Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 50 ára Þóra Margrét er Reykvíkingur, ólst upp í Norðurmýrinni og býr þar. Hún er með meistarapróf í sálfræði frá Freie Uni- versität Berlin. Þóra Margrét er mannauðs- stjóri hjá Umhverfisstofnun. Börn: Lara Valgerður Kristjánsdóttir, f. 1997, og Þór Valgarð Kristjánsson, f. 2001. Foreldrar: Páll Bergsson, f. 1942, fram- kvæmdastjóri hjá Fyrirtæki og samn- ingar ehf., og Lilja Magnúsdóttir, f. 1943, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Þóra Margrét Pálsdóttir Briem Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Innsæi þitt leiðir þig nákvæmlega þangað sem þú átt að vera. Þú ert kalin/n á hjarta en það breytist fljótlega. 20. apríl - 20. maí  Naut Fjölskyldulíf þitt er ekki fullkomið frekar en annarra en reyndu að vanda þig. Hafðu hemil á tilfinningum þínum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú nýtur þess að gera breytingar til batnaðar á vinnustað. Komdu þér niður á jörðina, þú getur ekki endalaust svifið um á bleiku skýi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gæfan er örlítið hliðhollari þér en flestum öðrum þessar vikurnar. Sýndu öðr- um örlæti. Einhver þér nákominn sýnir sinn innri mann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er sama hversu gamall/gömul þú verður, þú ert alltaf barn foreldra þinna. Þú ert alltaf potturinn og pannan í öllu hjá fjöl- skyldunni og verður áfram í því hlutverki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Makanum finnst hann dálítið van- ræktur í augnablikinu. Ef þú vilt gera hlut- ina vel skaltu gefa þér þann tíma sem til þarf. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú kemst að leyndarmálum í dag í samræðum við skyldmenni. Hættu að dæma fólk áður en þú kynnist því. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er í góðu lagi að gera sér glaðan dag ef þú gætir þess bara að það bitni hvorki á þínu fólki né vinnu. Stífni get- ur spillt fyrir möguleikum þínum í ástar- sambandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér gengur flest í haginn þessa dagana. Dagurinn hentar vel til þess að versla, en hann er líka vel fallinn til þess að vera á höttunum eftir auknum tekjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Öryggið er fyrir öllu en þó máttu ekki ganga svo langt að þú lokir þig alveg af frá umheiminum. Reyndu að temja þér meiri tillitssemi í samskiptum við aðra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Stundum er best að láta aðra al- farið um sín mál því okkur er ekki ætlað að lifa lífinu fyrir aðra. Talaðu um það sem veldur þér áhyggjum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nagandi hugsun um að einhver sé óánægður með þig mun plaga þig í dag. Láttu ekki aðra ákveða hvernig þú átt að lifa lífinu. Benna Hemm Hemm, Murta St. Calunga, var í hópi hljómplatna árs- ins 2008 sem tónlistarsjóðurinn Kraumur tilnefndi. Jafnframt tónlistarferlinum hefur Benedikt sinnt tónlistarkennslu. SKOT ásamt hljómsveitinni Retro Stefson, en hún kom út út þá um haustið og hlaut góðar viðtökur. Ár- ið 2014 tók Benni Hemm Hemm upp plötuna Eliminate Evil, Revive Go- od Times í Green Door-hljóðverinu í Glasgow ásamt tónlistarmönnum úr innsta hring skosku indísenunnar. Árið 2016 gaf Benni Hemm Hemm út 22 laga plötuna Skordýr ásamt ljóðabók undir sama nafni. Árið 2018 gaf Benni Hemm Hemm út plötuna FALL og í dag kemur út platan KAST SPARK FAST og verða útgáfutónleikar haldnir í kvöld í Tjarnarbíói. Benni Hemm Hemm hefur haldið tónleika víða í Evrópu, Bandaríkjunum og Tókýó og Kýótó í Japan. Benni Hemm Hemm fékk Ís- lensku tónlistarverðlaunin árið 2005 fyrir fyrstu hljómplötu sína, en hljómsveitin fékk einnig verðlaun sama ár sem Bjartasta vonin. Kajak var tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna árið 2007 sem hljóm- plata ársins og þriðja breiðskífa B enedikt Hermann Her- mannsson er fæddur 31. janúar 1980 í Reykjavík og ólst upp í Norðurmýrinni. Hann gekk í Æfingaskólann, Mennta- skólann við Hamrahlíð, Tónlistar- skólann í Reykjavík, Konunglega konservatoríið í Haag og Listahá- skóla Íslands. Benedikt er með BA- gráðu í tónsmíðum og MA-gráðu í listkennslufræðum. Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er hugarfóstur Benedikts. Hann semur tónlistina sem hún flyt- ur og stýrir upptökum á hljóm- plötum hennar. Fyrsta útgáfa Benna Hemm Hemm var smá- breiðskífan SummerPlate, sem gef- in var út í 30 eintökum árið 2003 og fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar voru 1.5. 2004, á fimm ára afmælis- tónleikum Tilraunaeldhússins. Í nóvember þess árs hóf hljómsveitin upptökur á fyrstu breiðskífunni og í september 2005 var hún gefin út á Íslandi, en snemma árs 2006 var hún gefin út í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum. Vorið 2006 hóf Benni Hemm Hemm samstarf með þýska plötuút- gáfufyrirtækinu Morr Music og í lok ársins kom út önnur breiðskífa sveitarinnar, Kajak, hér á landi og út um allan heim í byrjun árs 2007. Í október 2006 samdi Benedikt tónlist við kvikmyndina Fjalla-Eyvind, eft- ir Victor Sjöström, en tónlistin var flutt af hljómsveitinni í tvígang í Tjarnarbíói, á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Benni Hemm Hemm gaf út smá- breiðskífuna Ein í leyni í lok árs 2007. Þriðja breiðskífa hljómsveit- arinnar, Murta St. Calunga, var gef- in út á Íslandi í júní 2008 en um all- an heim sumarið 2009. Þriðja smábreiðskífan, Retaliate, kom út um allan heim í apríl 2010. Í júní 2010 var verkið Ryk á Book, eftir Benedikt, flutt á Listahátíð Reykjavíkur af Benedikt, skoska þjóðlagasöngvaranum Alasdair Roberts og Blásarasveit Reykjavíkur, undir stjórn Tryggva M. Baldvinssonar. Sama sumar tók Benni Hemm Hemm upp plötuna Hann kenndi 2013-2017 í Vestur- bæjarskólanum og var stjórnandi listadeildar í grunnskólanum á Seyðisfirði. 2017-2019. „Deildin inni- heldur gamla tónlistarskólann á Seyðisfirði. Það er mjög skapandi andrúmsloft á Seyðisfirði. Nýja platan mín er öll samin þar og einn- ig platan FALL. Svo á ég einnig tilbúið efni fyrir aðra plötu sem var líka samið á Seyðisfirði.“ Fjöl- skyldan flutti aftur til Reykjavíkur í fyrra og hefur Benedikt kennt við Hagaskóla frá því í haust. „Það eru óskýr mörk milli vinnu og áhugamála hjá mér. Bækurnar á náttborðinu eru allar um tónlist og krakkarnir hafa verið að hjálpa mér við að skreyta fyrir útgáfu- tónleikana.“ Tónlistin er því allt- umlykjandi hjá Benedikt. Fjölskylda Eiginkona Benedikts er Auður Jörundsdóttir, f. 16.10. 1980, for- stöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau eru Benedikt H. Hermannsson tónlistarmaður – 40 ára Ljósmynd/BIG Afmælisbarnið Benedikt. Útgáfutónleikar í kvöld Mæðgin Þorlákur og Auður. Synirnir Þorlákur og Guðmundur Ari. 30 ára Hörður er Kópavogsbúi. Hann er með meistaragráðu í endurskoðun frá HÍ, er löggiltur endurskoð- andi og stundar meist- aranám í fjármálum við HÍ. Hörður er endur- skoðandi hjá Icelandair. Maki: Erna Guðrún Stefánsdóttir, f. 1990, löggiltur bókari hjá KPMG. Börn: Anika Ýr Harðardóttir, f. 2013, og stjúpdóttir er Árney Alba Ernudóttir, f. 2013. Foreldrar: Valbjörn Jón Höskuldsson, f. 1965, vélstjóri, og Hrönn Önundardóttir, f. 1967, hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett í Kópavogi. Hörður Freyr Valbjörnsson Til hamingju með daginn Halldórsstaðir, Eyjafjarðarsveit Rósa Guðrún Ragn- arsdóttir fæddist 14. mars 2019 á Sjúkrahúsinu á Akureyri kl. 15.18. Hún vó 3.832 g og var 52 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Bjarney Guð- björnsdóttir og Ragnar Jónsson. Nýr borgari Í blaðinu verður fjallað um tísku, förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað, umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ SMARTLAND BLAÐ Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: BERGLIND GUÐRÚN BERGMANN Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is Meinleg villa var í ættartré Þórleifs Jóns- sonar í blaðinu 24. janúar síð- astliðinn. Leið- rétt ættartré má finna í greinasafninu á mbl.is. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT Villa í ættartré

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.