Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 Þ að var ekki að undra að stærsta frétt fjölmiðla á föstudagsmorgni hefði víð- ast snúist um það mat leyniþjónustu- stofnana á Vesturlöndum að yfir- gnæfandi líkur stæðu nú til þess að Íransher hefði grandað farþegavél frá Úkraínu með flugskeyti örskömmu eftir að hún tók á loft frá flugvellinum í Teheran. Enginn græðir á leynd núna Þessum alvarlegu fréttum fylgdi þó hvergi bein ásök- un í garð yfirvalda um glæpsamlegt atferli. Í langflestum tilvikum var því bætt við að enn benti ekkert til annars en að um hörmuleg mistök og óvilja- verk hefði verið að ræða. Það hjálpaði þó svo sann- arlega ekki málstað klerkastjórnarinnar þar að hún til- kynnti með þunga að ekki kæmi til álita að „svörtu kassarnir“ (sem á öllum myndum eru rauðir) yrðu af- hentir flugvélaframleiðandanum Boeing til skoðunar, né fengi það fyrirtæki aðgang að þeim í Íran. Nýjustu fréttir benda þó til þess að eitthvað sé að rofa til í svartskýjaþykkninu sem lykur um Íranstjórn og hefur verið gefið til kynna að yfirvöld í Kíev fái kassana til skoðunar. Augljóst má vera að það er hagur yfirvalda í Íran að sannanir verði aðgengilegar, ef það er svo, sem flestir virðast telja hafið yfir vafa, að niðurstöður rann- sókna muni styðja það álit að hræðileg mistök hafi orð- ið án ásetnings um það sem varð. Allmargar fréttastofur hafa fullyrt að þegar eld- flaugaárásir Írana á herstöðvar Bandaríkjanna í Bag- dad hófust hafi samtímis verið ræst „sjálfstýring“ á kerfi varnarflauga um flugvöll höfuðborgarinnar. Sú fullyrðing hljómar þó sem hreinn fáránleiki að setja varnarkerfi flugvallarins á sjálfstýringu og hafa völlinn áfram opinn fyrir almennri flugumferð. Á hinn bóginn er jafn fráleitt að ímynda sér að valdamenn í Teheran hafi skotið niður farþegaflugvél og litið á það sem hluta af hefndaraðgerð fyrir drápið á Soleimani herforingja. Og óhugsandi verður hugmyndin svo þegar upplýst er að Íranar voru fjölmennasti hópurinn um borð í vélinni. Þeir voru 82 og Kanadamenn næstfjölmennastir, 63. Þá voru 11 frá Úkraínu, þar af 9 áhafnarmeðlimir. Þá fór- ust 10 Svíar, 4 Afganar, 3 Bretar og 3 Þjóðverjar. Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýsti því yfir strax í fyrradag að ótvíræðar upplýsingar lægju þegar fyrir um að farþegaflugvélinni hefði verið grandað með flugskeyti. Hin fréttin Eins og fyrr sagði voru flest blöð með uppslátt um ör- lög flugvélarinnar. Bresku blöðin sögðu auðvitað ítar- lega frá þeim hörmungum. En óvænt tilkynning her- togahjónanna, Harrys prins og Meghan hertogaynju, var þó meginfyrirsögnin í mörgum blöðum þar þennan morgun og í sumum tilvikum fyllti sú frétt alla for- síðuna. Ekki ætlar bréfritari að setja sig í kersknisstell- ingar, eins og sumir hér telja fínt að gera þegar breska konungsfjölskyldan á í hlut. En sú staðreynd að fréttir af fjórða mikilvægasta lið fjölskyldunnar skyldu ná að ýta sannkallaðri stórfrétt til hliðar stað- festir þó enn og aftur firnasterka stöðu konung- dæmisins og samfelldan áhuga Breta á konungsfjöl- skyldunni. Annað nýlegt dæmi um þetta eru vandræðamál sem snerta Andrew prins og kvartanir sem lengi hafa heyrst yfir því að hann hafi ekki viljað gera hreint fyrir sínum dyrum og í það minnsta svara spurningum trúverðugs fréttamanns um efnið. Prinsinn lét loks undan hinum mikla þrýstingi og léði máls á viðtali. Þykir mörgum ljóst að hann hafi tekið mark á almannatenglum sínum, eða svonefndum spunameisturum. Niðurstaða þeirra hafi verið sú að veruleg hætta fylgdi því að gefa færi á sér í jafn- viðkvæmu máli eins og þessu. Því að það eitt að neyð- ast niður á það plan væri stórskaðlegt. En sífelldar tengingar málsins við prinsinn, sem gætu gengið mun lengra en fótur væri fyrir á meðan engu væri svarað, gerðu jafnvel enn meiri skaða. Og enn benti ekkert til að úr drægi að ráði þótt Svarti Pétur þessa alls, fjár- festirinn Epstein, hefði safnast niður til feðra sinna. Og menn geta sér þess til að spunameistarar hafi bent á að yrði áhættan tekin og viðtal samþykkt væri lang- besti hugsanlegi tími til birtingar þess örfáum dögum Enn er drottning öflugasta spilið í stokknum Reykjavíkurbréf10.01.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.