Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 17
skáldað upp og fréttamenn trúðu eins og nýju neti, þrátt fyrir að sá maður hafi aldrei gefið til- efni til þess að vera tekinn alvarlega. Þegar upp komst upp um strákinn Schiff sagðist hann hafa skáldað upp þetta samtal sem gamanmál af sinni hálfu, eins og öllum hefði mátt vera ljóst! Úr þingsal í dómsal Nú hefur öldungadeild þingsins um stundarsakir breytt sér í dómsal og forseti Hæstaréttar Banda- ríkjanna gegnir stöðu þingforseta á meðan það ástand varir. Hann leggur sig fram um að halda aga í bekknum og vill að andrúmsloftið minni ör- lítið meira á alvörudómsal en síður á hinn hefð- bundna þvargsal þingsins. Þegar dómforsetinn var búinn að fá upp í kok af þjarkinu setti hann ofan í við talsmenn beggja flokka og fordæmdi það sem hann kallaði „pettifogging“. Nokkrir þingmenn ruku úr þingsalnum til að fletta orðinu upp í orða- bók og sáu að það þýddi „merkingarlaus auka- atriði“ og skynjuðu að forsetinn teldi að lunginn af „röksemdum“ þingmanna snerist um merking- arlaus aukaatriði. Það myndi vera átakanleg lífsreynsla fyrir John Roberts ef hann neyddist til að líta inn í þingsal- inn við Austurvöll þar sem hver ræðan af annarri er helguð „pettifogging“. Engum í öldungadeilinni vestra dettur í hug að neitt bitastætt muni koma út úr þessari skrítnu saksókn til embættismissis sem demókratar hafa verið með í burðarliðnum frá því að fyrir lá að Trump hefði unnið kosningarnar í nóvember 2016. Eina vonin sem binda má við þessa sviðsetningu er að þingmenn geti dregið lærdóm alvörunnar af aðkomumanninum í forsetastólnum. Ítalska umræðan svíkur ekki Stóru tíðindin í evrópskri pólitík síðustu daga eru annars vegar þau að drottning Breta hefur undir- ritað lög um útgöngu ríkisins úr ESB um næstu mánaðamót og hins vegar að Luigi Di Maio, utan- ríkisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti sem leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar. Og það er óneitanlega dálítið flott fyrir íslenska aðdá- endur að sá sem tekur við flokksforystunni í 5- stjörnunni til bráðabirgða heitir Vito Crimi. Án þess að hafa nokkuð fyrir sér hefur maður gefið sér að hann hljóti að vera ættaður frá þorpinu Corleone á Sikiley. Það hitnar undir samsteypustjórninni í Róm og fari næstu héraðskosningar eins og spár gefa til- efni til að ætla að þær geri gæti það oðið náð- arhöggið. Þá gæti Bandalag Matteos Salvinis fengið þær kosningar í gegn sem hann hefur góð- ar væntingar um að myndu skola honum í stól for- sætisráðherra. Þegar hafa 15 þingmenn 5-stjörn- unnar yfirgefið þann flokk vegna óánægju með samstarf flokksins við sósíalistana. Þá hafa nokkr- ir þingmenn sósíalistanna sagt sig úr þeim flokki vegna óánægju með samstarfið við „lýðskrum- arana“. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Í Bandaríkjunum eru beinar útsendingarfrá sviðsetningu á leikriti demókrata íþinginu sem fjallar um tilraunir þeirra til aðbola forsetanum úr embætti níu mánuðum áður en kjósendur fá sérstakt tækifæri til að ákveða hvort þeiri vilji hafa hann áfram í Hvíta húsinu. 26.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.