Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 nýrra kynslóða finnst það jafnvel sér til trafala að nota íslenska tungu?“ – Fer þá lítið fyrir voninni? „Til eru menn sem trúa á snilld mannsandans í tæknilegum efnum og orkumálum. Menn sem trúa á „cold fusion“, sjálfkeyrandi bíla og fleiri tæknigaldra. Kannski er það eitthvað til að byggja á. Ástandið er heldur ekki eins slæmt og það sýnist í fjölmiðlum, þar sem góðar fréttir eru varla til, nema helst þegar við vinnum landsleik. Manndráp eru miklu meira spennandi frétt, ekki síst þegar stórveldi eiga í hlut, og leggja undir sig fréttavíddirnar dögum saman. Ekki alls fyrir löngu var ég tepptur á hóteli í Hollandi og horfði á sjónvarpið meðan ég beið. Allar stöðvar voru með sömu fréttirnar utan úr heimi, eina eða tvær, og svo eina lókal frétt. Það er eins og allir séu að bíða eftir því sama, eins og þegar Reagan og Gorbatsjov réðu ráðum sínum í Höfða um ár- ið. Sjálfur reyni ég að stilla mig um að sökkva mér í svartagallsraus, allt var betra í gamla daga og þar fram eftir götunum, auðvitað er margt betra í dag. Það er hins vegar áberandi að þegar menn villast af leið þá eru hagkerfin svo öflug að menn skilja eftir sig feikna djúp spor og raska svo mörgu. Ég er að verða 85 ára og þegar mað- ur er kominn á þann aldur þá fara margir hlutir að fjarlægjast. Einu sinni heimsótti ég Göggu vinkonu mína Lund á elliheimili, hún var þá kom- in um nírætt og hafði á orði að þarna úti væru heilir heimar sem kæmu henni ekki við lengur. Á þeim tíma fannst mér þetta djúpt í árinni tekið hjá Göggu og sór að temja mér aldrei þetta við- horf. En eflaust var margt til í þessu hjá henni. Þegar maður hefur staðið í deilum alla ævi er lík- lega kominn tími til að vera til friðs.“ Hann brosir. – Varla er starfi þínu þó lokið? „Nei, ætli það. Ég gaf seint út mína fyrstu bók, orðinn hálffimmtugur, en hef skrifað einar fimm eftir sjötugt. Núna er ég búinn að skrifa eina til um eitt af stærstu vandamálum mannkynsins í allri sögu þess. Ég segi ekki meira um það í bili enda hefur enginn lesið þá bók nema börnin mín og einn sagnfræðingur er núna með hana til skoðunar. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem ég tekst á við áleitnar spurningar, samanber bókina Glíman við Guð sem ég gaf út fyrir rúm- um tíu árum. Meðan maður paufast eitthvað er maður meira lifandi. Ég hef alltaf verið að lesa allan skrattann og manni hættir til að fara út og suður í lestrinum þegar maður velur sér ekkert fast viðfangsefni. Verkefnin styrkja sjálfsagann og ólíklegustu bækur og ritgerðir koma að haldi í glímunni við þau. Maður tekur svo víða eftir tengingum við það sem sett er í fókus á hverjum tíma.“ Var aldrei duglegur í skömmunum – Þegar þú horfir um öxl var hægt að nálgast átökin í kalda stríðinu með öðrum hætti? „Sjálfur var ég aldrei duglegur í skömmunum. Þegar ég var nýkominn heim frá Moskvu og byrjaður á Þjóðviljanum lenti ég í ritdeilu við Sigurð A. Magnússon, þáverandi ritstjóra Les- bókar Morgunblaðsins, og skrifuðum við greinar á víxl um afstöðubókmenntir, gagnrýni á skoð- anir og fleira. Báðir hlutum við hrós fyrir að salla ekki hvor annan niður með offorsi, Moggafíflið og Þjóðviljafíflið, sem var líklega nýlunda á þeim árum.“ Hann brosir. Árna þykir ekki auðvelt að skilgreina sig í þessum nýja heimi. „Ég tel mig til dæmis vera þjóðernissinna, eins og svo margir af minni kyn- slóð, en frábið mér þá orðræðu að það sé næsti bær við rasisma, eins og menn vilja stundum vera láta. Það er sitthvað, þjóðrækni og þjóð- remba. Ég er líka Rússi vegna námsferils og minna fjölskyldutengsla og að sumu leyti gyð- ingur. Þá hef ég lengi haft mikið dálæti á bæði Ír- landi og Ítalíu og þykir vænt um öll þessi lönd sem ég nefni. Svona er maður alltaf að spila úr sínu tryggðakerfi.“ – Þú segist vera Rússi. Hvar stendurðu gagn- vart Sovétríkjunum í dag? „Ég áttaði mig snemma á því að Sovétríkin voru ekkert fyrirmyndarríki fyrir mig. Á sama tíma átti ég þarna marga vini og mat stöðuna gjarnan út frá þeirra hagsmunum. Það birti að- eins yfir Sovétríkjunum í tíð Krúshjovs og ég var á margan hátt ánægður með Gorbatsjov sem ásetti sér að koma á miklum breytingum í sögu Rússlands án blóðsúthellinga. En hann tapaði á endanum. Mínar tilfinningar gagnvart hruni Sovétríkjanna voru blendnar enda á ég marga vini í Eystrasaltsríkjunum og gladdist fyrir þeirra hönd. Þeir voru endurheimtu sjálfstæði fegnir.“ – Á næsta ári verða þrjátíu ár liðin frá falli Sovétríkjanna. Hvernig finnst þér Rússum hafa reitt af síðan? „Rússar eru mjög misjafnlega settir, aðallega eftir því hvað varð um börnin þeirra eftir um- skiptin. Sumir sjá eftir vissu afkomuöryggi Sov- éttímans meðan aðrir, sem voru heppnari, eru til- tölulega ánægðir. Annars hafa Rússar verið frekar óheppnir gegnum söguna; það er eins og þeir fái alltaf versta tilbrigðið af stjórnarfari sem hugsast getur. Sósíalisminn endaði hjá þeim í Stalín og Gúlagi og kapítalisminn endar í auð- mannastjórn í kringum Pútín og mjög mikilli misskiptingu lífsgæða. Í dag fagna ég öllum já- kvæðum fréttum frá Rússlandi en veit að staðan er snúin. Sumir eru hrifnir af Pútín af því að hann stendur uppi í hárinu á Bandaríkjamönn- um. Það er ein arfleifð kalda stríðsins. Eins og þegar menn standa með Saddam Hussein eða Kínverjum af sömu ástæðum. Óvinir óvinar míns eru vinir mínir, segir gamalt spakmæli. Í mínum huga er það vanhugsað.“ – Sem leiðir okkur að Donald Trump. Hvernig líst þér á hann? „Þar eru allir svo mikið sammála að ég get ómögulega fengið mig til að hóa í lætin. Ég skal þó láta þig hafa eina vísu sem ég orti: Um æðikollinn Donald Duck, mig dreymir nú sem a strike of luck. Og flott það væri ef Forrest Gump fengi öll völd en ekki Trump.“ Beðinn um að horfa yfir hið pólitíska svið kveðst Árni seint verða sáttur við orðinn hlut og mannkynssöguna yfirhöfuð. Það verði alltaf ærið verkefni að huga að misskiptingu lífsgæða. „Það er mikil ringulreið og ráðleysi í herbúðum vinstrimanna í heiminum. Þeir þurfa að bregðast við ofurvaldi þessara örfáu ofboðslega ríku og verja velferðarkerfið en finna ekki lausnir sem um munar. Mönnum virðist fyrirmunað að koma sér upp sterkri og samstilltri pólitík, eins og sést á hnignun sósíaldemókrata í Evrópu. Þeir bundu einatt traust sitt við menntun sem lyftir öllum bátum en þegar allir eru komnir í háskóla er ekki pláss fyrir alla í góðum störfum. Og þeir sem ekki komast að eru eftir skildir og geta auðveld- lega orðið fóbíum og lýðskrumi að bráð. Það er ekki bjart umleikis í þessum herbúðum.“ Flokkar eru klofnir – Hvernig finnst þér vinstri-grænum hafa vegn- að í stjórnarsamstarfinu? „Ég veit það ekki. Satt best að segja. Ég hef fyrir þónokkru komist að þeirri niðurstöðu að maður geti ekki fundið pólitíska hreyfingu sem maður er fullkomlega ánægður með. Við erum að sumu leyti haldin þeim misskilningi að stjórn- málamenn geti gert meira en þeir hafa afl til. Staðreyndin er hins vegar sú að flokkar eru klofnir og hafa ekki sömu völd og áður; sumir hafa ekki nema brot af því fylgi sem þeir gátu áratugum saman gengið að vísu. Það er gott og gilt að setja umhverfismál á oddinn, eins velferð- armál, en hvorki hér né annars staðar er sterk og vel mótuð stefna í boði. Vel má vera að menn séu til dæmis sammála um að draga úr óþarfa neyslu og framleiðslu. En hvernig á að gera það? Það er óleystur vandi. Hver á til dæmis að segja hvað er óþarft og hvað ekki? Við gömlu vinstrimennirnir vildum verða við eðlilegum og nauðsynlegum þörfum manna og eftir klukkan fimm á daginn áttu menn að geta verið með sínum nánustu eða stundað list og menningu, eins og segir í Dúfna- veislunni. Við flöskuðum á hinn bóginn á því að ekkert er til sem heitir eðlilegar þarfir. Þær er hægt að framleiða og gróðursetja eins og annað. Þegar ég var að vaxa úr grasi þótti ekki sjálfsagt að eiga bíl en núna þurfa allir að eiga bíl, helst tvo. Einu sinni sem oftar var ég á kvöldvakt á Þjóðviljanum með Magnúsi Kjartanssyni og þá spurði hann mig: Af hverjum erum við að þræla okkur hérna út fram á nótt? Er það til þess að allir verkamenn landsins geti eignast bíl?“ – Ein spurning að lokum. Ef kosið yrði til Al- þingis á morgun, hvaða flokk myndir þú kjósa? Myndirðu ef til vill ekki greiða atkvæði? „Jú, ég myndi kjósa. Ég hef þó hvergi gert vart við mig í pólitík lengi, nema hvað ég hef messað svolítið yfir gömlum vinstri-grænum um rússnesku byltinguna og fleiri dæmi úr sögunni. Ætli ég kjósi ekki þann flokk sem hefur flest fólk innanstokks sem hugsar svipað og ég.“ Hvaða flokkur skyldi það vera? Árni Bergmann, lengst til hægri, á fundi úthlutunarnefndar listamannalauna á áttunda áratugnum. Með honum á myndinni eru Magnús Þórðarson, Hall- dór Blöndal, dr. Bragi Jósepsson, Helgi Sæmundsson og Halldór Kristjánsson. Á myndina vantar Vigdísi Finnbogadóttur. ’Ég hef fyrir þónokkru komistað þeirri niðurstöðu að mað-ur geti ekki fundið pólitískahreyfingu sem maður er full- komlega ánægður með. Við erum að sumu leyti haldin þeim mis- skilningi að stjórnmálamenn geti gert meira en þeir hafa afl til. Alþýðubandalagsmaðurinn Svavar Gestsson afhendir sjálfstæðismanninum Albert Guðmundssyni Þjóðviljann á Lækjartorgi árið 1979. Þjóðviljinn kom út sem málgagn vinstrimanna frá 1936-92. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Augu heimsins hvíldu á Íslandi þegar Mikhail Gorbatsjov og Ronald Reagan funduðu í Höfða árið 1986. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.