr. 4.000 St. 38-54 Úlpa Jakki r. 5.000 St. 38-54 Gerið verðsamanburð AÐ LÁGMARKI 50% AFSLÁTTUR af öllum vörum ÚTSALAN Í FULLUM GANGI k Leyndarmál Matarkjallarans Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kvenfélagasamband Íslands, KÍ, var stofnað 1. febrúar 1930 og í til- efni 90 ára afmælisins munu kven- félög um allt land standa fyrir söfn- un með það að markmiði að safna 36 milljónum króna til 1. febrúar 2021. Kvenfélögin og KÍ sinna líknar-, mannúðar- og menningarstarfi, fræðslu- og námskeiðahaldi og safna fé meðal annars til tækjakaupa fyrir sjúkrahús og skóla. Í samantekt KÍ kemur fram að kvenfélögin söfnuðu og gáfu um einn milljarð króna 2006-2016 til góðra málefna og sam- kvæmt skýrslum lögðu þau um 65 milljónir króna til samfélagsins 2018. Bakhjarl Landspítalans Kvenfélagskonur hafa verið bak- hjarl Landspítalans frá stofnun hans og staðið fyrir söfnunum til tækjakaupa. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hefur tileinkað hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum nýhafið ár og tilgangurinn með söfnuninni, sem hefst á morgun, er að safna fyr- ir tækjum og hugbúnaði sem þeim tengjast. Útbúnaðurinn á að nýtast konum um allt land, hvort sem er við meðgöngu og fæðingu eða vegna skoðana í tengslum við kven- sjúkdóma. Tækin auka öryggi í greiningum og geta komið í veg fyr- ir að senda þurfi konur landshluta á milli vegna ýmissa óvissuþátta. Lið- ur í söfnuninni er sala á armböndum sem í eru grafin gildi sambandsins, kærleikur, samvinna og virðing. KÍ er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaga landsins. Um 5.000 félagar í 154 kvenfélögum inn- an 17 héraðssambanda eru í þessari fjölmennustu kvennahreyfingu hér- lendis. Guðrún Þórðardóttir hefur verið forseti frá 2015 en áður var hún varaforseti frá 2012. Ætla að safna 36 milljónum króna  Kvenfélagasamband Íslands 90 ára KÍ Skrifstofan er á Hallveigar- stöðum við Túngötu í Reykjavík. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Herjólfur hefur í vikunni siglt á hreinu raf- magni frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn og hefur gengið vel að sögn Guðbjarts Ell- erts Jónssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs. Skipið er nú hlaðið yfir nótt og á milli ferða með landrafmagni í Eyjum, en hlaðið á vél- um skipsins við bryggju í Landeyjum. Guð- bjartur segist vonast til að sem allra fyrst verði hægt að ljúka stillingum, forritun og öðrum frágangi við hleðslukerfið í Land- eyjum. Meira en að setja kló á snúru Guðbjartur segir að það sé allra hagur að hægt verði að keyra skipið á rafmagni, en Herjólfur er tvíorkuskip, sem getur bæði gengið fyrir rafmagni úr landi og dísilvél. Hugsanlega megi ljúka frágangi á hleðslu- búnaði í Landeyjahöfn á tveimur eða þrem- ur dögum, en finna þurfi tíma sem henti sér- fræðingum frá ABB og Stemmann Technik og öðrum þeim sem koma að verkefninu. Um leið séu menn að meta hvernig til hefur tekist með hleðslu rafgeyma í Eyjum og siglingu fyrir rafmagni. „Þetta er meira en að setja nýja kló á snúru og stinga í samband,“ segir Guð- bjartur. „Búnaðurinn er sjálfvirkur í tíu metra háum turnum og á þeim eru armar sem tengja hleðslubúnað á milli skips og lands. Þrívíddaraugu lesa staðsetningu á móttakaranum í skipinu og armurinn stillir sig af í samræmi við það. Búnaðurinn tekur mið af flóði og fjöru og hreyfingu í höfninni þannig að svigrúmið til að tengjast er nokk- uð mikið. Þessu fylgir töluverð forritun og tengingar sem þurfa að vera í lagi svo allt gangi upp,“ sagði Guðbjartur sem í gær- morgun var á leið með Herjólfi frá Land- eyjahöfn til Eyja í rjómablíðu. Ekki búnaður í Þorlákshöfn Nýr Herjólfur kom til landsins 15. júní í fyrra og hóf áætlunarsiglingar 25. júlí. Guð- bjartur segir að vel hafi gengið að fylgja áætlun í Landeyjahöfn og það hafi verið komið fram í desember þegar veður fór að setja verulega strik í reikninginn. Ótíð hafi haldið áfram í janúar fram undir þetta og hafi því talsvert verið siglt í Þorlákshöfn síð- ustu vikur. Auk veðurs í Landeyjahöfn hafi þurft að taka tillit til viðvarana Veðurstof- unnar um færð á vegum landsins. Meðan siglt er í Landeyjahöfn eru farnar sjö ferðir á dag á milli lands og Eyja, en tvívegis ef siglt er til Þorlákshafnar. Ekki stendur til að setja upp hleðslubúnað í Þorlákshöfn og segir Guðbjartur kerfið miða við að hægt sé að sigla í Landeyjahöfn allan ársins hring. Sjálfvirk hleðsla og þrívíddaraugu  Vonast til að hleðslubúnaður fyrir Herjólf verði tilbúinn sem allra fyrst í Landeyjahöfn Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Rafmagn Herjólfur hlaðinn við bryggju í Vestmannaeyjum, en þar ræður sjálfvirkni ríkjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.