Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2020, Blaðsíða 8
Sveinn er rúmlega fertugur, giftur þriggjabarna faðir úr Hlíðunum. Líf hans tókstakkaskiptum fyrir fimm árum þegar sjúkdómurinn ME/CFS bankaði upp á. Lífið hefur ekki verið eins síðan, en Sveinn hefur reynt eftir fremsta megni að lifa lífinu á eins eðlilegan hátt og hann hefur getað og í raun falið kvalir sínar og þreytu fyrir vinum og vandamönnum. Nú hefur hann ákveðið að stíga fram og segja frá. Sjúkdómurinn hefur nefnilega verið falinn og misskilinn í áraraðir en nú er mál að linni. Veikindi í kjölfar lungnabólgu „Ég er að fara að halda upp á fimm ára af- mælið,“ segir Sveinn og brosir út í annað. Það er auðvitað ekkert hægt að gleðjast yfir þessu afmæli, en hann reynir að halda í gleðina þrátt fyrir veikindin. „Það var í mars árið 2015 að mér sló niður með kraftmikilli vírussýkingu í efri öndunarfærum, svokallaðri kaldri lungna- bólgu. Ég var mjög veikur í um tíu daga og varð mjög slappur eftir það. Þótt lungnabólg- an væri farin var ég enn mjög veikur og fann fyrir ýmsum einkennum sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Algjöru kraftleysi, mér fannst erfitt að koma hugsunum í orð, minn- isleysi, skertri rýmisgreind. Ég átti til dæmis mjög erfitt með að keyra bíl. Ég mundi ekki nöfn, ekki einu sinni hjá mínum nánustu. Ég fékk líka taugaverki. Þetta kom í beinu fram- haldi af lungnabólgunni; ég varð í raun aldrei góður,“ segir Sveinn og segist hafa farið í fjölda rannsókna. „Ég fór til taugalæknis vegna skjálfta, taugaverkja og ruglinu í minninu,“ segir Sveinn og viðurkennir að hann hafi hreinlega verið skíthræddur. „Hjá taugalækninum voru þekktir tauga- sjúkdómar útilokaðir og næst hitti ég gigtar- lækni og þar var líka verið að útiloka þekkta gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdóma. Mér var sagt að ég gæti verið með Post Viral Fatigue, eða „eftirveiruþreytu“, sem er einmitt eitt af þessum nöfnum sem ganga yfir sjúkdóminn, ME/CFS,“ segir hann. „Ég bý svo vel að ég er læknissonur og kon- an mín er hjúkrunarfræðingur þannig að ég hef mjög gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég hef hitt um tug sérfræðinga. Ég er búinn að prófa allt sem hægt er og ýmsar meðferðir við einkennum,“ segir hann og segist telja jafnvel að þetta sé einhvers konar sjálfs- ofnæmissjúkdómur. Finnst mér vera að versna Hvað myndir þú kalla þetta, síþreytu? „Nei, alls ekki, þetta er svo miklu meira en það. Ég hef í raun ekki talað um þetta við neinn; ég er í raun að koma út úr skápnum með þetta í þessu viðtali. Ég segi að á slæmum degi sé ég með ME-taugasjúkdóminn. Á góðum degi er ég með Íslandsveikina. Með tilvísun í Akureyrar- veikina. En já, ég er með ME-taugasjúkdóm sem því miður er með óskýrt greiningarferli og engin þekkt meðferð við. Ég er alltaf slæmur, bara misslæmur. Það er ekki víst að manni versni. En því miður finnst mér að mér sé smátt og smátt að versna,“ segir hann. Sveinn segist tolla í vinnu með herkjum, „eitt skref í einu,“ eins og hann orðar það. „Ég vil ekki hætta að vinna, bæði vegna fé- Eins og að vera með flensu í fimm ár Hugbúnaðarráðgjafinn og fjölskyldufaðirinn Sveinn Benediktsson hefur verið með ME/CFS í fimm ár. Sjúkdómurinn skerðir lífsgæði hans verulega en Sveinn hefur hingað til reynt að fela hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefur á líf hans. Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur, oft kallaður Íslandsveikin. Fyrsta tilfelli Akureyrarveikinnar var greint árið 1948 og breiddist veikin út á næstu mánuðum. Tæp 7% íbúa Akureyrar veiktust. Allir lifðu af, en aðeins 15% þeirra sem veiktust náðu full- um bata sem þó tók langan tíma. Um 60% náðu allgóðum bata utan þess að búa við skert úthald eða óeðlilega mikla þreytu. 25% náðu ekki góðum bata, heldur hafa þeir búið við mikla þreytu og flestir þróað með sér vefjagigt sem svo hef- ur aukið á þreytuna. Lífsgæði þessa fólks skertust verulega. Einkennum fólksins svipar mjög til einkenna ME/CFS en ein- hver dularfullur vírus virðist hafa lagst á bæjarbúa, sem síð- ar olli ME/CFS, eða sjúkdómi sem svipar til hans. AKUREYRARVEIKIN ÍslandsveikinÁ læknadögum í Hörpu í vikunni hafa læknar fjallað um sjúkdóminn ME/CFS sem ekki hefur verið rannsakaður til hlítar. Einkenni hans eru helst síþreyta, minnisleysi, höfuð- verkur, verkir í liðum og vöðvum, svefn- vandamál og ofsaþreyta eftir áreynslu. Ekki þarf endilega að uppfylla öll skilyrðin til þess að vera greindur með sjúk- dóminn. Á heimasíðu ME-félagsins, mefelag.is, má finna grein- argóðar upplýsingar um sjúkdóminn en þar stendur: „ME er skammstöfun á Myalgic Encephalomyelitis en „myalgic“ stendur fyrir vöðvaverki og „encephalomyelitis“ fyrir bólgur í heila eða mænu. Á íslensku hefur sjúkdómurinn stundum verið kallaður síþreyta sem er þýðing á enska heitinu Chro- nic Fatigue Syndrome (CFS). Sjúklingar hafa viljað breyta þessari nafngift þar sem síþreyta er í raun aðeins eitt af fjöl- mörgum einkennum ME og nægir ekki til að gera grein fyr- ir sjúkdómnum og alvarleika hans. Engin lækning til Fólk með ME/CFS hefur oft ekki getu til að sinna venjuleg- um daglegum störfum og margir leggjast alveg í rúmið. Það þjáist af óyfirstíganlegri þreytu sem lagast ekki við hvíld eða svefn. Hreyfing getur valdið því að sjúklingum versni og er það einkenni nefnt örmögnun vegna áreynslu eða álags (post-exertional malaise, PEM). Yfirleitt er ekki að sjá utan á fólki að það sé veikt. Í greinum hér á næstu síðum er rætt við bandarískan lækni, dr. James N. Baraniuk, og íslenskan mann, Svein Benediktsson, sem haldinn er sjúkdóminum. Varpa þeir báðir á sinn hátt skýru ljósi á þennan lítt kannaða og falda sjúkdóm. Vonast þeir báðir til þess að læknar kynni sér sjúkdóminn betur og að fólk sem haldið er einkennunum fari til lækna til að fá greiningu. Engin lækning er til í dag en með auknum rannsóknum er vissulega von til þess að unnt verði að greina sjúkdóminn með meiri nákvæmni og að lækning finnist. Óyfirstíganleg þreyta ME-sjúkdómurinn, stundum nefndur ME/CFS, er flokkaður sem tauga- fræðilegur sjúkdómur, en enn í dag er í raun sáralítið vitað um orsakir hans. Talið er að sjúkdómurinn herji á um 17 milljónir manns á heimsvísu og alla vega þúsund Íslendinga. Sjúkdómurinn getur skert lífsgæði verulega, stundum svo að sjúklingar eru rúmliggjandi, eða komast ekki út úr húsi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Getty Images/Wavebreak Media HEILBRIGÐISMÁL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.1. 2020 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.