Morgunblaðið - 31.01.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 31.01.2020, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 ✝ Haraldur Stef-ánsson fæddist í Reykjavík 22. jan- úar 1937. Hann lést á nýrnadeild LSH 22. janúar 2020, á 83 ára afmælisdegi sínum. Foreldrar: Þuríður Stefáns- dóttur verkakona (1917-1997) og Stef- án Haraldur Jóns- son ökukennari (1918-2011). Uppeldisfaðir Har- aldar var Sigurður Sveinsson verkstjóri (1914-1995). Systkini Haraldar sammæðra eru þau El- ín Sigurðardóttir, f. 12. október 1941 og Sigurður Sigurðsson, f. 26. apríl 1950. Samfeðra eru Kristín (1945-2015), Sigurjón, f. 29. október 1950 og Sigríður, f. 21. janúar 1961. Þann 6. apríl 1957 gekk Har- aldur að eiga Erlu Ingimars- dóttur, f. 15. júlí 1938. Erla var dóttir Ingimars Ísaks Kjart- anssonar (1891-1973) og Sól- veigar Jóhönnu Jónsdóttur (1895-1982) frá bænum Laugar- ási. Haraldur og Erla bjuggu lengst af í Garðabæ. Börn þeirra Haraldar og Erlu eru: 1. Ragnar bílstjóri, f. 18. varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna. Haraldur var ráðinn varaslökkviliðsstjóri árið 1975 og var slökkviliðsstjóri frá árinu 1986 til starfsloka 2005. Helsta áhugamál Haraldar var veiðimennska, en hann stundaði bæði lax- og gæsaveiði og þá leiðbeindi hann erlendum laxveiðimönnum sem hingað komu, á yngri árum. Hann fékkst við að hnýta flugur í frí- stundum og er höfundur „Black sheep“-flugunnar sem notið hef- ur vinsælda hjá laxveiði- mönnum. Þegar starfsævinni lauk hafði Haraldur mikinn áhuga á að halda til haga öllu því sem við- kom sögu slökkviliðsins og segja frá ýmsu sem dreif á hans daga. Margar þessar frásagnir voru hljóðritaðar á hlaðvarp og hægt er að hlýða á þær á vefnum: https://hallih.podbean.com/. Þá hélt Haraldur úti vefsíðunni www.blacksheep.is þar sem meðal annars er að finna skjöl og myndir úr starfi slökkviliðs- ins. Haraldur fékk ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín. Meðal annars var hann sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálka- orðu árið 2003 og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll banda- ríska sjóhersins (US Navy Hall of Fame) árið 2008. Útför Haraldar fer fram frá Vídalínskirkju Garðabæ í dag, 31. janúar 2020, klukkan 13. febrúar 1960, giftur Jónu Hjálmars- dóttur sjúkraliða, f. 15. febrúar 1961. Börn Áróra Sól- veig, f. 1982 og Haraldur, f. 1989. 2. Sólveig Jóhanna hjúkrunarfræð- ingur, f. 29. júlí 1963, gift Frosta Bergmann Eiðssyni upplýsingafræð- ingi, f. 24. maí 1963. Börn: Erla Sóley, f. 1990, Eiður Ingimar, f. 1995 og Andri Dagur, f. 1997. 3. Haraldur markaðsfræðingur, f. 28. mars 1971, giftur Bergdísi Eysteinsdóttur leikskólakenn- ara, f. 11. janúar 1972. Barn: Birta Björk, f. 2001. 4. Ingibjörg María, umsjónarmaður fast- eigna, f. 18. desember 1974, gift Christopher A. Wright Senior Chief hjá Bandaríkjaher, f. 20. janúar 1974. Börn: Natalie Ra- mona, f. 1997, Aaron Ingi, f. 1999 og Alexandra, f. 2013. Barnabarnabörn Haraldar og Erlu eru fimm að tölu. Haraldur hóf störf á Kefla- víkurflugvelli árið 1955 og ári síðar hjá slökkviliði Keflavíkur- flugvallar sem rekið var af Í djúpri sorg kveð ég nú einn minn besta vin, föður og leiðbein- anda í gegnum lífið. Sem elsta barn föður míns og móður hef ég haft þau forréttindi að alast upp með þeirra lífshlaupi frá upphafi. Að hafa þannig fyr- irmyndir hefur verið mér inn- blástur alla ævi. 22. janúar fæddist faðir minn og 22. janúar lést faðir minn sadd- ur lífdaga. Af þessum 83 árum hef ég feng- ið að njóta hans í 60 ár sem eru enn og aftur forréttindi og minn- ingar streyma um hugann nú þeg- ar hann hefur horfið á braut í ferð- ina sem bíður okkar allra. Okkar samband var alltaf mjög náið og til að nefna einhverja minningu vil ég fá að nefna t.d. sumarbústaða- byggingu sem var ógleymanleg og ótal skotveiðiferðir, stangaveiði- ferðir og ferðir til Florida. Fyrir um það bil 5 árum þurfti pabbi að fara í svokallaða nýrnablóðskilju sem hafði vofað yfir í nokkur ár. Þetta hlutskipti var pabba afar erfitt og gerði það að verkum að lífsgæði hans skertust til muna. Lífshlaupi pabba eru gerð skil hér í formálagrein en þó langar mig að minnast á það að hann fæddist í stríðinu og ólst upp innan um her- men sem hefur örugglega haft áhrif á hans lífsstarf að vinna hjá varnarliðinu. Það starf sem hann gegndi sem slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli gerði okkur öllum í fjölskyldunni mjög stolt, og sagan á bak við það er ótrúleg. Sú saga er í raun efni í heila bók sem við ræddum oft þegar hann komst í stuð að segja okkur frá allskonar atvikum. Ég vil nefna frábært framtak Haraldar bróður míns að skrásetja og setja á pod- kast viðtal sem þeir gerðu fyrir ári. Kæri pabbi, takk fyrir lífið. Þinn sonur, Ragnar Haraldsson. Ég sit vakandi enn eina nóttina, pabbi er dáinn og það er sárt. Ég held ég þurfi nú ekki mikið að fara yfir hversu mikill höfðingi pabbi minn var og veit að flestir sem þekktu hann vel eru sammála um að pabbi var einstakur. Pabbi. Eiturslöngurnar í Afríku voru sko rosalega sterkar, það vissi ég snemma sem lítil dekurrófa þegar þú tókst fast utan um mig og knúsaðir mig. Ég man eftir kvöld- unum þar sem þú settir Frank Si- natra undir nálina og dansaðir við mömmu, eða þú hreinlega söngst lögin sjálfur, svo flottur pabbi minn. Stundum spiluðum við Trivial Pursuit og þegar röðin var komin að þér og þú svaraðir rangt, þá var sko spilið hannað „vitlaust“ og sá sem gaf út svörin „hafði rangt fyrir sér“ því þitt svar var ávallt rétt. Ég horfði svo upp til þín, þú vissir allt og mér þótti sko ekkert lítið gaman að eiga pabba sem ekki bara slökkti eld, heldur vann „uppá velli“ og ég gat farið með stundum á Carnival og hlust- að með þér á AM-útvarpið á ensku. Pabbi, þessi veikindi tóku á og líkaminn þinn var þreyttur, ég á erfitt með að hafa ekki getað ferðast hraðar og hvíslað í eyrað þitt hversu mikið ég elska þig og er þér þakklát fyrir allt sem ég hef upplifað og lært. Pabbi minn! Mik- ið er þetta eitthvað erfitt en ég lofa að brosa við þessu lífi og vera ákveðin og láta ekkert stoppa mig. Mamma var ein af þeim sem voru hjá þér fram á síðustu stund og ég veit að þú varst tilbúinn að hvíla þig. Við systkinin lofum að hún verður aldrei ein né þurfi hún að hafa áhyggjur af einu eða neinu. Þú færð loksins að hvílast al- mennilega og svo margir félagar og fjölskyldumeðlimir taka án efa vel á móti þér, pabbi. Ég brosi er ég minnist daganna sem við fórum á skíði og mér fannst það ekkert gaman en þú dreifst mig áfram eða þegar þú hjálpaðir mér að læra fyrir landafræðipróf sem ég var stressuð fyrir, og ég fékk 9,5!! Það var sko þér að þakka. Alltaf þegar mér gekk vel sagðir þú: „Það kemur mér ekkert á óvart, það er ekkert sem þú getur ekki“ og ef mér gekk ekki vel eða var hrædd við eitthvað þá bara fékk sú hugsun enga athygli, alltaf bara hélt maður áfram. Elsku besti pabbi, tíminn okkar saman var að- eins minni eftir að ég flutti en mik- ið gat ég alltaf treyst á þig og fann fyir stuðningi þínum og ást yfir höfin. Ég sakna þín óendanlega og hjartað mitt kemur til með að vera pínu tómt alltaf. Ég var litla stelp- an þín og þú varst sko besti pabbi í heimi. Þakka þér fyrir að kenna mér að elska náungann og dæma aðra varlega. Ég á hreinlega erfitt með að setja hér punkt svo ég ætla ekki að gera það en ég vil setja þessi orð Pálma Gunnars, því ég man eftir að hlusta á þetta með þér pabbi: Það er svo undarlegt að elska - að finna aftur til. Að merkja nýjar kenndir kvikna, að kunna á því skil hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu. Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér. Að eilífu litla stelpan þín! Ingibjörg María Haraldsdóttir. Hann pabbi er farinn í sína hinstu ferð til Austursins eilífa. Það er sárt að sjá á eftir föður sín- um og ekki hægt að setja þá til- finningu í orð. Pabbi var klettur, hann var mikill höfðingi. Hann var ávallt minni fjölskyldu til mikils sóma, gleðin og húmorinn var í fyrirrúmi. Æska hans litaðist af seinni heimsstyrjöldinni í Reykja- vík en þar ólst hann upp. Aðstæð- ur í lífi hans voru þannig að hann þurfti strax sem ungur maður að sýna styrk og sjálfstæði. Þannig voru tímarnir í kringum hans upp- vaxtarár. Hann þurfti að berjast fyrir sínu og það mótaði hann sem einstakling. Hann var stoltur af sínum árangri í lífinu og það mátti hann svo sannarlega vera. Frá unglingsaldri fór hann að vinna uppi á Keflavíkurflugvelli og þar endaði hann sína starfsævi. Það má segja að pabbi hafi verið með meðfædda margfalda doktors- gráðu í mannlegum samskiptum og þegar hann vann sig upp met- orðastigann í vinnu fengu einnig hans sterku meðfæddu leiðtoga- hæfileikar að blómstra. Þannig vann hann sig upp frá því að sópa gólf í herstöðinni í það að ná einni æðstu stöðu sem íslenskur ríkis- borgari getur mögulega fengið frá sínum atvinnurekanda sem var bandaríski herinn. Umfram allt var hann sannur slökkviliðsmaður og ekkert var honum kærara en að vera öðrum til halds og trausts. Allt fram á síðasta dag spurði hann mig hvort allt væri ekki lagi og hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert til að hjálpa. Hann var alltaf til staðar. Einlægni, kærleikur og góðvild var pabba mikils virði. „Halli minn, gættu vel að mannorði þínu, mundu það. Vertu öðrum til eftirbreytni. Allt er breytingum háð og á hverjum degi koma áskoranir.“ Ég gæti skrifað endalaust um hans visku sem situr eftir í mínu hjarta. Sög- urnar eru nánast endalausar. Þetta er aðeins brot af þeim minn- ingum sem koma til með að setjast í það skarð sem verður eftir í mínu hjarta. Að vera viðstaddur dauða- stund hans gerði mig að sterkari manni. Friðurinn og kyrrðin var ólýsanleg. Þó svo að vísindin geti hjálpað okkur á marga vegu og færi okkur fjölmargar staðreyndir heimsins þá er ekkert sem getur útskýrt þá upplifun að finna bók- staflega fyrir anda og sál föður míns rísa á banastund. Á sama tíma og sorgin var nánast óbæri- leg þá fyllti fegurð, friður og styrkur mína sál. Og það var styrkur og staðfesta höfðingjans hans pabba sem tók sér bólfestu í mínu hjarta. Það er erfitt að skrifa ekki endalaust þegar ég minnist pabba en ef það var eitthvað sem hann vildi að menn tileinkuðu sér þá var það svo sannarlega manngæska, æðruleysi og iðjusemi. Pabbi var mikill frímúrari og á ég það hon- um þakka að hafa fengið að gerast meðlimur í þeirri einstöku kristi- legu reglu, fyrir það þakka ég hon- um kærlega. Hans ævi var stór- merkileg og fyrir þá sem langar til að heyra ýtarlegt viðtal sem ég tók við hann í apríl 2019 um hans lífsleið þá er hægt að nálgast hlað- varp á vefslóðinni: https://hal- lih.podbean.com/. Pabbi. Þín minning og sál verður mér og mínum andlegur styrkur á lífs- leiðinni. Góða ferð. Sic transit gloria mundi. Þinn sonur, Haraldur (Halli). Ég kynntist Halla og Erlu árið 1985 þegar ég fór að stíga í væng- inn við dóttur þeirra. Ég held að það sé óhætt að segja að hvorugt þeirra hafi verið sérstaklega spennt fyrir að fá mig sem tengda- son og sjálfur var ég ekki laus við að hafa efasemdir um tengdafor- eldrana. Ég og tengdafaðir minn vorum ósammála um margt og áhugamál okkar ólík. Þá fannst Haraldi sem lagði mikið upp úr pússuðum skóm og straujuðum skyrtum að metnaður tengdason- arins væri lítill í þeim efnum. Samskipti mín við Harald juk- ust þegar hann smíðaði, með hjálp frá sonum sínum, veglegan sum- arbústað í fallegu umhverfi í Reykjaskógi. Þessi bústaður reyndist mjög vinsæll hjá börnum hans jafnt sem barnabörnum og þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum austur í Biskupstungur til að gista í bústaðnum. Í seinni tíð gaf Haraldur sér oft tíma til að líta til baka og segja sögur af lífi sínu og þar var hann í essinu sínu því hann var sögumað- ur góður. Halli hafði brennandi áhuga á hvers kyns veiði og hafði mikinn áhuga á bílum og fór oft á bílasöl- ur. Um tíma hafði hann áhuga á götuhlaupum og dúfnarækt. Þeg- ar hann var strákur hafði hann ræktað dúfur og hann stundaði það áhugamál um nokkurra ára skeið eftir að hann lauk störfum hjá slökkviliðinu. Þá smíðaði hann dúfnakofa í garðinum og hafði gaman af því að stúdera persónu- leika dúfnanna og tegundir. Haraldur var góður mann- þekkjari og oft fljótur að leysa úr málum. Hann var jarðbundinn og verklaginn, en hafði takmarkaða þolinmæði fyrir listum og hvers kyns dægurmenningu. Ég man þó eftir honum alloft hlusta á Frank Sinatra syngja My Way og fara með hina gamalkunnu línu: „I did it my way.“ Kannski hugsaði hann þá til baka, til þess tíma þegar hann var ungur maður sitjandi undir stýri á slökkvibíl. Mér fannst þetta lag alltaf eiga vel við tengdaföður minn, því hann fór gjarnan sínar eigin leiðir. Heilsu Haraldar hrakaði á síð- ustu árum. Hann var með óstarf- hæf nýru og þurfti að fara þrisvar í viku í blóðskilun á Landspítal- ann. Ástandið versnaði svo þegar hann fékk heilablóðfall síðasta sumar. Hann náði sér að nokkru eftir það, en var svo lagður inn að nýju í árslok. Hann sýndi enga uppgjöf og hugurinn var skýr. Þá grunaði engan að endirinn væri svo nærri. Það var hjartnæmt að sjá hve börn Haraldar sinntu honum af miklum kærleika í veikindunum. Erla stóð við hlið manns síns, eins og hún gerði alltaf, og börn hans gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera sjúkraleguna bærilega og stytta honum stundirnar. Uppátæki Halla sonar hans fannst mér eftirminnileg, en hann hikaði ekki við að skrifa fyrirmæli til starfsfólks spítalans á upplýs- ingatöfluna í sjúkrastofunni. Ég held að gamli slökkviliðsstjórinn, sem sjaldan sýndi miklar tilfinn- ingar, hafi verið hálfundrandi og snortinn af þeirri miklu ástúð og umhyggju sem hann naut frá fjöl- skyldu sinni á lokametrunum. Frosti Bergmann Eiðsson. Hjartað mitt finnur til, elsku afi minn. Ég hafði oft velt fyrir mér hvaðan ég fékk allt þetta rauða hár og ljósu augnabrúnir. Mér fannst ég stundum vera svo mikið öðruvísi með alla mína einlægni og litla viðkvæma hjarta. Þessar vangaveltur voru ekki lengi að hverfa eftir því sem ég átti fleiri stundir með þér, afi minn. Ég finn fyrir nýjum tilgangi þar sem ég veit þú lifðir í mikilli tign, í höfð- ingjahlutverki og allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel alla þína tíð. Hjarta mitt og kærleikur ert þú! Ég er nú ekki viss hversu und- irbúinn ég er að lifa eins höfð- ingjalegu lífi eða uppfylla þín spor nákvæmlega, en markmið mitt er að vera eins drífandi og ákveðinn og þú, og halda þinni tign lifandi. Mikið hefði ég viljað eiga enn fleiri stundir með þér, elsku afi, og læra meira um mig í gegnum þig. Eitt er víst, þessi logi sem þú hef- ur haldið mun ekki deyja því ég skal taka við þessari vakt, afi minn, og gera það vel. Ég elska þig ávallt. Þinn afastrákur, Aaron Ingi Wright. „Unforgettable, that́s what you are ... unforgettable though near or far ...“ Þessi tónn hljómar í eyr- um mér er ég hugsa til þín. Nat King Cole er einn af þeim sem halda upp minningu þinni í hjarta mér, afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig hvort sem ég var á Ís- landi eða í Bandaríkjunum. Þau eru svo mörg minningabrotin, afi minn. Er ég fæddist fyrir 22 árum var flugið þitt heim til Íslands snemma sama morgun og því varst þú fyrstur til að halda á mér og þú hvíslaðir í eyra mér: „Ertu komin, elskan“ og þessi orð sagðir þú í hvert einasta sinn þegar við hittumst. Ég dáðist meðal annars svo mikið að því þegar þú skræld- ir epli handa okkur krökkunum og eplahýðið rifnaði aldrei, það var eins löng spírallengja. Það var líka alltaf svo sérstaklega gott bragð af þunnu eplasneiðunum sem þú skarst og við krakkarnir mauluðum á meðan við horfðum á Latabæ. Ég borða ekki eins mikið af epl- um í dag en ég ætla mér að ná þessum hæfileika að skræla epli í einni lengju nákvæmlega eins og þú, elsku afi, hlusta á góða tónlist og njóta hvers einasta bita sér- staklega vel. Ég var sko ekki undir það búin þegar fréttirnar bárust að þú værir dáinn og mun ég alltaf hafa þig með mér hvert sem ferðinni er heitið. Ég er viss um að góður Guð eða einhver hærri máttur er með þér og við hittumst aftur einhvers staðar þar sem ég fæ stórt knús og þú segir aftur: „Ertu komin, elskan.“ Allar minningarnar um þig varðveiti ég ávallt og þú verður sko alltaf „Unforgettable“. Hvíl í friði, elsku afi! Natalie Ramona Wright. Sem lítil stelpa leit ég upp til afa míns sem var svo klár og flott- ur, í mínum augum kunni hann allt, allt frá því að smíða hús í það að hnýta flugur. Að koma í heim- sókn til ömmu og afa í Hofslundi þýddi að tekið var á móti manni með knúsum. Afi knúsaði alltaf fast og eftir því sem ég eltist reyndi ég alltaf að knúsa afa eins fast til baka. Í Hofslundi fékk maður afakex og jafnvel steiktar samlokur að hætti afa. Þegar ég fékk að gista þá svaf hann í gesta- herberginu og leyfði mér að kúra í sínu rúmi, hjá ömmu. Afi var alltaf tilbúinn að hjálpa manni og styðja mann. Hann kenndi mér að keyra og hjálpaði mér að koma eldgamla Golfinum mínum í gegnum skoðun ár eftir ár. Afi var mikill karakter og frasa- kóngur, hann var með djúpa og flotta rödd og fannst ekki leiðin- legt að henda fram góðum frösum, að sjálfsögðu alltaf á ensku. Afi var fjölskyldumaður og þótti gam- an þegar fjölskyldan stækkaði. Ég mun aldrei gleyma viðbrögðum hans við því þegar ég sagði honum að ég ætti von á barni, henni Mar- eyju minni, þá brosti hann út að eyrum og sveiflaði höndunum upp. Elsku afi, þú varst mér ómet- anlegur stuðningur í lífinu og mér þykir leiðinlegt að fá ekki meira tíma með þér. Sakna þín. Erla Sóley Frostadóttir. Haraldur var einstakur maður og sönn manneskja. Rödd hans og mæli voru ákveðin, auðskilin og skýr. Þegar hann tók til máls þögnuðu aðrir. Haraldur var for- stjóri sviðs Flugþjónustu og Brunavarna Flotaflugstöðvarinn- ar. Hann vann til ótal viðurkenn- inga bæði innan Varnarliðsins og utan þess. Nefna skal hér aðeins Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu og Heiðursmerki Bandaríkjaflota fyrir einstaka þekkingu og úrræði til þess að ná Slökkviliði Varnarliðsins til hæstu gæðastaðla í viðbrögðum og fag- legum úrræðum. Fjölmargar við- urkenningar og verðlaun mætti hér telja en sem leiðtogi slökkvi- liðsmanna náði hann þessum ein- staka árangri með einstöku úrvali starfsmanna sem hann leiddi fremur en skipaði. Haraldur var ávallt vakandi yf- ir kjörum starfsmanna sinna og sá um að þau væru framkvæmd í samræmi við samninga, lög og reglur. Í starfi mínu sem forstjóri mannauðssviðs Flugflotastöðvar Varnarliðsins minnist ég margra góðra samskipta, um áratuga skeið, við Harald í starfi og utan. Við Haraldur og Erla eiginkona hans, auk nokkurra íslenskra yf- irmanna hjá Varnarliðinu, héldum árlega þrettándagleði á heimilum okkar og maka þeirra. Við buðum nokkrum yfirmönnum deilda Varnarliðsins til kynningar á ís- lenskum matarréttum. Þar kynnt- um við Grýlu, Leppalúða og syni þeirra og gáfum gestum okkar kost á að smakka gamla íslenska rétti. Síðan fór hópurinn að brennu í nágrenni samkvæmis. Haraldur var sannur frímúrari í starfi sínu og utan þess. Við hjónin viljum votta eftirlif- andi eiginkonu Haraldar, Erlu Ingimarsdóttur, börnum þeirra, tengdabörnum og afkomendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng mun lengi lifa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Guðni Jónsson. Haraldur Stefánsson HINSTA KVEÐJA Ég kveð hann pabba minn með ljóði eftir Ólöfu frá Hlöðum: Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Sólveig.  Fleiri minningargreinar um Harald Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.