Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 28
FRÆGÐ Eins og margir vita þá er glamúrpían Paris Hilton fyrst og fremst fræg fyrir að vera fræg. Það gæti verið að breytast, ef marka má lofsamlega um- sögn í breska blaðinu The Guardian um mat- reiðsluþátt Hilton á YouTube, þar sem hún eldar lasagna víst með miklum tilþrifum. Það eru ekki endilega hæfileikar Hilton í eldhúsinu sem heilla gagnrýnanda blaðsins, heldur húmorinn á bak við matargerðina en hún mætir til dæmis til leiks með smáhund í fanginu sem klæddur er eins og frönsk þerna. „Ég hef raunar ekki hugmynd um hvort þetta er grín,“ segir gagnrýnandinn – en það breytir engu máli. Loksins fræg fyrir annað en frægð? Paris heill- in Hilton er komin í eldhúsið. AFP 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 LESBÓK „Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,“ segir Sigursteinn Másson sem gert hefur nýja þætti í röðinni Sönn íslensk sakamál fyrir streymisveituna Storytel. Um er að ræða nýmæli en Storytel hefur hingað til sérhæft sig í hljóðbókum. „Formið heillaði mig líka. Ég held að það sé hægt að nýta þetta form í að skoða málin og fjalla meira um þau þar sem ímyndunar- afl hlustandans er virkjað. Fyrstu þættirnir eru um gamalt mál sem aldrei var leyst og það hefur setið aðeins í mér frá því að ég skoðaði það síðast árið 1999. En það var af- taka á Laugalæk, þar sem leigubíl- stjóri var myrtur með skoti í hnakkann af stuttu færi árið 1968. Ég vildi kafa dýpra í það mál og skoða fleiri vinkla. Sjá hvað kæmi út úr því og eru fyrstu 4 þættirnir um það mál og önnur mál tengd því. En svo ætla ég að skoða bæði gömul og ný mál,“ segir Sig- ursteinn en nýir þættir munu bæt- ast við vikulega á mánudögum á Storytel frá og með næsta mánu- degi. „Við höfum unnið í þessu í tals- verðan tíma og kostað miklu til. Þetta eru mjög vandaðir, ríkulega Sönn íslensk sakamál á Storytel SORG „Þetta var það besta sem ég gat gert í stöðunni; ég fékk svo mikið út úr þessu giggi,“ segir breska söng- konan Ella Eyre í samtali við The Independent, en hún steig á svið eftir langt hlé daginn eftir að hún missti föð- ur sinn árið 2017. „Margir höfðu beðið lengi eftir þess- um tónleikum,“ segir Eyre, sem gat heldur ekki útilokað að faðir hennar vekti yfir henni. „Hann sá mig aldrei á tónleikum meðan hann lifði og væri hann þarna þetta kvöld gat ég ekki hugsað mér að aflýsa tónleikunum.“ Eyre söng því fyrir föður sinn án þess að upplýsa tón- leikagesti um fráfall hans; gerði það ekki fyrr en viku síðar. Feðginin voru náin enda þótt þau byggju hvort í sínu landinu, hún í Englandi en hann á Jamaíka, þaðan sem söngkonan er ættuð. Ella Eyre, söngkona og lagahöfundur. AFP Söng fyrir nýlátinn föður Joey gamli Kramer við settið. Aðför að trymblum TRYMBLUN Það virðist vera tíska hjá gamalgrónum málmböndum að úthýsa trymblum sínum þegar mest við liggur, en í vikunni stefndi Joey Kramer félögum sínum í Aerosmith fyrir að leyfa sér ekki að spila með þeim á Grammy-hátíðinni um helgina. Þeir svöruðu því til á móti að hann væri hvorki í líkamlegu né andlegu ástandi til að slást í hópinn, en Kramer hefur ekki spilað með Aerosmith síðan í apríl 2019. Skemmst er að minnast þess að Pet- er Criss var ekki velkominn á loka- túr Kiss, ekkert frekar en Bill Ward á lokatúr Black Sabbath. Þá var Steven Adler hvurgi þegar Guns N’ Roses lagði upp í endurkomutúr sinn sem lauk í Laugardalnum. Mér þótti þetta strax mjögáhugavert verkefni.Glæpasögur og glæpa- þættir í sjónvarpi eru eiginlega al- gjört blæti hjá mér og Brot rímar vel við það sem ég hef sjálf verið að gera; dimmur heimur og blóð,“ segir Þóra Hilmarsdóttir, sem leikstýrir tveimur næstu þáttum af glæpaseríunni Broti sem sýndir verða á RÚV í kvöld og næsta sunnudag. Þóra kom inn í leikstjórateymið nokkrum mánuðum áður en tökur hófust ásamt Þórði Pálssyni, sem á hugmyndina að þáttunum, og Davíð Óskari Ólafssyni. „Ég þekkti Davíð en ekki Þórð. Við sátum saman þrjú í herbergi í heilan mánuð og réðum ráðum okkar. Þórður lagði línurnar ásamt Árna Filippussyni tökumanni og við veltum þessu fram og til baka fyrir okkur. Við smullum strax sam- an og samvinnan var mjög þægileg. Sem leikstjóri er maður oft að pauf- ast í sínu horni og þess vegna var mjög gaman að vinna svona náið með fleiri leikstjórum; heyra skoð- anir þeirra og kynnast ólíkum verk- ferlum,“ segir Þóra. Henni þótti ekki síðra að vinna með leikurunum sem hún segir í mjög háum gæðaflokki og nefnir að- alleikarana tvo, Nínu Dögg Filipp- usdóttur og Björn Thors, sér- staklega í því sambandi. „Þau eru bæði á heimsmælikvarða.“ Þóra Hilmarsdóttir hlakkar til að sjá hvernig Broti reiðir af erlendis. Ljósmynd/Saga Sig. Með glæpa- þáttablæti Þóra Hilmarsdóttir leikstýrir tveimur næstu þátt- um af glæpaseríunni Broti sem sýndir verða á RÚV. Hún kann vel við sig í dimmum heimi og vill jöfnum höndum gera kvikmyndir og þætti. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900  Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061  Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900  alnabaer.is GLUGGA- TJÖLD alnabaer.is Úrval af gluggatjaldaefnum, þykk, þunn, blúndur, kappar og allt þar á milli. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.