Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
✝ Magnús Heið-ar Sigurjóns-
son fæddist 24. júlí
1929 í Árnesi í
Lýtingsstaða-
hreppi í Skaga-
firði. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 21.
janúar 2020.
Eiginkona
Magnúsar var
Kristbjörg Guðbrandsdóttir, f.
15. júní 1934, d. 3. desember
2009. Þau sáust fyrst á dans-
leik í Varmahlíð fyrsta vetr-
ardag 1952, hún þá 18 ára og
hann 23 ára. Þau giftust
tveimur árum síðar og bjuggu
alla tíð á Sauðárkróki, fyrst á
Skagfirðingabraut 15 og síðan
Knarrarstíg 2, en byggðu sér
síðan hús við Hólaveg 20, þá
Víðigrund 11 og loks í Gilstúni
26.
Börn Magnúsar og Krist-
bjargar eru:
bréfaskóla SÍS. Hann lauk
verslunarprófi frá Samvinnu-
skólanum í Reykjavík og námi
við bændadeild Bændaskólans
á Hólum. Hann var eina vertíð
í Vestmannaeyjum og stundaði
vinnu við jarðvinnslu og mæl-
ingar hjá Ræktunarsambandi
Skagfirðinga meðan á skóla-
göngu stóð og nokkru lengur.
Hann starfaði hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga, fyrst við skrif-
stofustörf og síðar versl-
unarstörf, varð deildarstjóri
byggingavörudeildar félagsins
þegar hún var stofnuð 1957 og
síðan verslunarstjóri Skagfirð-
ingabúðar þegar hún tók til
starfa árið 1983 og fram að
100 ára afmæli kaupfélagsins
1989. Eftir það tók Magnús við
starfi framkvæmdastjóra Hér-
aðsnefndar Skagfirðinga sem
þá var nýlega stofnuð. Gegndi
hann því starfi þar til sveitar-
félagið Skagafjörður var
stofnað laust fyrir síðustu
aldamót. Magnús tók þátt í
stjórnmálum og sat um 12 ára
skeið í bæjarstjórn Sauðár-
króks og var forseti bæjar-
stjórnar um tíma.
Útför Magnúsar verður frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 31.
janúar 2020, klukkan 14.
1) Guðbrandur,
f. 17.9. 1955. Eig-
inkona hans er
Arndís Steinþórs-
dóttir. Börn Guð-
brandar eru Krist-
jana Björg, Arna
Ösp og Sölvi. Börn
Arndísar eru
Katrín, Kolfinna
og Rún.
2) Sigurjón, f.
20.3. 1959. Eig-
inkona hans er Guðrún Bjarn-
ey Leifsdóttir. Börn þeirra eru
Eva, Atli og Orri.
3) Heiðdís Lilja, f. 7.11.
1972. Sambýlismaður hennar
er Rúnar Már Smárason. Son-
ur Heiðdísar er Daníel Heiðar.
Börn Rúnars eru Tinna Rún,
Dagur Karl og María Eva.
Magnús ólst upp í foreldra-
húsum, fyrst í Árnesi og síðar
á Nautabúi. Lauk grunnskóla
sem á þeim árum var farskóli,
stundaði viðbótarnám hjá
sóknarpresti sveitarinnar og í
Pabbi talaði stundum um að lífi
hans mætti skipta í þrjá kafla:
Lífið áður en hann kynntist
mömmu, lífið með mömmu og líf-
ið eftir að mamma dó. Enginn
vafi lék á því hvaða kafla lífsins
pabba þótti vænst um. Mamma
var honum allt og skyndilegt frá-
fall hennar árið 2009 var honum
þungbært. Hann talaði þó um að
það væri gott að hún hefði fengið
að fara fyrst, í stað þess að takast
á við lífið ein. Þetta lýsti honum
vel. Umhyggjan fyrir mömmu
var honum alltaf efst í huga.
Síðasta áratuginn vörðum við
pabbi flestum stórhátíðum sam-
an, ásamt syni mínum Daníel
Heiðari, og sumarið 2010 bjugg-
um við mæðgin hjá honum fyrir
norðan. Ég á dýrmætar minning-
ar frá þeim tíma. Pabbi var ekki
bara pabbi minn og afi sonar
míns, heldur trúnaðarvinur líka
og klettur í lífinu. Í hann hringdi
ég til að leita ráða eða bara til að
spjalla um málefni líðandi stund-
ar.
Margs er að minnast og sakna.
Hugurinn geymir minningar um
að sitja í fangi pabba og hlusta á
músasögurnar hans, lagið sem
hann blístraði iðulega og hressi-
leg blótsyrðin sem okkur krökk-
unum þótti svo skemmtileg. Ég
sé hann fyrir mér að tefla, byggja
kofa og veiða í fjörunni með afa-
stráknum sínum. Fara með
bræðrum mínum í lax eða á
rjúpu. Keyra um á K77 og síðar á
rafskutlunni. Sitja með mömmu
við eldhúsborðið og drekka te á
kvöldin. Á ferðalögum gleymdi
hann sér oft í hrókasamræðum
við ókunnugt fólk en hann var
sannkölluð félagsvera, hafði gam-
an af því að spjalla og ekki spillti
fyrir ef hann gat æft sig í ensk-
unni í leiðinni.
Pabbi var líka úrræðagóður og
fljótur að setja sig inn í flókin við-
fangsefni. Hann brást vel við
neyðarkalli dótturinnar þegar
framhaldsskólastærðfræðin
reyndist erfið eitt misserið og
setti sig inn í vektorareikning og
rúmfræði á mettíma, án mikillar
fyrirhafnar. Mér datt aldrei aftur
í hug að vanmeta verslunarprófið
frá Samvinnuskólanum. Við
stofnuðum facebook-reikning
fyrir hann 2009 og maðurinn, sem
fæddist í torfbæ, var snöggur að
læra á nýjan miðil með tilheyr-
andi broskallanotkun.
Eftir að hann flutti á hjúkrun-
ardeildina fyrir norðan heimsótt-
um við hann eins oft og við gát-
um. Fjarlægðin á milli okkar
hefði þó mátt vera minni og sam-
verustundirnar fleiri. Þegar
pabbi varð níræður í sumar fögn-
uðum við fjölskyldan tímamótun-
um með honum í Gilstúninu og
það var dýrmæt stund. Um miðj-
an janúar veiktist hann og líkam-
inn réð ekki við verkefnið. Ég
náði að sitja hjá honum og horfa í
augun á honum þegar hann
kvaddi. Fyrir það er ég þakklát.
Pabbi hafði gaman af skapandi
skrifum og ritaði m.a. sögu
Kirkjukórs Sauðárkróks og einn-
ig endurminningar sínar, sem
eingöngu voru ætlaðar fjölskyld-
unni. Lokaorð hans í því riti lýsa
best tilhlökkun hans eftir endur-
fundunum við mömmu: „Nú þeg-
ar þessu æviskeiði er lokið er ég
þess fullviss að við Bagga munum
hittast á ný og þá munum við leið-
ast hönd í hönd inn í birtuna af
nýjum degi í undraveröld eilífð-
arinnar.“
Við Daníel Heiðar þökkum
fyrir allt. Kærar þakkir líka til
starfsfólks hjúkrunardeildar
Heilbrigðisstofnunar Norður-
lands vestra, nágranna, ættingja
og vina.
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir.
Það fer ekki hjá því að hverfi
einstaklingur úr lífi manns, sem
hefur verið samferðamaður og
náinn fjölskyldumeðlimur í hátt í
sjö tugi ára, veldur það nokkru
róti í huganum. Myndir og minn-
ingar birtast og ýmsar tilfinning-
ar láta á sér kræla. Þegar um er
að ræða mág minn, Magnús
Heiðar, er tilfinningin sem er
mér efst í huga þakklæti. Þakk-
læti fyrir allt það sem ég og mín
fjölskylda fengum að upplifa og
njóta fyrir tilstilli hans og Krist-
bjargar systur minnar. Það er
svo margt sem maður þarf að
þakka, að það er eiginlega útilok-
að að taka eitt út úr án þess að
minnast á annað. Fyrir það fyrsta
gæti ég nefnt þegar þau nánast
tóku mig að sér, þá nýbyrjuð að
búa með frumburð sinn ungan,
svo ég mætti njóta þeirrar skóla-
göngu sem hægt var að öðlast á
Sauðárkróki fram yfir það sem
gerðist í Ólafsvík. Svo þegar við
Droplaug settum saman okkar
heimili á Sauðárkróki, þá voru
þau ævinlega boðin og búin til að
leggja okkur lið við hvaðeina og
verður það seint upp talið, né
heldur fullþakkað svo sem vert
væri. Farsælt hjónaband hans og
Kristbjargar, systur minnar, stóð
allt til þess að Kristbjörg lést í
desember 2009. Þau eignuðust
þrjú börn, Guðbrand sem er elst-
ur, Sigurjón og Heiðdísi Lilju,
sem öll eiga maka og börn og
bera þau öll vitni kynfestu og
góðu uppeldi.
Magnús Heiðar var glæsilegur
ungur maður þegar ég sá hann
fyrst fyrir um það bil 67 árum. Og
hann hafði fleira en útlitið með
sér. Góðum gáfum gæddur, verk-
laginn og vinnusamur og mikill
félagsmálamaður. Ekki varð hon-
um að fótakefli áfengi né tóbak,
sem hann notaði ekki og allt hans
líf einkenndist af starfsgleði,
heiðarleika og góðri framkomu.
Um áratugaskeið stýrði hann
verslunum í eigu Kaupfélags
Skagfirðinga, síðast vöruhúsinu
Skagfirðingabúð, sem hann
stýrði og skipulagði fyrstu 6 árin
sem hún var starfrækt. Síðasta
verkefni sem hann vann að fyrir
það félag var að halda utan um og
veita forystu hátíðarhöldum í til-
efni af 100 ára starfsafmæli fé-
lagsins árið 1989 – að því verki
unnu tók hann við starfi fram-
kvæmdastjóra héraðsnefndar
Skagfirðinga uns saman fór að
hann komst á eftirlaunaaldur og
héraðsnefndin var lögð niður
þegar sveitarfélög í Skagafirði,
öll önnur en Akrahreppur, sam-
þykktu að sameinast í eitt.
Starfsævi hans munu aðrir
gera grein fyrir sem betur kunna
frá að segja, en það er ómetan-
legt fyrir okkur sem þekktum
Magnús best og tengdumst hon-
um fjölskylduböndum, að hann
skráði æviminningar sínar og lét
prenta í dálítið kver, sem hann
gaf svo öllu sínu fólki. Þar er
margt skráð sem ekki er á allra
vitorði.
Að leiðarlokum viljum við
hjónin þakka Magnúsi Heiðari
allt það sem hann var okkur og
okkar börnum. Það verður ekki
tíundað hér frekar en gert er hér
að framan. Við vottum börnum
hans og þeirra fjölskyldum inni-
lega samúð okkar, en við vitum að
nú geta þau yljað sér við minn-
ingarnar um einstakan fjöl-
skylduföður og góðan mann.
Guðbr. Þorkell
Guðbrandsson.
Magnús Heiðar
Sigurjónsson
✝ Sævar Sigtýs-son rafvirkja-
meistari fæddist 5.
júní 1939 á Dalvík
við Eyjaförð. Hann
lést á Akureyri 17.
janúar 2020.
Foreldrar hans
voru Sigtýr Ár-
mann Sigurðsson,
f. 5.10. 1906, d.
28.11. 1983, bif-
reiðarstjóri, vél-
stjóri og kaupmaður á Dalvík,
og Kristín T. Stefánsdóttir, f.
12.11. 1913, d. 7.7. 2000, versl-
unarmaður og fiskverkakona á
Dalvík. Bróðir Sævars er Arnar
Sigtýsson, f. 12.4. 1938, maki:
Málfríður Torfadóttir, f. 21.4.
1939.
Sævar kvæntist 14. maí 1960
Sigríði Guðrúnu Torfadóttur
(Diddu), tækniteiknara, f. 14.
júní 1940 í Lögmannshlíð við
Akureyri. Hún lést 11. ágúst
2008 á Akureyri. Foreldrar
hennar voru Torfi Guðmunds-
Ómarsson, f. 26.12. 1997. b) Sig-
mar, f. 21.5. 2006. c) Silja, f. 6.8.
2011. 3. Arna Björg Sævars-
dóttir hjúkrunarfræðingur, f.
20.7. 1972. Maki: Ásbjörn Þór
Á. Blöndal læknir, f. 1.11. 1971.
Þeirra börn: a) Sigtýr Snorri, f.
6.6. 2000. b) Styrbjörn Sævar, f.
14.4. 2003. c) Steinkell Skorri, f.
15.3. 2006.
Sævar fór á sjóinn sem háseti
þegar hann var 14 ára og var á
vertíðum eins og algengt var
hér áður fyrr.
Upp úr tvítugu þegar hann
var kominn með fjölskyldu hóf
hann að læra rafvirkjun og var
rafvirkjameistari. Hann starfaði
við rafvirkjun alla sína starfs-
tíð. Lengst af starfaði hann hjá
Rafmagnsveitum ríkisins (RA-
RIK) á Norðurlandi eystra sem
verkstjóri rafvirkja.
Hann var félagi í Oddfellow-
stúkunni #2 Sjöfn á Akureyri
og gegndi þar fjölda trúnaðar-
starfa.
Hin síðari ár spilaði hann
brids.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 31. janúar
2020, klukkan 13.30.
son efnafræðingur
og kennari, f. 25.8.
1915, d. 3.11. 1949
og Daney Bene-
diktsdóttir mat-
ráðskona, f. 26.8.
1910, d. 6.10. 1992.
Börn þeirra eru: 1.
Torfi Dan Sævars-
son, f. 2.9. 1960,
raforkuverkfræð-
ingur og MPM.
Maki: Valgerður
Hallgrímsdóttir, uppeldis- og
menntunarfræðingur, f. 8.8.
1961. Þeirra börn: a) Ármann
Snær, rafmagnstæknifræðingur
og rafvirki, f. 20.1. 1984. b)
Snærún Tinna, nemi í hönnun,
f. 11.10. 1997. 2. Jón Marinó
Sævarsson, bókmennta- og við-
skiptafræðingur og leiðsögu-
maður, f. 7.4. 1968. Maki: Krist-
ín Irene Valdemarsdóttir,
táknmálsfræðingur og kennari,
f. 9.2. 1970.
Þeirra börn eru: a) Sædís, f.
8.6. 1999, maki: Alexander Örn
Sævar minn er sofnaður
svefninum langa. Yfir honum er
ró og friður, laus undan verkj-
um og veikindum sem herjuðu
á hann af þunga síðastliðnar
vikur. Svipfríður, blíðlegur og
fallegur með sitt silfurhvíta hár
hvílir hann á hvítum koddanum.
Táknræn og falleg ljósmynd
af þeim hjónum liggur hjá hon-
um. Myndin er af Diddu skæl-
brosandi og Sævari sem heldur
utan um hana og horfir blíðleg-
um augum ástfangins manns á
ástina sína. Þessa fallegu svip-
mynd frá kveðjustund fjöl-
skyldunnar er gott að eiga í
hugarfylgsnunum.
Það eru komin 37 ár síðan
við hittumst í fyrsta sinn, kær-
astan hans Torfa og verðandi
tengdaforeldrar. Minningarnar
og myndin í huga mér frá þeirri
stund er ljúf, Didda glettin og
gamansöm og Sævar umvefj-
andi, blíður og notalegur.
Strax frá þessari fyrstu
stundu var ég hluti af fjölskyld-
unni þeirra. Fjölskyldu sem
staðið hefur þétt saman og tek-
ist saman á við gleði og sorgir,
hlegið og grátið saman, fagnað
nýjum fjölskyldumeðlimum og
kvatt aðra. Þyngsta sameigin-
lega raun okkar var án efa
langvarandi og erfið veikindi og
síðar sviplegt andlát Diddu
okkar. Þyngst var hún þó fyrir
Sævar og á köflum hreint
óbærileg. Ást þeirra og vænt-
umþykja duldist fáum. Sævar
var kletturinn í veikindum
Diddu og reyndi allt til að létta
undir og styðja ástina sína og
meira en hægt var að vænta af
nokkrum manni. Það dugði hins
vegar ekki til og það var sárt,
svo óumræðilega sárt. Það gat
verið erfitt að standa á hliðar-
línunni og horfa á söknuðinn og
sársaukann. Það var eins og
hluti af honum dæi. Í kjölfarið
dró hann sig að miklu leyti út
úr því félagsstarfi sem áður
hafði fært þeim hjónum sam-
eiginlega gleði. Fjölskyldan
varð hans helsta gleði, skjól og
hlíf og hin síðustu ár var lífið
gott og honum leið vel. Það var
okkur öllum því mikill harmur
þegar óvægin veikindi tóku yfir
líf hans og lögðu hann að velli á
aðeins örfáum vikum. Við sem
elskuðum hann stöndum eftir
hnípin og sorgmædd en þökk-
um á sama tíma fyrir minning-
arnar, samfylgdina og allt það
sem hann var okkur.
Sævar tengdapabbi var hlýr
og nærgætinn maður og það
var ekki hægt annað en þykja
vænt um hann. Sem lítill dreng-
ur mun hann hafa verið mikill
grallarakarl og mikið sjarma-
tröll sem ungur maður. Um það
efast ég ekki enda tengdapabbi
alla tíð fallegur, ljúfur og
skemmtilegur maður, huggu-
legur í tauinu og reffilegur á
velli. Einhverjir kölluðu hann
„silfurfox“ vegna silfurhvíta
hársins sem varð aðalsmerki
hans strax upp úr þrítugu.
Ástinni sinni henni Diddu
kynntist hann ungur og þurfti
leyfisbréf frá forsetanum svo
þau gætu gengið í hjónaband.
Saman eignuðust þau stoltin sín
þrjú; Torfa Dan, Jón Marinó og
Örnu Björgu. Við Torfi sáum
svo til þess að þau urðu líka
ung afi og amma. Barnabarna-
hópurinn þeirra samanstendur
nú af átta vel gerðu og góðu
„bestafólki“ og afaaðdáendum
sem syrgja nú Sævar afa sárt.
Það var fallegt að sjá hópinn
þeirra hönd í hönd hringa dán-
arbeð Sævars. Það var stund
sorgar en líka þakklætis.
Ég vil trúa því að nú brosi
Didda breitt í fanginu á Sævari
sínum, sem líkt og áður hefur
ekki augun af ástinni sinni. Nú
eru þau saman á ný – um aldur
og ævi.
Hvíl í friði, elsku hjartans
Sævar minn, og takk fyrir allt!
Þín tengdadóttir,
Valgerður Hallgrímsdóttir.
Jæja elsku afi, nú ertu farinn
frá okkur. Þetta gerðist allt,
alltof fljótt og við vorum ekki
undirbúnar fyrir að þetta
myndi fara svona en svona er
lífið bara. Lífið getur verið erf-
itt og þungt, en líka gott og fal-
legt. Við erum sorgmæddar yfir
að þú sért ekki lengur hérna
með okkur, en meira en allt er-
um við þakklátar fyrir tímana
okkar saman. Við erum þakk-
látar fyrir hvað þú varst góður
við okkur, þakklátar fyrir ást-
ina sem þú sýndir okkur alltaf,
þakklátar fyrir sundferðirnar
og ísinn, þakklátar fyrir stuttu
en góðu samtölin okkar, þakk-
látar fyrir ömmu- og afakvöld-
in, þakklátar fyrir rúntana á
Benzinum, þakklátar fyrir ferð-
irnar í Jólahúsið, þakklátar fyr-
ir sögurnar þínar – við erum
þakklátar fyrir þig, elsku afi.
Við hlökkum til að hitta þig
aftur og gefa ykkur ömmu knús
og koss!
Þú skilar kveðju á liðið!
Elskum þig afi – elskum þig.
Þínar bestukonur,
Snærún Tinna og Sædís.
Nú í dag kveðjum við hinstu
kveðju samstarfsmann og vin
til margra ára, Sævar Sigtýs-
son rafvirkja og fv. starfsmann
hjá RARIK á Norðurlandi.
Sævar starfaði hjá RARIK í um
35 ár, fyrst sem rafvirki þar
sem hann vann við hin ýmsu
störf við uppbyggingu og rekst-
ur dreifikerfisins, en síðan í
mörg ár sem birgðavörður á
starfsstöð fyrirtækisins á Ak-
ureyri. Hann var hluti af
stórum hópi starfsmanna fyrir-
tækisins, sem ásamt fjölskyld-
um sínum áttu í miklum og góð-
um vinskap, jafnt innan
vinnustaðarins sem utan. Sæv-
ar var röggsamur og einstakt
snyrtimenni sem vildi hafa hlut-
ina í röð og reglu, auk þess sem
hann var ákveðinn og fylginn
sér.
Það varð til þess að stundum
mátti heyra rödd hans yfir-
gnæfa vélaniðinn, sérstaklega
ef honum fannst frágangi eða
snyrtimennsku ábótavant.
Hann hafði sterkar skoðanir og
var ófeiminn við að láta þær í
ljós, en sá líka húmorinn í hlut-
unum og hafði gaman af því að
heyra og segja skemmtilegar
sögur.
Hann var Norðlendingur
fram í fingurgóma, en þó fyrst
og fremst Dalvíkingur og mjög
stoltur af því. Ég kynntist Sæv-
ari fyrst almennilega þegar
hann hafði starfað hjá fyrir-
tækinu í um 20 ár, en næstu 10
ár þar á eftir voru samskipti
okkar bæði mjög mikil og góð.
Ég áttaði mig fljótlega á því að
hann var mjög traustur starfs-
maður og hafði mikinn metnað
fyrir starfi sínu, en hafði líka
miklar skoðanir á því og var
ófeiminn við að láta þær í ljós.
Við áttum ófáar stundir saman
þar sem rætt var um það sem
betur mætti fara í starfseminni.
Eftir að ég fór að norðan
minnkuðu dagleg samskipti
okkar og síðan hann hætti
störfum á Akureyri sökum ald-
urs hafa samskiptin verið lítil.
Nú þegar við kveðjum Sævar
Sigtýsson hinstu kveðju vil ég
þakka fyrir hönd fyrirtækisins
og samstarfsmanna hans fyrir
ómetanlegt starf hans í öll þessi
ár. Ég þakka fyrir þann trúnað
sem hann sýndi fyrirtækinu og
þá vináttu sem hann sýndi sam-
starfsmönnum sínum öllum. Þá
þakka ég sérstaklega fyrir vin-
áttu og samstarf okkar allt frá
þeim tíma sem við kynntumst
fyrst. Fjölskyldu hans sendi ég
innilegustu samúðarkveðjur.
Tryggvi Þór Haraldsson.
Sævar Sigtýsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar