Morgunblaðið - 24.02.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
Gítarar
Frábært úrv
al
„VIÐ URÐUM AÐ REKA RAKARANN –
HANN VAR KOMINN MEÐ SVO MIKINN
HANDSKJÁLFTA. ”
„ANNAR YKKAR VERÐUR MÍN HÆGRI HÖND
Í SÖLUTEYMINU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá fiðrildi í
magann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HÖNDLA
MÁLIN EKKI
NÓGU VEL …
ÞÚ VERÐUR
BARA AÐ SKIPA
ÖÐRUM AÐ GERA
ÞAÐ SEM ÞARF!
ÞJÓNN! HANN Á AÐ BORGA
REIKNINGINN MINN!
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN, ER
RANGT AÐ GEFA HUNDINUM
SÍNUM FITANDI GOTTERÍ?”
VOFF! VOFF!
VOFF! VOFF!
OG LÁTA AÐRA AXLA
ÁBYRGÐ?
EINMITT?
JÁ. ÞÚ ÁTT AÐ GEFA
KETTINUM ÞAÐ
Fjölskylda
Eiginkona Ingimundar er Guðný
Helgadóttir, f. 2.8. 1947, fyrrverandi
deildarstjóri í mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu. Þau eru bú-
sett í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Helgi J. Halldórsson, f. 17.11.
1915, d. 13.10. 1987, kennari og þýð-
andi, og Guðbjörg Guðbjartsdóttir, f.
17.10. 1920, d. 3.1. 2015, húsmóðir og
vann á Þjóðminjasafninu. Þau voru
búsett í Reykjavík. Fyrri eiginkona
Ingimundar er Ingunn Helga Þór-
oddsdóttir, f. 11.9. 1949, kennari.
Þau skildu 1997.
Börn Ingimundar og Ingunnar
eru 1) Ari Ingimundarson, f. 29.6.
1972, verkfræðingur, búsettur í
Reykjavík. Ari er giftur Beatriz
Palmarola Adrados og synir þeirra
eru Halldór Luis Arason Palmarola,
f. 2006, og Alexander Ingi Arason
Palmarola, f. 2009; 2) Ingibjörg
Ingimundardóttir, f. 23.5. 1975,
verslunarmaður, búsett í Reykja-
vík. Sonur hennar er Ari Andrey
Ivansson Shelykh, f. 2012; 3) Gísli
Halldór Ingimundarson, f. 13.5.
1982, stærðfræðingur, búsettur í
Reykjavík. Gísli er giftur Sigur-
borgu Selmu Karlsdóttur og sonur
þeirra er Benjamín Tumi, f. 2018.
Fyrir átti Ingunn Steingrím Þór-
arin Blöndal, 31.1. 1968, rafeinda-
verkfræðing.
Bróðir Ingimundar er Gunn-
steinn Gíslason, f. 13.9. 1946, mynd-
listarmaður í Reykjavík.
Foreldrar Ingimundar voru hjón-
in Ingibjörg Þorbjörg Ingimundar-
dóttir, f. 19.10. 1915, d. 18.8. 1970,
matreiðslukona, og Gísli Kristjáns-
son, f. 17.2. 1920, d. 26.2. 1995, húsa-
smiður og verkstjóri. Þau voru bú-
sett í Reykjavík.
Ingimundur
Gíslason
Valgerður Guðmundsdóttir
húsfreyja í Ormskoti
Oddur Ívarsson
bóndi í Ormskoti í Fljótshlíð
Elín Oddsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Kristján Jónsson
trésmíðameistari í Vestmannaeyjum
Gísli Kristjánsson
verkstjóri í Reykjavík
Margrét Árnadóttir
húsfreyja áArngeirsstöðum
Jón Erlendsson
bóndi og rennismiður á
Arngeirsstöðum í Fljótshlíð
GunnsteinnGíslason
myndlistarmaður í
Reykjavík
Oddgeir Kristjánsson
tónskáld í Vestmannaeyjum
Gróa Sölvadóttir
húsfreyja í Tungu
Þórður Sigurðsson
bóndi í Tungu í Skutulsfirði
Sigríður Ingibjörg
Þórðardóttir
húsfreyja á Kletti
Ingimundur Þórðarson
bóndi á Kletti í
Gufudalssveit
Þorbjörg Jóhannesdóttir
húsfreyja á Kletti
Þórður Arason
bóndi á Kletti
Úr frændgarði Ingimundar Gíslasonar
Ingibjörg Ingimundardóttir
matreiðslukona í Reykjavik
Guðmundur Arnfinnsson yrkir áBoðnarmiði og kallar „Spak-
vitringa“:
Ég heyrði tvo spekinga spjalla,
svo spaka, að það má kalla,
að jafnist þeir,
bara þessir tveir,
á við Þingeyjarsýsluna alla.
Áður hafði hann ort og kallar
„Bólfarir“:
Hann Grímur var glæsimenni
og gisti hjá Dalrós á Enni,
en staður hann var,
honum stóð ekki par,
samt stóð ekki vitund á henni.
Hafsteinn Reykjalin Jóhannesson
yrkir:
Hann Gísli er dæmalaus glanni,
en góðverk öll vann hann með sanni.
Glaður og töff,
gleiður og röff
og gekk alltaf langt fram af manni.
Gunnar Hólm Hjálmarsson hefur
orð á því að fyrrverandi dóms-
málaráðherra gagnrýni setu Ró-
berts R. Spanó við Mannréttinda-
dómstól Evrópu og nú hafi hún líka
áhyggjur af því að dómstóllinn
skaði lýðræðið. Síðan áréttar hann
sinn skilning á þessu fram settan í
orðastað hennar:
Lýðræðið lækka mun róminn
og lítill mun af því sóminn.
Ég fæ ekki leynt
og fyrirgef seint
að fá ekki að skipa í dóminn.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar:
„Þegar ég hlustaði á Matta Matt
Eurovision-söngvara skildi ég hvað
felst í því að kunna mál aftur á bak
og áfram. Í framhaldi af því fæddist
þessi vitleysa“:
Samkvæmin sækir hann göfug
þar sæt eru vínin og höfug.
En þjóðin er spennt
er þakkar hann pent
því orðræða hans er víst öfug.
Helgi Ingólfsson yrkir:
Þau bögglast mjög, bragformin ungu,
en bylta oft hlassinu þungu.
Frá lungum í háls
er limran mjög frjáls,
uns loksins hún strandar á tungu.
Og að lokum eftir Jón Thorodd-
sen:
Heilsa ég bæði dóna og dverg
og durg á sínum garði:
Komið þér sælir, Klingenberg,
kammerráð á Skarði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af spakvitringum
og fleira fólki