Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 24.02.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 Opinn fundur um heilbrigðismál verður í Valhöll á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, kl. 18.00. Gestur fundarins er Teitur Guðmundsson læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Rætt verður um einkarekstur og uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu og svarar Teitur spurningum að framsögu lokinni. Allir velkomnir! Heilbrigðismál — opinn fundur í Valhöll á morgun VERKALÝÐSRÁÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS OG MÁLFUNDAFÉLAGIÐ VILJINN Á SUÐURNESJUM Teitur Guðmundsson læknir og framkvæmdastjóri Heilsuverndar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér sýnist ekkert fararsnið vera á fuglinum, þótt hann sé að koma til og sé orðinn ágætlega fleygur hérna innanhús,“ segir Friðbjörn Beck Möller Baldursson, ráðs- maður á Bessastöðum. Fálkaunginn sem brotlenti nærri forsetasetrinu um jólaleytið hefur síðasta mánuð- inn verið í fóstri á skemmulofti í einni af byggingum staðarins. Þar hefur Friðbjörn útbúið ágæta að- stöðu fyrir fuglinn, sem daglega fær lambshjörtu í gogginn. Öll að- hlynning er samkvæmt ráðum Ólafs Karls Nilsen náttúrufræð- ings, sem komið hefur reglulega til að fylgjast með Kríu, eins og fugl- inn var nefndur. Ólafur hefur í tím- ans rás mikið sinnt rannsóknum á íslenska fálkastofninum og þekkir vel til allra lifnaðarhátta hans. Kría var bæði horuð og hrakin þegar Friðbjörn bjargaði henni á öðrum degi jóla. Hún komst hins vegar í öruggar hendur, fékk gott atlæti og hefur það fínt. „Kría er svolítið óörugg enn og vill sig hvergi hreyfa þegar ég hef borið hana út í glugga. Styrktaræfingar á væng og búk eru því fram undan svo Kría geti flogið á brott ein- hvern tíma á vormánuðum,“ segir Friðbjörn á Bessastöðum. Kría er enn á Bessastöðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fálki Kría hefur dafnað vel í fóstri hjá Friðbirni, sem er ráðsmaður á forsetasetrinu á Bessastöðum á Álftanesi. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Á meðan Efling og BSRB grípa til verkfallsaðgerða hefur Starfsgreina- sambandið (SGS) samið við Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Landsvirkjun og hefur félagið náð samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi við ríkið. Efling er eitt af aðildarfélögum SGS og er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, jafnframt vara- formaður SGS. Flosi Eiríksson, framkvæmda- stjóri SGS, segir aðspurður að það skjóti ekki skökku við að vel gangi að semja hjá SGS en illa hjá Eflingu. Helst sé hægt að kenna sérstaklega slæmri stöðu í borginni um það. „Ég held að staðan í Reykjavík sé alveg einstök og hún endurspeglast í þeim hnút sem kjaramálin eru í þar og þeirri óbilgirni sem borgarstjórn- in hefur sýnt í þeim efnum,“ segir Flosi. VLFA samdi á undan SGS Efling og SGS stóðu saman í við- ræðum við sveitarfélögin fyrir ára- mót en eftir deilur við Reykjavíkur- borg ákváðu forsvarsmenn Eflingar að stéttarfélagið skyldi semja upp á eigin spýtur. Spurður hvort það sé ekki óheppi- legt að SGS, sem leitast við að vera leiðandi afl í verkalýðsbaráttunni, og Efling séu á svo ólíkum stöðum í kjarabaráttunni segir Flosi: „Hvort félag fer með sinn samningsrétt og aðstæður á hverjum stað og hverjum tíma ráða því. Verkalýðsfélag Akraness samdi sérstaklega við sveitarfélögin á und- an SGS til dæmis og okkur þótti það heldur ekkert óheppilegt.“ Félagsmenn SGS sinna ekki sömu störfum og félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Flosi býst ekki við því að halla fari á félagsmenn SGS ef Reykjavíkurborg samþykkir kröfur Eflingar. Félagsmenn Eflingar í Reykja- víkurborg hafa verið í ótímabundnu verkfalli frá því á mánudaginn í síð- ustu viku. Í þessari viku verða einnig greidd atkvæði um vinnustöðvun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. Sömuleið- is verða greidd atkvæði um samúð- arverkfall hjá félagsmönnum Efling- ar sem starfa hjá einkareknum skólum. Enginn fundur er fyrirhugaður í deilum Eflingar við Reykjavíkur- borg og sömu sögu er að segja af deilu stéttarfélagsins við Samtök ís- lenskra sveitarfélaga. Viðar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Eflingar, segir þó raunhæft að Efling nái að semja við sína deilu- aðila í vikunni sé samningsvilji fyrir hendi. „Aðallega er það spurning um af- stöðu Reykjavíkurborgar. Ef hún er tilbúin að fara í að opna á einhverjar af þeim leiðum sem við höfum lagt til til þess að ná þessari launaleiðrétt- ingu fram eða vill sjálf setja fram boðlega leið til þess eigum við að sjálfsögðu að geta náð saman nokkuð fljótt.“ Þó svo að engir formlegir fundir séu fyrirhugaðir segir Viðar að virkt samtal eigi sér stað í baklandinu. „Við erum líka að velta upp öllum möguleikum á því hvernig hægt sé að framkvæma þessa launaleiðrétt- ingu sem við teljum í dag að sé sátt um að framkvæma.“ Telur sátt um launaleiðréttingu  Framkvæmdastjóri SGS segir stöðuna í Reykjavík sérstaklega erfiða  Raunhæft að Efling nái að semja við borgina í þessari viku  Veltur á samningsvilja Reykjavíkurborgar, segir Viðar Þorsteinsson Morgunblaðið/Hari Kjör Efling hefur talað fyrir launa- hækkunum innan kvennastétta. Flosi Eiríksson Viðar Þorsteinsson Þrír grunnskólar á höfuð- borgarsvæðinu; Réttarholts- skóli, Grandaskóli og Voga- skóli, bjóða einungis sumum nemenda sinna upp á staðnám í dag og vinna með svokallað veltukerfi til að bjóða sem flestum nem- endum sínum menntun í skólanum. Þeir tveir fyrstnefndu hafa verið lokaðir að hluta síðan í síðustu viku. Fjórði grunnskólinn, Hamraskóli, þarf svo að loka að stórum hluta á morgun. Anna Bergsdóttir, skólastjóri Hamraskóla, segir að stór hluti skólans sé nú að verða þannig að ekki sé lengur hægt að kenna þar vegna óþrifnaðar. Er það vegna þess að tvær starfskonur Eflingar sjá um að þrífa þann hluta skólans. „Eflingarkonur þrífa býsna stóran hluta skólans,“ segir Anna. Lokunin snertir alla nemendur en unnið verður að því að sem flestir nemenda fái að mæta í skólann. 1.500 leikskólabörn hafa ekki fengið að mæta í leikskólann frá því að verkföllin hófust fyrir viku og snertir verkfallið enn fleiri leikskólabörn. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla, segir að ástandið verði sífellt alvarlegra eftir því sem verkfallið dregst á landinn. „Það er kannski helst þessi óvissa sem foreldrum finnst óþægileg, að vita ekki alveg hvernig þetta fer og hversu lengi þetta stendur yfir.“ Fjórir skólar þurfa að loka að stórum hluta vegna óþrifnaðar ÓVISSAN VELDUR FORELDRUM ÓÞÆGINDUM Skólar Verkfallið hefur einnig áhrif á matar- þjónustu, bæði innan grunn- og leikskóla. Morgunblaðið/Hari Bjarni Bene- diktsson, fjár- málaráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur hug á að halda áfram að leiða flokkinn. Frá þessu greindi hann í Silfrinu í gær. Þar var Bjarni spurður að því hvort hann vildi að gengið yrði til kosninga vorið 2021 eða um haustið sama ár, þegar kjörtímabili ríkisstjórnarinnar er raunverulega lokið. Bjarni sagði að enn væri óljóst hvenær kosningar yrðu en hann hefði nú þegar gert upp hug sinn. „Það kostaði blóð, svita og tár að komast til valda. Af hverju í ósköp- unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en lög segja til um?“ sagði Bjarni. „Í stuttu máli myndi ég vilja kjósa að hausti 2021.“ Spurður hvort hann hafi velt fyr- ir sér að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum sagði Bjarni að það vildi hann gjarnan. „Mér líður þannig að ég sé ekki búinn. Mér líður þannig að ég hafi stuðning og það sé verk að vinna. Að okkur hafi tekist vel við að fást við afleiðingar fjármálahruns og að við séum komin á góðan stað og far- in að horfa til framtíðar,“ sagði Bjarni og bætti því við að spenn- andi væri að móta framtíð Íslands. Bjarni vill leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.