Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 15
12.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Þ ví fylgir alltaf eft- irvænting að setjast í sæti sitt í leikhúsi og bíða eftir að tjaldið verði dregið frá. Ef vel tekst til gleymir áhorfandinn sér um stund og sogast inn í sögu og atburðarás sem leikin er beint fyr- ir augum hans. Ekkert má fara úrskeiðis því hér er ekkert sett á pásu eða spólað til baka. Full- skapað leikverk birtist á sviðinu en að baki liggja ótal vinnustundir og mörg handtökin. Það þarf að smíða leikmynd, sauma búninga, hanna ljósin og læra rullur. Og æfa, æfa, æfa. Fyrir hverja sýn- ingu þarf svo að fara í búninga, setjast í förðunarstólinn, greiða hár og snyrta skegg, svo eitthvað sé nefnt. Brostnar vonir og húmor Leikhúsið býr sannarlega yfir töfrum, bæði á sviði og baksviðs. Fæstir fá þó að skyggnast á bak við tjöldin en þau forréttindi fékk ljósmyndari í vikunni. Þar ríkti gleðin ein því það styttist í stóru stundina; sjálfan frumsýning- ardaginn. Leikstjórinn Brynhildur var á hlaupum að fínpússa og fara yfir síðustu atriðin með leik- urunum og það var létt yfir henni. Það var mikið spjallað og hlegið, bæði á kaffistofunni og í smink- herberginu. Annað slagið heyrðist í hátalarakerfinu: „Tuttugu mín- útur í sýningu. Fimmtán mínútur í sýningu.“ Leikarar tíndust inn á svið og ljósmyndari elti. Nokkrir tugir áhorfenda voru mættir á rennslið og ljósmyndari dreif sig út í sal áður en tjaldið lyftist. Áður en varði var athyglin öll á sviðinu. Vanja frændi er eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjékhovs og af mörgum talið það skemmti- legasta en það er þrátt fyrir brostnar vonir og sorg stútfullt af húmor og léttleika. Leikarar stigu ekki feilspor en þarna má sjá glæsilegan hóp vel þekktra leikara sem sýna hvað í þeim býr. Ekki var annað að sjá en að áhorfendur kynnu vel að meta þetta gamla meistarastykki. Því þrátt fyrir að sagan sé yfir aldar gömul er manneskjan alltaf söm við sig, með sínar langanir, þrár og breyskleika. Morgunblaðið/Ásdís Jóhann og Margrét Helga tóku sig vel út. Brynhildur leggur línurnar fyrir leikarana. Brynhildur og Valur Freyr slá á létta strengi á kaffistofunni. Töfrar byrja baksviðs Borgarleikhúsið frumsýnir nú meistaraverkið Vanja frænda eftir Anton Tsjékhov í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Ljósmyndari fékk að vera fluga á vegg í vikunni og fylgdist með undirbúningi og rennsli. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sigrún Edda Björnsdóttir og Valur Freyr á sviðinu. Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Jóhann Sigurðarson og Unnur Ösp Stefánsdóttir sjást hér á sviðinu í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.