Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 18
svítur, tvö einstaklings- herbergi og tíu tveggja manna herbergi. Á hótelinu er veitingastaður, hestaleiga og á næsta ári verður opnuð þar baðstofa. „Öll herbergin eru mis- munandi að lögun og útliti. Ég vildi að gestir gætu kom- ið ár eftir ár og valið um mismunandi herbergi og fengið nýja upplifun í hverri ferð. Bestu meðmælin eru þegar gestir vilja helst ekki yfirgefa hótelið og framlengja dvölina, en það er býsna algengt. Mér þótti mikilvægt að allt á hótelinu væri einstakt fyrir hótelið. Ég hannaði því öll hús- gögn og lét smíða hér bæði hér heima og er- lendis. Minnstu smáatriði skiptu máli og ég lét framleiða hnífapör sérstaklega fyrir hót- elið, einnig hannaði ég gólfteppi í anda hót- elsins,“ segir hún. Það er mikið að gerast í hverju rými. Hver er galdurinn við að blanda saman ólíkum efn- um og áferð án þess að það verði of mikið? „Það er mikilvægt að sama þema haldi sér í gegnum allt hótelið og það sé samræmi í hönnuninni. Allt þarf að lokum að tóna sam- an. Grunnurinn í öllum herbergjum er sá sami, gegnheilt eikarparket með fiskibeina- munstri, öll loft eru máluð í sama lit og bað- herbergin öll eins. Þegar ég hanna þá er ég mjög fljótlega búin að sjá fyrir mér hver lokaniðurstaðan er, hvernig verkefnið kemur til með að líta út fullgert. Stundum virðist litavalið vera úr öllu samhengi, en málararnir eru farnir að þekkja mig og vita að þegar allt er komið saman var ástæða fyrir að ég valdi þennan ákveðna lit. Breytingar eru kostn- aðarsamar og það er mikilvægt að vera með allt fyrir fram ákveðið þannig að það þurfi ekki að gera kostnaðarsamar breytingar á verkferlinu,“ segir hún. Til þess að fullkomna heildarmyndina fór Elín utan ásamt eigendum hótelsins þar sem það sem vantaði upp á var keypt. „Við keyptum veggfóður og alla inn- anstokksmuni fyrir hótelið mörgum mán- uðum áður en vinna að innan hófst. Hús- gögnin voru valin í hvert herbergi fyrir sig í þeim lit sem passaði við lit á málningu, vegg- fóður, efni á rúmbotnum, púðum, gardínum og ábreiðum. Að lokum voru eigendur og við- skiptavinir ánægðir með útkomuna og það er það sem skiptir mig mestu máli.“ Áður en Elín hannaði Skálakot hannaðihún veitingastaðinn Fákasel. Þegar eigendur Skálakots, Guð- mundur og Jóhanna, komu á þann veit- ingastað höfðu þau samband og báðu Elínu að hanna fyrir sig hótel. „Sveinn Ívarsson hannaði húsið sem passar fullkomlega inn í umhverfið. Þegar ég keyrði upp að byggingunni og áður en ég kom inn í hana vissi ég hvaða stefnu ég vildi taka varð- andi innanhússhönnun. Þeirra hugmyndir og mínar fóru vel saman og hófst farsælt sam- starf sem stendur enn yfir. Hönnunin er í gamaldags stíl sem hæfir húsinu og staðsetn- ingunni. Markmiðið var strax í upphafi að gestir upplifðu að þeir væru staddir á íslensk- um sveitabæ. Það er mikil áhersla á rólegt og afslappað andrúmsloft í fallegu umhverfi. Hótelið er „boutique“ hótel sem felur í sér að það eru fá herbergi á hótelinu, lúxus og mikið lagt upp úr hönnun og upplifun. Þegar ég tók við hönnuninni var hótelið, sem er ný- bygging, tilbúið til innréttingar. Það fólst því mikil áskorun í að hanna hótelið í gamla stíln- um og finna innanstokksmuni sem pössuðu inn á hótelið,“ segir Elín. Á hótelinu eru alls fjórtán herbergi, tvær Hér er herbergið málað í blágráum lit. Loftin eru hvít með svörtum bitum. Mikið lagt upp úr hönnun og upplifun Elín Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt fékk það verkefni að hanna hótelið Skálakot sem er við Hvolsvöll. Gamaldags stíll ræður ríkjum á hótelinu og er hlýleikinn í forgrunni. Marta María mm@mbl.is Elín Þorsteinsdóttir Í þessu glæsilega herbergi er hægt að liggja í baði og hafa það huggulegt á meðan. Munstraðar gólfflísar og veggfóðraðir veggir fara vel saman. Herbergin á hótelinu eru hlýleg. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 LÍFSSTÍLL FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.