Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2020, Síða 11
12.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 araleg úrkynjun ellegar kommúnísk lausung og lævísi.“ Árni er ekki frá því að pólitískar ástríður sem tengdu sig við skáldskap hafi að sumu leyti aukið áhuga þjóðarinnar á ljóðlist og bókmenntum yf- irhöfuð. Þetta hafi þýtt að skáldin urðu ekki bara föst í venjulegum skáldaríg og vinaklíkum, held- ur urðu þau þátttakendur í stærra drama sem varðaði meðal annars pólitík. Það er hlustað á okkur! gátu þau sagt. Fjölmiðlar voru kapítuli út af fyrir sig í kalda stríðinu, hver flokkur átti sitt málgagn og var ófáum dálksentimetrum varið daglega í rökræð- ur (lesist: yfirhalningu) við önnur blöð. Fátt gef- ur manni betri tilfinningu fyrir tíðarandanum en að fletta gömlum dagblöðum og sjá hvernig hnútukastið gekk ritstjórna á milli. Auðvelt er að ímynda sér að menn hafi klæjað í fingurna á morgni hverjum að koma höggi á hinn pólitíska andstæðing. Þá upplifðu blöðin einstaka tíðindi eða viðburði í þjóðlífinu gjarnan með gjörólíkum hætti. Bros færist yfir andlit Árna þegar þetta ber á góma. „Keflavíkurgöngurnar eru líklega besta dæmið um þetta,“ segir hann. „Meðan Þjóðviljinn skrifaði um og sýndi á myndum mik- inn mannfjölda og stórkostlega sigurgöngu leigði Morgunblaðið sér flugvél og birti mynd sem sýndi úr lofti örfáar hræður á gangi á víðavangi. Og hnykkti á með kveðskap um göngumenn sem fengju borgað í rúblum fyrir sín gönuhlaup.“ – Nú eru liðin þrjátíu ár frá lokum kalda stríðsins og heimsmyndin allt önnur en hér hefur verið lýst. Hvernig horfir hin nýja heimsmynd við þér? „Það er alveg rétt, heimsmyndin er allt önnur eftir þær miklu sviptingar sem áttu sér stað í kalda stríðinu; Sovétríkin hrundu og sósíal- demókratar á Vesturlöndum með þeim svo und- arlegt sem það nú sýnist. Byltingin í Rússlandi var lyftistöng fyrir einmitt sósíaldemókrata á sínum tíma enda útbreidd skoðun að yrðu menn ekki við a.m.k. sumum kröfum hinnar svokölluðu alþýðu væri voðinn vís. Þegar Sovétríkin voru hrunin var enginn hræddur við neitt lengur og þótti sem ekki væri um neitt að deila. Alla vega um tíma. Nú trúa menn ekki lengur á hagvöxt sem byggist á sívaxandi framleiðslu og neyslu og orkunýtingu. Hvaða hagvöxt? spyrja menn í dag. Er innistæða fyrir honum? Við búum við þá skrýtnu þversögn að til er allskyns tölfræði um það að ástandið í heiminum sé skárra en oftast áður. Aldrei hafa færri búið við sára fátækt og þrátt fyrir reglulegar fréttir um stríð og skærur hafa aldrei færri týnt lífi í styrjöldum en á þeim tímum sem við lifum á núna. En samt er mörgum dimmt fyrir sjónum,“ segir Árni. „Menn hafa lengi búið við þá trú að börnin okkar komi til með að eiga betra líf en við. Nú er hins vegar svo komið að sú trú er mjög löskuð; margir óttast að börnin okkar komi ekki til með að eiga betra líf en við heldur búa við lakari hlut. Margt kemur þar til, svo sem umræðan um lofts- lagsmál og vandann sem mannkyni er á höndum af þeim sökum. Við það bætist ótti við nýja kreppu en bjartsýni þeirra sem trúa á hina ósýni- legu hönd markaðarins sigldi í strand með bankahruninu árið 2008. Margir óttast líka græðgi þessa 1% sem stöðugt verður valdameira og ríkara. Fyrir liggur að alþjóðleg stórfyrirtæki eru löngu orðin valdameiri en flest þjóðríki og þess vegna er almenningur í vaxandi mæli varn- arlausari en áður. Sumir óttast líka sjálfa tæknina; að allt sem heitir atvinnuöryggi tilheyri fortíðinni. Er til eitthvað lengur sem heitir ævi- starf? Ég nefni tölvulærða sem dæmi; margir þeirra fá bara verktakavinnu í dag. Alvörusamn- ingar við launafólk heyra víða sögunni til.“ Átti sér enga framtíð Við þetta bætist menningarlegur ótti. „Ég man eftir samtali sem ég átti kringum 1990 við þáver- andi sendiherra Frakka á Íslandi. Að hans dómi átti Frakkland sér enga framtíð á þeim tíma; öll- um stæði á sama um þjóðríkið og tunguna. Mér brá dálítið við þetta; ef Frakkar eru slegnir slík- um framtíðarótta, hvað megum við þá segja, þessi agnarsmáa þjóð? Þá sjaldan við Matthías Johannessen hittumst á seinni árum þá tölum við ekki síst um þetta. Hvað verður um íslenska tungu og menningu? Hvað verður ef stór hluti „Þegar maður hefur staðið í deilum alla ævi er líklega kominn tími til að vera til friðs,“ segir Árni Bergmann sem verður 85 ára á árinu. Morgunblaðið/RAX Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Prófaðu nýju Opn S heyrnartækin í 7 daga - Tímabókanir í síma 568 6880 Stærsta áskorun einstaklinga með skerta heyrn er að fylgjast með samtali í fjölmenni og klið. Nýju Opn S heyrnartækin frá Oticon skanna allt hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm hljóðúrvinnsla í Opn S heyrnartækjunum skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja. Hægt er að fá Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum! Ertu einangraður í margmenni og klið?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.