Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 LÍFSSTÍLL SÉRÞRIF og almenn ræsting – heildarlausnir Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga. Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Fyrir 6 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, pressuð 3 stórar gulrætur (200-250 g), rifnar á rifjárni ½ paprika, smátt skorin 1 dós hakkaðir tómatar í dós 1 dós tómatpúrra (70 g) 1,5 dl rauðar linsubaunir, þurrar 1 dl grænar linsubaunir, þurrar 8 dl vatn ½ grænmetisteningur 1 tsk. tamarisósa paprikukrydd oregano handfylli fersk basilíka, smátt söxuð Setjið lauk og hvítlauk á pönnu ásamt olíu og mýkið við lágan hita í smá stund. Bætið gulrótunum út á pönnuna og steikið áfram þar til þær hafa mýkst. Setjið næst linsubaunirnar, tóm- atana í dós, tómatpúrruna og vatn á pönnuna. Látið malla við lágan hita í um 30-40 mínútur með lok- inu á. Bætið vatni við ef þarf. Þegar um 20 mínútur eru eftir af eldunartíma er paprikunni bætt út í og leyft að eldast í smá stund. Loks er kryddunum bætt út í ásamt grænmetisteningnum og tamarisósu. Ég mæli með að smakka blönduna til og bæta við kryddum eftir þörfum. Ef blandan er laus í sér, það finnst mikið baunabragð eða baun- irnar eru ekki alveg mjúkar þarf að láta þetta sjóða lengur. Berið fram með góðu pasta eða spagettí. Frá graenkerar.is. Linsubauna bolognese Á köldum vetrarkvöldum Veturinn er mættur með öllum sínum éljum og kulda. Hvað er þá betra en að ylja sér við heitan, orkumikinn og hollan mat! Morgunblaðið leitaði að uppskriftum sem henta vel á köldum kvöldum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 3-4 3 kjúklingabringur, skornar í tvennt og þynntar með kjöthamri eða botni á pönnu. 2 skallottulaukar, smátt saxaðir 1 glas hvítvín (2,5 dl) eða vatn, eða eplasafi ½ kjúklingateningur 1 msk. grófkorna sinnep 1 tsk. hunang 1 peli rjómi salt og pipar steinselja til skrauts Kryddið kjúklingabringur með salti og pipar og brúnið á báðum hliðum á vel heitri pönnu. Takið þær af pönnunni og setjið til hlið- ar. Setjið smá smjörklípu eða olíu á pönnuna og steikið skallottu- laukinn í um 1 mínútu. Þá er hvítvíninu hellt á pönnuna og látið sjóða niður um helming, í um 2-3 mínútur. Hellið hunanginu, sinnepinu og rjómanum saman við og setjið kjúklingabringurnar aftur á pönn- una og látið malla í 10 mínútur þar til kjúklingurinn er tibúinn. Stráið steinseljunni yfir. Gott með kartöflumús. Frá eldhusperlur.com. Kjúklingur í hunangs-sinnepssósu 1 msk. olía 400 g nautahakk 5 sneiðar beikon 1 laukur 2 hvítlauksrif 3 gulrætur 1 rauð paprika 5-6 kartöflur 5-6 sveppir 2 dósir saxaðir tómatar (400 g dósin) 1 lítri soð (soðið vatn + tveir nautakraftsteningar) salt og pipar 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. paprika Hitið olíu í stórum potti, steikið hakkið og smátt skorið beikon þar til beikonið er orðið stökkt. Kryddið hakkið með salti og pip- ar. Skerið lauk, hvítlauk, gulrætur, papriku, kartöflur og sveppi afar smátt og bætið út í pottinn, steikið í smá stund eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Kryddið til með þeim kryddum sem eru talin upp hér að framan. Hellið söxuðum tómötum og soðinu út í pottinn og náið upp suðu. Leyfið súpunni að malla í 20-30 mínútur, ef þið hafið nægan tíma þá er frábært að leyfa súpunni að malla við vægan hita lengur en súpan verður mun bragðmeiri ef hún fær að malla í svolitla stund. Berið súpuna fram með sýrð- um rjóma og smátt saxaðri stein- selju eða klettasalati. Frá evalaufeykjaran.is. Kröftug haustsúpa að vetri

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.