Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 2
Hvar ertu staddur? Ég er í vinnunni hér í keilusal í Höganäs í Svíþjóð þar sem ég bý og æfi. Hvernig er lífið í Höganäs? Það er ósköp rólegt, þetta er lítill bær í Suður-Svíþjóð. Það er lítið ann- að en keilan sem kemst að. Byrjaðir þú snemma að spila keilu? Já, ég var bara smábarn. Pabbi vann við að laga keiluvélar þannig að ef ég var ekki í leikskóla eða skóla var ég uppi í keilusal. Hvað æfir þú mikið? Svona fjórum til sex sinnum í viku. Það er misjafnt og fer eftir því hvort ég er að ferðast og keppa á mótum úti í heimi. Hefurðu keppt áður á RIG (Reykjavik International Games)? Já, tvisvar áður. Þessi mót eru að verða nokkuð sterk. Ertu orðinn atvinnumaður í keilu? Nei, ekki ennþá. Ég fæ ekki laun fyrir að spila keilu en það er ennþá mark- miðið. Hvað er svona skemmtilegt við keilu? Hvað er ekki skemmtilegt við keilu? Strögglið og að vinna. Ég elska að lenda í ströggli og bæta úr því. Ertu mikið á ferð og flugi að keppa úti um allt? Já, það má segja það. Ertu í einhverju landsliði? Ég er í íslenska landsliðinu. En oft er ég bara að keppa fyrir sjálfan mig. Áttu þér önnur áhugamál? Það fer mikill tími í keiluna en ég myndi segja enski boltinn! Ljósmynd/Jóhann Ágúst Jóhannsson ARNAR DAVÍÐ JÓNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Að ströggla og vinna Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 Það er oft ótrúlega gaman að vera blaðamaður. Ég fæ tækifæri til aðhitta áhugavert, skemmtilegt og klárt fólk sem hjálpar mér að sinnaskyldum mínum við lesendur; að upplýsa, fræða og skemmta. Í vik- unni hitti ég til að mynda tvo lækna, annan íslenskan og hinn bandarískan, og tók ég viðtal við þann síðarnefnda um hinn sérkennilega sjúkdóm ME/ CFS, sem í gamla daga var kallað síþreyta og er að sumu leyti skylt vefja- gigt, en þó ekki eins. Alla vega, ég hvet ykkur til að lesa það viðtal í blaði dagsins og eins viðtal við Svein Benediktsson, sem þjáist af þessum vægast sagt leiðinlega sjúkdómi. Það er ótrúlegt hversu lít- ið er vitað um þennan sjúkdóm en talið er að minnsta kosti 2% mann- kyns séu haldin honum. Og enn fleiri hafa ekki fengið greiningu og jafnvel gengið á milli lækna svo árum skipti. Með þessum viðtölum er ég nú aðallega að upplýsa og fræða. Mögu- lega verður það einhverjum til góðs en ég get að minnsta kosti lofað að efnið er bæði forvitnilegt og fræð- andi. Þá á ég alveg eftir að skemmta ykkur! Geri það hér með. Þannig var mál með vexti að í viðtalinu við bandaríska lækninn sat hinn ís- lenski hjá, mér til halds og trausts. Eftir viðtalið gengum við niður stigann og með okkur tókst létt spjall. Þar nefni ég að ég væri dóttir læknis. Lækn- irinn vildi auðvitað vita hver það væri og að sjálfsögðu þekkti hann pabba. Eftir að hafa borið mikið lof á föður minn heyrði ég þetta: „Er pabbi þinn fiskur?“ Í eitt augnablik fannst mér spurningin frekar skrítin en svara glaðlega: „Nei, hann er hrútur! Ég er hins vegar fiskur!“ Það kom smá hik á manninn, sem sagði svo: „Ég var bara að spyrja hvort hann væri frískur.“ Ég skil þetta eftir hér. Verði ykkur að góðu. Af hverju maðurinn hefði átt að spyrja að stjörnumerki föður míns upp úr þurru er góð spurning. Af hverju mér datt í hug að svara, í stað þess að biðja hann að endurtaka spurninguna; það er góð spurning. Af hverju ég var svona glöð að hann nefndi fiskamerkið, það er góð spurning líka. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki bara líka sagt honum að synir mínir væru meyja og krabbi. Og að mamma væri naut. Og svona líka alveg týpískt naut. Er pabbi þinn fiskur? Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Í eitt augnablikfannst mér spurn-ingin frekar skrítin ensvara glaðlega: „Nei, hann er hrútur! Ég er hins vegar fiskur!“ Ólafur Sigurðsson Já, mér finnst allur þorramatur góður. SPURNING DAGSINS Borðar þú þorramat? Camilla Stacey Já. Lifrarpylsan er best en súrsað selspik verst. Gabríel Leó Ívarsson Ekki allan, en ég borða alveg þorra- mat. Borða alls ekki hrútspunga. Mýra Jóhannesdóttir Nei, ekki allan. Ég borða slátur en ekki hákarl. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumynd úr einkasafni Kristjáns Gíslasonar ÞÚ ÁTT SKILIÐ ÞAÐ BESTA www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar Lift Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Vinsælir sígildir ljóðasöngvar Kristín R. Sigurðar & Arnhildur Valgarðs 26. janúar kl.16 Nánar á harpa.is/sigildir RIG-leikarnir (Reykjavik International Games) fara nú fram í þrettánda sinn dagana 23. janúar til 2. febrúar og skiptist dagskrá leikanna á tvær helgar. Arnar Davíð Jónsson keiluspilari keppir á leikunum. Upplýsingar má finna á rig.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.