Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 19
komið lærði ég jákvæða sálfræði, sem er diplómanám á meistarastigi. Þetta nám hefur nýst mér vel í mínum hönnunarverkefnum. Í dag hugsa ég mikið um hvernig hönnun kem- ur til með að gera líf fólks betra með tilliti til hamingju og vellíðanar. Það hafa verið gerð- ar margar áhugaverðar rannsóknir á því hvernig jákvæð sálfræði og hönnun tengjast. Litaval, lýsing, lofthæð, útsýni, hljóðvist, form á húsgögnum hefur áhrif á líðan fólks, það eru svo sem ekki ný vísindi, en mér finnst mikilvægt að horfa til þessara þátta í minni hönnun. Ég hef verið heppin með verkefni og við- skiptavini og hef fengið mörg stór verkefni tengd ferðaþjónustu. Þegar upp er staðið er draumur minn að glíma við krefjandi verk- efni. Í kjölfar aukinnar reynslu treysta við- skiptavinir mér til að ná því besta út úr hönn- uninni. Gagnkvæmt traust og virðing gerir starfið ánægjulegt og í þannig samstarfi næst besta útkoman fyrir alla.“ Veggfóðrið gerir herbergið hlýlegra. Á gólfunum er fiskibeina- parket sem passar vel við veggfóðraða veggi, stíflakk- aðar hurðar og hurð-akarma. Varstu lengi að vinna þetta verkefni? „Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2015 en hótelið var opnað 2017. Hönnun stendur enn yfir og á næsta ári verður opnað baðhús. Fyrstu gestirnir gistu á hótelinu haustið 2016 áður en það var opnað. Þeir voru í hestaferð og fengu að skoða hótelið. Þeir voru með fjór- ar svítur bókaðar á öðru lúxushóteli í ná- grenninu en vildu endilega gista í Skálakoti og það varð úr að fjögur herbergi voru útbúin í hvelli.“ Finnst þér áherslur vera að breytast í inn- anhússhönnun? „Hönnun er alltaf að þróast og það er mjög mikill munur á áherslum í hönnun. Fyrir mér skiptir máli hvar byggingin er staðsett, er hún í borg eða úti á landi og einnig skiptir aldur, saga og útlit hússins máli. Ég hefði ekki farið þessa leið í hönnuninni á Skálakoti ef þetta væri nýbygging í Reykjavík í nú- tímalegum stíl. Maður verður að aðlaga sig hverju verkefni fyrir sig og passa sig á að hönnunin og hvert verkefni hafi sína sér- stöðu. Mér finnst mikilvægt að ferðamenn upplifi í minni hönnun eitthvað séríslenskt, eitthvað sem þeir finna ekki erlendis. Fágæt- isferðamennska hefur aukist á Íslandi og ég held að við eigum að skapa okkur sérstöðu með hönnun og ekki eltast við tískustrauma úti í heimi. Fyrsta verkefnið mitt eftir út- skrift árið 2009 var innanhússhönnun á Hannes Boy Cafe á Siglufirði, en sú hönnun er í gamaldags stíl og í anda hússins,“ segir Elín. Hvað drífur þig áfram í þinni vinnu? „Það eru forréttindi að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt. Vinnan mín er jafn- framt áhugamál mitt og mér finnst oft og tíð- um ég ekki vera í vinnunni.“ Hvernig ertu að þróast sem innanhúss- arkitekt? „Ég tók master í innanhúss- og upplif- unarhönnun í Mílanó í kjölfarið á grunnnám- inu í innanhússhönnun. Svo þegar heim var Hótelið passar vel inn í umhverfið. Veitingasalurinn er hlýlegur með vegg- fóðruðum veggjum og með gerð- arlegum húsgögnum í breskum stíl. Mjúkir litir mæt- ast í herberginu. 12.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.