Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 27

Morgunblaðið - 31.01.2020, Page 27
SVÍÞJÓÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Elvar Már Friðriksson, landsliðs- maður í körfuknattleik, lætur vel af sér í Svíþjóð. Þar gengur honum og Borås flest í haginn á þessu keppnis- tímabili en Elvar hélt þangað síðasta sumar frá Njarðvík. Borås er á toppnum með sex stiga forskot á Luleå. Hefur Borås unnið tuttugu og tvo leiki í deildinni sem af er af tutt- ugu og sex. Elvar er lykilmaður í lið- inu. Hefur skorað rúm 16 stig að meðaltali og gefið að jafnaði átta stoðsendingar. „Það stefnir í besta árangur í sögu félagsins ef við höldum svona áfram. Allir eru því mjög sáttir hérna um þessar mundir. Við erum á leiðinni í fjögurra liða úrslit í bikarkeppninni. Spilum í undanúrslitum á morgun en liðið sem vinnur spilar til úrslita á sunnudaginn. Vonandi kemur fyrsti titillinn á tímabilinu í hús um helgina,“ sagði Elvar þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans á milli æfinga í gær. Andstæðingur Borås á morgun verður Luleå en bikarhelgin fer fram á heimavelli Södertälje í útjaðri Stokkhólms. Elvar segir að nokkrir leikmenn hafi komið til liðsins á milli tímabila en kjarninn í liðinu sé svipaður. Jakob Örn Sigurðarson lék með lið- inu síðustu árin í Svíþjóð áður en hann kom heim í KR síðasta sumar. „Það voru gerðar fjórar eða fimm breytingar. Jakob fór og ég kom. Við fengum einn Svía og tveir Kanar fóru og aðrir komu í staðinn. Liðið er með svipaðan kjarna og í fyrra og einn Bandaríkjamaðurinn sem var í fyrra er áfram hjá liðinu.“ Stjórnar sóknarleiknum Ekki er Borås einungis í efsta sæti deildarinnar heldur hefur Elvar einnig leikið við hvern sinn fingur. Er mjög atkvæðamikill í stigaskorun eins og nefnt var hér að framan og er raunar með flestar stoðsendingar allra í deildinni til þessa. Hann er því alsæll með gang mála til þessa á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð. „Ég er í hlutverki sem hentar mér fulkomlega. Ég fæ að hafa boltann mikið í höndunum og stjórna sóknarleiknum. Svipað og var hjá mér heima í Njarðvík en einnig í skólanum úti [Barry University í Bandaríkjunum]. Ég þekki slíkt hlutverk mjög vel og því þægilegt hvernig þetta hefur spilast fyrir mig. Ég var akkúrat að leita eftir hlut- verki sem þessu þegar ég ákvað að fara aftur út. Við gerum ýmislegt í sókninni sem hentar mínum styrk- leikum. Ég er með flestar stoðsend- ingar í deildinni en tel að það sé að hluta til vegna þess að ég er með góðar skyttur í kringum mig. Þeir setja niður skot úr erfiðum færum og ég fé kannski skráða á mig ódýra stoðsendingu. Það er fínt líka,“ sagði Elvar og hló. Margir erlendir leikmenn Elvar Már er ánægður með sænsku deildina en óvíst er hvort hann verður þar áfram. Hann er bara með eins árs samning og segir að það komi bara í ljós eftir tímabilið hvert framhaldið verður. „Deildin er þrælfín. Yfirleitt eru þrír Kanar í hverju liði og flest liðin með einhverja leikmenn frá Evrópu- ríkjum, öðrum en Svíþjóð. Mörg lið eru því með 4-5 útlendinga í hverju liði. Spilaðar eru fjórar umferðir og því fleiri leikir en maður er vanur. Keyrslan er því töluvert meiri en í deildinni heima. Hefur þetta gengið framar vonum og mér finnst körfu- boltinn hérna henta mér vel. Ég var ekki með miklar væntingar þegar ég fór til Svíþjóðar eftir Frakklands- ævintýrið á síðasta tímabili,“ útskýrði Elvar, en haustið 2018 lék hann með Denain í Frakklandi þar til félagið leysti hann undan samn- ingi í byrjun nóvember. Kom Elvar þá heim og lék með Njarðvík út tímabilið. „Þar lenti ég í aðstæðum sem voru ekki góðar fyrir mig en núna hitti ég vel á það og þetta er því tvennt ólíkt,“ sagði Elvar Már Friðriksson enn fremur. Hentar fullkomlega  Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson mjög atkvæðamikill á fyrsta tímabili sínu í Svíþjóð  Allt önnur upplifun en vonbrigðin í Frakklandi á síðasta tímabili Ljósmynd/Borås Basket Svíþjóð Elvar Már Friðriksson í leik með Borås en andstæðingar liðsins þurfa að hafa góðar gætur á Elvari. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020  Knattspyrnumaðurinn Danny Rose er kominn til Newcastle á lánssamn- ingi frá Tottenham sem gildir út leik- tíðina. Newcastle greiðir Tottenham tvær milljónir punda fyrir lánið. Rose gæti leikið fyrsta leik sinn með New- castle er liðið mætir Norwich á heima- velli í ensku úrvalsdeildinni á laugar- dag. Rose á 156 leiki með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og 29 landsleiki fyrir A-landslið Englands.  Spennan á toppi 1. deildar karla í körfubolta jókst eftir leiki gærkvölds- ins. Topplið Hattar tapaði á heimavelli fyrir Hamri, 75:70. Munar nú aðeins tveimur stigum á liðunum; Höttur er með 28 stig og Hamar með 26. Everage Richardson skoraði 30 stig fyrir Hamar. Matej Karlovic gerði 20 fyrir Hött. Breiðablik er einnig með 26 stig eftir sigur á Vestra á heimavelli, 104:98. Larry Thomas skoraði 24 stig fyrir Breiðablik á meðan 29 stig hjá Toni Jelenkovic dugðu ekki til hjá Vestra, sem er í fimmta sæti með 14 stig.  Þýska knattspyrnufélagið Hertha Berlín hefur fest kaup á pólska fram- herjanum Krzysztof Piatek frá AC Míl- an á Ítalíu. Piatek skoraði 13 mörk í 36 deildarleikjum í Mílanó. Hertha er í sjötta sæti þýsku deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Leipzig.  Norski knattspyrnumaðurinn Sand- er Berge er orðinn dýrasti leikmaður í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United. Nýliðarnir greiddu Genk í Belgíu 22 milljónir punda fyrir miðjumanninn. Berge er talinn vera einn besti ungi miðjumaður Evrópu. Hann átti stóran þátt í velgengni Genk á síðustu leiktíð er liðið varð belgískur meistari. Hefur Berge leikið 20 A- landsleiki fyrir Noreg og skorað í þeim eitt mark.  Körfuknattleiksdómarinn reyndi Leifur Garðarsson dæmir ekki meira á þessu keppnistímabili. Leifur skýrði frá því á Facebook að hann væri að glíma við erfið meiðsli í nárafestum og þessari leiktíð væri því lokið af hans hálfu.  Gylfi Þór Sigurðsson hefur jafnað sig af nárameiðslum og getur spilað með Everton þegar liðið sækir Watford heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, skýrði frá þessu á frétta- mannafundi í gær. Gylfi hefur misst af tveimur síðustu leikj- um Everton vegna meiðslanna. Rich- arlison og Alex Iwobi eru líka klárir í slaginn á ný með liðinu eftir fjarveru vegna meiðsla. Eitt ogannað Ný þegar farið er að styttast í úrslitaleikinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, Super Bowl, er viðburðurinn smám saman að taka yfir umfjöllun vestan hafs. Ein af undarlegri vangaveltum í kringum leikinn er sú hvort Tyreek Hill, leikmaður Kansas City Chiefs, muni reyna að komast á Ólympíu- leikana í Tókýó sem spretthlaupari. Mun hann hafa hlaupið 100 m undir 10 sekúndum í menntaskóla árið 2013 en í miklum meðvindi. Til að ná lágmarki fyrir úrtökumótið yrði hann að fara undir 10,05 sek. Reynir Hill við ÓL í Japan í sumar? AFP Fljótur Tyreek Hill verður í eldlín- unni í úrslitaleiknum á sunnudag. Lionel Messi var í aðalhlutverki í 5:0-stórsigri Barcelona á Leganés í 16-liða úrslitum spænska bikarsins í fótbolta í Barcelona í gær. Messi skoraði þriðja og fimmta mark Barcelona og lagði upp annað markið á Clément Lenglet. Antoine Griezmann og Arthur komust einn- ig á blað í sigri sem aldrei var í hættu. Mirandés úr B-deildinni gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan 3:1- sigur á Sevilla á heimavelli. Mat- heus Alas skoraði tvö mörk fyrir Mirandés og Álvaro Rey eitt. Magnaður Messi í aðalhlutverki AFP Samþykki Lionel Messi var skiljan- lega ánægður með dagsverkið. Svíþjóð Malmö – Kristianstad.......................... 25:21  Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Einarsson 2.  Efstu lið: Alingsås 35, Malmö 35, Kristianstad 30, Skövde 29, Ystad IF 28, Lugi 26, IFK Ystad 24, Sävehof 24.  KR og Valur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta næstkomandi mánudag eftir sigra í undan- úrslitum í Egilshöll í gær. Færeyski landsliðsmaðurinn Kaj Leo í Baralsstovu var hetja Vals því hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Fjölni. KR hafði betur gegn Víkingi úr Reykjavík í víta- keppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1, en KR- ingar nýttu allar fimm spyrnur sínar í vítakeppninni á meðan Víkingar brenndu af einni. Óttar Magnús Karls- son kom Víkingi yfir snemma leiks en Ægir Jarl Jón- asson jafnaði fyrir KR. ÍA vann Fótbolta.net-mót karla eftir 5:2-sigur á Breiðabliki á Kópavogs- velli í skrautlegum úrslitaleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þrennu fyrir ÍA á meðan bæði Guðjón Pétur Lýðsson og Brynjólfur Darri Will- umsson fengu bein rauð spjöld hjá Breiðabliki. Úrslitaleikur erkifjandanna Ægir Jarl Jónasson Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Opna ástralska mótinu í Melbourne, fyrsta risamóti árs- ins, í tennisíþróttinni. Djokovic lagði Svisslendinginn sigursæla Roger Federer að velli á sannfærandi hátt, 7:6 (7:1), 6:4 og 6:3. Mun Serbinn mæta annaðhvort Alexand- er Zverev eða Dominic Thiem í úrslitum á sunnudag, en þeir tókust á í nótt að íslenskum tíma. Federer hefur glímt við meiðsli og Djokovic fór fögr- um orðum um keppinautinn. „Ég ber mikla virðingu fyr- ir Roger fyrir að mæta til leiks í dag. Hann var greini- lega meiddur og vantaði talsvert upp eðlilega hreyfigetu hans,“ sagði Djokovic, sem stefnir að sautjánda sigri sín- um á risamóti. Garbina Muguruza frá Spáni og Sofia Kenin frá Bandaríkjunum mætast jafnframt í úrslitum í einliðaleik kvenna. Muguruza lagði Simonu Halep frá Rúmeníu að velli í undanúrslitum, 7:6 (10:8) 7:5. Djokovic sló Federer út Novak Djokovic

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.