Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 6
Þann 11. janúar síðastliðinnvoru þrjú ár liðin frá því aðmér hlotnuðust þau forrétt- indi að taka við embætti ráðherra. Tíminn er afstæður og það er ein- hvern veginn bæði langt og stutt síðan. Langt síðan af því að þessi tími er svo stútfullur af upplifun að hún ætti varla að geta komist fyrir á þremur árum. En stutt síðan af því að tíminn hefur liðið svo hratt. Gildi stöðugleikans Eitt af því sem stendur upp úr þeg- ar ég staldra við og hugleiði þennan tíma er gildi stjórnmálalegs stöð- ugleika. Ný ríkisstjórn tók við í árs- byrjun 2017 eftir að kosningum hafði verið flýtt vegna afsagnar for- sætisráðherra. Haustið eftir voru síðan í annað sinn á tveimur árum haldnar óvæntar kosningar vegna stjórnmálalegs óstöðugleika (eða kannski óðagots). Ný ríkisstjórn tók því enn og aftur við á miðjum vetri. Hvort tveggja – óvænt stytting kjörtímabils og valdataka á miðjum vetri – er til þess fallið að tefja framgang verkefna. Þótt stundum sé gantast með að best sé að stjórnmálamenn geri sem minnst er ljóst að þetta tafði ýmis framfaramál og mikilvæga stefnu- mótun. Rammaáætlun um vernd og nýtingu virkjanakosta er eitt dæmi af mörgum. Grundvallargildin okkar Ég hef haft grundvallargildi sjálf- stæðisstefnunnar að leiðarljósi í nálgun minni á málaflokka ráðu- neytisins. Stóraukin útgjöld úr rík- issjóði í mína málaflokka hafa aldrei verið efst á blaði hjá mér þó að auð- vitað komi fyrir að aukin framlög séu réttlætanleg. Þetta hefur stund- um gefið stjórnmálamönnum á vinstri vængnum sóknarfæri gagn- vart mér og þá spyrja þau: „Af hverju hækka ekki framlögin hér? Hvers konar metnaðarleysi er þetta gagnvart málaflokkunum?“ Ég hef skrifað um það áður hér að út- gjaldavöxtur er ekki mælikvarði á árangur. Gagnrýni af þessu tagi truflar mig ekki af því að það er skýrt markmið að hafa hemil á út- gjaldavexti ríkissjóðs. Einföldun regluverks er annað skýrt markmið. Við höfum þegar stigið eftirtektarverð skref með því að afnema ýmsar óþarfa kröfur, lög og reglugerðir og erum að greina fleiri möguleika, meðal annars í samstarfi við OECD, Efnahags- og framfarastofnunina. Á sama tíma getur verið réttlætanlegt að auka kröfur og eftirlit á sumum sviðum. Ég stóð t.d. að því að gera kröfur til fyrirtækja í ferðaþjónustu um að þau setji sér öryggisáætlanir. Kannski þurfum við að ganga enn lengra í þeim efnum. Þarna er vand- rataður meðalvegur og það sem get- ur afvegaleitt okkur er illa ígrund- aðar kröfur um að ríkið beri ábyrgð á öllu sem gerist í landinu. En ríkið getur ekki borið ábyrgð á öllu sem gerist og á ekki að gera það. Ef við missum sjónar á þessu grundvall- aratriði mun fara illa fyrir okkur. Langtímastefnumótun stórra málaflokka Í skjóli langþráðs stjórnamálalegs stöðugleika höfum við getað leyft okkur að hugsa til langs tíma. Við settum af stað langtímastefnumótun í þremur grundvallarmálaflokkum: nýsköpun, ferðaþjónustu og orku- málum. Nýsköpunarstefnan hefur þegar verið kynnt. Sumar aðgerðir til að hrinda henni í framkvæmd hafa ver- ið kynntar og fleiri eru væntanlegar. Að mínu mati gera fá verkefni stjórn- valda eins stórt til- kall til þess að vera talin mikilvægust enda hvílir framtíðarvöxtur verðmæta- sköpunar okkar að verulegu leyti á því að vel takist til. Ný framtíðar- sýn og leiðarljós ferðaþjónustu til ársins 2030 hafa líka verið unnin og kynnt. Aðgerðaáætlun á grundvelli hennar hefur verið í mótun í vetur og verður kynnt fyrir vorið. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er líka mikilvægt nýtt verkfæri, stjórnunartæki fyrir þessa undir- stöðuatvinnugrein, sem gerir stefnumótunina markvissari og hef- ur raunar vakið athygli langt út fyr- ir landsteinana. Langt er síðan orkumál hafa verið eins mikið í brennidepli og á þessu kjörtímabili. Umræðan um þau hef- ur dýpkað á kjörtímabilinu, sem gagnast mjög þeirri þverpólitísku vinnu sem nú stendur yfir um orku- stefnu fyrir Ísland. Stór verkefni fram undan Ég hef í þessi þrjú ár gefið mig alla að verkefnunum, lært mikið, náð ár- angri, mjakað málum áfram með umræðu, ákvörðunum, fundum, samvinnu, rökræðu og stundum átökum – á grunni þess sem ég trúi á. Það sem gefur mér mest er að ræða við þúsundir Íslendinga um allt land um hin margvíslegu mál- efni sem skipta hvern og einn mestu, og eiga síðan í kjölfarið möguleika á að stuðla að úrbótum og framförum. Það eru óviðjafnan- leg forréttindi. Fram undan eru mörg stór verk- efni sem ég hlakka til að takast á við. Gefandi tími Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’ Ég hef skrifað umþað áður hér aðútgjaldavöxtur erekki mælikvarði á árangur. Gagnrýni af þessu tagi truflar mig ekki af því að það er skýrt markmið að hafa hemil á út- gjaldavexti ríkissjóðs. VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 Ég hitti níu ára dreng um daginn semer með það á hreinu hvað hann vill fáí afmælisgjöf. Hann vill fá iPhone 11 Pro. Um leið og ég kann að meta metnað- inn í svona óskum þá verður maður líka að átta sig á hvað er raunhæft í þessu lífi. Við sem þjóð ættum kannski að gera það annað slagið. Sérstaklega þegar kemur að hand- bolta. Íslendingar (356.991) voru ekki taldir líklegir til stórræða fyrir Evrópumótið í handbolta. Hreint ekki. Íslendingar enduðu í 11. sæti á HM í fyrra og það er almennt talið léttara en EM. Við þetta bættist að við vorum í erfiðum riðli og flestir gerðu sennilega ráð fyrir að liðið kæmi bara heim eftir þrjá leiki. Svo gerist það að við vinnum heims- og ólympíumeistara Dana (5.603.000) og þjóðin sturlast. Hún róaðist ekkert við að vinna Rússa (144.500.000). Þegar nokkuð var liðið á leikinn gegn Ungverjum (9.773.000) voru margir komnir á netið og farnir að leita að hóteli í Malmö eða sníkja gistingu hjá ættingjum í Köben. Í huganum farnir að semja bréf til atvinnu- veitanda til að fá leyfi til að verða vitni að Evrópumeistaratitlinum. En svo gerist eitthvað. Slæmi kaflinn eða eitthvað og liðið tapar. Það er reyndar alltaf merkilegt að hugsa um þennan slæma kafla sem kemur bara hjá okkur. Þegar við vorum að valta yfir Ungverja í fyrri hálfleik var það alls ekki slæmur kafli hjá þeim. Bara góður hjá okkur. Tapið sló aðeins á vonirnar og ekki bætti úr skák að tapa fyrir Slóvenum (2.089.000). Þá voru þessir stórkostlegu drengir alveg glataðir. Við bara skildum ekkert í því að Aron gæti ekki bara skorað tíu mörk í leik. Hvursu flókið er það? Af hverju markmaður sem er nýkominn með aldur til að keyra bíl gæti bara ekki lokað markinu í öllum leikj- um. Og Guðjón Valur, sem fær bráðum frítt í strætó, væri ekki að henda inn svona 6-8 mörkum í hraðaupphlaupum. Svo unnum við Portúgala (10.290.000) og upphófst hin árlega hliðaríþrótt handbolt- ans: Að reikna hvað þyrfti að gerast til að Íslendingar gætu komist áfram. Það er órjúfanlegur hluti af handbolta þegar þjóðin breytist öll í stærðfræðinga. En þær vonir urðu að engu eftir tap gegn Norðmönnum (5.328.000) og Svíum (10.120.000). Við vor- um bara aftur komin á byrjunarreit og í 11. sætið eins og síðast. En hvernig gerist þetta? Hér vorum við Íslendingar með okk- ar þriðjung úr millj- ón að gera okkur vonir, og jafnvel kröfu, um sigra gegn þjóðum þar sem sam- tals búa tæplega 190 milljónir manna. Er það bara alveg eðli- legt? Af hverju þarf þetta líka alltaf að vera svona í ökkla eða eyra? Af hverju eru þessir menn alltaf stórkostlegir eða glat- aðir? Ég veit að þetta er langsótt og ólíklegt. En væri kannski pæling að reyna að muna að við erum bara pínulítil fámenn eyja og það er ekki eðlilegt að ætlast til þess að við verðum Evrópumeistarar. Getum við reynt að stilla væntingum í hóf? Gleðjast yfir sigrunum og sýna samstöðu þegar illa geng- ur? Það er líka þannig í íþróttum og bara lífinu öllu að sigrarnir eru skemmtilegri þegar þeir koma á óvart. ’Hér vorum við Íslendingar með okkar þriðjung úr milljónað gera okkur vonir, og jafnvel kröfu, um sigra gegn þjóðum þar sem samtals búa tæplega 190 milljónir manna. Er það bara alveg eðlilegt? Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Raunir handboltaþjóðar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.