Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1. 2020 LÍFSSTÍLL Göngugarpurinn Arnþórbýður blaðamanni kaffi ogmeð því, en í skál á borði eru fimm eða sex tegundir af góm- sætum jólasmákökum sem hann hefur sjálfur bakað. Arnþór er jarðfræðingur á eftirlaunum en hann verður sjötugur á næsta ári. Hann byrjaði að ganga sér til gam- ans um fimmtugt og segir það hafa létt lundina mikið enda gott bæði fyrir líkama og sál. Gönguferðirnar urðu fljótt að ástríðu og veita honum mikla gleði. Eftir að hann fór á eftirlaun fyrir fimm árum gaf hann hressilega í en Arnþór hefur gengið 43 þúsund kílómetra síðan 2003. Reykjanesið í uppáhaldi „Eftir fimmtugt fór ég að ganga og byrjaði á Reykjanesskaganum en ég hef gengið hann þvers og kruss. Það hentar mér vel því það er stutt að fara. Ég fer yfirleitt alltaf einn og finnst það gott. Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt. Ég geng alltaf eitthvað á hverjum degi núna eftir að ég hætti að vinna og fer út í öllum veðrum. Ég hitti sjaldan fólk á Reykjanesi en stund- um sé ég nýleg fótspor og veit þá að það eru fleiri eins og ég,“ segir hann og brosir. Arnþór segist vera mikill ná- kvæmnismaður og skráir alltaf gönguferðirnar í tölvu; leiðina, vegalengdir og tíma. „Áður en ég fer plana ég leið- ina. Ég fer oft á ákveðna staði sem mér þykir vænt um en hnika oft aðeins til gönguleiðinni,“ segir Arnþór og nær í gamalt og útþvælt landakort af Reykja- nesskaganum og höfuðborginni. Þar hefur hann teiknað inn hverja einustu gönguferð sem hann hefur farið og er kortið út- krotað þéttu neti. Blaðamaður gap- ir enda er þar varla blettur sem ekki hefur verið genginn. „Ég geng mest í nágrenni borg- arinnar og innanbæjar en stundum annars staðar á landinu. Ég fer með fjölskyldumeðlimum í eina gönguferð á ári, eins og í Land- mannalaugar og þar í kring, og svo hef ég stundum farið með Ferða- félaginu og Útivist.“ Eins og maður svifi Þótt Ísland bjóði upp á endalausar fallegar gönguleiðir ákvað Arnþór að prófa að ganga á erlendri grundu. „Ég hætti í vinnunni 65 ára og ákvað þá að ganga til Rómar eftir pílagrímaleiðinni Via Francigena. Fyrsti kaflinn var frá Siena en þetta var hálfsmánaðar ferð. Fyrri hluta ferðarinnar fór ég með ítölsku ferðafélagi, en oftast plana ég ferðirnar í gegnum ferðaskrif- stofu sem sér um að bóka öll hót- elin og svo geng ég á milli þeirra. Þetta var árið 2015 og var svo skemmtilegt,“ segir Arnþór og segist þá hafa fengið bakteríuna að ganga í Evrópu. Næstu árin hélt hann áfram að ferðast víða um álf- una og fann sér sífellt nýjar og spennandi gönguleiðir. Var hann þó einkum heillaður af Via Franci- gena sem liggur um fjögur lönd frá Kantaraborg til Rómar. „Næsta árið gekk ég yfir Appen- ínafjöllin og síðan frá Lucca til Siena. Svo árið 2017 gekk ég yfir Jarðfræðingurinn Arnþór Óli Arason hefur nóg að gera nú þegar hann er kominn á eftirlaun. Hann gengur daglega og er Reykjanesið í sérlegu uppáhaldi. Á kortinu má sjá allar gönguleiðir sem farnar hafa verið. Morgunblaðið/Ásdís Lengra en kringum hnöttinn Jarðfræðingurinn Arnþór Óli Arason veit fátt skemmtilegra en að reima á sig gönguskóna og arka yfir urð og grjót. Nú eða malbikið, en hann er líklega eini Íslendingurinn sem geng- ið hefur allar götur Reykjavíkur. Gengnir kílómetrar síðustu sextán ára eru 43 þúsund; meira en leiðin umhverfis jörðina. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Arnþór útbýr fallegar mynda- bækur eftir hverja utanlandsferð, en hann gengur mikið erlendis.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.