Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Qupperneq 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020
Á
rni Bergmann man tímana tvenna
þegar kemur að umræðum um
stjórnmál, þjóðmál og menningu í
þessu landi. Hann var barn að
aldri þegar kalt stríð skall á í kjöl-
far heimsstyrjaldarinnar síðari og þegar hann
sneri heim til Íslands með MA-gráðu í rússnesku
frá Moskvuháskóla upp á vasann höfðu átakalín-
ur skýrst ennfrekar, jafnt hér heima sem erlend-
is. Næstu áratugina var Árni í hringiðu þessarar
umræðu og það kom því ekki á óvart að aðstand-
endur uppfærslu Þjóðleikhússins á Atómstöðinni
eftir Halldór Laxness skyldu kalla þá Styrmi
Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðs-
ins, til skrafs og ráðagerða fyrr í vetur enda eru
líklega fáir núlifandi menn þess umkomnir að
veita andrúmi kalda stríðsins af eins mikilli þekk-
ingu og innsæi inn í hóp okkar sem yngri erum
og munum þessa tíma ekki nema að litlu leyti og
jafnvel alls ekki.
Segja má að frétt um þennan fund gömlu rit-
stjóranna með leikhúsfólkinu sé kveikjan að sam-
talinu sem hér fer á eftir en Árni brást ljúflega
við beiðni minni um að horfa um öxl, á átakalínur
kalda stríðsins, og bera þær saman við heims-
myndina eins og hún blasir við okkur í dag og
horfa til framtíðar í heimi sem tekið hefur rót-
tækum breytingum frá því hann gekk seinast út
af Þjóðviljanum, þegar blaðið lagði upp laupana
árið 1992. Ári eftir að Sovétríkin féllu.
Enn ein vetrarlægðin er komin á kreik þegar
við Ragnar Axelsson ljósmyndari tökum hús á
Árna í Mosfellsbænum þetta síðdegi en hlýtt og
notalegt innandyra í Hulduhólum listhúsi. Manni
verður ósjálfrátt hugsað til njósnarans sem kom
inn úr kuldanum í einni frægustu spennusögu
kalda stríðsins, eftir John Le Carré. Ekki svo að
skilja að við RAX komum í annarlegum tilgangi;
hér er allt uppi á borðinu. Við komum okkur
fljótt að efninu enda stendur ekki á Árna þegar
kalda stríðið er annars vegar. Hann leggur upp
með tvö hugtök, ótta og vonir.
Klauf þjóðina í tvennt
„Bandaríski herinn og afstaðan til hans varð
snemma að máli málanna hér á landi í kalda
stríðinu og klauf þjóðina í tvennt,“ byrjar Árni og
bætir við að sameiginlegur ótti hafi gripið marga;
óttinn við nýja styrjöld, ekki síst vegna þess að
kjarnorkuvopn voru komin fram á sjónarsviðið.
„Seinni heimsstyrjöldinnni var nýlokið en ekki
leið á löngu uns þjóðirnar sem sigruðu Hitler og
nasismann voru komnar í hár saman. Það vakti
mönnum ugg og óttinn við nýja styrjöld varð
leiðandi stef gegnum mest allt kalda stríðið.
Þessi höfuðótti var ólíkur eftir því hvort horft var
á stöðuna frá vinstri eða hægri. Hægrimenn voru
hræddir við Sovétríkin og valdarán þeirra í Aust-
ur-Evrópu en hinir róttæku óttuðust Bandaríkin
og yfirráð þeirra sem þeir töldu að kæmu í veg
fyrir að samfélög gætu breytt sér. Þessar átaka-
línur urðu snemma mjög skýrar,“ segir Árni.
Hér heima segir hann óttann við bandarísk
áhrif hafa blandast saman við þjóðernisumræð-
una enda Ísland nýorðið sjálfstætt lýðveldi og
mörgu ósvarað um stöðu þess í heiminum.
„Menn fóru að vinna hjá hernum, fyrst Bretum
en síðan Bandaríkjamönnum, og vinstrimenn og
margir fleiri reyndar voru ekki í neinum vafa um
að það hefði haft djúpstæð áhrif á siðferði þjóð-
arinnar. Menn töldu að siðferðinu hefði stórlega
hnignað hvað sem leið augljósum áhrifum hers-
ins á atvinnulíf og velmegun í landinu. Talað var
um hernám hugarfarsins og því haldið fram að
Íslendingar væru orðnir háskalega háðir um-
svifum hersins og fyrir vikið misst allan sjálf-
stæðan vilja og metnað. Magnús Kjartansson rit-
stjóri skrifaði oftar en ekki um þetta í Þjóðviljann
og spáði því reyndar að hersetan sem Morg-
unblaðið kallaði framan af illa nauðsyn yrði svo
sjálfsögð að jafnvel þótt Ameríkanar vildu sjálfir
fara burt með her sinn síðar meir myndu ráða-
menn þjóðarinnar grátbiðja þá um að vera
áfram. Og sú spá rættist. Segja má að hífaður
kunningi minn, sem kom einu sinni að máli við
mig, hafi talað fyrir munn margra þegar hann
sagði að herinn væri það versta sem hefði komið
fyrir þessa þjóð; hann hefði gert okkur öll að
aumingjum. En úr því hann væri hérna væri um
að gera að láta hann borga!“
Haldnir sögulegri bjartsýni
– En við hvað tengdu menn vonir sínar og vænt-
ingar í kalda stríðinu? Var eitthvað sem samein-
aði menn í því tilliti?
„Menn voru haldnir sögulegri bjartsýni,“ svar-
ar Árni. „uppgangur var mikill og menn höfðu
óbifandi trú á hagvexti, menntun og tækni-
framförum, svo fátt eitt sé nefnt, og tengdu þessa
þætti vitaskuld við sína pólitík. Fjórflokkurinn
réði lengst af lögum og lofum í íslenskum stjórn-
málum og almenningur lagði traust sitt á póli-
tíska flokka; menn áttu þar heima og leiðtogar
flokkanna voru eins og andlegir feður þeirra.
Menn skipuðu sér í sveitir og áttu þar sitt heimili.
Þessum sterku tökum flokkanna á þjóðlífinu
fylgdi kannski hugsjónamennska og fórnfýsi – en
líka spilling. Þegar menn komust til valda hikuðu
þeir ekki við að mismuna fólki á vinnumarkaði og
við ráðningu í embætti, eftir því hvar í flokki það
stóð, og það sem meira var, gert var ráð fyrir
þessu. Þetta stuðlaði að þröngsýni og neikvæðni.
Það var sama hvaðan var horft, pólitískir and-
stæðingar gátu ekki undir neinum kring-
umstæðum haft rétt fyrir sér. Fyrir vikið varð
kaldastríðsumræðan afskaplega grimm.“
Að sögn Árna var ýmsum brögðum beitt og
nefnir hann í því sambandi Gallup-könnun sem
gerð var árið 1955. „Niðurstöður hennar voru
leyndarmál sem komst ekki upp fyrr en áratug-
um síðar. Könnunin leiddi sumsé í ljós að nálægt
60% þjóðarinnar væru á móti herstöðinni. En
það mátti auðvitað ekki spyrjast út,“ segir hann
en þegar könnunin var gerð sat í landinu rík-
isstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
undir forystu Ólafs Thors.
„Í Atómstöðinni, sem kom út 1948, og í blaða-
greinum talar Halldór Laxness um land-
ráðamenn sem svipt hafi þjóðina gleðinni yfir því
að vera þjóð en herstöðvarsinnar voru ekki síst
iðnir við að hamast gegn öllum sem voru tvístíg-
andi og settu sér það takmark að pólarisera þjóð-
ina. Enginn mátti vera á móti báðum fylkingum;
menn urðu að vera með annað hvort frelsinu sem
Ameríkanar vildu helst einoka eða sósíalism-
anum sem Sovétmenn töldu hvergi til í raun
nema hjá þeim. Við þetta skapaðist ákveðin
nauðhyggja og ekki mátti gagnrýna það aflið
sem stóð mönnum nær því þá væru þeir að
hjálpa handhöfum hins illa.“
Auðvitað hljóp skoðanaofstopinn einatt með
menn í gönur, að sögn Árna, en það helgaðist
ekki síst af því að menn tóku sínar lífsskoðanir af
meiri alvöru en gengur og gerist þegar víglínur
eru óskýrari. Skoðanaleysið er eitt það alversta
sem til er, segir persóna í einni skáldsögu Hall-
dórs Laxness og eflaust hafa margir verið til-
búnir að skrifa upp á það.“
Nauðhyggjan gaf eftir
Árni segir nauðhyggjuna hafa gefið eftir með
tímanum. „Það tók svona tuttugu ár að vinda of-
an af henni en með ókyrrðinni hjá unga fólkinu í
heiminum, frá 1968 til 1970, fara menn að verða
varir við vaxandi gagnrýni vinstrimanna á Sov-
étríkin vegna mannréttindamála og yfirgangs
þeirra í Austur-Evrópu og hjá borgaralega
þenkjandi mönnum á Bandaríkin vegna Víet-
namstríðsins og fleira. Þannig komu menn sér
smám saman út úr nauðhyggjunni án þess að
nýjar línur yrðu alveg hreinar. Ég man eftir að
hafa hitt Matthías Johannessen, skáld og rit-
stjóra Morgunblaðsins, á götu á þessum tíma og
hann kvaðst mjög feginn því að „nú hafið þið
meira svigrúm til að gagnrýna Sovétríkin og við
til að gagnrýna Ameríkana“.“
Glíman tók á sig ýmsar myndir og til marks
um andrúmsloftið víkur Árni máli sínu að
ónefndum karlaklúbbi sem enn er starfandi.
Mælt var með inngöngu hans í klúbbinn en sam-
kvæmt reglum þurftu allir meðlimir að vera inn-
göngunni samþykkir. Svo var ekki í tilviki Árna
og var honum því hafnað. Sama máli gegndi um
Sigurð A. Magnússon, rithöfund og Morg-
unblaðsmann á svipuðum tíma. „Menn voru
dauðhræddir að hrófla við einhverju ímynduðu
jafnvægi. Á endanum var þó gerð málamiðlum
um að hleypa okkur Sigurði inn á sama fundi,“
segir Árni og brosir.
Þótt átakalínur væru svona skýrar hafði ná-
lægðin í litlu samfélagi tilhneigingu til að milda
nokkuð andstæður. „Við Íslendingar erum ýmist
frændur, skólabræður eða úr sama sveitarfé-
laginu. Nú eða höldum með sama íþróttafélaginu.
Þannig er persónuleiki hvers og eins nokkurs-
konar tryggðakerfi og menn spiluðu úr þessu eft-
ir bestu getu. Hver af þessum tryggðaböndum
eru sterkust? Þau pólitísku, fjölskyldan, upprun-
inn nú eða bara Valur eða KR? Það er svo margt
sem getur skipað manni í sveitir í þessu lífi.“
Eins og menn þekkja þá drógust menningin
og bókmenntirnar inn í nauðhyggjuna. „Margir
áttu erfitt með að viðurkenna Halldór Laxness
áður en hann fékk Nóbelsverðlaunin. Eftir það
vildu allir vera vinir hans. Strákar sem voru með
mér í heimavist í Reykholti og síðar á Laug-
arvatni vildu alls ekki lesa bækurnar hans þótt
þeir hefðu mætur á skáldskap vegna þess að
þeim þótti hann fara með níð um bændamenn-
inguna og fleira gott,“ segir Árni en þess má til
gamans geta að hann var fyrsti stúdentinn sem
brautskráður var frá Laugarvatni enda fremstur
í stafrófinu í fyrsta útskriftarhópnum, 1954.
Úrkynjun gegn lævísi
Annað gilti um gamla góða ljóðið sem tók óvænt
upp á þeim ósköpum að slíta sig úr fjötrum
stuðla og höfuðstafa. Atómskáldskapur kallaðist
hið nýja form, kennt við téða skáldsögu Laxness.
„Í þeim efnum skipuðu menn sér í grunninn
ekki í sveitir eftir pólitískum skoðunum, heldur
kynslóðum,“ segir Árni. „Eldra fólk vildi halda
áfram að yrkja eftir viðurkenndum bragháttum
en yngra fólkið sagði „rímbullinu“ stríð á hendur.
Einhver brögð voru þó að því að þeir sem voru á
móti atómskáldskap tengdu ljóðbyltinguna við
andstæðinga sína í pólitík. Hann var þá borg-
Umræðan var
afskaplega
grimm
Heimurinn var um margt svarthvítur á tímum kalda stríðsins,
við og þeir, frjálshyggja og sósíalismi, en þrjátíu ár eru nú liðin
frá lokum þess. Við blasir ný og flóknari heimsmynd. Hvernig
lágu hinar alræmdu átakalínur á tímum kalda stríðsins og
hvernig blasir staðan í dag við Árna Bergmann, rithöfundi,
þýðanda og fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans, sem hertist í eldi
kalda stríðsins og fylgist enn vel með þjóð- og heimsmálum?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’Talað var um hernám hug-arfarsins og því haldið framað Íslendingar væru orðnirháskalega háðir umsvifum hers-
ins og fyrir vikið misst allan
sjálfstæðan vilja og metnað.