Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 4
Mjög yfirgripsmikil dagskrá sem er ætluð áhugafólki um menningu, listviðburði og heimsóknir á glæsileg söfn. Farið verður á óperusýningu, sinfóníutónleika og ballet auk heimsókna á hin heimsfrægu listasöfn Fabergé, Katrínarhöllina og Hermitage í Vetrarhöllinni. Auk þess árdegisverður á Belmond Grand Hotel sem er einstök upplifun. Flogið með Icelandair til Helsinki og ferðast þaðan báðar leiðir til og frá St. Pétursborg. Gist verður á hinu glæsilega Hotel Nevsky Palace 5* sem er staðsett í miðborg- inni. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson. *Aukagjald fyrir gistingu í einbýli er 40.800 kr. Allar nánari upplýsingar á Niko ehf | sími: 783-9300 - 783-9301| Email: hotel@hotelbokanir.is | Kt. 590110-1750 Hámenningarferð til St. Pétursborgar og Helsinki 10. – 16. mars 2020 Hótelbókanir.is kynna með stolti glæsilega menningarferð til einnar fallegustu og stór- brotnustu borgar Evrópu, St. Pétursborgar. 6 nætur 7 dagar Verð á mann 249.500* HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 Þóttist vera sextán ára piltur Gemma Watts, 21 árs gömulbresk kona, kom fyrir dómá föstudaginn en hún er ákærð fyrir að hafa misnotað fjórar unglingsstúlkur kynferðislega með því að þykjast vera sextán ára gam- all piltur. Watts játaði sök og á yfir höfði sér fangavist. Alls er um sjö brot að ræða gegn stúlkunum fjór- um, þremur fimmtán ára og einni fjórtán ára. Fram hefur komið að lögregla telur brotin mun fleiri, allt að fimmtíu. Misalvarleg þó. Ferðaðist með lestum Að sögn Press Association- fréttaveitunnar ferðaðist Watts með lestum vítt og breitt um landið og kynntist stúlkum sem töldu sig eiga vingott við pilt á sínu reki. Watts batt sítt hár sitt í snúð og gekk um með hafnaboltahúfu og í jogginggalla með hettu í þeim til- gangi að sannfæra stúlkurnar um að hún væri í raun hinn sextán ára gamli „Jake Waton“. Hún mun hafa notað samfélagsmiðlana Snapchat og Instagram til að hafa uppi á stúlkum á aldrinum fjórtán til sex- tán ára. Watts skiptist á mynd- böndum við stúlkurnar og sló þeim gullhamra til að freista þess að nálg- ast þær. Í einhverjum tilvikum munu viðkvæmar ljósmyndir hafa skipt um hendur. Á endanum hitti Watts síðan stúlkurnar undir fjögur augu og lét þá til skarar skríða. Sannfærandi framganga Í breskum fjölmiðlum kemur fram að öll fórnarlömb Watts hafi verið sannfærð um að þau ættu í sam- bandi við pilt á táningsaldri þangað til lögregla steig inn í atburðarásina. Hermt er að framganga Watts, sem býr með móður sinni í Lundúnum, hafi verið mjög sannfærandi og að hún hafi jafnvel varið tíma með for- eldrum sumra stúlknanna sem „Jake“. „Þetta hefur breytt lífi allra fórn- arlambanna,“ hefur blaðið The Inde- pendent eftir talsmanni Lundúna- lögreglunnar, Phillipu Kenwright. „Stúlkurnar töldu sig allar vera í sambandi við táningspilt en komust að því að það var í raun og veru kona. Í sumum tilvikum var um fyrsta samband að ræða. Hún hafði þær að ginningarfíflum. Mörg þess- ara fórnarlamba eru ung og sak- laus,“ segir Kenwright. Hún á fastlega von á því að fleiri fórnarlömb stígi fram nú þegar Watts hefur verið afhjúpuð og gerir því skóna að þau geti verið á bilinu tuttugu til fimmtíu talsins í það heila. „Ég held að hún hafi verið að leggja snörur sínar fyrir fleiri fórn- arlömb á samfélagsmiðlum en þar er saga hennar mjög trúverðug,“ segir Kenwright. Ábending frá læknum Lögregla fékk fyrst ábendingu frá læknum um eldri pilt sem væri kyn- ferðislega virkur með ungum stúlk- um. Þegar hún hafði hendur í hári Watts kom í ljós að um konu var að ræða. Watts játaði við yfirheyrslu að hafa sofið hjá þremur fyrstu fórnar- lömbunum en var látin laus úr haldi meðan rannsókn stóð yfir. Hún náðist svo með fjórða fórnar- lambinu en það var ekki fyrr en lög- regla var að skutla „Jake“ heim til Lundúna að menn áttuðu sig á teng- ingunni. Var Watts þá færð aftur í járn. Hún var ákærð í september síð- astliðnum og í nóvember játaði hún sekt sína. Ekki liggur fyrir hversu lengi Watts þarf að dúsa í dýfliss- unni. Gemma Watts til vinstri og Watts sem Jake Waton til hægri. Lundúnalögreglan/PA Gemma Watts, 21 árs gömul kona frá Lund- únum, sem þóttist vera sextán ára piltur og áreitti ungar stúlkur kynferðislega, á yfir höfði sér fangavist í Bretlandi eftir að upp komst um hana. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.