Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 20
Sandra Björg Helgadóttir ersannarlega jákvæð og orku-mikil kona sem veit hvað hún vill. Hún féllst á að hitta blaðamann í vikunni og segja frá sínum hugðar- efnum; líkamlegri og andlegri heilsu. Sandra er með BS-próf í iðnaðarverk- fræði og hyggur á MBA-nám í haust en þessa dagana þjálfar hún fólk, dansar og heldur námskeið og fyrir- lestra. „Eftir námið vann ég lengi hjá Öl- gerðinni í viðskiptatengdum verk- efnum, lengst af í markaðsdeildinni, og fann að það átti betur við mig en það sem ég lærði í verkfræðinni, þótt námið sé vissulega góður grunnur. Ég hætti hjá Ölgerðinni fyrir jól, en hafði reyndar hætt áður fyrir tveimur árum, þegar ég stofnaði Absolute Training. Sú sem tók við af mér varð svo fljótlega ólétt svo ég fór til baka í Ölgerðina eftir árs pásu. Síðasta árið var ég því í 200% vinnu,“ segir Sandra og hlær. Hræðileg í fótbolta Sandra segist hafa stundað hreyfingu allt sitt líf. „Mamma og pabbi voru dugleg að láta okkur systkinin prófa allt. Mamma gæti örugglega sagt þér hversu vandræðalegt það var að standa á hliðarlínunni og horfa á mig spila fótbolta. Ég var hræðileg í fót- bolta,“ segir hún og brosir. „Ég er mjög léleg í svona átökum, eins og átökum um boltann. Ég lét andstæðinginn gjarnan bara hafa hann,“ segir hún hlæjandi. „Ég dáist að foreldrum mínum fyr- ir að hafa látið mig prófa mig áfram endalaust en það var ekki fyrr en ég fór í fimleika og dans að ég fann mína hillu. Ég bjó sem barn í Danmörku og fór þar níu ára gömul í fimleika. Þeg- ar ég kom heim ellefu ára var það dansinn sem heillaði og ég fann mig vel hjá Stellu Rósinkranz og hef elt hana síðan ég var unglingur. Hún er einn flottasti dansari sem við eigum,“ segir hún. „Ég hef verið að æfa hjá henni og kenna síðan 2008. Ég var að byrja aft- ur að kenna dans núna í nóvember eftir smá pásu. Ég og vinkona mín Tara Sif Birgisdóttir kennum nám- skeið sem heitir Dans Fit og er kennt í Dansstúdíói World Class. Við erum með sömu rútínu í byrjun, upphitun, en kennum svo alltaf nýjan dans í hverri viku. Þá er dansað í fjörutíu mínútur og svitnað!“ segir hún. „Dansinn hefur haldið mér á hreyf- ingu en ég hef líka verið í herþjálfun, crossfit og svo hef ég kennt spinning lengi. Ég féll mest fyrir spinning, fyr- ir utan dansinn.“ Hvað er svona gaman við það að sitja á hjóli inni í sal? „Fyrir mér er það tónlistin og takt- urinn. Ég er alin upp við mikla tónlist. En ég man að þegar ég fór í fyrsta spinningtímann minn hugsaði ég að ég færi aldrei aftur. Ég held að flestir upplifi það. Maður þarf að komast yf- ir það tímabil að hata spinning, því fyrst hatar maður það en fær svo fíknina,“ segir hún og hlær. Endar með tryllingi Dansinn hefur alltaf verið eitt af því skemmtilegasta sem Sandra veit og var hún því ekki lengi að ákveða að skella sér í prufur hjá Rigg- viðburðum þegar auglýst var eftir dönsurum í Tinu Turner-heiðurssýn- ingu sem sett var upp í Hörpu og á Akureyri vorið 2015. „Við vorum á endanum fjórar sem vorum valdar til að dansa. Þetta var sýning með fimm söngkonum og fjórum dönsurum og heilli hljómsveit,“ segir Sandra, en ein af söngkonunum, Bryndís Ás- mundsdóttir, hélt áfram að koma fram í einkaveislum og syngja lög Tinu. Sandra og Tara Sif fylgja henni sem dansarar. „Við höfum verið á árshátíðum, þorrablótum, brúðkaupum og alls kyns veislum að skemmta í fjögur, fimm ár. Þetta hefur gengið mjög vel og er það skemmtilegasta sem ég geri í lífinu! Á tímabili var ég farin að vinna allt of mikið og setti mér þá reglu að vinna ekki um helgar, en þetta er eina undantekningin. Þetta er ekki eins og vinna af því þetta er svo gaman. Bryndís er svo ótrúleg að hún fær alla með sér í stuð; það endar alltaf með að það tryllist allt, jafnvel á elliheimilum,“ segir hún og hlær. „Hún nær öllum upp úr sætinu; al- gjör orkusprengja. Á næstu mán- uðum erum við bókaðar í átta sýn- ingar, þannig að það er nóg að gera.“ Andleg og líkamleg heilsa Góð líkamleg heilsa er gulli betri en Sandra vildi finna leið til að geta unn- ið með líkamlega og andlega heilsu samtímis. Hún fann því upp á pró- Hin tæplega þrítuga Sandra Björg Helga- dóttir hefur komið víða við þegar heilsan er annars vegar. Dans, spinning, crossfit, jóga, líkamsrækt og andleg heilsa er efst á blaði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmynd/Helgi Ómarsson Dansinn það skemmtilegasta Sandra og Tara Sif hafa dansað í Tinu Turner-sýningu þar sem Bryndís Ás- mundsdóttir syngur lög Tinu og heldur uppi svaka stemningu. „Dansinn hefur haldið mér á hreyf- ingu en ég hef líka verið í boot-camp, crossfit og svo hef ég kennt spinning lengi. Ég féll mest fyrir spinning, fyrir utan dansinn,“ seg- ir Sandra Björg. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 LÍFSSTÍLL Opnaðu fyrir hönnun á heimilið Randi hurðarhúnarnir eru margverðlaunaðir fyrir ný- sköpun, stílhreina hönnun og gæði. Hönnunin byggir á gömlum grunni, en Randi var stofnað í Danmörku árið 1878. Fjölmargar þekktar hönnunarstofur hafa komið að hönnun hurðarhúnanna, meðal annars AART designers, Friis & Moltke og C.F. Møller. Randi Komé Svartur Hönnuður: C.F. Möller Randi Komé Kopar Hönnuður: C.F. Möller SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.