Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020
Auschwitz og helfararinnar minnst
Jerúsalem. AFP. | Ísraelar og Banda-
ríkjamenn hvöttu til aðgerða gegn Ír-
an í ávörpum á fimmtudag og líktu
hættunni af írönskum stjórnvöldum
við ógnina af Þýskalandi nasismans á
sínum tíma þegar leiðtogar víða að úr
heiminum komu saman til að minnast
þess að 27. janúar eru 75 ár liðin frá
því að Rauði herinn frelsaði fangana í
gereyðingabúðunum í Auschwitz í
Póllandi.
„Það mun ekki verða önnur hel-
för,“ sagði Benjamin Netanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels, þegar hann
ávarpaði rúmlega 40 þjóðarleiðtoga,
þar á meðal Guðna Th. Jóhannesson,
forseta Íslands, og gagnrýndi harð-
lega „harðstjórana í Teheran“.
Hann harmaði að enn væri „ekki
fyrir hendi sameinuð og ákveðin af-
staða gegn þeirri ríkisstjórn sem hef-
ur mesta andúð á gyðingum á plán-
etunni, ríkisstjórn sem fyrir opnum
tjöldum leitast við að þróa kjarn-
orkuvopn og eyða hinu eina og sanna
ríki gyðinga“.
Mike Pence, varaforseti Banda-
ríkjanna, talaði á svipuðum nótum og
hvatti alþjóðasamfélagið til að standa
þétt saman gegn Írönum og sagði að
Íran væri eina landið þar sem afneit-
un helfararinnar væri „opinber
stefna“.
Stjórnvöld í Teheran neita því að
þau séu að koma sér upp kjarnorku-
sprengju og hafna ásökunum um and-
úð á gyðingum. Þau séu andvíg ríki
gyðinga og styðji málstað Palest-
ínumanna, en hafi ekkert við gyðinga
að athuga, þar á meðal minnihluta
gyðinga í Íran.
Pence og aðrir leiðtogar frá tugum
ríkja komu saman í minningarmið-
stöðinni Yad Vashem, sem helguð er
helförinni, til að minnast frelsunar
fanganna í Auschwitz þar sem nas-
istar myrtu rúmlega 1,1 milljón
manna, sem flestir voru gyðingar.
Hafa jafnmargir þjóðarleiðtogar ekki
verið saman komnir í Ísrael áður.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
sagði á fundinum að sigurvegararnir í
heimsstyrjöldinni síðari, sem síðar
urðu ríkin með föst sæti í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna, bæru þá „sér-
stöku ábyrgð að bjarga siðmenning-
unni“.
Pútín hefur lagt áherslu á að efla
hlut Rússa á alþjóðasviðinu og lagði
til að ríkin fimm héldu leiðtogafund á
þessu ári til að „verja friðinn“ gegn
óstöðugleika um allan heim.
Kalt milli Rússa og Pólverja
Minningarsamkoman í Jerúsalem hef-
ur ýft deilu milli Rússa og Pólverja um
söguna.
Pútín olli miklu uppnámi þegar
hann hélt því ranglega fram að pólsk
stjórnvöld hefðu átt samráði við Adolf
Hitler, leiðtoga Þýskalands, og verið
meðsekir um upphaf síðari heims-
styrjaldar.
Andrzej Duda, forseti Póllands,
ákvað að fara ekki til Jerúsalem eftir
að honum var neitað um að ávarpa
samkomuna. Vildi hann eiga þess
kost að bregðast við ef Pútín skyldi
endurtaka þennan málflutning sinn.
Pólverjar líta svo á að rússnesk
stjórnvöld séu að reyna að endur-
skrifa söguna og horfi fram hjá þeim
samningi, sem Sovétmenn gerðu við
nasista um að herja ekki hverjir á
aðra árið 1939. Þeir benda á að millj-
arðamæringurinn Moshe Kantor,
einn helsti skipuleggjandi samkom-
unnar í Jerúsalem, sé í nánum
tengslum við stjórnvöld í Moskvu. Þá
óttast þeir að ísraelsk stjórnvöld
hneigist til að styðja rússnesk stjórn-
völd frekar en pólsk vegna þess hvað
Ísraelar af rússneskum uppruna eru
fjölmennur kjósendahópur í Ísrael.
Á morgun, mánudag, verður viða-
mikil minningarathöfn í Auschwitz
um helförina.
„Versti glæpur í sögu
mannkyns“
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, sneiddi hjá ofangreindum deil-
um í máli sínu og ítrekaði að „enginn
hefði rétt til þess að tefla fram hinum
föllnu úr sínum röðum til að réttlæta
sundrungu eða hatur í samtímanum“.
Vaxandi andúð á gyðingum í Evr-
ópu og Norður-Ameríku var ofarlega
á baugi í máli ræðumanna. Frank-
Walter Steinmeier, forseti Þýska-
lands, kvaðst drúpa höfði „í dýpstu
sorg“ í minningu sex milljóna gyð-
inga, sem myrtir voru með skipulögð-
um hætti, „versta glæps í sögu mann-
skyns … sem landar mínir frömdu“.
Steinmeier vísaði til öfga og skorts á
umburðarlyndi í Þýskalandi og víðar á
okkar dögum og sagði: „Vitaskuld er
okkar tími annar tími. Orðin eru ekki
þau sömu. Gerendurnir eru ekki þeir
sömu. En það er sama illskan.“
Um 100 manns, sem lifðu af helför-
ina, voru við minningarathöfnina.
Þeirra á meðal var Yona Amit, sem nú
er 81 árs gömul. Hún var í felum í
stríðinu þegar hún var barn að aldri
og lifði af, en missti marga úr fjöl-
skyldunni, þar á meðal lítinn frænda
sinn. „Við skiptumst á skóm“ rétt áð-
ur en hann náðist og var sendur beint
til Auschwitz og í gasklefana, rifjaði
hún upp í samtali við AFP. „Skórnir
mínir eru þarna í stóru skóhrúgunni í
Auschwitz, skórnir mínir eru þar,“
sagði hún. „Ég er hér.“
Dr Mohammad Abdulkarim Al-Issa,
framkvæmdastjóri Heimssamtaka músl-
ima, leiðir bænahald fyrir framan minnis-
varða í gereyðingarbúðum nasista í
Auschwitz á fimmtudag ásamt fulltrúum
annarra trúarbragða. Hann er hæst setti
múslimi sem heimsótt hefur búðirnar.
AFP
27. janúar verða 75 ár lið-
in frá því að Rauði her-
inn frelsaði fanga í ger-
eyðingarbúðum nasista í
Auschwitz. Tilraunar
nasista til að útrýma
gyðingum í Evrópu er
minnst af því tilefni um
leið og varað er við hætt-
um samtímans.
Gerard Pokruszynski, sendi-
herra Póllands á Íslandi, lagði
áherslu á mikilvægi þess að
muna helför gyðinga í ávarpi fyr-
ir pallborðsumræður, sem
pólska sendiráðið efndi til í sam-
starfi við Hugvísindasvið Há-
skóla Íslands undir yfirskriftinni
„75 ár frá frelsun Auschwitz –
um mikilvægi þess að minnast
helfararinnar“ á miðvikudag.
Sendiherrann vakti þar athygli
á einu fyrsta opinbera skjalinu
um að þýskir nasistar hefðu haf-
ið gereyðingarherferð á hendur
gyðingum í Evrópu. Útlaga-
stjórn Pólverja í London lagði
skjalið fram í desember 1942 og
bar það yfirskriftina „Gereyðing
gyðinga í Póllandi hersetnu af
Þjóðverjum“. Skjalið var afhent
Sameinuðu þjóðunum, banda-
lagi þeirra þjóða, sem áttu í
stríði við öxulveldin.
Minnisblaðið
er byggt á upplýs-
ingum frá pólsku
andspyrnu-
hreyfingunni og
lýsir aðferðum
þýskra yfirvalda
við að „á endan-
um útrýma
pólsku þjóðinni“. Þar er ofsókn-
um á hendur gyðingum í Pól-
landi lýst. Fjöldamorðum á gyð-
ingum í pólskum borgum og
bæjum er lýst í smáatriðum og
sömuleiðis erfiðum aðstæðum
og harðræði.
Þar segir að af þeim 3.310.000
gyðingum, sem voru í Póllandi
áður en síðari heimsstyrjöld
braust út, hafi þriðjungur, ein
milljón manna, orðið nasistum
að bráð á aðeins þremur árum.
Helförin var því ekkert leynd-
armál. kbl@mbl.is
Athygli heimsins
vakin á helförinni
Gerard
Pokruszynski
Fyrir hrein eyru
Einföld og áhrifarík leið til að mýkja og fjarlægja
eyrnamerg á náttúrulegan háttmeð ólífuolíu
fæst í öllum helstu apótekum
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is