Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
Vetrarferð Þegar haldið er í heimsókn á framandi slóðir er skynsamlegt að klæða sig upp að hætti heimamanna. Þessi fjölskylda tók sig vel út í nýjum lopapeysum – og auðvitað var tekin mynd.
Eggert
Bóndi einn norður í
Fljótum taldi sig hafa
vit á öllu og sagði álit
sitt á nánast flestu er
bar á góma. Sveit-
ungar hans töldu
bóndann mjög vel gef-
inn af þeirri ástæðu
einni að hann fjallaði
ekki um heimspeki. Og
hann hætti sér aldrei
svo langt að ræða heil-
brigðismál, að öðru leyti en búfjár-
sjúkdóma.
Þó lét hann eitt sinn orð falla um
heilbrigðismál. Það var þegar
prestssetur var lagt af í sveitinni.
Það þótti honum ekki tiltökumál, því
samkvæmt stöðlum ætti að vera
einn prestur á móti sex læknum.
Þar sem ekki voru 36 læknar í
Skagafirði taldi hann rétt og einsýnt
að afleggja eitt prestssetur, enda
þótt það væru 20 sveitakirkjur í
sýslunni og tvær í þéttbýli.
Löggjafinn hefur sett þau mark-
mið að allir borgarar eigi þess kost
að nýta sér góða heilbrigðisþjón-
ustu, án tillits til efnahags. Til að
svo megi verða hafa sumar þjóðir
komið sér upp tryggingakerfi, sem
tryggir öllum sem jafnasta heil-
brigðisþjónustu þegar sjúkdóma ber
að garði. Hér á landi er trygginga-
kerfið ekki valkvætt. Allir eiga að-
ild, með búsetu á Íslandi í tiltekinn
tíma.
Heilbrigði í nútímanum
Sá er þetta ritar ætlar að láta
heilbrigðismál sig varða, þrátt fyrir
að hafa aldrei lagt fyrir sig lækna-
vísindi eða heimspeki. Þó hefur
hann komið nærri
rannsókn á heilbrigðis-
sviði. Það var rann-
sókn á legutíma á
Kleppsspítala á tveim-
ur tímabilum, þar sem
markmið rannsóknar-
innar var að mæla
marktæka virkni
nýrra lyfja. Niður-
staðan var ótvíræð;
legutími sjúklinga
hafði styst verulega
vegna nýrra lyfja.
Þær fréttir dynja á
þjóðinni, að það sé öngþveiti á
Landspítalanum. Jafnframt horfi ég
á nokkra samborgara engjast af
kvölum vegna þess að þeir hafa ekki
beðið nægjanlega lengi, að áliti ráð-
herra, til þess að réttlæta það að
skera niður biðlista vegna lið-
skiptaaðgerða.
Stórstígar framfarir í læknavís-
indum undanfarna áratugi og til-
koma nýrra og fokdýrra en árang-
ursríkra lyfja veldur því að eftir-
spurn eftir heilbrigðisþjónustu er
nánast ómettanleg. Nánast allt er
hægt að gera. Forgangsröðun er
því nauðsynleg og öllum biðlistum
verður líklega seint útrýmt, óháð
því hversu miklu fé er varið til heil-
brigðismála.
En afar langir biðlistar í vissar
læknisaðgerðir um þessar mundir
eru sérstakt rannsóknarefni.
Hugsjón í heilbrigðismálum
Sú eina heila hugsun í heilbrigð-
ismálum nú um stundir er að færa
alla heilbrigðisþjónustu á sjúkrahús
og heilsugæslustöðvar. Sennilega
eru komur til lækna að helmingi á
heilsugæslustöðvar en hinar kom-
urnar skiptast að jöfnu á milli
sjúkrahúsa og sjálfstætt starfandi
sérfræðilækna. Ekki veit sá er
þetta ritar hvar á að staðsetja for-
varnir og endurhæfingu, sem fram
fer á starfsstöðvum sjálfseign-
arstofnana samkvæmt þjónustu-
samningum við heilbrigðisráðu-
neytið og Sjúkratryggingar. Þar er
átt við leitarstöð Krabbameins-
félagsins, Reykjalund og áfeng-
ismeðferð á Vogi.
Eftir stendur að sjúkrahús ann-
ast stórar og flóknar læknisaðgerðir
og vandséð er að það muni breytast.
Þeir, sem vit hafa á, telja fráleitt
að allri dag- og göngudeildarþjón-
ustu sé hægt að sinna á Landspít-
alanum. Og hver eru rökin fyrir
því? Það er ekki nauðsynlegt að
sinna allri heilbrigðisþjónustu á
sjúkrahúsum. Og alger óþarfi, þar
sem ekki er um stórar og flóknar
aðgerðir að ræða. Stundum aðeins
eftirfylgni.
Á móti eru rökin að það megi
ekki undir nokkrum kring-
umstæðum „einkavæða“ heilbrigð-
isþjónustu. Rekstrarformið á ekki
að skipta máli, heldur velferð sjúk-
linga. Ef Sjúkratryggingar Íslands
eru ófærar um að gera samninga
um keypta þjónustu, þá verður að
bæta þekkingu á kostnaði á þeim
bæ. Sambærilegan kostnað á að-
gerðum má að líkindum finna á op-
inberum heilbrigðisstofnunum eða
erlendum samanburði. Svo er til
nokkuð sem heitir útboð vel skil-
greindra læknisverka.
Ökklar, liðir, mjaðmir, axlir,
brjóst, legháls og ristill
Kunnugir segja mér að aðgerðir
á ökklum og öxlum séu alfarið fram-
kvæmdar á aðgerðarstofum úti í
bæ. Landspítalinn hefur viðurkennt
vanmátt sinn á þessu sviði og
Sjúkratryggingar taka undir það.
Ristilspeglanir til að skima fyrir
ristilkrabbameini fara fram á
læknastofum utan sjúkrahúsa.
Sama er að segja um skimun á
brjóstakrabbameini og legháls-
krabbameini. Krabbameinsfélagið
hefur til skamms tíma byggt upp
slíka leitarþjónustu í forvarnar-
skyni. Og gengið ágætlega að sinna
því starfi. Nú á að ríkisvæða það.
Kostnaður við heilbrigðiskerfi
Það kann að vera að æra óstöð-
ugan að fjalla um kostnað við heil-
brigðismál. Í minni hagfræði flokka
ég búnað til hreyfinga og íþrótta
sem útgjöld fyrir mitt heilbrigði.
Opinberlega er það ekki gert.
Hver einstaklingur ber nokkra
ábyrgð á eigin heilsu.
Í fjölþjóðlegum samanburði eru
útgjöld til heilbrigðismála reiknuð
sem hlutfall af landsframleiðslu. Þar
eru Bandaríkin hæst. Það skilar sér
þó ekki í góðri heilsu til allra. Ísland
er nærri þeim þjóðum í OECD sem
landið vill miða sig við.
Mælikvarðar á velsæld sýna þó að
margt er vel gert á Íslandi í lýð-
heilsu, enda hafa heilbrigðisstéttir
aflað sér bestu þekkingar beggja
vegna Atlantshafs. Þó er ýmislegt
að, eins og fram hefur komið í frétt-
um af bráðadeildum á Landspítala,
og biðlistum eftir aðgerðum, sem
ekki eru bráðar.
Samkvæmt orðum forsætisráð-
herra drógust útgjöld til heilbrigð-
ismála saman um 20% á hrunárum
en hafa aukist um 12% síðan, þá á
sama mælikvarða. Samkvæmt því
vantar 10% upp á að fyrra út-
gjaldastigi sé náð. Ekki ætla ég mér
þá dul að segja hvar vandinn er
mestur.
Sjálfstæðisflokkurinn
og stefnumörkun
Það hefur oft komið fram að í stað
óánægju kemur ekki alltaf ánægja
þegar það sem veldur óánægju
hverfur. Sjálfstæðisflokkurinn geld-
ur fyrir þá óánægju og það ástand
sem ríkir vegna biðlista og „neyðar-
ástands“ á bráðadeildum. Afneitun á
vanda eyðir ekki óánægju. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur á að skipa
herdeild fólks, sem er fullfært um
að móta stefnu flokksins í heil-
brigðismálum nú þegar. Ef vandinn
er einungis sá að erfitt er að koma
sjúklingum á langlegudeildir, þá
verður að viðurkenna þann vanda.
Rekstur heilbrigðiskerfisins er
ekki einfaldur og mörgum finnst
langt í réttlæti. Það er full þörf á að
fjalla áfram um þennan málaflokk.
Það mun ég gera því óánægja er
ekki viðunandi fylgifiskur í næstu
kosningum.
Heilbrigðisstéttir eru hreyfan-
legar, með því að menntun og
starfsréttindi eru alþjóðleg. Þar
hnígur margur til síns uppruna. Það
er eitthvað í taugunum sem heldur
manni föstum við sitt pláss.
Eftir Vilhjálmur
Bjarnason »Rekstur heilbrigðis-
kerfisins er ekki
einfaldur og mörgum
finnst langt í réttlæti.
Það er full þörf á að
fjalla áfram um
þennan málaflokk.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Heilbrigði og lífsgæði