Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 17
eftir ákvörðun um kosningar í Bretlandi sem taldar væru þær æsilegustu í áratugi. En á daginn kom, rétt eins og nú, að áhuginn á hverju því sem snertir konungsfjölskylduna var enn langt utan við öll þekkt og viðurkennd mörk í þessu góða landi. Viðtalið við prinsinn þótti hvorki vel heppnað eða sannfærandi. Fjarri því. Og í rauninni mátti aldrei gera ráð fyrir því að það gæti snúið neinu til jákvæðrar áttar vegna eðlis umfjöllunarefnisins. En það breytti engu. Viðtalið ýtti öllum fréttum fjölmiðla um kosn- ingabaráttuna til hliðar í marga daga á eftir og það þótt örstutt væri í kjördag. En óneitanlega hafði prins- inn það þó upp úr krafsinu að viðtalsbeiðnin er úr sög- unni og ekki óhugsandi að fyrning þessa fárs geti haf- ist þótt hægt muni fara. Traustabrestir eða fúi? Þau Harry og Meghan hafa fram að þessu verið vinsæl í Bretlandi og á þau bregður bæði birtu konungdæmis- ins í bland við þá draumkenndu áru sem stafar enn frá móður hans Díönu, sem Blair forsætisráðherra hóf upp á stallinn sem „Prinsessu fólksins“ eftir sviplegan dauða hennar. Hin nýja kona sem Harry færði inn í umræðuna, glæsileg „kynblönduð“ leikkona frá Bandaríkjunum, varð ekki til að draga úr, þvert á móti. Henni var tekið fagnandi. En unga parið virðist hafa fipast á síðustu misserum. Þótt áhuginn á því sé enn mjög mikill á „samfélagsmiðlum“ og víðar er fullyrt að velvild í garð þeirra hafi minnkað nokkuð. Nú er oftar minnt á að hertogaynjan sé fráskilinn Bandaríkjamaður. Það hafi ekki farið vel síðast þegar þetta hafi verið reynt í höll- inni. Sjálfsagt þýddi lítið að andmæla og benda á að gallagripurinn sem réði því hvernig fór á þriðja ára- tugunum hafi ekki síst verið heimamaðurinn sjálfur. En hvað sem því líður situr frú Simpson uppi með að hafa komið Játvarði áttunda undan krúnunni. Eða eins og sagði í vísu í Morgunblaðinu á þeim tíma: Simpson kemur víða við, veldur breyttum högum. Krúnurakar kvenfólkið, karlmenn nú á dögum. Fjúkandi reið Blöðin hafa hvert af öðru slegið því upp að drottningin sé „fjúkandi reið“ yfir einhliða yfirlýsingum parsins um að það ætli sér að fjarlægjast opinberar skyldur sínar og minnka um helming eða meir, en halda þó allt að 95% af tekjum sínum frá konungsfjölskyldunni og þá beint og óbeint frá almenningi. Gjarnan er tekið fram að uppslátturinn um fjúkandi illa drottningu sé ekki út í loftið. Því ónafngreindir stórvesírar við hirðina hafi sagt að „drottningin hafi orðið fyrir verulegum vonbrigðum“. Þegar þau orð hinnar varfærnu hátignar séu færð yfir á fjölmiðlamál af sérstökum fréttariturum um konungdæmið þýði þau að drottningin sé reið og að öll- um líkindum fjúkandi reið. En þótt búið sé að flengja þessum meintu við- brögðum drottningar yfir margar þverar forsíður verður að hafa í huga að lengi er deilt um réttmæti þess sem haft er eftir eðalkvenpeningi af þessu tagi. Ein frægasta tilvitnun í langalangömmu Elísabetar II. er setning Viktoríu: „We are not amused.“ „Oss er eigi skemmt.“ Enn deila fræðimenn, svo ekki sé talað um fróða leikmenn, um það af hvaða tilefni drottningin lét þessa frægu setningu fjalla. Eru tilefnin sem nefnd eru til sögu harla ólík og hafa reyndar mismikið fylgi fræði- manna. Reyndar er einnig deilt um það hvort drottningin hafi átt við sig sjálfa með „We“ og því haldið fram af sumum að vitnisburðir séu til um að hún hafi átt við að engum þeirra sem voru í nærveru hennar það sinnið hafi verið skemmt. Og ekki eru nema 44 ár síðan Alice prinsessa, barna- barn Viktoríu drottningar, þvertók sjálf fyrir það að Viktoría hefði nokkru sinni látið þessi frægu orð út úr sér. Ný vísbending af gömlum meiði En er þá nægjanlega örugg ástæða til þess að slá því föstu að staða hinna fjölmiðlaglöðu fiðrilda konung- dæmisins hafi versnað að mun og að sú sem allir treysta sé bálill? Það gæti verið, því að enn eitt merkið hefur bæst við og bendir ótvírætt til sömu áttar. Það merki kemur frá valinkunnri stofnun og gamalgróinni, sjálfri Madame Tussaud. Í gær bárust fréttir um að Madam Tussaud hefði fært vaxstyttur af Harry og Meghan fjær styttum af hinum í konungsfjölskyldunni sem enn njóta náðar. Það þótti mörgum vera merki sem ekki yrði mis- skilið. Madame Tussaud var stórmerkileg kona og samtímamaður Viktoríu drottningar, þótt drottningin væri mun yngri og um hálf öld á milli andláts þeirra. Frú Tussaud lét gera fræga sýningu af krýningu drottningarinnar 1837 sem fékk feikna athygli og vitað er að drottningin „lét sig ekki vanta“ eins og nú er við- kvæðið um allar samkomur. Madame Tussaud stóð sig framúrskarandi vel sem viðskiptajöfur og er skínandi merki um að velgengni kvenna í viðskiptum er ekki al- gjörlega ný bóla. Í ár verða liðin rétt 170 ár frá láti hennar og gerðu samtök kvenna í atvinnulífinu vel í því að efna til hóp- ferðar á hið stórgóða safn frúarinnar í Lundúnum í til- efni tímamótanna. Yfirgnæfandi líkur eru á að hópur- inn gæti kyrjað í kór að lokinni heimsókn: Nú var Oss skemmt. Og kannski væri gustuk að leyfa fulltrúum hins sí- veikara kyns að fá að fljóta með, svo lengi sem laus sæti finnast. Því ekki? Morgunblaðið/RAX ’ Allmargar fréttastofur hafa fullyrt að þegar eldflaugaárásir Írana á herstöðvar Bandaríkjanna í Bagdad hófust hafi sam- tímis verið ræst „sjálfstýring“ á kerfi varnar- flauga um flugvöll höfuðborgarinnar. Sú full- yrðing hljómar þó sem hreinn fáránleiki að setja varnarkerfi flugvallarins á sjálfstýringu og hafa völlinn áfram opinn fyrir almennri flugumferð. 12.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.