Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 U m helgina lýkur eftirtektar- verðri sýningu Ólafar Nordal á Kjarvalsstöðum. Verk hennar eru vel þekkt, til að mynda Þúfan í gömlu höfninni sem hefur mikið aðdráttarafl eða Geirfuglinn í fjörunni við göngustíginn í Skerja- firði, en það listaverk er síbreytilegt því flóð og fjara spila snilldarlega með því. Ekki missa af henni Og sýningin á Kjarvalsstöðum er með sama hætti allt öðruvísi en þær sýningar sem verið hafa í því góða húsi. Þar koma geirfuglar reyndar einnig við sögu, raunverulegur og þekkt ímyndarverk sem varð til áður en Finnur fuglafræðingur startaði þjóðarátaki til að fá fágætt eintak af hinum út- dauða fugli hingað heim, til þjóðarinnar sem hafði lengi haft samviskubit yfir því hvernig fór fyrir honum. En það er ekki síst verið að draga athygl- ina að því á þessari sýningu hvernig sérkennileg, óvenjuleg og söguleg eintök eru varðveitt af okkar hálfu og vekur spurningar um hvort það sé gert með boðlegum hætti. Þar er rætt um dánargrímur tvær, önnur Einars Benediktssonar, og um heila hans. Níels Dungal læknaprófessor og rektor Há- skóla Íslands með meiru, í þessu tilviki helsti krufningasérfræðingur landsins, tók upp á sitt eindæmi ákvörðun um að geyma þessi minni skáldjöfursins og síðari tíma menn hafa ekki endi- lega haldið þeim til haga með þeim hætti sem mætti ætla. Þá eru vaxmyndunum góðu, sem Íslandsbersi gaf þjóðinni til minningar um son sinn, einnig gerð skil og eru þær tengdar afkomendum fyr- irmyndarinnar með merkilegum hætti og á það rót í sannri sögu um það þegar maður gekk fram á vel varðveitt lík sem hopandi jökull hafði skilað. Sá sem fann líkið áttaði sig á því eftir stundar- korn að líkið væri af föður hans sem horfið hafði í jökulsprungu á meðan sonurinn var enn í móður- kviði. Þarna var faðir hans lifandi kominn fyrir augum hans, miklu yngri en sonurinn sem stóð yfir honum á þessum einstæðu „endurfundum“ manna sem höfðu aldrei sést. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að nota þessa tvo síðustu daga til að berja sýninguna aug- um áður en það verður um seinan. Annars konar sýningar En það eru sýningar víða um veröld núna eins og endranær, ólíkar þessari og sumar fjarri því að vera eftirsóknarverðar. Það fer hrollur um heimsbyggðina yfir fréttum um illviðráðanlegan kórónavírus sem í orðanna fyllstu merkingu er dauðans alvara og enn óljóst hvaðan hann kom og hvernig megi hemja hann. Enn erum við minnt á hversu risastór veröld Kína er. Borgin Wuhan, sem vírusinn er tengdur í fréttum, hefur nú verið einangruð og alríkis- stjórnin í Peking sett ferðabann á íbúa hennar. Tiltölulega fáir höfðu heyrt þessarar borgar getið áður en vírusinn lét vita af sér og kom því veru- lega á óvart að íbúar hennar eru sagðir vera 20 milljónir og þaðan er beint flug oft í viku til stórra flugstöðva á borð við Heathrow í Lundúnum. Í fréttum eru sýndar myndir af því að heilbrigðis- starfsmenn taka á móti ferðafólki frá sýktum svæðum og mæla hvort farþegar eru með hita, sem gæti sýnt fyrstu merki um vírusinn. Leik- mönnum sýnist heldur lítið öryggi í slíkum vörn- um, en sjálfsagt þó betri en engar. Farsinn heldur áfram Í Bandaríkjunum eru beinar útsendingar frá svið- setningu á leikriti demókrata í þinginu sem fjallar um tilraunir þeirra til að bola forsetanum úr emb- ætti níu mánuðum áður en kjósendur fá sérstakt tækifæri til að ákveða hvort þeir vilji hafa hann áfram í Hvíta húsinu. Það er ekki það eina sem er skrítið við þessa uppsetningu. Demókratar höfðu fullyrt á fjórða ár að heljar samsæri forsetans og Pútíns eilífa í Moskvu, stórglæpsamlegt athæfi sem gerði Nixon að saklausu barni í samanburð- inum, myndi leiða til þess að bola mætti forset- anum frá. Tugir saksóknara og alríkislögreglan komu svo algjörlega tómhent úr sínum langa leið- angri sem kostað hafði milljarða í krónum talið og fyllt alla fréttatíma í tvö ár. Og þá, eins og hendi væri veifað, var dregið upp leynilegt símtal úr allt öðrum hatti demókrata. Það var á milli forsetans og hins nýja forseta Úkraínu og var þó ekki leynilegra en svo að á þriðja tug bandaríkjamanna hafði fengið að hlusta á það „í beinni“ og sjálfsagt allmarkir Kiev-megin samtalsins. Og þegar Trump heyrði um ásakanirnar lét hann samstundis skrifa samtalið upp og senda það demókrötum á þinginu og var það ekki góð send- ing fyrir þá. Því það reyndist vera allt annað sam- tal en Adam Schiff samsæriskenningamaður hafði Vito Crimi mættur og fleira er fréttnæmt Reykjavíkurbréf24.01.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.