Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 60 ára Sigurveig ólst upp í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hún er hárgreiðslumeistari og þroskaþjálfi að mennt og starfar sem þroskaþjálfi í Salaskóla í Kópavogi. Hún er í hlaupahópi Stjörnunnar og hefur þrisvar hlaupið hálfmaraþon. Maki: Árni Eggertsson, f. 1956, vél- fræðingur í álverinu í Straumsvík. Börn: Björn, f. 1980, og Eggert, f. 1983. Barnabörnin eru orðin fjögur. Foreldrar: Björn Gunnlaugsson, f. 1926, d. 2012, húsgagnasmiður og rak eigið fyrirtæki, og Helga Ágústsdóttir, f. 1934, húsmóðir. Hún er búsett í Reykja- vík. Sigurveig Björnsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð skömm í hattinn frá lækn- inum þínum, þú hvílir þig ekki nóg. Hlýddu nú einu sinni og farðu fyrr að sofa næstu daga. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki streitast á móti breytingum. Komdu vini til hjálpar. Stundum verður maður að kyngja stoltinu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Veltu fyrir þér möguleikum til breytinga í lífi þínu og gerðu það sem til þarf. Ef þú opnar augun betur sérðu að þér eru allir vegir færir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir þurfa ást og allir eru færir um að gefa hana. Umbyltu lífi þínu og vittu til, þú verður hamingjusamasta persóna sem finnst undir sólu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fátt er skemmtilegra en góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar. Dagurinn hentar vel bæði til félagslífs og skipulagn- ingar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu þér tíma til að hringja í þá sem þú hefur ekki heyrt í lengi. Eitthvað er að gerast í ástamálunum. 23. sept. - 22. okt.  VogMundu að öllum orðum fylgir einhver ábyrgð svo lofaðu engu nema að þú getir staðið við það. Þér liggur mikið á hjarta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Rómantískt samband þarfn- ast smávegis innspýtingar. Leystu málin vegna gamallar skuldar og þá geturðu um frjálst höfuð strokið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þrátt fyrir að vinir og vanda- menn séu ekki á sömu leið og þú, þá líður þér vel. Heilsan er það mikilvægasta sem þú átt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að huga að því hvernig þú getur bætt fjárhagsstöðu þína og allar aðstæður þínar. Sýndu öðrum fyllstu kurt- eisi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú eru góðar aðstæður til þess að leggja út í hagnýtt samstarf sem skilar árangri til langs tíma litið. Gerðu þér samt ekki of miklar vonir í byrjun. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þó að vinnan og fjármálin eigi hug þinn allan í dag finnur þú fyrir þörf til þess að bregða á leik. Þú hefur vindinn í fangið í dag en það breytist fljótt. G uðrún Þóranna Jóns- dóttir er fædd 8. febr- úar 1950 í Ártúnum í Blöndudal, A-Hún., og ólst þar upp við öll venjubundin sveitastörf. Guðrún fór 8 ára í barnaskóla í Húnaveri. „Ég á góðar minningar frá þeim árum, séra Jón Kr. Ísfeld var sóknarprestur í Bólstaðar- hlíðarprestakalli á þessum árum og kenndi okkur sveitabörnunum í 1. og 2. bekk unglingaskóla.“ Eftir landspróf á Blönduósi lá leiðin til Reykjavíkur í Kennaraskóla Ís- lands þar sem hún lauk kennara- prófi 1970. Eftir nokkur ár í kennslu ákvað Guðrún að leita sér frekari menntunar 1975 og fór til Gautaborgar í Svíþjóð ásamt eig- inmanni sínum og nam þar sér- kennslu við Lärarhögskolan í Möln- dal og var þar í tvö ár. Hún tók námsorlof 2006 og lauk meistara- námi frá Háskóla Íslands 2010. Guðrún kenndi almenna kennslu í grunn- og barnaskólum á nokkrum stöðum á landinu, í Grundarfirði, á Selfossi, í Öskjuhlíðarskóla og Seljaskóla í Reykjavík, á Raufar- höfn, á Hvammstanga og endaði aftur á Selfossi. „Mér þótti skemmtilegt að kenna og var dug- leg að sækja kennaranámskeið sem var alltaf boðið upp á eftir kennslu á vorin eða í ágúst.“ Síðustu tólf ár í starfi sinnti hún deildarstjóra- stöðu í sérkennslu við Vallaskóla á Selfossi. Guðrún hefur verið formaður Kvenfélags Selfoss í 6 ár samtals og setið í stjórn félagsins frá 2007. „Ég hef starfað í kvenfélögum bæði fyr- ir norðan og sunnan. Það hefur veitt mér mikla ánægju og ég hef eignast margar vinkonur í þeim félagsskap meðfram því að sinna ýmsum trúnaðarstörfum í kven- félögunum sem félagskonur hafa treyst mér fyrir. Nú síðustu ár hef ég tekið að mér störf fyrir tímaritið Húsfreyjuna sem kemur út fjórum sinnum á ári. Sinni ég þar formennsku útgáfu- og ritstjórnar ásamt því að lesa próf- arkir með tveim valinkunnum kennurum.“ Guðrún hefur haft mikið yndi af söng alla tíð. „Ég held að ég hafi verið nokkuð samfellt í kórum frá því að ég var 16 ára og söng í kirkjukórnum hjá föður mínum. Nú syng ég með Hörpukórnum sem er kór eldri borgara á Selfossi. Ég hvet alla þá sem eru hættir störfum á vinnumarkaði að kynna sér starf- semi eldri borgara á sínu svæði. Því það er gefandi að taka þátt í félags- starfi og oft er margt áhugavert í boði. Maður er manns gaman.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Guð- mundur Guðmundsson, f. 3.6. 1945, kennari og fyrrverandi sviðstjóri hjá Landgræðslu ríkisins. For- eldrar hans voru hjónin Magnús Guðmundur Guðmundsson, f. 11.8. 1908, d. 17.4. 1979, bóndi í Vorsa- bæjarhjáleigu í Flóa, og Anný Guð- jónsdóttir, f. 17.10. 1908, d. 12.5. 1993, ljósmóðir í Gaulverjabæjar- hreppsumdæmi. Börn Guðrúnar og Guðmundar eru 1) Jónas Víðir Guðmundsson, f. 24.9. 1975, kennari á Selfossi. Maki: Elísabet Sif Helgadóttir kennari. Börn þeirra eru Guðmundur Alex- ander, f. 2.1. 2006, Anný Elísabet, f. 28.5. 2007 og Agnes Ísabella, f. 27.6. 2009; 2) Anný Björk Guðmunds- dóttir, f. 16.12. 1977, rekstrarstjóri hjá Rönning á Selfossi. Sonur An- nýjar er Magnús Ari Melsted, f. 23.12. 2004; 3) Sigríður Dögg Guð- mundsdóttir, f. 16.1. 1981, verk- efnastjóri hjá Íslandsstofu og býr á Seltjarnarnesi. Maki: Árni Helga- Guðrún Þóranna Jónsdóttir kennari – 70 ára Börn og tengdabörn Stödd í Hörpu. Maður er manns gaman Með móður og systkinum Á 95 ára afmæli Sigríðar Ólafsdóttur, móður Guðrúnar, á Bakkaflöt í Skagafirði, 4.11. 2019. Guðrún er önnur frá hægri. Með maka og barnabörnum Ferming elsta barnabarnsins, Magnúsar Ara. 30 ára Þuríður er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi en býr í Úlfarsárdal. Hún er með BA-gráðu í tóm- stundafræði frá Há- skóla Íslands. Þuríður er í fæðingarorlofi en snýr svo aftur sem flugfreyja hjá Ice- landair eftir það. Maki: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, f. 1986, lögfræðingur hjá Skattinum. Börn: Auðunn Hlíðkvist, f. 2014, Emil Hlíðkvist, f. 2017, og Matthildur Hlíðkvist, f. 2019. Foreldrar:Ragnheiður Erlendsdóttir, f. 1957, húsmóðir í Reykjavík, og Davíð Steinþórsson, f. 1958, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Þuríður Davíðsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Matthildur Hlíðkvist Bjarnadóttir fæddist 12. maí 2019 á fæðingardeild Landspít- alans. Hún vó 4.356 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þuríður Davíðsdóttir og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.