Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 18
Í stað þess að mála húsið var klæðn- ingin brennd eftir eldgamalli japanskri aðferð sem kallast „shou sugi ban“. Ég lærði innanhússhönnun í Flórens á Ítalíu en flutti síð-an til Danmerkur til þess að læra arkitektúr í Kaup-mannahöfn. Ég útskrifaðist í janúar 2015 frá deild sem kallast Transformation og vinnur með menningararf, umbreytingar og endurbyggingar. Síðan ég kláraði mennta- skóla hef ég ferðast mikið og búið í fleiri löndum, bæði í lengri og skemmri tíma. Ég hef búið í Ekvador, Buenos Aires í Arg- entínu, Flórens á Ítalíu, Corrubedo, litlum fiskibæ á Spáni og í Kaupmannahöfn,“ segir Aldís. Hún er sannfærð um að gæði umhverfisins hafi bein áhrif á lífsgæði fólks. „Það eru ákveðnir staðir, bæði landslag, bæir og rými þar sem manni líður strax eins og heima hjá sér og aðrir staðir sem maður þarf tíma til að venjast áður en maður getur slappað af. Ég hef verið upptekin af því að greina hvað það er í umhverfinu sem gerir það að manni líður vel á þess- um stöðum og þaðan kemur innblásturinn að nafninu á teiknistofunni, Studio Heima. Ég stofnaði Studio Heima í janúar 2017 með manninum mínum, Casper Berntsen, sem er frá Borgundarhólmi. Borg- undarhólmur á það sameiginlegt með Íslandi að vera mjög vinsæll ferðamannastaður. Við þekkjum bæði jákvæðu og neikvæðu hliðarnar á ferðamennsku. Í því samhengi höfum við velt fyrir okkur hvaða áhrif fjöldi ferðamanna hefur á um- hverfið og hvernig arkitektúr getur haft áhrif á að bæta upp- lifun bæði heimamanna og ferðamanna,“ segir Aldís. Aldís og Casperi stofnuðu Studio Heima árið 2017. Teikni- stofan er í Kaupmannahöfn en hjónin eru alltaf með annan fótinn í verkefnum á Íslandi. Umhverfið hefur áhrif á almenna líðan Aldís Gísladóttir arkitekt rekur arkitektastofuna Studio Heima ásamt eiginmanni sínum, Casper Berntsen. Stofan er í Kaupmannahöfn en eftir að hafa lært innanhússhönnun á Ítalíu fór hún yfir til Kaupmannahafnar þar sem hún lærði arkitektúr. Hjónin eiga heiðurinn af hönnun 20 fm smáhýsis við Mývatn. Marta María mm@mbl.is 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 LÍFSSTÍLL Aldís Gísladóttir og Casper Berntsen reka arkitektastofuna Studio Heima. Það er svo sannarlega hægt að hafa það nota- legt í rúmi hússins. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.