Morgunblaðið - 24.02.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.02.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2020 England Chelsea – Tottenham ............................... 2:1 Burnley – Bournemouth.......................... 3:0 Crystal Palace – Newcastle..................... 1:0 Sheffield United – Brighton.................... 1:1 Southampton – Aston Villa...................... 2:0 Leicester – Manchester City................... 0:1 Manchester United – Watford................ 3:0 Wolves – Norwich..................................... 3:0 Arsenal – Everton .................................... 3:2 Staðan: Liverpool 26 25 1 0 61:15 76 Manch.City 27 18 3 6 68:29 57 Leicester 27 15 5 7 54:27 50 Chelsea 27 13 5 9 45:37 44 Manch.Utd 27 11 8 8 41:29 41 Tottenham 27 11 7 9 44:36 40 Sheffield Utd 27 10 10 7 29:25 40 Wolves 27 9 12 6 38:32 39 Arsenal 27 8 13 6 39:36 37 Burnley 27 11 4 12 33:39 37 Everton 27 10 6 11 36:41 36 Southampton 27 10 4 13 34:48 34 Crystal Palace 27 8 9 10 24:32 33 Newcastle 27 8 7 12 24:41 31 Brighton 27 6 10 11 32:39 28 Bournemouth 27 7 5 15 26:43 26 Aston Villa 27 7 4 16 34:52 25 West Ham 26 6 6 14 30:45 24 Watford 27 5 9 13 24:43 24 Norwich 27 4 6 17 24:51 18 Portúgal Sporting Lissabon – SL Benfica ............ 3:2  Cloé Lacasse skoraði annað mark Ben- fica, 22. mark sitt í 15 leikjum, en lið hennar tapaði í fyrsta skipti í vetur. Grikkland PAOK – Olympiakos ............................... 0:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK í toppslag deildarinnar. Volos – Larissa......................................... 0:0  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa í leiknum. Þýskaland Leverkusen – Augsburg ......................... 2:0  Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg á 89. mínútu.  Olísdeild karla KA – Fram ............................................ 20:21 Haukar – Afturelding .......................... 22:24 Fjölnir – ÍBV ........................................ 25:38 HK – FH ............................................... 20:34 ÍR – Valur.............................................. 23:24 Staðan: Valur 19 13 2 4 525:459 28 FH 19 12 2 5 569:513 26 Afturelding 19 11 3 5 520:508 25 Haukar 19 11 3 5 512:499 25 ÍBV 19 11 2 6 558:509 24 Selfoss 18 11 1 6 560:545 23 ÍR 19 10 2 7 569:530 22 Stjarnan 18 6 5 7 480:485 17 Fram 19 6 2 11 456:483 14 KA 19 5 1 13 502:550 11 HK 19 3 0 16 478:559 6 Fjölnir 19 2 1 16 484:573 5 Olísdeild kvenna ÍBV – Stjarnan ..................................... 27:25 KA/Þór – HK ........................................ 33:31 Afturelding – Fram.............................. 11:35 Haukar – Valur..................................... 20:29 Staðan: Fram 17 16 0 1 546:356 32 Valur 17 14 1 2 473:350 29 Stjarnan 17 8 3 6 429:412 19 HK 17 7 2 8 459:471 16 ÍBV 17 6 2 9 386:409 14 KA/Þór 17 7 0 10 407:475 14 Haukar 17 5 2 10 371:427 12 Afturelding 17 0 0 17 314:485 0 Meistaradeild Evrópu Zagreb – Aalborg ................................ 31:30  Janus Daði Smárason skoraði 7 mörk fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon 3.   Forkeppni HM 2023 karla B-riðill: Ísland – Slóvakía .................................. 83:74 Lúxemborg – Kósóvó ........................... 80:84 Staðan: Kósóvó 2 2 0 164:158 4 Ísland 2 1 1 161:154 2 Slóvakía 2 1 1 147:148 2 Lúxemborg 2 0 2 145:157 0  Næst er leikið í nóvember 2020. Dominos-deild kvenna Valur – Grindavík ............................... 118:55 Breiðablik – Snæfell............................. 77:91 Keflavík – KR ....................................... 77:71 Staðan: Valur 22 20 2 1896:1426 40 KR 22 16 6 1663:1433 32 Keflavík 21 13 8 1536:1482 26 Haukar 21 13 8 1523:1442 26 Skallagrímur 21 12 9 1414:1444 24 Snæfell 21 7 14 1411:1618 14 Breiðablik 22 3 19 1425:1733 6 Grindavík 22 2 20 1403:1693 4   FRJÁLSAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kristján Viggó Sigfinnsson, sextán ára Reykvíkingur sem keppir fyrir Ármann, er orðinn næstbesti há- stökkvari sögunnar innanhúss hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari í hástökki með miklum yfirburðum í gær þegar hann fór yfir 2,15 metra á Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika. Með því sló hann piltametið, 17 ára og yngri, sem Einar Karl Hjartarson setti árið 1997 en það var 2,12 metrar. Einar, besti hástökkv- ari sögunnar hérlendis, á Íslandsmet fullorðinna innanhúss, 2,28 metra, sem hann setti í Laugardalshöllinni árið 2001. Kristján var fimmti á af- rekaskrá fullorðinna frá upphafi fyr- ir mótið með 2,10 metra en fór upp fyrir þrjá á listanum og er nú með næstbesta afrekið frá upphafi, á eft- ir Einari Karli. Þegar utanhússafrekin eru skoð- uð er Kristján sá fjórði besti með 2,13 metra sem hann stökk síðasta sumar. Einar Karl á þar Íslands- metið, en hann stökk 2,25 metra á Smáþjóðaleikunum í San Marínó ár- ið 2001. Einar Kristjánsson stökk 2,16 metra árið 1992 og Gunnlaugur Grettisson stökk 2,15 metra árið 1988. Ari þrefaldur Íslandsmeistari Ari Bragi Kárason úr FH varð þrefaldur Íslandsmeistari. Hann sigraði í 200 m hlaupi karla á 22,11 sekúndum og í 60 m hlaupi karla á 6,98 sekúndum. Ari bætti við þriðja titlinum þegar hann var í sigursveit FH í 4x200 metra boðhlaupi. Sex keppendur urðu tvöfaldir Ís- landsmeistarar um helgina.  Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH sigraði í 200 m hlaupi kvenna á 24,84 sekúndum og í 400 m hlaupi kvenna á 56,33 sekúndum.  Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði í langstökki kvenna með 6,14 metra og í 60 m hlaupi kvenna á 7,68 sekúndum.  Arnar Pétursson úr Breiðabliki sigraði í 3.000 m hlaupi karla á 8:42,46 mínútum og í 1.500 m hlaupi karla á 4:07,97 mínútum.  Ísak Óli Traustason úr UMSS sigraði í langstökki karla með 6,90 metra og í 60 m grindahlaupi karla á 8,42 sekúndum.  María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH sigraði í kúluvarpi kvenna þar sem hún kastaði 12,82 metra og í 60 m grindahlaupi á 8,82 sekúndum.  Ingibjörg Sigurðardóttir úr ÍR sigraði í 800 m hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum og var í sigursveit ÍR í 4x200 metra boðhlaupi. Úrslit mótsins í heild sinni er að finna á fri.is. Kristján orðinn næstbestur inni  Sextán ára afreksmaður úr Ármanni Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Upphitun Kristján Viggó Sigfinnsson fer yfir byrjunarhæðina í Kaplakrika í gær. Hann stökk 2,15 metra að lokum og átti þrjár tilraunir við 2,17 metra. Bournemouth 3:0, á laugardaginn. Jóhann kom ekki inn á í leiknum.  Manchester City lagði Leicest- er á útivelli, 1:0, í slagnum um silfurverðlaunin í deildinni og nú munar sjö stigum á liðunum í öðru og þriðja sæti. Gabriel Jesus kom inn á sem varamaður á 77. mínútu og skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar.  Forysta Liverpool minnkaði þar með í 19 stig, en meistaraefnin taka á móti West Ham á Anfield í síðasta leik umferðarinnar í kvöld klukkan 20. vs@mbl.is Manchester United er komið í góða stöðu í slagnum um sæti í Meistara- deildinni í fótbolta eftir 3:0 sigur á Watford á Old Trafford í gær. Þetta var annar sigurleikurinn í röð í deildinni og með honum lyfti Unit- ed sér í fimmta sætið, upp fyrir Tottenham og Sheffield United, og er einu stigi á eftir Chelsea sem er í fjórða sætinu. Bruno Fernandes skoraði úr víta- spyrnu rétt fyrir hlé og þeir Ant- hony Martial og Mason Greenwood bættu við mörkum í seinni hálf- leiknum.  Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í báðum mörkum Everton, sem tap- aði fyrir Arsenal í hörkuleik í Lond- on í gær, 3:2. Þar voru gríðarlega mikilvæg stig í húfi í slagnum um Evrópusæti. Pierre-Emerick Auba- meyang skoraði annað mark sitt eftir 25 sekúndna leik í seinni hálf- leiknum og það reyndist vera sigur- markið í leiknum. Gylfi lék allan tímann með Everton.  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn í leikmannahóp Burnley á ný, eftir fjarveru vegna meiðsla frá 5. janúar, þegar lið hans vann Þrjú mörk og sterkari staða AFP United Mason Greenwood og Ant- hony Martial fagna marki í gær. Valur og FH hafa verið heitustu lið- in í Olísdeild karla í handbolta eftir áramót. Þau eru einu taplausu liðin í umferðunum fimm á þessu ári og verða í tveimur efstu sætunum þeg- ar 19. umferð lýkur í kvöld. Valur lagði ÍR í hörkuleik í Austurbergi, 24:23, í gærkvöld þar sem sigurmark Róberts Arons Hos- terts var skorað þegar enn voru fimm mínútur eftir af leiknum. Magnús Óli Magnússon gerði 7 mörk fyrir Val og Hafþór Már Vignisson 6 mörk fyrir ÍR. FH vann stórsigur á HK, 34:20, eftir að hafa verið 8:5 undir um miðjan fyrri hálfleik. Ásbjörn Frið- riksson skoraði 7 mörk fyrir HK sem er nú nær fallið úr deildinni. Fjölnir féll með stórtapi gegn ÍBV á heimavelli í gær, 25:38. Eyja- menn unnu þar sinn fjórða sigur í fimm leikjum eftir áramót. Haukar eru heillum horfnir og töpuðu 22:24 fyrir Aftureldingu á heimavelli í fyrrakvöld. Fjórða tap þeirra í röð. Framarar björguðu sér endanlega frá falli með því að sigra KA 21:20 á Akureyri með mögnuðum endaspretti. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Tilþrif Arnar Snær Magnússon skorar fyrir Fram í sigrinum á KA. Valur og FH heitustu liðin eftir áramótin Baráttan um fjórða sætið í Olísdeild kvenna í handknatt- leik og þar með keppnisrétt í úrslitunum um meistara- titilinn harðnaði til muna á laugardaginn þegar KA/Þór lagði HK að velli, 33:31, í fjörugum leik á Akureyri í 17. umferð deildarinnar. Hin þrautreynda Martha Her- mannsdóttir gerði hvorki fleiri né færri en 13 mörk fyr- ir KA/Þór en Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði níu mörk fyrir HK. Kópavogsliðið heldur fjórða sætinu en er nú aðeins tveimur stigum á undan KA/Þór og ÍBV. Eyjakonur náðu í mikilvæg stig með því að sigra Stjörnuna 27:25 þar sem Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði 8 mörk fyrir ÍBV og Sólveig Lára Kjærnested 7 fyrir Stjörnuna. Um næstu helgi mætast HK og ÍBV í Kópavogi og Haukar og KA/Þór í Hafnarfirði í algjörum lykilleikjum í þessari baráttu. Haukar duttu niður í umspilssæti með tapi gegn Val, 20:29, þar sem Lovísa Thompson skoraði 7 mörk fyrir Val og Sara Odden 5 fyrir Hauka. Fram burstaði fallnar Aftureldingarkonur, 35:11, og á deildarmeistara- titilinn næsta vísan. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 6 mörk. Harður slagur um fjórða sæti Martha Hermannsdóttir Þótt sex umferðum sé ólokið af Dominos-deild kvenna í körfuknattleik er formsatriði fyrir Valskonur að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Þær rótburstuðu Grindavík á laugardaginn, 118:55, á meðan KR, eina liðið sem gæti mögulega náð þeim, tapaði í Keflavík, 77:71. Valur er með átta stiga forskot á KR og nægir að vinna tvo af síðustu sex leikjunum, t.d. gegn botnliðum Breiðabliks og Grindavíkur, til að toppsætið sé í höfn.  Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 26 stig fyrir Val gegn Grindavík og Helena Sverrisdóttir 20.  Daniela Wallen skoraði 29 stig fyrir Keflavík gegn KR en Danielle Rodriguez skoraði 34 stig fyrir KR-inga.  Amarah Coleman skoraði 30 stig fyrir Snæfell, sem vann Breiðablik 91:77 í Kópavogi. Danni Williams skoraði 38 stig fyrir Breiðablik.  Viðureign Hauka og Skallagríms, sem eru í hörðum slag við Keflavík um þriðja og fjórða sætið, var frestað vegna veikinda hjá Borgnesingum. Formsatriði fyrir Valskonur Dagbjört Dögg Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.