Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 11
26.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 „Það er talið að það séu að minnsta kosti tíu sinnum fleiri. Markmiðið með þessari vakn- ingu núna er að ná fram þessum einstakling- um. Margt af þessu fólki er ekki sýnilegt. Það er ekki í vinnu og er jafnvel ekki í sambandi við fjölskyldu og vini; það bara getur það ekki. Læknarnir vilja fá þessa sjúklinga fram til að hægt sé að rannsaka þetta betur.“ Stundum alveg að bugast Áttu einhvern tímann góða daga? „Mér líður aldrei líkamlega vel, bara misilla. Á verstu dögunum líður mér svo illa í skrokkn- um að ég held ég hafi þetta ekki af. Þegar sú til- finning minnkar líður mér vel, af því ég er kom- inn út úr hinu,“ segir hann og brosir út í annað. Sveinn segir að á betri dögum reyni hann oft að henda sér í verkefni eða framkvæmdir sem hafi setið á hakanum. „Manni er refsað grimmilega fyrir það. Það er eitt af einkennum sjúkdómsins,“ segir hann og á við að við mikla hreyfingu versni honum til muna. „Ég er löngu hættur að ögra því, nema ef ég missi mig. Dags daglega dettur mér ekki í hug að gera eitthvað sem ég veit að kemur mér í rúmið í tvo, þrjá daga á eftir. En hins vegar ef það koma dagar sem ég er aðeins léttari á ég það til að gera of mikið.“ Sveinn segir hafa komið stundir þar sem hann sé algjörlega að bugast. Hann hefur tekið upp tólið, jafnvel á miðnætti, og hringt í föður sinn lækninn. „Ég hef sagt við hann: „Pabbi, ég finn svo til í líkamanum að ég held ég hafi þetta ekki af.““ Lifir í voninni Sveinn hefur sjálfur lesið allar fræðigreinar sem fyrirfinnast á veraldarvefnum um sjúk- dóminn. „Maður verður að lifa í voninni. Að hluta til er ég alltaf að vonast til að ég sé með eitthvað annað; að þeir finni eitthvað annað sem til er lyf við og eftir mánuð verði ég bara gamli góði Sveinn. Ég kannski hugsa svona bara til að halda geði. Ég hef verið mikið rann- sakaður og hefur það hjálpað mér að skilja hvað er að hjá mér. Núna er þetta flokkað sem ME, en hugsanlega eru þetta nokkrir undir- sjúkdómar eftir því hvernig fólk veiktist eða nákvæmlega hvaða einkenni eru sterkust hjá því. Þess vegna er svo erfitt að greina sjúk- dóminn og erfitt að finna meðferð,“ segir hann. „Ég er fyrst og fremst að hugsa um mína heilsu og er búinn að prófa allt á þessum fimm árum. Ég er búinn að taka mataræðið í gegn í mánuði í senn, allar mögulegar útfærslur af því. Prófað að fasta, prófað að djúsa. Í ein- hverjum tilvikum dofna einkennin en hverfa aldrei. Það getur verið töluvert átak að taka mataræðið í gegn en mér hefur alltaf fundist eftir tvo, þrjá mánuði að ég met að félagslegi þátturinn, og ánægjuþátturinn af góðum mat, vegi meira. Ávinningurinn er svo takmark- aður.“ Fólk er virkilega veikt Hefur þú leitað eftir sálrænum stuðningi? „Já, blessuð vertu. Búinn að taka allan þann hring. Það hefur ekkert að segja af því að þetta á sér ekki rætur þar. En ég hef gott stuðningsnet og hef alltaf verið í hugleiðslu og jóga. Að sætta sig við þetta er nokkuð sem kemur með tímanum. Ég ætla ekki að kvarta; ég hef það gott miðað við mjög marga. Um fjórðungur fólks með sjúkdóm- inn tollir í vinnu, að minnsta kosti í hluta- starfi, einn fjórði er algjörlega heima hjá sér og fer aldrei út úr húsi og einn fjórði er rúmliggjandi. Fer aldrei á fætur. Þetta eru hundruð manna á Íslandi sem varla komast fram úr rúmi. Og eru dæmd á mismunandi hátt. Þannig að ég er heppinn; ég get setið hér og talað við þig og vonast til að versna ekki. Lífsgæðin hjá fólki með sjúkdóminn eru einna minnst af öllum sjúkdómum og stundum borin saman við það að vera á lokastigi krabbameins. Fólk er virkilega veikt. Og batnar ekkert.“ Sveinn segir að í gamla daga hafi oft verið talið að fólk með sjúkdóminn væri hyster- ískt. Ekki hjálpaði það til að þrír af hverjum fjórum sjúklingum eru konur á miðjum aldri og flestir læknar karlmenn í þá daga. „Það var því miður staðan. Sjúkdómar sem leggjast á miðaldra karlmenn eru langmest rannsakaðir. Erlendar rannsóknir sýna fram á að algengi ME er umtalsvert meira en til dæmis MS, og samt hafa margir aldrei heyrt um ME,“ segir Sveinn og sýnir blaða- manni tölur um rannsóknarfé sem veitt er til ýmissa sjúkdóma. Þar kemur í ljós að nánast ekkert fé er veitt til rannsókna á ME miðað við aðra þekktari sjúkdóma, þrátt fyrir að þeir sem þjást af ME séu mun fleiri. Mikið vantar upp á vitneskju um sjúkdóm- inn. „Þetta hefur ekki verið kennt hér á landi þótt það sé aðeins að breytast núna á síðustu árum. Nú eru læknar að reyna að finna þessu stað í kerfinu.“ Stór og óþekktur sjúkdómur Heldur þú að lækning finnist? „Fyrst þarf að skilja sjúkdóminn. Nú eru færustu læknar heims búnir að taka sig saman og eru að reyna að finna út úr þessu. Ég er sannfærður um að á minni ævi muni þeir komast að því hvað þetta er og verða komnir með einhverjar meðferðir. Ég full- yrði líka að þeir munu fá Nóbelsverðlaun fyrir það. Þetta er það stórt, og það óþekkt, að þarna er verið að taka sjúkdóm sem hefur verið í algjörri dimmu fram í dagsljósið. Það sem aðallega vantar er rannsóknarfé. Sá sem fer fyrir hópnum erlendis á son sem er með sjúkdóminn og sá er rúmfastur,“ segir hann. Sveinn hvetur alla sem telja sig hafa sjúkdóminn til að skoða heimasíðu ME- félagsins, mefelag.is, og fara til læknis til að fá greiningu. Hann vill fá þessa þúsund, tvö þúsund manns fram í dagsljósið svo hægt verði að skrá öll tilvik niður og búa til góðan gagnagrunn. „Það er grunnforsendan fyrir því að hægt verði að hefja rannsóknir, mögulega hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ef það gerðist væri hægt að hringja í hvaða heimsþekktu lækna eða vísindamenn og þeir myndu mæta hingað strax,“ segir Sveinn og segir að það yrði einstakt tækifæri ef hægt væri að rannsaka sjúkdóminn hér á landi, þar sem skráningin gæti verið svo fullkomin. „Ég er ekki að leita eftir vorkunn, alls ekki. Ég er frekar að fella grímuna til þess að fá fleiri til að koma fram. Kannski er þetta köllun mín; upphafið að einhverju öðru.“ ’Ég þarf að sætta mig viðsjálfan mig þannig að ég erí ákveðnu uppgjöru núna. Ég erað berjast við mína eigin for- dóma. Er ég langveikur? Er ég sjúklingur? Er ég hugsanlega að verða öryrki? Ég?“ og fólkinu í Persaflóastríðinu sem olli ME/ CFS ? „Já, það er algjörlega mögulegt. Í Japan er há tíðni af ME/CFS og hafa þeir rannsakað einmitt þetta svæði heilans og fundið að þarna sé eitthvað öðruvísi. Í Ástralíu hafa vís- indamenn rannsakað heilann og hafa fundið það sama. Það sést vel eftir að sjúklingur stundar hreyfingu; þá sjáum við helst mun á þessu svæði. Þannig að þarna höfum við fundið vísbendingu sem við ættum að geta nýtt okkur til frekari rannsókna.“ Léttir að fá greiningu Þegar þú hittir sjúkling með ME, hvaða ráð gefur þú honum? „Flestir sem hitta mig vita að það er eitt- hvað mikið að þeim. Í fyrsta lagi þurfa þeir að fá viðurkenningu á að þeir séu með sjúkdóm. Þeir þurfa að vita að þetta sé raunverulegur sjúkdómur. Flestir finna fyrir miklum létti að vita að þetta er ekki hugarburður heldur eitt- hvað raunverulegt. Það gefur þeim oft smá orku til að halda áfram með lífið,“ segir hann. „Næst skoða ég hvaða einkenni hrjáir hvern og einn sjúkling. Ég spyr þá gjarnan hvað af einkennunum sé verst; er það mígrenið, verk- irnir, svefntruflanir? Ég reyni svo að finna lausn á hverju og einu af einkennunum. Það gæti bætt líðanina aðeins, en það er engin 100% lækning,“ segir hann. „Við erum mikið að skoða orkukornin í frumunum og hvernig þær vinna. Það virðist vera að í sjúklingum með ME/CFS virki ekki þessi hlutar frumunnar almennilega. Sjúkling- um með ME getur liðið enn verr með því að hreyfa sig, þá klárast öll orkan og það er ekk- ert eftir. Þú getur því ekki farið fram úr rúm- inu, keyrt í vinnuna, séð um börnin þín eða sjálfan þig. Við erum að vona að með því að skilja betur þessar frumur gætum við fundið lyf sem mögulega gæti gert við þær. Þá fengi kannski fólk orkuna sína til baka,“ segir hann og nefnir að sjúkdómurinn skerðir lífsgæði verulega. „Sumir sjúklingar með ME/CFS eru rúm- fastir, aðrir komast ekki út úr húsi. Enn aðrir reyna að vinna hlutastarf en mikill meirihluti sjúklinga er langt frá því að geta verið í fullu starfi.“ Er sjúkdómurinn viðvarandi alla ævi eða eru sveiflur? „Þú myndir ætla að við myndum vita það. En það eru til einstaklingar sem hafa upplifað hlé á sjúkdóminum en við sjáum yfirleitt þá sem hafa verið með króníska verki í meira en sex mánuði og jafnvel mörg ár. Oft eru ein- kennin út ævina en það sem gerir sjúkdóminn erfiðan er að hann er ekki eins hjá öllum. Fólk segir oft að sumir dagar séu betri en aðrir, eða sumir mánuðir betri en aðrir. En svo allt í einu krassa þeir aftur.“ Hvaða sérfræðilæknis eiga þessir sjúklingar að leita til? „Það er góð spurning. Af því að þessi sjúk- dómur herjar á að minnsta kosti tvö prósent mannkyns finnst mér að allir læknar eigi að þekkja hann. Allir læknar eiga að geta greint hann. Eftir greiningu er líklega þörf á að sér- fræðilæknir staðfesti sjúkdómsgreininguna og taki að sér að annast sjúklinginn. Í dag eru það oft læknar sem hafa sérstakan áhuga á sjúk- Morgunblaðið/Ásdís ’Verkirnir eru alls staðar í lík-amanum, frá toppi til táar. Þúveist aldrei hvar verkirnir birtastnæst og oftar en ekki eru þyngsli og verkir í öllum líkamanum. „Af því að þessi sjúkdómur herjar á að minnsta kosti tvö prósent mannkyns finnst mér að allir læknar eigi að þekkja hann. Allir læknar eiga að geta greint hann,“ segir dr. Baraniuk. dóminum en þeir þurfa ekki endilega að vera úr einhverri sérstakri sérgrein læknisfræðinnar. Kannski verða sérfræðilæknar á þessu sviði til í framtíðinni en í dag ættu heimilislæknar alla vega fyrst að geta greint sjúkdóminn.“ Skortir fé til rannsókna Ónæmiskerfið hefur verið skoðað í sjúklingum með ME/CFS og segir Baraniuk að sést hafi ýmis frávik. „Sérstaklega er athyglisvert að sést hafa frávik í frumu sem drepur frumu sem sýkt er af veiru, eða sem sýkt er af krabba- meini. Þessar frumur kallast NK-frumur. Þær bara geta ekki unnið vinnuna sína, geta ekki drepið veiruna. Ástæðan er sú að það krefst mikillar orku. Nú skoðum við aftur frumurnar með skertu orkukornin. Ef þau virka ekki þá getur „drápsfruman“ ekki unnið vinnuna sína,“ segir hann og nefnir að ofurþreyta fylgi veiku ónæmiskerfi. Ertu að segja að sjúkdómurinn veiki ónæm- iskerfið eða að veikt ónæmiskerfi sé orsök sjúkdómsins? „Við erum enn að reyna að finna út úr því, það gæti verið á hvorn veginn sem er. Við þurfum að rannsaka þetta allt betur.“ Heldur þú að það finnist lækning við ME/ CFS? „Ég held að það verði bylting í vitneskju okkar í læknisfræði á næstunni. Við munum skilja betur hvernig líkami og hugur vinnur. Við munum skilja betur frumur, eins og NK- frumur, skilja betur frumur í hjarta, heila, í vöðvum. Hvað varðar ME/CFS þá held ég að ýmislegt muni koma fram á næstu misserum sem gæti hjálpað við að finna nýjar aðferðir til að kljást við sjúkdóminn.“ Er nægilegt fjármagn sett í rannsóknir á ME/CFS? „Nei. Það hefur verið stórt vandamál í Banda- ríkjunum. Til dæmis er tuttugu sinnum meira fé varið til rannsókna á MS-sjúkdóminum. Hluti af vandamálinu er að læknar og þeir sem veita fjármunina sjá þetta ekki sem raunverulegt vandamál. Sjá ekki afleiðingar sjúkdómsins. En nú er það hugarfar aðeins að breytast.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.