Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Blaðsíða 2
Nú ert þú að fara að tala um hamingju og ár- angur í Hörpu. Hvað ætlar þú að fjalla um? Ég ætla að segja frá vegferð minni síðustu átta ár. Ég hef unnið sem ævintýrakona og því fylgja bæði sorgir og sigr- ar. Oft og tíðum koma djúpir dalir inni á milli, eins og þeg- ar ég lenti í slysunum á Everest. Er leiðin að árangri oft þyrnum stráð? Já, hún er það. Ég þekki engan sem hefur gengið á rauð- um dregli alla leið. Erfiðast er að taka ákvörðunina og leggja af stað en ef maður trúir ekki á sig nær maður aldrei árangri. Fólk þarf að trúa á sig, alveg sama hvað öðrum finnst. Kemur hamingja í kjölfarið á góðum ár- angri? Já og nei. Maður þarf líka að þora að vera hamingjusamur. Stundum kemur hamingjan til manns en ef maður finnur sig í aðstæðum sem maður er óhamingjusamur í þarf hugrekki til þess að þora að brjóta það upp og fara í átt að hamingjunni. Nú hefur þú sett þér mörg markmið og náð þeim. Hvert er næsta markmið þitt? Nú ætla ég að hlúa að fyrirtækinu mínu, Tindar Travel, og sinna vel því fólki sem treystir okkur fyrir sínum markmiðum. Svo ætla ég að njóta lífsins, en ég verð fertug á árinu. Ertu hamingjusöm? Já, ég held það bara! VILBORG ARNA GISSURARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hugrekki til að þora Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2020 Riiiiiiiiing.Morgunblaðið. Orri Páll.Ha! Morgunblaðið? Orri Páll? Já. Nú, ég hélt að ég væri að hringja á fæðingardeildina. Nei. Við tökum ekki á móti börnum hér. Ég var hins vegar að spá í að taka við þig viðtal. Viltu taka viðtal við mig? Já. Nei, það gengur því miður ekki. Ég er á leiðinni upp á fæðingardeild að eiga barn. Nú, jæja. Það er ekkert annað. Þá er líklega rétt að bíða með viðtalið. Já, ætli það ekki. Ég er svolítið annars hugar núna. Þú skilur. Já, mikil ósköp. Það er alveg eðlileg forgangsröð; að þú eigir barnið fyrst og við tölum saman við annað tækifæri. Já. Það er líklega best. Þér er velkomið að taka hús á mér á morgun, ef það hentar. Tja, það liggur kannski ekki al- veg svo mikið á þessu. En takk fyr- ir og gangi þér vel! Já. Takk sömuleiðis! Á löngum ferli hérna á blaðinu hef ég lent í ýmsu en engu í líkingu við símtalið sem lýst er hér að framan og átti sér stað fyrir rúmri viku. Ég hef aldrei fyrr hitt á viðmælanda sem kominn er á steypirinn og á þráðbeinni leið á fæðingardeildina. Í fyrra sótti ég reyndar að manni meðan hann var í sundi en það er allt annað og ómerkilegra. Með fullri virðingu fyrir þeirri göfugu íþrótt sundinu. Þetta er í raun ennþá kyndugra fyrir þær sakir að eins og línurnar hér að ofan gefa til kynna þá hringdi konan í mig – en ekki öfugt. Ég hafði að vísu reynt að ná í hana svona fimmtán mínútum áður en enginn svarað í símann. Ég gef mér að konan hafi verið búin að vera í sambandi við fæð- ingardeildina fyrr um daginn og óvart valið númerið mitt þegar hún ætl- aði að hringja þangað til að stimpla sig inn. Enda þótt konan væri ekki alveg með hugann við blaðaviðtal þá gaf hún sér góðan tíma til að útskýra stöðuna fyrir mér. Það datt hvorki né draup af henni og hló hún dátt að þessum undarlega misskilningi – og við bæði. Það er sem ég segi; engir tveir dagar eru eins í þessu ágæta starfi. Á undan viðtali kemur fæðing Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Ég hef aldrei fyrr hittá viðmælanda semkominn er á steypirinn ogá þráðbeinni leið á fæð- ingardeildina. Erna Sif Smáradóttir Já, ég held þeim eigi eftir að ganga rosa vel. SPURNING DAGSINS Spáir þú hand- boltaliðinu góðu gengi á EM? Bjarki Tómas Leifsson Ég horfi bara á fótbolta. Helga Björnsdóttir Ég spái þeim áttunda sætinu. Davíð Ísar Einarsson Ég held þeir komist upp úr riðlinum með heppni. En ég held við töpum í fyrstu umferð eftir það. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók RAX Sunnudaginn 12. janúar fer fram í Hörpu fyrirlestradagurinn Hamingja og árangur sem ráðgjafarfyrirtækið Meðbyr stendur fyrir. Þar mun íslenskt afreksfólk ræða leið sína að árangri og er Vilborg Arna Gissurardóttir þar í hópi. Miðar fást á tix.is. TÆKNI A FYRIR H TVINNUMANNSIN E I www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. Settu þína ráðstefnu í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.