Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 29
arseríunum á milli sín,“ segir Davíð. Ýmsir komu til álita en það var yf- ir hádegisverði á Múlakaffi að Þórð- ur og Davíð horfðu hvor á annan og mæltu svo til samstundis: En þú? En ég? „Eftir á að hyggja blasti það við. Ég var búinn að vera á kafi í verk- efninu í tvö ár, þekkti efnið út og inn og vissi nákvæmlega hvert Þórður vildi fara með það. Mér leið aldrei eins og ég væri að leikstýra annarra manna verkefni,“ segir Davíð, sem leikstýrði meðal annars kvikmynd- inni Bakk ásamt Gunnari Hanssyni árið 2015. Á að vera afþreying Davíð segir það alls ekki hafa verið flókið að vera með bæði leikstjóra- og framleiðandahattinn í Broti enda hafi aðstandendur seríunnar frá upphafi gengið í takt og vitað hverju þeir vildu ná fram með henni. „Brot á að vera afþreying. Popp og kók. Tempóið er hraðara en við þekkjum úr íslenskum glæpaseríum og okkur fleytt hratt gegnum söguna.“ Að sögn Davíðs unnu leikstjór- arnir þrír náið saman. „Við sátum ófáar klukkustundirnar saman og krufðum hvern þátt fyrir sig. Þetta var samstillt átak og við Þóra kom- um með hugmyndir fyrir þættina sem Þórður leikstýrði og öfugt. Þetta var virkilega gaman og gef- andi. Þegar verklagið er með þess- um hætti kemur hver leikstjóri gjarnan með sinn tökumann en í Broti hvíldi sú vinna öll á herðum Árna Filippussonar. Það kom því oft og tíðum í hans hlut að passa upp á sjónrænu hliðina og Árni skilaði frá- bæru verki.“ Davíð kveðst hæstánægður með heildarútkomuna. „Við erum með mjög sterkt efni í höndunum, ekki síst vegna þess hversu vel við nostr- uðum við söguna og góður tími var tekinn í æfingar með leikurunum. Tökur frestuðust um einn og hálfan mánuð, sem var pirrandi á þeim tíma, en þegar upp er staðið varð það bara til þess að gera þættina enn þá betri. Enn meiri tími gafst til æf- inga og undirbúnings.“ Eins og fram hefur komið hefjast sýningar á Broti í Bretlandi og Dan- mörku áður en sýningum lýkur hér heima, annaðhvort í janúar eða snemma í febrúar. „DR og BBC stefna að því að vera búin að klára seríuna áður en hún kemur inn á Netflix sem má setja hana í loftið frá og með 1. mars. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þáttunum verður tekið erlendis.“ Allir vissu af Valhalla BBC kynnti þættina sérstaklega á vefsíðu sinni í desember og segir Davíð það hafa haft mikil áhrif. „Ég var nýlega á fundi með stórum að- ilum úr sjónvarpsbransanum í Lond- on og þar vissu allir um hvað maður var að tala þegar Brot, eða The Val- halla Murders, eins og serían kallast ytra, bar á góma.“ Davíð er ekki í minnsta vafa um að mikil sóknarfæri séu fyrir íslenskt sjónvarpsefni erlendis, einkum glæpaþætti. „Ófærð og Fangar hafa plægt akurinn og nú er það undir okkur komið að hamra járnið og skila áfram góðu og söluvænlegu efni, eins og Danir hafa gert und- anfarin ár og misseri. Vonandi opnar Brot fleiri dyr, ekki bara fyrir okkur sem að þáttunum stöndum, heldur íslenskt sjónvarpsefni almennt.“ Davíð segir seríur eins og Brot þurfa að sækja um helming fjár- magnsins til útlanda, eigi að halda í þau viðmið sem sett hafi verið með Óærð og Föngum. Í dag sé það vel raunhæft en alls ekki sjálfgefið. „Auðvitað viljum við frekar leggja upp seríu og sækja svo ráðstöf- unarféð í stað þess að laga seríu að ráðstöfunarfénu. Þýskaland og Frakkland eru stærstu markaðirnir en eðli málsins samkvæmt kaupa þau lönd ekki margar íslenskar serí- ur á ári. Þess vegna þarf að leita annað og það gengur alltaf betur og betur. Netflix fjármagnar til dæmis 40% af Broti og ný sería Baltasars Kormáks, Katla, verður að óbreyttu fyrsta íslenska serían sem Netflix fjármagnar að fullu. Það þýðir samt ekki að einhver gullöld sé runnin upp varðandi fjármögnun á íslensku sjónvarpsefni erlendis. Þetta er enn þá hark. Og verður. Möguleikarnir eru hins vegar orðnir fleiri en áður. Það hefur breyst. Annars má þetta auðvitað ekki verða of auðvelt; er það ekki eðli okkar Íslendinga að vilja hafa fyrir hlutunum?“ Davíð Óskar Ólafsson segir leikstjóra Brots hafa unnið mjög náið saman. Morgunblaðið/RAX 12.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 GÓÐGERÐ Dee gamli Snider, söngvari glysmálmbandsins Twisted Sister, skellti sér í búninginn fræga sem hann klæddist á albúmi plöt- unnar Stay Hungry, sem kom út árið 1984, til að vekja athygli á skógar- eldunum í Ástralíu. Þótti kappinn taka sig vel út enda lítið breyst og hefur ekki bætt á sig grammi í milli- tíðinni. Fjöldi tónlistarmanna hefur lagt lóð sitt á vogarskálarnar og gef- ið fé til hjálparstarfsins í Ástralíu, svo sem Metallica, Kylie Minogue og Elton John. Vekur athygli á skógareldunum Dee Snider í 36 ára gömlum búningi. Instagram BÓKSALA 1.-7. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Ketóflex 3-3-1 Þorbjörg Hafsteinsdóttir 2 Almanak Háskóla Íslands 2020 Þorsteinn Sæmundss./Gunn- laugur Björnss./Jón Árni 3 Bettý Arnaldur Indriðason 4 Svínshöfuð Bergþóra Snæbjörnsdóttir 5 Bókmenntir í nýju landi Ármann Jakobsson 1 Leðurjakkaveður Fríða Ísberg 2 Til þeirra sem málið varðar Einar Már Guðmundsson 3 Mislæg gatnamót Þórdís Gísladóttir 4 Til í að vera til Þórarinn Eldjárn 5 Heiðin Bjarki Bjarnason 1 Dagbók Kidda klaufa 11 – allt á hvolfi Jeff Kinney 2 Dagbók Kidda klaufa – Randver kjaftar frá Jeff Kinney 3 Ofurhetjur í einn dag Anna Guðrún Steinsen 4 Leitið og finnið – hvolpasveitin 5 Gurra grís – ég elska þig mamma Neville/Mark 6 Leyndarmál Lindu – sögur af ekki-svo-góðri ástarsorg Rachel Renée Russell 7 Tímakistan Andri Snær Magnason Allar bækur Ljóðabækur Barnabækur Um daginn bankaði upp á heima hjá mér ungur maður, Ægir Þór. Hann sagðist vera farandskáld og seldi mér nýjustu ljóðabókina sína, Bullið. Hún er smellin. Mér finnst til að mynda óborg- anlegt að geta ekki tekið kvíða- stillandi lyf af því að þau valdi manni áhyggjum! Ég sótti seinna upplestur hjá honum til að fá bókina áritaða og þar lásu fleiri ung- skáld úr sínum ljóðabókum. Brynja Hjálms- dóttir og Harpa Rún Kristjáns- dóttir hreyfðu mest við mér og ég keypti í kjölfar- ið bækur beggja, Okfrumuna og Eddu. Báðar fantagóðar, sér- staklega sú síðarnefnda, enda fengu þrír heppnir hana frá mér um jólin. Ég er á leið til Buenos Aires og þess vegna hef ég gluggað í smásög- ur Jorges Luis Borges. Sumar þeirra eru of absúrd fyrir mig, einkum þær sem eru skrifaðar eins og bókmenntagagnrýni, en þær sem hafa einhvers konar þráð sem ég get greint og haldið í finnst mér góðar. Hugmynda- flugið er ævintýralegt. Nýlega fengum við að hitta George Clooney við kvikmynda- tökur á Vatnajökli. Það lá því beint við að lesa í kjölfarið bókina sem myndin er byggð á, Good Morning, Midnight. Hún gerist annars vegar í geimfari og hins vegar í afskekktri rannsóknarstöð út við heimskaut. Á hvorugum staðnum er nokkurt samband við umheiminn og við höfum óljósa hugmynd um að einhverjar skelfi- legar hamfarir eða hörmungar hafi riðið yfir jörð- ina. Talandi um hörmungar þá hef ég líka verið að lesa dálítið um áföll og mótlæti. Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl, sem lifði af fangabúðir nasista, er auðvitað fræg. Hann var sálfræðingur og lagði höfuð- áherslu á mikilvægi tilgangs, sem hann sagði að gæti verið þrenns konar: starf eða sköpun, upplifun eða tengsl, eða að takast á við þjáningu. Umhugsunarvert! – Einnig las ég bókina Dauðinn, sorgin og von- in eftir danskan prest um hvernig hann tókst á við að missa son sinn, tengdadóttur og tvö barna- börn í flóðbylgj- unni á Taílandi. Jólaskáldsög- urnar hjá mér voru Tilfinn- ingabyltingin, Að- ferðir til að lifa af og Svínshöfuð, sem eru allar góð- ar en höfðuðu til mín í þeirri röð. Ég teygaði síðan Skjáskot Bergs Ebba af áfergju eins og hressandi svaladrykk; hann er frábær penni. Klopp er svo næstur á dagskrá! ÓLAFUR TEITUR ER AÐ LESA Skáld knúði dyra Ólafur Teitur Guðnason er aðstoðar- maður ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra. Hugsum áður en við hendum! www.gamafelagid.is 577 5757

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.