Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Qupperneq 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 Enskukennari í bænum White- water í Wisconsin í Bandaríkj- unum, sem er á leið á eftir- laun, var gripinn glóðvolgur fyrir skemmstu við þá iðju að hægja sér í almenningsgarði. Hann tjáði yfirvöldum að hann væri bjáni og að hann hefði framið verknaðinn vegna þess að það hentaði honum og til að sýna vanvirð- ingu. Ekki var um einangrað atvik að ræða, en kennarinn mun hafa gert þetta reglulega, stundum oft á dag, undanfarin tvö ár eða svo. Kennaranum, Jeffrey Church- well, var gert að greiða sekt og skaðabætur til hreinsideildar bæjarins fyrir að þrífa upp eftir hann. Það var blaðið The Janes- ville Gazette sem greindi fyrst frá málinu í vikunni. Upp komst um Churchwell í haust þegar lögreglumaður stöðvaði hann er hann hugðist keyra á bíl sín- um inn í garð- inn. Lögreglan hafði haft augun hjá sér um skeið enda ítrekaðar kvart- anir borist frá starfsfólki garðsins. Bíllinn hafði áður sést í nágrenni garðs- ins, sem beindi athygli að Churchwell. Hægði sér reglulega í almenningsgarði Þessi garður tengist ekki efni fréttarinnar. Settu þína ráðstefnu í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnurS IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S Óskum eftir fallegum og táp-miklum stúlkum á háskóla-aldri til að sitja fyrir á ljós- myndum og koma fram í mynd- böndum.“ Þannig hljóðaði auglýsing á vef- síðunni Craigslist sem fjöldi stúlkna í Kaliforníu brást við árið 2016. Erf- itt er að lesa út úr orðalaginu að í raun og sann þyrftu svarendur að koma naktir fram og hafa kynferð- islega tilburði í frammi fyrir framan mynda- og tökuvélarnar. Þegar á hólminn var komið var það þó akk- úrat það sem aðstandendur auglýs- ingarinnar ætluðust til. Íhuguðu að stytta sér aldur Konurnar sem tóku þátt í gjörn- ingnum voru allar á aldrinum átján til 23 ára, þegar efnið var tekið upp, og kom reynslan illa við sumar þeirra, sem einangruðust í fram- haldinu félagslega og íhuguðu jafn- vel að stytta sér aldur. Fyrir vikið leituðu þær réttar síns og í vikunni komst dómstóll í San Diego að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á konunum. Dæmdi dómarinn 22 kon- um bætur upp á samtals einn og hálfan milljarð króna. Ekki nóg með að konurnar hefðu verið leiddar í gildru. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að myndböndin, sem vefsíðan GirlsDo- Porn framleiddi, hefðu verið sett á netið, þrátt fyrir að konurnar hefðu verið fullvissaðar um að það yrði ekki gert. Svæðisstöð CBS fullyrti fyrir helgina að sakborningarnir, þeirra á meðal Michael J. Pratt, framkvæmdastjóri GirlsDoPorn, og leikarinn Andre Garcia, ættu yfir höfði sér ákærur um kynlífsmansal. Samkvæmt sömu heimild situr Garcia inni ásamt fleirum en Pratt gengur laus. Deilt á vinsælli síðu Ef marka má fréttaveituna Court- house var myndböndunum deilt á ákriftarvefsíðum GirlsDoPorn fáein- um vikum eftir að þau voru tekin upp og í framhaldinu á Pornhub, sem er ein vinsælasta síða þessarar gerðar í heiminum. „Stefnendur hafa ekki ennþá bitið úr nálinni vegna málsins og hafa af- leiðingarnar í mörgum tilvikum ver- ið átakanlegar,“ segir í rökstuðningi dómarans, Kevins Enrights. „Konurnar hafa upplifað grófa áreitni, orðið fyrir tilfinningalegu og sálrænu áfalli og mannorðshnekki; þær hafa misst vinnuna, glatað náms- og atvinnutækifærum og sambönd laskast, bæði innan og utan fjölskyldu. Þær hafa farið út af spor- inu og lífi þeirra verið umturnað. Þær hafa orðið að samfélagslegum úrhrökum. Allnokkrir úr röðum stefnenda hafa glímt við sjálfsvígs- hugsanir,“ segir ennfremur. Ennfremur kom fram við réttar- haldið að sakborningarnir hefðu greitt konum fyrir að segjast vera fyrirsætur úr fyrri myndatökum á þeirra vegum og til að ábyrgjast að einkalíf þeirra hefði verið verndað. Sent á samnemendur Við dómhaldið kom fram að ein kvennanna varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að klám- myndband sem hún tók þátt í var sent á hóp nemenda, kennara og annarra starfsmanna við lagadeild- ina sem hún lagði stund á nám við. Það gerðist eftir að hún fékk sér lög- mann til að freista þess að hafa uppi á skjölunum sem hún skrifaði undir. Hinir ákæru neita að hafa sent myndbandið. Narraðar í klám Dómstóll í Kaliforníu hefur dæmt 22 ungum kon- um bætur upp á samtals einn og hálfan milljarð króna vegna þess að þær voru plataðar til að leika í klámmyndum sem síðan var lekið á netið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is AFP Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.