Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 LESBÓK LOFTSLAGSMÁL Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum eftir að gamla rokktröllið Meat Loaf, eða Kjöthleifur, greindi frá því í samtali við breska blað- ið Daily Mail á dögunum að hann fyndi til með loftslags- frömuðinum Gretu Thunberg vegna þess að hún hefði verið heilaþvegin. Thunberg svaraði um hæl á Twitter og sagði loftslagmál hvorki snúast um sig, Kjöthleif né stjórnmál. Þau snerust um vísindalegar staðreyndir. Undir þau ummæli tók dóttir söngvarans, Amanda Aday, og bætti við að hún deildi ekki sjónarmiðum hans í loftslagsmálum. Gamli leðurbarkinn og Íslandsvin- urinn Sebastian Bach, sem í eina tíð var í Skid Row, greip þann bolta á lofti og sagði að það væru þeir sem tryðu ekki á loftslagsbreytingar sem væru heilaþvegnir. Vorkennir Thunberg Kjöthleifur hress að vanda. AFP KVIKMYNDIR Kristen Stewart fær glimr- andi góða dóma í breska blaðinu The Guardi- an fyrir túlkun sína á stallsystur sinni Jean Seberg í kvikmynd um líf þeirrar síðar- nefndu sem kallast einfaldlega Seberg. Sér- stök áhersla er á tímabilið þegar leikkonan studdi hin róttæku samtök Black Panthers og átti í sambandi með aðgerðasinnanum Hakim Jamal sem Anthony Mackie leikur. Rýni þyk- ir myndin sjálf, sem Benedict Andrews leik- stýrir, á hinn bóginn missa marks; segir hana um margt gallaða og gefur henni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum. The Independ- ent gefur sömu einkunn. Stewart þykir góð sem Jean Seberg Kristen Stewart kemst vel frá sínu í myndinni. AFP Courteney Cox hefur engu gleymt. Cox í Modern Family Sjónvarp Courteney Cox, sem frægust er fyrir að hafa leikið Mo- nicu í hinum ástsæla gamanþætti Vinum, mun bregða fyrir í lokaserí- unni af Modern Family, öðrum vin- sælum bandarískum gamanþætti sem mun renna sitt skeið á enda á árinu sem er nýhafið. Mun hún þar leika sjálfa sig, ef svo má að orði komast, í senu þar sem sparkgoðið David Beckham kemur einnig við sögu. Lítið hefur farið fyrir Cox undanfarin ár en í fyrra átti hún þó stórleik sem áfengissjúk leikkona í spédramanu Shameless. Beckham hefur ekki verið þekktur fyrir leiksigra fram að þessu en mögu- lega breytist það nú. Eða ekki. Ég kom fyrst að þessu verkefnisem framleiðandi fyrir umtveimur árum og hef verið mjög virkur í öllu ferlinu síðan. Það var því mjög skemmtilegt að fá tæki- færi til að spreyta sig sem leikstjóri líka,“ segir Davíð Óskar Ólafsson en hann leikstýrir þáttum þrjú og fjög- ur í glæpaseríunni Broti og er sá seinni á dagskrá RÚV í kvöld, sunnudagskvöld. Það er Þórður Pálsson kvik- myndaleikstjóri sem á hugmyndina að Broti en hann leikstýrir sjálfur fjórum þáttum af átta. Þriðji leik- stjórinn er Þóra Hilmarsdóttir. „Þórður talaði upphaflega við fram- leiðslufyrirtækið Truenorth en þar sem við hjá Mystery Productions höfum verið í samstarfi við þá und- anfarin fjögur ár þá kom ég snemma inn í verkefnið sem framleiðandi. Meðal þess sem ég tók þátt í var að þróa söguna ásamt fleirum sem var mjög skemmtileg vinna. Eins hæfi- leikaríkur og Þórður er þá er hann að stíga sín fyrstu skref í faginu og þess vegna var ákveðið að fá fleiri leikstjóra að borðinu, eins og tíðkast með sjónvarpsseríur, bæði hér heima og erlendis. Nokkrir leik- stjórar hafa til dæmis skipt Ófærð- Viljum hafa fyrir hlutunum Davíð Óskar Ólafsson, sem leikstýrir tveimur þáttum af Broti og er einn af framleiðendum serí- unnar, hefur tröllatrú á verkefninu og vonar að viðtökur erlendis verði til þess fallnar að opna fleiri dyr fyrir vandað íslenskt sjónvarpsefni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Nína Dögg Filippusdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Björn Thors í Broti. Það er skammt stórra högga á milli hjá Davíð og Mystery Produc- tions en nýjasta myndin sem fyrirtækið framleiðir, Gullregn eftir Ragnar Bragason, var frumsýnd á föstudaginn. Hann er bjartsýnn á viðtökur. „Á forsýningunni sat ég úti í sal í fyrsta skipti á mynd sem ég framleiði og viðtökur voru vonum framar; mikið var hlegið og meira en maður bjóst við. Gullregn gæti hæglega gert góða hluti.“ Spurður um útrás þess verkefnis upplýsir Davíð að leit standi nú yfir að sölufyrirtæki. „Við vildum bíða þangað til myndin yrði tilbú- in áður en við héldum af stað í þá vegferð en erum nú byrjaðir að senda hana á erlend sölufyrirtæki. Annar möguleiki er sá að við gerum þetta sjálfir. Við sjáum hvað setur.“ Næsta sjónvarpsverkefni Mystery er væntanlega Fangar 2. Hand- rit er svo gott sem tilbúið, að sögn Davíðs, og unnið er að því að klára fjármögnun. Þá eru þrjár kvikmyndir í pípunum hjá fyrir- tækinu: Konur eftir skáldsögu Steinars Braga í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur; The Hidden í leikstjórn Þórhalls Sævarssonar en sú mynd verður á ensku en tekin upp hér á landi; og loks er það mynd eftir Davíð sjálfan, sem hefur vinnuheitið Midnight en ekki liggur fyrir hvort hún verður á íslensku eða ensku. Bjartsýnn á gengi Gullregns Útivist & ferðalög innanlands NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 27. janúar. SÉRBLAÐ Glæsilegt sérblað um Útivist og ferðalög fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. janúar Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.