Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 60 ára Sigurveig ólst upp í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hún er hárgreiðslumeistari og þroskaþjálfi að mennt og starfar sem þroskaþjálfi í Salaskóla í Kópavogi. Hún er í hlaupahópi Stjörnunnar og hefur þrisvar hlaupið hálfmaraþon. Maki: Árni Eggertsson, f. 1956, vél- fræðingur í álverinu í Straumsvík. Börn: Björn, f. 1980, og Eggert, f. 1983. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar: Björn Gunnlaugsson, f. 1926, d. 2012, húsgagnasmiður og rak eigið fyrirtæki, og Helga Ágústsdóttir, f. 1934, húsmóðir. Hún er búsett í Reykja- vík. Sigurveig Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð skömm í hattinn frá lækn- inum þínum, þú hvílir þig ekki nóg. Hlýddu nú einu sinni og farðu fyrr að sofa næstu daga. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki streitast á móti breytingum. Komdu vini til hjálpar. Stundum verður maður að kyngja stoltinu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Veltu fyrir þér möguleikum til breytinga í lífi þínu og gerðu það sem til þarf. Ef þú opnar augun betur sérðu að þér eru allir vegir færir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir þurfa ást og allir eru færir um að gefa hana. Umbyltu lífi þínu og vittu til, þú verður hamingjusamasta persóna sem finnst undir sólu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fátt er skemmtilegra en góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn hentar vel bæði til félagslífs og skipulagn- ingar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu þér tíma til að hringja í þá sem þú hefur ekki heyrt í lengi. Eitthvað er að gerast í ástamálunum. 23. sept. - 22. okt.  VogMundu að öllum orðum fylgir einhver ábyrgð svo lofaðu engu nema að þú getir staðið við það. Þér liggur mikið á hjarta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Rómantískt samband þarfn- ast smávegis innspýtingar. Leystu málin vegna gamallar skuldar og þá geturðu um frjálst höfuð strokið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þrátt fyrir að vinir og vanda- menn séu ekki á sömu leið og þú, þá líður þér vel. Heilsan er það mikilvægasta sem þú átt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að huga að því hvernig þú getur bætt fjárhagsstöðu þína og allar aðstæður þínar. Sýndu öðrum fyllstu kurt- eisi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú eru góðar aðstæður til þess að leggja út í hagnýtt samstarf sem skilar árangri til langs tíma litið. Gerðu þér samt ekki of miklar vonir í byrjun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þó að vinnan og fjármálin eigi hug þinn allan í dag finnur þú fyrir þörf til þess að bregða á leik. Þú hefur vindinn í fangið í dag en það breytist fljótt. G uðrún Þóranna Jóns- dóttir er fædd 8. febr- úar 1950 í Ártúnum í Blöndudal, A-Hún., og ólst þar upp við öll venjubundin sveitastörf. Guðrún fór 8 ára í barnaskóla í Húnaveri. „Ég á góðar minningar frá þeim árum, séra Jón Kr. Ísfeld var sóknarprestur í Bólstaðar- hlíðarprestakalli á þessum árum og kenndi okkur sveitabörnunum í 1. og 2. bekk unglingaskóla.“ Eftir landspróf á Blönduósi lá leiðin til Reykjavíkur í Kennaraskóla Ís- lands þar sem hún lauk kennara- prófi 1970. Eftir nokkur ár í kennslu ákvað Guðrún að leita sér frekari menntunar 1975 og fór til Gautaborgar í Svíþjóð ásamt eig- inmanni sínum og nam þar sér- kennslu við Lärarhögskolan í Möln- dal og var þar í tvö ár. Hún tók námsorlof 2006 og lauk meistara- námi frá Háskóla Íslands 2010. Guðrún kenndi almenna kennslu í grunn- og barnaskólum á nokkrum stöðum á landinu, í Grundarfirði, á Selfossi, í Öskjuhlíðarskóla og Seljaskóla í Reykjavík, á Raufar- höfn, á Hvammstanga og endaði aftur á Selfossi. „Mér þótti skemmtilegt að kenna og var dug- leg að sækja kennaranámskeið sem var alltaf boðið upp á eftir kennslu á vorin eða í ágúst.“ Síðustu tólf ár í starfi sinnti hún deildarstjóra- stöðu í sérkennslu við Vallaskóla á Selfossi. Guðrún hefur verið formaður Kvenfélags Selfoss í 6 ár samtals og setið í stjórn félagsins frá 2007. „Ég hef starfað í kvenfélögum bæði fyr- ir norðan og sunnan. Það hefur veitt mér mikla ánægju og ég hef eignast margar vinkonur í þeim félagsskap meðfram því að sinna ýmsum trúnaðarstörfum í kven- félögunum sem félagskonur hafa treyst mér fyrir. Nú síðustu ár hef ég tekið að mér störf fyrir tímaritið Húsfreyjuna sem kemur út fjórum sinnum á ári. Sinni ég þar formennsku útgáfu- og ritstjórnar ásamt því að lesa próf- arkir með tveim valinkunnum kennurum.“ Guðrún hefur haft mikið yndi af söng alla tíð. „Ég held að ég hafi verið nokkuð samfellt í kórum frá því að ég var 16 ára og söng í kirkjukórnum hjá föður mínum. Nú syng ég með Hörpukórnum sem er kór eldri borgara á Selfossi. Ég hvet alla þá sem eru hættir störfum á vinnumarkaði að kynna sér starf- semi eldri borgara á sínu svæði. Því það er gefandi að taka þátt í félags- starfi og oft er margt áhugavert í boði. Maður er manns gaman.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Guð- mundur Guðmundsson, f. 3.6. 1945, kennari og fyrrverandi sviðstjóri hjá Landgræðslu ríkisins. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Guðmundur Guðmundsson, f. 11.8. 1908, d. 17.4. 1979, bóndi í Vorsa- bæjarhjáleigu í Flóa, og Anný Guð- jónsdóttir, f. 17.10. 1908, d. 12.5. 1993, ljósmóðir í Gaulverjabæjar- hreppsumdæmi. Börn Guðrúnar og Guðmundar eru 1) Jónas Víðir Guðmundsson, f. 24.9. 1975, kennari á Selfossi. Maki: Elísabet Sif Helgadóttir kennari. Börn þeirra eru Guðmundur Alex- ander, f. 2.1. 2006, Anný Elísabet, f. 28.5. 2007 og Agnes Ísabella, f. 27.6. 2009; 2) Anný Björk Guðmunds- dóttir, f. 16.12. 1977, rekstrarstjóri hjá Rönning á Selfossi. Sonur An- nýjar er Magnús Ari Melsted, f. 23.12. 2004; 3) Sigríður Dögg Guð- mundsdóttir, f. 16.1. 1981, verk- efnastjóri hjá Íslandsstofu og býr á Seltjarnarnesi. Maki: Árni Helga- Guðrún Þóranna Jónsdóttir kennari – 70 ára Börn og tengdabörn Stödd í Hörpu. Maður er manns gaman Með móður og systkinum Á 95 ára afmæli Sigríðar Ólafsdóttur, móður Guðrúnar, á Bakkaflöt í Skagafirði, 4.11. 2019. Guðrún er önnur frá hægri. Með maka og barnabörnum Ferming elsta barnabarnsins, Magnúsar Ara. 30 ára Þuríður er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi en býr í Úlfarsárdal. Hún er með BA-gráðu í tóm- stundafræði frá Há- skóla Íslands. Þuríður er í fæðingarorlofi en snýr svo aftur sem flugfreyja hjá Ice- landair eftir það. Maki: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, f. 1986, lögfræðingur hjá Skattinum. Börn: Auðunn Hlíðkvist, f. 2014, Emil Hlíðkvist, f. 2017, og Matthildur Hlíðkvist, f. 2019. Foreldrar:Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 1957, húsmóðir í Reykjavík, og Davíð Steinþórsson, f. 1958, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Þuríður Davíðsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Matthildur Hlíðkvist Bjarnadóttir fæddist 12. maí 2019 á fæðingardeild Landspít- alans. Hún vó 4.356 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þuríður Davíðsdóttir og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.