Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 15
Fjölskylda Birnu, tengdadóttur Kristjáns og Ásdísar Rósu í Höfðaborg. F.v. aftari röð: Birna, Baldur Joseph, Hulda, Carolanne og Þórhallur. Fv.fremri röð: Ella Rós, Sigrid, Einar, Einar og Einar. enn í góðu sambandi. Ég myndaði tengsl við fleiri þarna sem eiga eftir að endast mér ævina á enda.“ Í Malaví heillaði fjalllendið Kristján upp úr stígvélunum. „Það er ofboðslega fallegt í fjöll- unum í Malaví og við hjólið urðum þar eitt. Ég datt að vísu þarna í sandlendi en heimamaður kom mér til hjálpar. Hann var svo greiðvikinn að ég gaf honum 300 dollara að launum. Mér telst til að með þeim hætti hafi ég borgað skattana hans í fjögur ár. Menn hafa ekki mik- ið milli handanna þarna.“ Fátæktin er einnig mikil í Sambíu og Sim- babve, en í fyrrnefnda landinu kynntist Krist- ján 59 ára gömlum manni sem þénar 60 dollara á mánuði, andvirði 7.500 króna, fyrir að búa til grillkol. Maðurinn átti tólf börn og var þröngt í búi. „Robert Mugabe var forsætisráðherra Simbabve frá 1980 til 1987 og síðan forseti frá 1987 til 2017. Hann kom í kring svokallaðri endurúthlutun á landi hvítra bænda til svartra bænda, sem þýddi að hvítir bændur hrökkl- uðust frá eða voru myrtir. Landið, sem var eitt það auðugasta í álfunni, er orðið eitt það fá- tækasta. Ég hef ekki í annan tíma komið inn í land þar sem vöruskortur er eins mikill. Það var til dæmis ekki hlaupið að því að fá bensín á hjólið.“ Í Sambíu hitti hann Jón Örn Guðmundsson, ræðismann Íslands, og ber honum vel söguna. Hvítir hafa girt sig af Loks kom Kristján til Suður-Afríku og segir það ríki um margt frábrugðið hinum sem hann sótti heim í ferðinni. „Hlutirnir virka almennt betur í Suður-Afríku; maður fór að sjá hrað- brautir, umferðarskilti og allt varð á einhvern hátt menningarlegra og nær því sem við eigum að venjast í Evrópu. Þá er náttúran mjög fal- leg á þessum slóðum. Það sem slær mann hins vegar er sambýli svartra og hvítra og villur við hliðina á slömminu. Eftir stjórnarskiptin fyrir þrjátíu árum girti hvíti maðurinn sig af enda er hatrið mikið í hans garð og hvítir menn geta varla um frjálst höfuð strokið. Algengt er að menn verji heimili sín með stálgrindum.“ Margt dreif á daga Kristjáns í Suður- Afríku. Honum var til dæmis boðið á mótor- hjólaráðstefnu í Polokvane eftir að maður nokkur rakst á hann á förnum vegi. „Ég hélt að ég yrði bara almennur gestur þarna en var óvænt kallaður á svið til að gera grein fyrir ferðum mínum. Mönnum þótti þetta ægilega merkilegt,“ segir hann hlæjandi. Baldur, sonur Kristjáns, kom til móts við föður sinn í Durban og hjólaði með honum alla leið á enda til Höfðaborgar. Þá sneri Ásdís Rósa aftur og var með feðgunum síðustu 1.000 kílómetrana. Ferðinni lauk á Þorláksmessu og hélt fjölskyldan jólin í góðu yfirlæti í Höfða- borg. Birna, kærasta Baldurs, og þriggja ára sonur þeirra komu einnig til Höfðaborgar en þar býr bróðir Birnu með Suður-Afrískri eig- inkonu og tveimur börnum. „Auk þess voru í Höfðaborg foreldrar Birnu, systir og mágur, og með þessari fjölskyldu vorum við bæði um jólin og áramótin. Það var ofboðslega gaman að geta varið jólum og áramótum með öllu þessu fólki og glatt á hjalla. Algjör gæða- stund.“ Hvor á meira í reynd? Hafandi verið heima í tvær vikur er Kristján enn að vinna úr þessari lífsreynslu. Hann kveðst hvergi hafa kynnst annarri eins fátækt og í Afríku og ættu Íslendingar og aðrir Evr- ópubúar án efa erfitt með að laga sig að slíkum aðstæðum. „Samt er fólkið upp til hópa ánægt og hamingjusamt. Lífsgleðin skín af því. Mað- ur hlýtur því að velta fyrir sér hvor sé í reynd ríkari: Maður sem á allt en er óhamingjusamur eða maður sem á ekkert en er glaður?“ Svari nú hver fyrir sig. „Það er ekkert eins og Afríka og ógleym- anleg upplifun að hitta fólk sem heldur í gömlu gildin; sumir nota ekki einu sinni eldspýtur, kveikja eldinn bara með gamla laginu. Ég hitti líka hundrað manna ættbálk sem lifir alfarið af 38 geitum og 50 kindum. Ætthöfðinginn var 78 ára og átti sex konur sem allar lifðu í sátt og samlyndi. Hver í sínum kofanum. Þetta er okk- ur auðvitað afskaplega framandi en hvaða rétt höfum við á því að dæma þetta fólk?“ Kristján minnir á að ekki er svo langt síðan við Íslendingar vorum á sama stað, bjuggum í torfkofum. „Kemst Afríka einhvern tíma á þann stað sem við erum á í dag?“ spyr hann og svarar sjálfur: „Það eru margvísleg teikn á lofti um það að Afríka sé að komast inn á fram- farabrautina. Álfan mun til dæmis alveg sleppa við tölvuvæðinguna með öllum sínum þyngslum og snúrum, fer í staðinn bara beint í 4G- og 5G-símana. Eftir að hafa heimsótt álf- una hef ég alltént meiri trú á því núna en áður að henni takist þetta fyrr en síðar.“ Spurður hvað taki nú við hjá honum sjálfum hallar Kristján sér brosandi aftur í stólnum. „Ég veit það ekki, satt best að segja. Ég hef verið spurður að því hvort ég ætli til Vestur-Afríku en tel það ólíklegt. Ég er ekki að safna löndum heldur upplifunum og ætli ég hafi ekki náð Afríku í þessari atrennu. Í augna- blikinu er ég bara að jafna mig og fá barna- börnin mín í fangið. Það tekur á að vera svona lengi frá fjölskyldu og vinum. Ég get ekki svarað því á þessari stundu hvort ég eigi eftir að fara víðar á hjólinu, sem bíður nú í geymslu í Höfðaborg, en það sem eykur líkurnar á því er sú staðreynd að konan mín er kolfallin fyrir þessum ferðamáta líka.“ Silverback-górilla í Volcanoes National Park í Rúanda - afar heillandi heimsókn. Við eldhússtörfin í sveitasælunni við Kakamega í Kenía. Eldhúsið þjónaði nokkrum fjölskyldum. 26.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.