Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
búsett í Vesturbæ Reykjavíkur.
Foreldrar Auðar eru Jörundur Guð-
mundsson, f. 17.10. 1957, forstöðu-
maður Háskólaútgáfunnar, og Jak-
obína Þórðardóttir, f. 12.9. 1958,
framkvæmdastjóri mannauðs og
þjónustu hjá Sameyki.
Synir Benedikts og Auðar eru
Guðmundur Ari Benediktsson, f.
6.4. 2007, og Þorlákur Benediktsson,
f. 12.9. 2011.
Systur Benedikts eru Kristín
Anna Hermannsdóttir, f. 7.7. 1988,
þjóðfræðingur, búsett í Reykjavík;
Vigdís María Hermannsdóttir, f.
13.7. 1990, stjórnandi í fjáröflunar-
samtökum, búsett í New Orleans í
Bandaríkjunum.
Foreldrar Benedikts eru Her-
mann Sveinbjörnsson, f. 19.5. 1951,
fv. forstjóri Hollustuverndar ríkis-
ins, búsettur í Reykjavík, og Solveig
Lára Guðmundsdóttir, f. 12.11. 1956,
vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.
Eiginmaður hennar og stjúpfaðir
Benedikts er Gylfi Jónsson, f. 28.4.
1945, prestur. Þau eru búsett á Hól-
um.
Benedikt H.
Hermannsson
Soffía Jónsdóttir Claessen
húsmæðrakennari og húsfreyja
Eggert Valgardsson Claessen
bankastjóri og forstjóri VSÍ
Kristín Anna Eggertsdóttir Claessen
tannsmiður og hjúkrunarritari
Solveig Lára Guðmundsdóttir
vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal
Guðmundur Benediktsson
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu
Margrét Ásmundsdóttir
húsfreyja á Húsavík
Benedikt Björnsson
skólastjóri á Húsavík
Eggert Benedikt
Guðmundsson
forstöðum. Samstarfs-
vettvangs um
loftslagsmál og
grænar lausnir
Unnur Eggertsdóttir
leikkona og
söngkona í Los
Angeles
Soffía Ingibjörg
Guðmundsdóttir
verkefnastjóri á
Landspítalanum
Einar Þor steins son
frétta maður á RÚV
Ragnheiður
Margrét
Guðmunds-
dóttir íslensku-
fræðingur
Birna Anna Björnsdóttir
rithöfundur í New York
Lára Björg Björnsdóttir
sagnfræðingur á
Seltjarnarnesi
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
Guðmundur Steingrímsson
tónlistar maður, rithöfundur
og fv. alþingismaður
Vigdís Oddný Steingrímsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Hermann Jónasson
forsætisráðherra
Pálína Hermannsdóttir
húsfreyja í Rvík
Sveinbjörn Dagfi nnsson
ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu
Magnea Ósk Halldórsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Dagfi nnur Sveinbjörnsson
yfi rmaður tæknideildar RÚV
Úr frændgarði Benedikts H. Hermannssonar
Hermann Sveinbjörnsson
fv. forstjóri Hollustuverndar ríkisins
„SATT BEST AÐ SEGJA FÖTTUÐU
FÆSTIR AF PÍPURUNUM HVERS VEGNA
VIÐ VORUM AÐ FLISSA.”
„ER ÞETTA ÞAÐ SEM ÞÚ TELUR VERA
LÍKAMSRÆKT – AÐ KAUPA BÓK UM AÐ
SKOKKA?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að hann
stendur þétt við bak
þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞÚ BORÐAR
OF HRATT
ÞÚ FÓÐRAR
MIG OF HÆGT
STAPP
STAPP
STAPP
NÝJU
ÞJÓN-
USTU-
STÚLK UNNI
LÍKAR VIÐ
MIG!
EKKI FARA MEÐ
HENNI Á STEFNUMÓT.
EF ÞAÐ MISHEPPNAST
GETURÐU ALDREI
AFTUR KOMIÐ
HINGAÐ!
MÁ ÉG BJÓÐA
HENNI NÚNA?HEYRÐU!
JÁ! GERÐU
ÞAÐ STRAX!!
NÚ ER NÓG KOMIÐ,
LAUFEY,! ÞÚ ERT
REKIN!
Sigrún Haraldsdóttir segir áLeirnum að hún hafi heyrt í út-
varpi á þriðjudag að öldruðum
fjölgaði mjög hratt. Margt sé orðið
öðruvísi en var:
Allmargt virðist öfugt mér,
yngisfólk á rófi,
en forna hyskið fjölgar sér
fram út öllu hófi.
Það lá vel á Guðmundi Arnfinns-
syni á Boðnarmiði á þriðjudag, svo
að hann gat ekki orða bundist: „Fal-
legt útsýni í dag!“
Yndis nýt hér allt í kring,
ei má sýta og kvarta,
fagran lít nú fjallahring
feldi hvítum skarta.
En áður hafði hann ort „Um
skáldskaparsmekkinn“:
Undarleg er þessi þjóð,
þráttar, rífst og stælir,
einskis metur lista ljóð,
leirburðinum hælir.
Arkar þar í einni lest
urmull klíkuvina,
aulafyndni elskar mest
og aukaljóðstafina.
Þessar stökur kalla fram í hug-
ann vísur Stephans G. Stephans-
sonar:
Undarleg er íslensk þjóð, -
allt, sem hefur lifað,
hugsun sína og hag í ljóð
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan
þér er upp í lófa lögð
landið, þjóðin, sagan.
Þessar stökur Stephans G. eru í
Lestrarbók Nordals og síðan kemur
þessi gullfallega braghenda:
Láttu hug þinn aldrei eldast eða
hjartað.
Vinur aftansólar sértu.
Sonur morgunroðans vertu.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich mjálmaði eftir lestur
Morgunblaðsins á mánudag:
„Morgunblaðið, mjá, mjá, mjá - en
illa trúi ég að köttur Níelsar skálda
hafi fúlsað við tóbakinu“:
Kátar láta kisur stundum korn í nös og
fá sér svona sirka tvö sog.
Gömul vísa í lokin:
Ljósaskjóni liðugur
lands um byggðir flýgur
söðlaljóni siðugur
séra Gísli ríður.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Um skáldskaparsmekkinn
og vísnagerð